Fréttablaðið - 12.10.2019, Side 90

Fréttablaðið - 12.10.2019, Side 90
Snæbjörn Arngrímsson, f y r r ve r a nd i b ók aú t-gefandi, hlýtur Íslensku ba r nabók averðlau n i n í ár fyrir fyrstu skáld-sögu sína, Rannsóknin á leyndardómum eyðihússins. Snæ- björn, sem býr í Danmörku, kom hingað til lands til að taka á móti verðlaununum. Snæbjörn, sem rak um tíma sjö bókaforlög á Norðurlöndum, gaf út Harry Potter-bækurnar á Íslandi og spennusögur Dans Brown í Dan- mörku. Hann seldi forlögin síðan eitt af öðru. Það var eftir að hafa selt það síðasta sem hann sá aug- lýsingu um Íslensku barnabóka- verðlaunin og ákvað að spreyta sig á barnabókaskrifum. Snæbjörn hefði, vegna nafns síns og stöðu í bókmenntaheim- inum, auðveldlega getað fengið skáldverk eftir sig útgefið hjá hvaða bókaforlagi sem er. Hann er spurður hvort það hafi skipt hann máli að senda handrit í samkeppni undir dulnefni. „Ég hefði aldrei sent handrit undir eigin nafni. Ég er viss um að útgefendur hefðu miskunnað sig yfir mig sama hvað ég hefði sent inn og gat ekki hugsað mér það,“ segir hann. Hann segist aldrei hafa gengið með skáldadrauma. „Ég var oft spurður sem forleggjari: Skrifarðu ekki sjálfur? Ég svaraði því til að mér dytti það ekki í hug. Ég hef aðal- lega þýtt en ekki skrifað eigin bók fyrr en nú. Ég lærði margt á að skrifa þessa bók, og það er mjög áhugavert að vera kominn í hlutverk rithöf- undar í stað útgefanda.“ Maður úr framtíðinni Snæbjörn segist hafa ákveðnar hug- myndir um það hvernig barnabók hann vildi skrifa. „Þetta átti að vera spennubók fyrir börn, bók sem væri gjörsamlega ómótstæðileg, svo grípandi að þau börn sem læsu hana vildu bara lesa meira. Ég man sjálfur vel eftir þessari tilfinningu í gamla daga, þegar maður fann góðar bækur, hvernig það var að gefa sig á vald bóklestrinum. Að sökkva niður í söguheim vegna þess að bókin sem maður las hafði alveg dáleitt mann. Ég vildi skrifa bók sem væri æsispennandi en höfðaði samtímis til vitsmuna barna sem lesenda.“ Maðurinn sem hvarf Aðalpersónurnar eru tvær, stelpan Milla og strákur sem heitir Guðjón G. Georgsson. „Ég hafði nokkurn veginn mótað aðalpersónurnar í höfðinu þegar ég settist niður og skrifaði fyrstu setninguna: Þetta var sumarið þegar Guðjón G. Georgsson kom í fyrsta sinn til þorpsins. En hvernig ég ætti að halda áfram var ég ekki vissi um. Ég velti mjög vöngum yfir því hvernig ég gæti gert spennandi sögu með þessar tvær aðalpersónur. Svo var það kvöldið þegar ég hafði skrifað fyrstu setningu bók- arinnar að ég rakst á blaðagrein frá The New York Times frá árinu 1976. Þetta var sönn saga um mann sem hafði gengið inn í Wall Street með 80 dollara í vasanum og fór að kaupa hlutabréf. Öll hans viðskipti heppnuðust, hann keypti og seldi á réttum tíma. Á fimm dögum keypti hann og seldi hlutabréf 157 sinnum og hann græddi stórfé í öllum við- skiptunum sínum. Á fimmta degi var hann svo handtekinn af lög- reglunni, færður til yfirheyrslu og var spurður hvar hann hefði fengið innherjaupplýsingar. „Ég kem úr framtíðinni, ég veit hvað gerist á morgun,“ svaraði hann. Hann var settur í fangelsi en leystur úr haldi næsta dag því ókunnugur maður kom og borgaði lausnarfé fyrir hann. Hinn handtekni lét sig síðan hverfa. Þegar lögreglan fór að leita að honum og lýsa eftir honum fund- ust ekki nokkur skjöl um að þessi maður hefði verið til, það fannst ekkert um þennan mann. Þessi saga fannst mér áhugaverð og fór að rannsaka hvað hefði orðið um manninn og afraksturinn er í þess- ari bók.“ Rowling er fyrirmynd Spurður hvernig tilfinning það hafi verið að fá verðlaunin segir hann: „Mér leið mjög vel, ég var hreinlega hamingjusamur. Ég hef svo gaman af verðlaunum. Í fyrra sagði ég við strákinn minn að mig langaði til að vinna gullverðlaun í einhverju fyrir áramót. Svo gerðist það ekki. Hann hafði hins vegar keypt lítinn gullpening handa mér og gaf mér í verðlaun fyrir föðurhlutverkið. Það gladdi mig. Svo fékk ég þessi bók- menntaverðlaun í ár, mín önnur gullverðlaun á stuttum tíma.