Fréttablaðið - 15.10.2019, Blaðsíða 28
Sjöfn segist hafa fengið prjónaáhugann í kringum tólf ára aldurinn en móðir hennar var mikil prjóna-kona og hannaði meðal annars uppskriftir fyrir
prjónablaðið Ýr. „Í einu kennara-
verkfallinu á menntaskólaárunum
fannst mér ég þurfa að hafa eitthvað
að gera og datt í hug að prjóna mér
peysu. En eins og mitt nánasta fólk
veit þá kann ég ekki að fara eftir
uppskriftum svo ég fór í garnbúðina
í hverfinu, keypti garn og prjóna og
spurði afgreiðslukonuna: „Hvernig
prjóna ég svo peysu?“ Svo rölti ég
reglulega niður í búð til að fá aðstoð
við það sem ég ekki skildi.
Áður en ég vissi af var ég farin
að hjálpa vinkonum að prjóna sér
peysur og eftir verkfallið skipti ég
yfir á hönnunar- og textílbraut í FB.
Þar útskrifaðist ég með toppein-
kunnir en á þeim tíma sá ég ekki
fyrir mér að geta framf leytt mér
sem prjónakona svo ég fór í háskóla-
nám og kláraði uppeldis- og mennt-
unarfræði, bæði BA- og MA-próf, og
prjónarnir fóru í biðstöðu.“
Eins og hebreska fyrir mér
Það var svo árið 2015 þegar Sjöfn
gekk með sitt annað barn að hún tók
prjónana aftur upp af fullum krafti.
„Ég reyndi við uppskriftir, bæði á
dönsku og á íslensku, en þetta er
bara eins og hebreska fyrir mér.
Endalausar skammstafanir og allt-
af gert ráð fyrir því að maður kunni
allt. Á endanum gafst ég upp og fór
að prjóna upp úr höfðinu á mér.
Einn daginn spurði Grétar,
maðurinn minn, mig hvers vegna
ég gerði ekki uppskriftir að f lík-
unum sem ég var að prjóna. Í fyrstu
fannst mér þetta galin hugmynd
enda kunni ég ekkert að skrifa upp-
skriftir en ákvað svo að taka þessari
áskorun og prófaði að gera eina upp-
skrift. Hún heppnaðist vel miðað við
litla sem enga þekkingu á því sviði.“
Uppskriftirnar eru nú orðnar yfir
hundrað talsins og Sjöfn segir þekk-
inguna hafa aukist dag frá degi. „Ég
Hannar
prjónauppskriftir
á mannamáli
Sjöfn og Grétar eru bæði í fullu starfi við netverslunina sem fær um 30 til 40 þúsund heimsóknir mánaðarlega og afgreiddu í síðustu viku pöntun númer 25 þúsund. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK
Í dag klæðist
nánast hvert
einasta íslenskt
mannsbarn
heimaprjón-
uðu.
Sjöfn Kristjánsdóttir segist
aldrei hafa getað farið eftir
uppskriftum en hannar núna
sjálf aðgengilegar uppskriftir
fyrir aðra og hefur hönnun
hennar slegið í gegn.
smíða mínar uppskriftir að mestu
leyti út frá sjálfri mér. Með tímanum
sá ég hvað það var sem mér fannst
vanta fyrir til dæmis óvana prjónara
og það var að leiða þá í gegnum ferlið
frá upphafi til enda, hafa góðar og
ítarlegar útskýringar á hverju skrefi
fyrir sig.“
Allir í heimaprjónuðu
Sjöfn selur uppskriftirnar í gegnum
vefsíðu sína stroff.is og segir við-
brögðin hafa verið góð frá fyrsta
degi. „Þegar ég byrjaði var ekki
mikið framboð af svona uppskrift-
um og þær uppskriftir sem ég hafði
prjónað eftir eða reynt að prjóna
eftir voru torlesnar og f lóknar í
framsetningu. Mig langaði að koma
með uppskriftir á mannamáli,
uppskriftir sem f lestir geta lesið
sig í gegnum án þess að vera þaul-
vanir prjónarar. Viðskiptahópurinn
okkar er orðinn mjög stór og aldurs-
bilið mjög breitt.
Það er sérstaklega gaman þegar
maður rekst á Insta gram-prófíla
hjá þekktu og efnilegu ungu íslensku
fólki sem er að pósta myndum af
f líkum sem prjónaðar eru eftir
mínum uppskriftum. Nýlega sá ég
að okkar allra f lottasta Salka Sól
er farin að prjóna og prjónar eftir
mínum uppskriftum. Það gleður
mig mikið að sjá hversu margir
prjóna eftir mig og segir mér að ég
sé að gera eitthvað rétt.“
Sjöfn segir prjónaflíkur sannar-
lega vera að sækja í sig veðrið. „Það
er nánast hvert einasta íslenska
mannsbarn í heimaprjónuðum
fötum. Ekki bara peysum heldur
samfellum, buxum, stuttbuxum,
göllum, húfum, vettlingum og fleiru.
1 5 . O K T Ó B E R 2 0 1 9 Þ R I Ð J U D A G U R20 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
LÍFIÐ
1
5
-1
0
-2
0
1
9
0
5
:3
6
F
B
0
3
2
s
_
P
0
2
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
3
2
s
_
P
0
2
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
3
2
s
_
P
0
0
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
3
2
s
_
P
0
0
5
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
4
0
4
-2
8
C
4
2
4
0
4
-2
7
8
8
2
4
0
4
-2
6
4
C
2
4
0
4
-2
5
1
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
B
F
B
0
3
2
s
_
1
4
_
1
0
_
2
0
1
C
M
Y
K