Fréttablaðið - 12.10.2019, Síða 76
Það verður seint sagt að stærstur hluti leik-manna NFL-deildar-innar sé kórdrengir sem hafi aldrei stigið yfir strikið en Vontaze
Burfict hefur verið í sérflokki innan
deildarinnar undanfarin ár. Aga-
nefnd NFL-deildarinnar dæmdi
Burfict í tólf leikja bann, eða út
tímabilið, á dögunum og hafnaði
áfrýjun hans um að stytta leik-
bannið. Með því stendur lengsta
leikbann sem deildin hefur dæmt
vegna atviks innan vallar.
Bannið fékk Burfict fyrir að tækla
með hjálminn á undan sér og miða
á hausinn á útherja Indianapolis
Colts, Jack Doyle, sem var á niður-
leið. Í slíkri stöðu er óheimilt að
tækla leikmenn auk þess sem bann-
að er að nota hjálminn sem vopn
gegn höfðinu á öðrum leikmönn-
um. Það er orðið aðalsmerki Bur-
ficts að hann fer harkalega í útherja
sem eru ekki í stöðu til að taka við
slíkum tæklingum og eru yfirleitt
að horfa í aðra átt sem eykur lík-
urnar á alvarlegum meiðslum. Eftir-
minnilegt er þegar hann rotaði einn
besta útherja deildarinnar, Antonio
Brown, með stórhættulegri tækl-
ingu í úrslitakeppninni og þegar
hann straujaði Anthony Sherman
á undirbúningstímabilinu og fékk
fyrir það fimm leikja bann sem var
síðar stytt í þrjá leiki.
Þá hefur Burfict nælt sér í sektir
fyrir að snúa upp á ökkla andstæð-
inga sinna þegar dómararnir sjá
ekki til, sparka í andstæðinga sína
eða stíga ofan á ökkla þeirra þegar
dómararnir litu undan. Þá fékk
Burfict sekt upp á sextán þúsund
dollara fyrir að gefa aðdáendum
Buffalo Bills fingurinn sem leik-
maður Cincinnati Bengals og féll á
lyfjaprófi fyrir síðasta tímabil.
NFL-deildin hefur verið að taka
harðar á brotum sem gætu leitt til
heilahristings sem hefur verið ein-
kennismerki Burficts þessi sex ár
sem hann hefur verið í deildinni og
er ólíklegt að nokkurt lið sé tilbúið
að gefa honum annað tækifæri.
Hættulegt
varnartröll
NFL-deildin hafnaði áfrýjun varnartröllsins
Vontaze Burfict um að stytta tólf leikja bann
hans fyrir ólöglega tæklingu. Ferill Burficts
hefur einkennst af brotum og sektum.
LEIKVANGURINN
Kristinn Páll Teitsson
kristinnpall@frettabladid.is 5,36 milljónir dollara hefur hegðun Burficts
kostað varnarmanninn eða um
674 milljónir íslenskra króna.
22 leiki hefur Burfict fengið í bann á átta árum í deild-
inni. Hann hefur ekki leikið alla
sextán leikina í sex ár.
4 leikjum náði Burfict í herbúðum Oakland Raiders
eftir að félagið samdi við hann
síðasta sumar.
0 Ekkert lið var tilbúið að velja Burfict í nýliðavalinu. Hæfi-
leikarnir voru og eru enn til staðar
en vitað var að vandræði myndu
fylgja honum innan sem utan
vallar.
3 ólögleg brot í einum og sama leiknum gegn Pittsburgh
Steelers komst Burfict upp með
en þau leiddu svo til leikbanns.
1 2 . O K T Ó B E R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R36 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
1
2
-1
0
-2
0
1
9
0
5
:5
3
F
B
1
0
4
s
_
P
0
8
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
7
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
2
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
2
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
4
0
1
-C
0
D
0
2
4
0
1
-B
F
9
4
2
4
0
1
-B
E
5
8
2
4
0
1
-B
D
1
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
B
F
B
1
0
4
s
_
1
1
_
1
0
_
2
0
1
C
M
Y
K