Fréttablaðið - 15.10.2019, Qupperneq 2
Veður
Austan 13-23 í dag, hvassast
sunnanlands. Rigning með köflum
um landið sunnan- og austan-
vert, en úrkomulítið á Norður- og
Vesturlandi. Sums staðar talsverð
rigning SA-til í kvöld. Hiti 5 til 10
stig. SJÁ SÍÐU 14
Járn & Gler hf. - Skútuvogur 1h.
Barkarvogsmegin. - 104 Reykjavík
S: 58 58 900. www.jarngler.is
50% Afsláttur af
myndlistarvörum
Olíulitir, vatnslitir, akrýlitir,
penslar, spaðar, pappír
o.fl o.fl. o.fl.
ÚTSALA - ÚTSALA
Opið 8 - 16
Rauðgreni slær í gegn
SAMFÉLAG Séra Davíð Þór Jóns-
son í Laugarneskirkju og Þórunn
Gréta Sigurðardóttir, formaður
Tónskáldafélags Íslands, settu upp
hringana á laugardag og héldu svo
utan til Frakklands í brúðkaups-
ferðina.
Davíð og Þórunn voru messu-
þjónar í Neskirkju þegar Davíð var
í prestsnámi fyrir rúmum áratug og
f luttu síðar austur á Eskifjörð þar
sem hann fékk brauð. Þórunn er
píanisti að mennt og var organisti
í Eskifjarðarkirkju. Nú spila þau
saman í pönkhljómsveitinni Aust-
urvígstöðvunum sem vakið hefur
athygli fyrri beitta textasmíð.
Saman eiga Davíð og Þórunn tvö
ung börn en fyrir átti Davíð þrjú
uppkomin börn og fjögur barna-
börn. – khg
Séra Davíð Þór
og Þórunn í
hnapphelduna
Þórunn og Davíð kynntust þegar
bæði voru messuþjónar í Neskirkju.
Val Skógræktarfélags Íslands á tré ársins 2019 var kunngjört í gær. Fyrir valinu varð sérlega glæsilegt rauðgreni í Elliðaárhólma. Mun það vera
í fyrsta sinn sem slík-tegund verður fyrir valinu. Við útnefningarathöfnina voru meðal annarra Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Jónatan
Garðarsson, formaður Skógræktarfélags Íslands. Lára Rúnarsdóttir f lutti tónlist og viðurkenningarskjöldur var af hjúpaður. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI
Nemendur í sjöunda bekk í Hveragerði tína rusl. MYND/HVERAGERÐISBÆR
UMHVERFISMÁL Á dögunum fór
fram árlegur samningafundur í
Grunnskóla Hveragerðis þar sem
gengið var frá samkomulagi milli
bekkjarfélags 7. bekkinga skólans
og bæjarfélagsins.
Aldís Hafsteinsdóttir bæjarstjóri
mætti á fundinn fyrir hönd bæjar-
ins og skuldbatt bæjarfélagið til að
greiða tiltekna upphæð í ferðasjóð
bekkjarfélagsins gegn því að nem-
endurnir tíni upp rusl í bæjarfélag-
inu í staðinn. Framtakið er þó ekki
nýtt af nálinni. Slíka samninga
hefur bærinn gert árlega við 7.
bekkinga skólans undanfarna ára-
tugi og hefur verkefnið gefið afar
góða raun.
„Þetta er alltaf mjög ánægju-
leg stund sem við reynum að gera
svolítið mikið úr í skólanum. Við
förum yfir mikilvægi umhverfis-
mála og gildi slíks samnings, sem
krefst þess að báðir aðilar leggi sitt
af mörkum. Síðan er skrifað undir
með viðhöfn,“ segir Aldís.
Að hennar sögn hefur verkefnið
gefið afar góða raun og líklega hafi
það aldrei átt meira erindi en nú
um stundir.
