Fréttablaðið - 15.10.2019, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 15.10.2019, Blaðsíða 18
Konur eignast börn seinna í dag en áður þekktist. Lífsstíllinn hefur breyst og konur kjósa að mennta sig áður en þær fara út í barn- eignir. Líffræði- lega er þó best að fæða börn upp úr tvítugu. Það er ekki bara á Íslandi sem fæðingaraldur hefur hækkað heldur alls staðar í hinum vestræna heimi. Í Asíu hefur fæðingum fækkað umtalsvert sem þykir áhyggjuefni. Ekki er gott þegar þjóðir eldast og yngra fólki fækkar. Nýjar rannsóknir sýna að hættan á ýmsum fylgikvillum og fósturláti á meðgöngu og í fæðingu eykst eftir því sem konur eldast. Sömuleiðis er meiri hætta á að konan fæði andvana barn. Lífsstíll- inn er því á skjön við líffræðina, segir sænskur prófessor. Meiri áhætta hjá eldri konum Kona sem fæðir fyrsta barn yfir þrítugt er í 25% meiri hættu á fósturláti en kona sem er um tvítugt. Hættan eykst enn meira þegar konur verða 35 ára og eldri. Einnig aukast líkur á vandamálum í grindarbotni og fyrirburafæðingu. Að auki eru konur yfir þrítugu lengur að jafna sig eftir fæðinguna en mæður á tvítugsaldri. „Rannsóknir sýna að frá líf- fræðilegu sjónarmiði er hag- kvæmast að fæða börn um tvítugt, sérstaklega þegar um er að ræða fyrsta barn. Það eykur hættu á alvarlegum fylgikvillum að bíða,“ segir Ulla Waldenstrøm, prófessor við Karolínsku stofnunina í Sví- þjóð. Greinin birtist á forskning. no. Neikvæðari meðgöngureynsla Ulla hefur rannsakað fæðingar- aldur í Svíþjóð og Noregi. Niður- stöðurnar sýna að það eru tengst á milli fæðingaraldurs og fylgi- kvilla á meðgöngu. Að auki sýnir rannsókn frá Royal College of Obstetrics and Gynecology að ungar konur eiga auðveldara með að verða barnshafandi og takast betur á við svefnleysið en konur eldri en 30 ára. Þá sýnir önnur rannsókn sem framkvæmd var í Noregi að nýbakaðar mæður sem eru 32 ára og eldri hafa neikvæðari meðgöngu- og fæðingarreynslu en þær sem eru yngri. Þær eldri töluðu oftar um kvíða á meðgöngu og óskuðu frekar eftir keisara- skurði heldur en þær sem eru yngri. Vissulega er þetta þó ein- staklingsbundið. Fjárhagslega hagkvæmt Þrátt fyrir þetta hafa konur sem eiga sitt fyrsta barn elst á undan- förnum árum. Meðaltal í Noregi árið 2018 var 29,5 ár. Á tveimur árum hefur þetta meðaltal hækk- að um hálft ár. Mæður í höfuð- borginni, Ósló, eru elstar en þar er meðalaldur 31,5 ár. Þá er einnig áhyggjuefni að konur eignast færri börn. Árið 2018 fæddust 1.500 færri börn en árið 2017. Fæðingar árið 2018 eru 20.000 færri en árið 1970, að sögn Önnu Eskild, pró- fessors við háskólann í Ósló. Hún telur að konur eignist færri börn vegna þess að það sé fjárhags- lega hagkvæmt. Það borgar sig að bíða með barneignir, fá vel launað starf og skapa sér réttindi áður en kemur að barneignum. Einnig er bent á að karlinn skipti líka máli þegar kemur að frjósemi en hún minnkar eftir 40 ára aldur hjá þeim. Anna bendir á Ungverjaland og Pólland en þar fá barnmargar fjölskyldur umtalsverðan skattaaf- slátt sem er hvatning til barneigna. Það er þó ekki einungis neikvætt að eignast börn