“ Sem útgefandi Harry Potter er hann spurður hvort Potter-áhrifa gæti í bókinni og svarar: „Rowling er mín fyrirmynd í barnabókaskrif- um, hún er stórkostleg. Og bækurn- ar um Harry Potter eru mikið afrek sem hafa haft mikla þýðingu, bæði aukið bóklestur og sett ný viðmið um hvað sé góð barnabók. Ég stefni auðvitað á toppinn en til að komast þangað þarf ég að halda áfram að æfa mig, halda áfram að skrifa og læra handbragð meistarans.“ ÉG VILDI SKRIFA BÓK SEM VÆRI ÆSISPENN- ANDI EN HÖFÐAÐI SAMTÍMIS TIL VITSMUNA BARNA SEM LESENDA. Langaði að vinna gullverðlaun í einhverju Bókaútgefandinn fyrrverandi Snæbjörn Arngrímsson hlýtur Íslensku barnabókaverðlaunin fyrir fyrstu skáldsögu sína. Maður úr framtíðinni, sönn frétt úr The New York Times, varð kveikja að sögunni. Rowling er mín fyrirmynd í barnabókaskrifum, hún er stórkostleg, segir Snæbjörn. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is BÆKUR Sláturtíð Gunnar Theódór Eggertsson Útgefandi: Vaka Helgafell Fjöldi síðna: 432 Má eitthvert dýr borða annað dýr? Eru öll dýrin í skóginum vinir? Eru þau jöfn eða eru sum dýr krútt- legri og þar af leiðandi rétthærri en önnur? Í skáldsögunni Sláturtíð eru þessi sígildu viðfangsefni heims- bókmenntanna tekin til skoðunar út frá dýrasiðfræðilegu sjónarhorni en einnig er brugðið upp fyndinni en jafnframt raunsærri mynd af samtímanum. Dýraréttindasinninn Sólveig Boer virðist horfin eftir að hafa setið af sér dóm í Hollandi fyrir skemmdarverk í þágu málstaðarins. Heimildarmyndagerðarmaðurinn Ásbjörn reynir að hafa upp á henni vegna myndar sem dýraverndar- samtök á Íslandi hafa ráðið hann til að gera. Leitin dregur hann um Evr- ópu og á slóðir dýraverndarsinna, mótmæla og hugmyndafræðilegs ágreinings en hann þarf einnig að horfast í augu við ýmislegt í sjálfum sér í leiðinni. Sláturtíð er fyrsta „fullorðins- bók“ Gunnars Theódórs Eggerts- sonar sem hefur áður sent frá sér bæði barna- og ungmennabækur og unnið til viðurkenninga og verð- launa fyrir þær. Hann hefur einnig nýlokið doktorsprófi þar sem hann skrifaði um bókmenntir og dýrasið- fræði og viðfangsefni bókarinnar er öðrum þræði langt og mikið samtal um réttindi dýra, dýravernd, öfga- dýravernd og grænkeralífsstíl. Það er þó bara annar þráðurinn, hinn liggur í ýmsar áttir enda er Sláturtíð marglaga og þétt skáldsaga, lýsingar á fólki og staðháttum orðmargar og vel skrifaðar, frásagnarhátturinn lifandi og kaldhæðinn á köflum og söguþráðurinn áhugaverður og vel f léttaður. Við fylgjum Ásbirni eftir í leit hans að efni sem passar í kvikmynd og sjáum söguna með hans augum sem hins utanaðkomandi gests, e n h it t u m h a n n l í k a fyrir í ýmsum m e n n s k u m breysk lei k a , eins og raunar f lestar sögu- per sónu r na r, sem aftur vekur upp upp ýmsar o r w e l l s k a r h e i m s p e k i - spurningar um af hverju sum dýr eru merkilegri en önnur, gæludýr ha r m r æn n i en húsdýr, falleg og klár dýr virðingar- verðari en ljót og heimsk dýr, og um mannskepnuna sem telur sig merkilegri en allt annað lifandi á jörðinni. Bókin er fyndin, stundum galsafengin í lýs- ingum sínum á heimi aktívista og hvernig þeir athafna sig og reyna að hafa áhrif á samfélagið en líka beitt í sjónarhorni sínu á grimmdina og skeytingarleysið sem menn leyfa sér þegar kemur að dýrum og vel- ferð þeirra. Gunnari Theódóri hefur hér tek- ist að skrifa skemmtilega og í senn nístandi skáldsögu um áhugavert viðfangsefni sem er fengur fyrir þá sem láta sig velferð dýra, og manna, varða. Brynhildur Björnsdóttir NIÐURSTAÐA: Vel skrifuð og fyndin en um leið áleitin skáld- saga. Orwell í Hálsaskógi Gunnar Theódór Eggertsson. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI 1 2 . O K T Ó B E R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R50 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 1 2 -1 0 -2 0 1 9 0 5 :5 3 F B 1 0 4 s _ P 1 0 3 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 9 0 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 4 0 1 -A 3 3 0 2 4 0 1 -A 1 F 4 2 4 0 1 -A 0 B 8 2 4 0 1 -9 F 7 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 1 0 4 s _ 1 1 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.