„Við lítum á þetta sem eins konar
umhverf isuppeldi fyrir börn í
bænum. Þau átta sig á að ef ein-
hver hendir rusli á víðavangi þarf
einhver annar að þrífa það upp.
Þetta er mikilvægur lærdómur
fyrir börnin og við verðum vör við
að bæjarbúar séu afar ánægðir með
þetta framtak. Enda fá þeir hreinan
og fínan bæ í staðinn,“ segir Aldís.
Þá segir hún það sérstaklega
skemmtilegt að þeir nemendur
sem tóku þátt í verkefninu fyrstu
árin séu núna sjálfir komnir á full-
orðinsaldur og eigi kannski börn
sem taka þátt í ár.
Samningurinn virkar þannig
að 7. bekkingarnir samþykkja að
skipuleggja einn hreinsunardag í
byrjun hvers mánaðar þar sem skil-
greind svæði innan bæjarins eru
hreinsuð auk þess sem stauraílát á
skólalóðum eru tæmd. Umsjónar-
kennarar sinna síðan eftirliti með
því að fylla út sérstök eyðublöð um
hverja hreinsun.
Á móti fær bekkjarsjóður krakk-
anna 44 þúsund krónur frá bænum
fyrir hverja hreinsun og er upp-
hæðin notuð ár hvert í ferðalag í
lok skólaárs. Sérstaklega er tekið
fram í samningnum að ef illa er
tekið til megi bæjaryfirvöld draga
frá upphæðinni í refsingarskyni.
„Því ákvæði hefur aldrei verið
beitt að því er ég best veit. Ég held
að nokkrum sinnum hafi bærinn
gert athugasemdir um að hreins-
unin mætti vera betri og þá hefur
því verið kippt í liðinn. Heilt yfir
hafa börnin staðið sig afar vel og
allir njóta góðs af,“ segir Aldís.
bjornth@frettabladid.is
Umhverfisuppeldi í
Hveragerði gengur vel
Árlega semur Hveragerðisbær við börn í grunnskóla bæjarins um að tína rusl
á völdum svæðum. Verkefnið hefur gefið góða raun og vakið krakkana til um-
hugsunar um umhverfismál. Að launum fá börnin styrk upp í skólaferðalag.
Við lítum á þetta
sem eins konar
umhverfisuppeldi fyrir
börn í bænum.
Aldís Hafsteins-
dóttir, bæjarstjóri
Hveragerðisbæjar
STJÓRNSÝSLA Þórdís Kolbrún Reyk-
fjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðn-
aðar- og nýsköpunarráðherra, lagði
fram nýtt frumvarp gegn ólög-
legum smálánum á Alþingi í gær.
Frumvarpið byggist á vinnu
starfshóps sem skilaði inn skýrslu
með tillögum til úrbóta haustið
2018.
Meðal markmiða frumvarps-
ins er að halda lántökukostnaði
innan leyfilegra marka samkvæmt
íslenskum lögum. Tekið er fram að
ekki megi bera fyrir sig lög ann-
ars ríkis til að takmarka þá vernd
neytenda. Þá munu lögin heimila
stjórnvöldum að fá upplýsingar um
starfsemi smálánafyrirtækja. – bþ
Nýtt frumvarp
gegn smálánum
Meðal markmiða
frumvarpsins er að halda
lántökukostnaði innan
leyfilegra marka
1 5 . O K T Ó B E R 2 0 1 9 Þ R I Ð J U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
1
5
-1
0
-2
0
1
9
0
5
:3
6
F
B
0
3
2
s
_
P
0
3
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
3
2
s
_
P
0
2
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
3
2
s
_
P
0
0
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
3
2
s
_
P
0
0
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
4
0
4
-1
5
0
4
2
4
0
4
-1
3
C
8
2
4
0
4
-1
2
8
C
2
4
0
4
-1
1
5
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
B
F
B
0
3
2
s
_
1
4
_
1
0
_
2
0
1
C
M
Y
K