seinna. Rannsókn frá Háskólanum í Árósum í Dan- mörku sýnir að konur sem eignast börn eftir 35 ára aldur eigi síður í baráttu við hegðunarvandamál barnanna þegar þau verða 7-11 ára. Vísindamenn telja að það sé vegna þess að þroskaðar konur með meiri menntun og öruggari fjárhag ali börn sín upp við betri aðstæður en þær sem yngri eru. Þegar börnin urðu unglingar var þó enginn merkjanlegur munur á hegðun hvort sem móðirin var eldri eða yngri. Fækkun fæðinga á Íslandi Frjósemi virðist hafa minnkað mikið á Íslandi og konur sem fæða fyrsta barn verða sífellt eldri. Fjölgað hefur í hópi þeirra sem eignast fyrsta barn yfir fertugt. Í fyrra var meðalaldur frum- byrja á Íslandi 28,2 ár samkvæmt Hagstofu Íslands. Árið 2018 var frjósemi íslenskra kvenna 1,707 börn á ævi hverrar konu og hefur hún aldrei verið minni frá því að mælingar hófust árið 1853. Árið 2017 var frjósemi 1,710 en það er næstminnsta frjósemi sem mælst hefur hér á landi, segir á síðu Hag- stofunnar. Einnig kemur þar fram að meðalaldur íslenskra mæðra hækki jafnt og þétt. Frá byrjun sjöunda áratugarins og fram yfir 1980 var meðalaldur frumbyrja undir 22 árum en eftir miðjan níunda áratuginn hefur meðal- aldur farið hækkandi. Algengasti barneignaaldurinn er á milli 25–29 ára. Á þessu aldursbili fæddust 109 börn á hverjar 1.000 konur árið 2018. Fæðingartíðni mæðra undir tvítugu var í fyrra 5,3 börn á hverjar 1.000 konur. Það er afar lágt í samanburði við tímabilið 1961-1965 þegar hún fór hæst, en þá fæddust 84 börn á hverjar 1.000 konur undir tvítugu. Frjósemi minnkar og fæðingaraldur hækkar Þótt konur séu líffræði- lega best til þess fallnar að eignast barn á milli tvítugs og þrítugs hefur fæðingaraldur hækkað mikið í hinum vestræna heima. NORDICPHOTOS/GETTY Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is Kona sem fæðir fyrsta barn yfir þrítugu er í 25% meiri hættu á fósturláti en kona sem er um tvítugt. Hætt- an eykst enn meira þegar konur verða 35 ára og eldri. FERMINGARGJAFIR Fimmtudaginn 15. mars gefur Fréttablaðið út bráðsniðugt aukablað sem innheldur ótal hugmyndir að fjölbreyttum fermingargjöfum. Allir sem hafa fermst vita að dagurinn og ekki síst gjarnar lifa í minningunni um aldur og ævi. Tryggðu þér gott auglýsingapláss í langmest lesna dagblaði landsins. Upplýsingar hjá auglýsingadeild Fréttablaðsins í síma 512 5402 eða sendu okkur póst á netfangið serblod@frettabladid.is Nán ri upplýsi ar um blaðið veitir Jón Ívar Vilhelmsson markaðsfulltrúi Fréttablaðsins. Sími 550 5654/ jonivar@frettabladid.is VÖRUBÍLAR OG VINNUVÉLAR Veglegt sérblað Fréttablaðsins um vörubíla og vinnuvélar ke ur út 25. október nk. T yggðu þér gott auglýsingapláss í langmest lesna dagblaði landsins. 6 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 5 . O K TÓ B E R 2 0 1 9 Þ R I ÐJ U DAG U R 1 5 -1 0 -2 0 1 9 0 5 :3 6 F B 0 3 2 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 4 0 4 -1 E E 4 2 4 0 4 -1 D A 8 2 4 0 4 -1 C 6 C 2 4 0 4 -1 B 3 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 3 2 s _ 1 4 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.