Fréttablaðið - 15.10.2019, Blaðsíða 29

Fréttablaðið - 15.10.2019, Blaðsíða 29
 ÞAÐ ER OFTAST MIKIÐ AÐ GERA HJÁ OKKUR OG VINNUDAGURINN ENDAR OFT EKKI FYRR EN LANGT YFIR MIÐNÆTTI. HÉR ER LÍKA UNNIÐ ALLAR HELGAR MILLI ÞESS SEM VIÐ SKIPTUM Á BLEIUM, LEIKUM VIÐ BÖRNIN OG SINNUM VINUM OG FJÖL- SKYLDU Synirnir Ari Sjafnar og Kári Sjafnar eru duglegir að sitja fyrir í hönnun móður sinnar. Nýverið fór Sjöfn að bjóða upp á uppskrift- ir að fullorðins peysum enda séu ekki allir að prjóna á börn. Það sama má segja um fullorðins flíkurnar og peysur á unglingana.“ Langur vinnudagur Litla hugmyndin er nú orðin að fyrirtæki sem Sjöfn rekur ásamt unnusta sínum Grétari Karli og eru þau bæði í fullu starfi við rekstur- inn. „Í netversluninni seljum við prjónauppskriftir, hágæða garn, prjóna, dúska, eina prjónabók og leðurmerki til að skreyta flíkurnar og sendum um allt land og Norður- löndin á hagstæðu verði. Íslenska síðan fær núna í kringum 30 til 40 þúsund heimsóknir mánaðarlega. Ég sé alfarið um að hanna, prjóna, skrifa uppskriftir og taka myndir. Grétar sér um fjármálin, auglýsingarnar, samskipti við lager og allt annað sem fellur til. Það er oftast mikið að gera hjá okkur og vinnudagurinn endar oft ekki fyrr en löngu eftir miðnætti. Hér er líka unnið allar helgar milli þess sem við skiptum á bleium, leikum við börnin og sinnum vinum og fjöl- skyldu,“ en börnin eru þrjú og sá yngsti aðeins ellefu mánaða. „Við reynum að draga mörkin við svefnherbergið, það er að segja að þegar við erum komin upp í rúm sé vinnudegi lokið en stöndum nú samt ekki alltaf við það og erum að svara tölvupóstum eftir að við leggjumst á koddann,“ viðurkennir Sjöfn. Þýða á önnur tungumál Þau Sjöfn og Grétar opnuðu snemma í ferlinu einnig netverslun á dönsku og létu þýða allar upp- skriftirnar. „Því miður erum við ekki með virkan þýðanda eins og er, en erum að ganga frá samkomu- lagi við eina góða svo danska síðan fer aftur á fullt von bráðar. Þýðandi þarf nefnilega að hafa bæði tungu- málin á hreinu sem og prjóna- lingóið, eða prjónískuna eins og við köllum þetta hér heima. Við erum líka spennt fyrir því að þýða yfir á þýsku og norsku en þar sem við erum með einn 11 mánaða gorm heima og erum bara tvö í þessu þá er tíminn af skornum skammti. Við komum til með að hjóla í þetta þegar Kári litli byrjar á leikskóla.“ Kennir algjörum byrjendum Eins og fyrr segir hefur barnafatn- aðurinn slegið í gegn og nýverið bættust fullorðins peysur við en Sjöfn vildi ná til þeirra sem ekki eru að prjóna á börn. „Ég finn oft peysur í búðum sem eru fullkomnar í sídd en of víðar eða með fullkomið mynstur en of stuttar og þar fram eftir götunum. Núna hanna ég það snið sem mig langar í og veit að fellur vel í kramið hjá mínum fylgj- endum.“ Nýverið bætti Sjöfn einnig við prjónanámskeiðum. „Með mér í því er Andrea Ida Jónsdóttir, leikari, áhrifavaldur og viðburðastjóri. Við erum með námskeið fyrir algjöra byrjendur þar sem við kennum grunninn í prjóni, að fitja upp, prjóna slétt og brugðið, fella af, lesa uppskrift og mæla prjónfestu. Svo höfum við verið með húfunámskeið og tvö peysunámskeið en þá tökum við ákveðnar peysur fyrir og lærum að prjóna eftir þeim uppskriftum. Þetta hefur gengið rosalega vel og nemendur verið yfir höfuð mjög ánægðir með námskeiðin,“ segir Sjöfn að lokum en það er svo sannarlega ýmislegt á prjónunum á næstunni hjá þeim hjúum. bjork@frettabladid.is Fyrir börn frá 3 ára og uppúr! – S.J. Fréttablaðið – DV „Lífið er yndisleg sýning !“ – S.B.H. Morgunblaðið „Það er allt fallegt við þessa sýningu. Allar stjörnurnar í húsinu !“ – G.S.E. Djöflaeyjan Sýningin sem hefur farið sigurför um heiminn snýr aftur í Tjarnarbíó! Sun . 13 . okt kl . 13 00 Sun . 20 . okt kl . 13 00 Sun . 27 . okt kl . 13 00 Sun . 03 . NOV kl . 13 00 Barnasýning ársins 2015 ! Miðasala á tix.is og í Tjarnarbíó Í uppsetningu Leikhússins 10 fingur sem sló í gegn með leikritið Skrímslið litla systir mín Leikarar : Sólveig Guðmundsdóttir & Sveinn Ólafur Gunnarsson Listrænir stjórnendur : Charlotte Bøving & Helga Arnalds L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 21Þ R I Ð J U D A G U R 1 5 . O K T Ó B E R 2 0 1 9 1 5 -1 0 -2 0 1 9 0 5 :3 6 F B 0 3 2 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 4 0 4 -2 8 C 4 2 4 0 4 -2 7 8 8 2 4 0 4 -2 6 4 C 2 4 0 4 -2 5 1 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 3 2 s _ 1 4 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.