Fréttablaðið


Fréttablaðið - 12.10.2019, Qupperneq 92

Fréttablaðið - 12.10.2019, Qupperneq 92
TVÖFÖLD VIRKNI Ný tvöföld virkni sem veitir hraða og langvarandi vörn gegn tannkuli FYLLIR LOKAR VERNDAR STYRKIR SensiVital+ LEIKHÚS Sex í sveit Marc Camoletti Borgarleikhúsið Leikstjóri: Bergur Þór Ingólfsson Íslenskun og staðfærsla: Gísli Rúnar Jónsson Leikarar: Jörundur Ragnars- son, Sólveig Guðmundsdóttir, Sigurður Þór Óskarsson, Vala Kristín Eiríksdóttir, Katrín Hall- dóra Sigurðardóttir og Haraldur Ari Stefánsson Leikmynd: Petr Hlousek Búningar: Stefanía Adolfsdóttir Lýsing: Þórður Orri Pétursson Leikgervi: Guðbjörg Ívarsdóttir Hljóð: Þorbjörn Steingrímsson Benedikt er í þann mund að skila eiginkonu sinni, Þórunni, upp í f lugvél á leið til Egilsstaða. Hug- myndin er að nýta tækifærið og skella í sumarbústaðarmatarboð án hennar; gestir kvöldsins eru hjá- konan Sóley og vinurinn Ragnar. En um leið og Þórunn fréttir að Ragnar er á leiðinni hættir hún snögglega við f lugferðina, hún er nefnilega að halda við Ragnar. Sól- veig, veisluþjónustustarfsmaður Saxbautans, blandast óvænt inn í atburðarásina og þannig skapast kjöraðstæður fyrir að allt fari fjandans til. Sex í sveit snýr aftur á stóra svið Borgarleikhússins í nýrri útfærslu eftir rúmlega tuttugu ára f jarveru, Bergur Þór Ingólfsson leikstýrir og Gísli Rúnar Jónsson endurvinnur handritið. Enginn afsláttur Hinum taugaveiklaða Benedikt, manni með stórar hugmyndir en fá plön, skilar Jörundur Ragnarsson af miklum móð. Þá nýtur hann sín sérstaklega þegar skrúfað er upp í skrípalátunum. Sólveig Guðmunds- dóttir leikur Þórunni af öryggi, eins og hún hafi lítið annað gert en að leika í försum á ferli sínum. Hún er í senn munúðarfull og móður- sjúk sem er frábær blanda fyrir Sex í sveit. Sigurður Þór Óskarsson, í hlutverki Ragnars, er sömuleiðis á heimavelli. Líkamsbeiting hans og örvænting er sjón að sjá. Samleikur þeirra er virkilega vel unninn, eins og reyndar hjá leikhópnum öllum. Fjölhæfni Katrínar Halldóru Sig- urðardóttur nýtur sín í hlutverki hinnar brussulegu Sólveigar. Hér er enginn afsláttur gefinn og Katrín Halldóra leggur allt á borðið, norð- lenski hreimurinn virkar og tíma- setningar hennar eru óborganlegar. Sóley, leikin af Völu Kristínu Eiríksdóttur, mætir eins og glimm- erhvirfilbylur í boðið. Vala Kristín er langt komin með að verða hin fínasta gamanleikkona þrátt fyrir ungan aldur. Hún er hispurslaus í túlkun sinni og lætur allt f lakka. Haraldur Ari Stefánsson mætir á sviðið þegar hamagangurinn nær hámarki. Hann leysir hlutverkið ágætlega og mætir orkustigi Katrín- ar Halldóru að fullu. Vandamálið er að norðlenska túlkunin og grodda- skapurinn bætir litlu við það sem á undan hefur komið. Lunkinn með formið Farsar krefjast handbragðs sem ekki allir hafa getu til að framkvæma en Bergur Þór er virkilega lunkinn með formið, líkt og Gísli Rúnar. Orða- brölt í bland við almennan mis- skilning, tyggjónotkun Benedikts og stöðugar tilfærslur Þórunnar á forláta vasa skreyta ærslaleikinn á skemmtilegan máta. En í sýningu sem tekur tvo klukkutíma byrjar æsingurinn aðeins of snemma sem verður til þess að eftir hlé er erfitt að halda sama hraða, hvað þá að bæta við. Slíkt er stillingaratriði og allar líkur eru til þess að sýningin formist betur með fleiri sýningarkvöldum. Fagurfræði Sex í sveit er vel heppnuð. Leikmynd Petr Hlousek er eins og smíðuð fyrir opnu í Hús og híbýli, fullkominn leikvöllur fyrir fólk sem á stærri sjóði en siðferðis- legt vit. Spurningarmerki má setja við svefnherbergið á efri hæðinni sem virðist vera leifar af fyrri hug- myndavinnu en er aldrei nýtt. Bún- ingavinna Stefaníu Adolfsdóttur er stórkostleg og passar glæsilega inn í umhverfið og er stílfærð á hvern karakter, fatnaður Þórunnar stend- ur upp úr. Guðbjörg Ívarsdóttir, sem sér um leikgervin, á skilið sérstakt hrós fyrir hárgreiðslu og förðun. Sex í sveit er hér uppfærð sóma- samlega með öllum þeim nútíma- lega subbuskap sem því fylgir. Leik- arahópurinn sameinast í að koma samkvæmisklúðrinu til skila. Hér er á ferðinni strangheiðarleg útfærsla á klassískum farsa sem heppnast nákvæmlega eftir uppskriftinni. Sigríður Jónsdóttir NIÐURSTAÐA: Farsakennd kvöldstund sem engan svíkur. Súrsæt sveitasæla Leikarahópurinn sameinast í að koma samkvæmisklúðrinu til skila. MYND/GRÍMUR BJARNASON 1 2 . O K T Ó B E R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R52 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 1 2 -1 0 -2 0 1 9 0 5 :5 3 F B 1 0 4 s _ P 1 0 1 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 9 2 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 4 0 1 -B 6 F 0 2 4 0 1 -B 5 B 4 2 4 0 1 -B 4 7 8 2 4 0 1 -B 3 3 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 1 0 4 s _ 1 1 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.