Fréttablaðið - 12.10.2019, Side 76

Fréttablaðið - 12.10.2019, Side 76
Það verður seint sagt að stærstur hluti leik-manna NFL-deildar-innar sé kórdrengir sem hafi aldrei stigið yfir strikið en Vontaze Burfict hefur verið í sérflokki innan deildarinnar undanfarin ár. Aga- nefnd NFL-deildarinnar dæmdi Burfict í tólf leikja bann, eða út tímabilið, á dögunum og hafnaði áfrýjun hans um að stytta leik- bannið. Með því stendur lengsta leikbann sem deildin hefur dæmt vegna atviks innan vallar. Bannið fékk Burfict fyrir að tækla með hjálminn á undan sér og miða á hausinn á útherja Indianapolis Colts, Jack Doyle, sem var á niður- leið. Í slíkri stöðu er óheimilt að tækla leikmenn auk þess sem bann- að er að nota hjálminn sem vopn gegn höfðinu á öðrum leikmönn- um. Það er orðið aðalsmerki Bur- ficts að hann fer harkalega í útherja sem eru ekki í stöðu til að taka við slíkum tæklingum og eru yfirleitt að horfa í aðra átt sem eykur lík- urnar á alvarlegum meiðslum. Eftir- minnilegt er þegar hann rotaði einn besta útherja deildarinnar, Antonio Brown, með stórhættulegri tækl- ingu í úrslitakeppninni og þegar hann straujaði Anthony Sherman á undirbúningstímabilinu og fékk fyrir það fimm leikja bann sem var síðar stytt í þrjá leiki. Þá hefur Burfict nælt sér í sektir fyrir að snúa upp á ökkla andstæð- inga sinna þegar dómararnir sjá ekki til, sparka í andstæðinga sína eða stíga ofan á ökkla þeirra þegar dómararnir litu undan. Þá fékk Burfict sekt upp á sextán þúsund dollara fyrir að gefa aðdáendum Buffalo Bills fingurinn sem leik- maður Cincinnati Bengals og féll á lyfjaprófi fyrir síðasta tímabil. NFL-deildin hefur verið að taka harðar á brotum sem gætu leitt til heilahristings sem hefur verið ein- kennismerki Burficts þessi sex ár sem hann hefur verið í deildinni og er ólíklegt að nokkurt lið sé tilbúið að gefa honum annað tækifæri. Hættulegt varnartröll NFL-deildin hafnaði áfrýjun varnartröllsins Vontaze Burfict um að stytta tólf leikja bann hans fyrir ólöglega tæklingu. Ferill Burficts hefur einkennst af brotum og sektum. LEIKVANGURINN Kristinn Páll Teitsson kristinnpall@frettabladid.is 5,36 milljónir dollara hefur hegðun Burficts kostað varnarmanninn eða um 674 milljónir íslenskra króna. 22 leiki hefur Burfict fengið í bann á átta árum í deild- inni. Hann hefur ekki leikið alla sextán leikina í sex ár. 4 leikjum náði Burfict í herbúðum Oakland Raiders eftir að félagið samdi við hann síðasta sumar. 0 Ekkert lið var tilbúið að velja Burfict í nýliðavalinu. Hæfi- leikarnir voru og eru enn til staðar en vitað var að vandræði myndu fylgja honum innan sem utan vallar. 3 ólögleg brot í einum og sama leiknum gegn Pittsburgh Steelers komst Burfict upp með en þau leiddu svo til leikbanns. 1 2 . O K T Ó B E R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R36 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 1 2 -1 0 -2 0 1 9 0 5 :5 3 F B 1 0 4 s _ P 0 8 5 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 7 6 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 4 0 1 -C 0 D 0 2 4 0 1 -B F 9 4 2 4 0 1 -B E 5 8 2 4 0 1 -B D 1 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 1 0 4 s _ 1 1 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.