Fréttablaðið - 15.10.2019, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 15.10.2019, Blaðsíða 4
BÍLAÚTSALA Allir okkar útsölubílar eru bílaleigubílar frá Procar bílaleigu. Léttskoðun ásamt útleiguvottorði fylgir öllum bílum. Þetta er aðeins brot af þeim útsölubílum sem eru í boði. Kíktu í kaffi. AKRALIND 3 S: 4162120 Opið virka daga kl. 10:00 – 19:00 Opið laugadaga og sunnudaga kl. 12:00 – 16:00 Allar nýjustu fréttir og blað dagsins eru fáanleg á www.frettabladid.is 1 Tíu ára gömul stúlka lést eftir að hún kastaðist úr hring ekju Málið er rannsakað af lögreglu­ yfirvöldum í New Jersey. 2 Einn lést í slysinu á Snæ fells­nesi í gær Bifreið með fimm erlendum ferðamönnum fór út af Snæfellsvegi. 3 Ó trú leg mynd bönd af ítölsku orrustu þotunum á Ís landi Ítalski flugherinn hefur séð um loftrýmisgæslu NATO hér á landi síðustu vikur. 4 Lög reglu maður skaut svarta konu í gegnum svefn her­ bergis glugga hennar Lögreglu­ yfirvöld í Texas segja að hún hafi hótað honum en það er erfitt að sjá á myndbandi. 5 Ó sætti á lands byggðinni vegna KitchenA id leiks: „Til skammar“ For svars menn eld hús­ tækja risans sakaðir um að virða að vettugi íbúa lands byggðarinnar. ✿ Götuverð á kókaíni og amfetamíni frá desember 2017 til júní 2019 5 10 15 20 þúsund kr. n Amfetamín n Kókaín des. ’17 jan. ’18 feb. ’18 mar. ’18 apr. ’18 maí. ‘18 jún. ‘18 júl. ’18 ágú. ’18 sept. ’18 okt. ’18 nóv. ’18 des. ’19 jan. ’19 feb. ’19 mar. ’19 apr. ’19 maí. ’19 jún. ’19 H EI M IL D : S ÁÁ . HEILBRIGÐISMÁL „Efnið er miklu sterkara en það sem við höfum áður þekkt og þó það sé búið að haldleggja hátt í 40 kíló þá hækkar ekki verðið sem segir okkur að það sé nóg framboð,“ segir Inga Sæland, formaður Flokks fólksins. Hún var málshefjandi í sérstökum umræðum á þingi í gær um fíkni- efnafaraldur á Íslandi, til andsvara var Svandís Svavarsdóttir heil- brigðisráðherra. Alls hefur verið lagt hald á þrjá- tíu kíló af kókaíni við innflutning til landsins það sem af er árinu. Er um að ræða gríðarlega aukningu frá því sem áður var. Verð á kókaíni hefur lækkað nokkuð frá árslokum 2017 til dags- ins í dag samkvæmt tölum SÁÁ. Einnig hefur verð á öðrum fíkni- efnum lækkað en ekki jafn skarpt og á kókaíni. Til dæmis lækkaði verð á e- töf lu úr 2.000 krónum í 1.400 krónur á sama tíma og verð á grammi af kókaíni fór úr 18.000 krónum niður í 13.700 krónur. Grammið af amfetamíni fór þá úr 3.900 niður í 3.200 krónur og verð á grammi af marijúana stendur nán- ast í stað í 2.700 krónum. Fram kom í máli Svandísar að fjöldi sjúklinga sem leita á Vog vegna amfetamínnotkunar hafi haldist stöðugur á síðustu árum. „Hins vegar hefur innlögnum vegna kókaínfíknar fjölgað og árið 2018 var 51 prósent af innlögnum tilkomið vegna örvandi vímuefna- fíknar.“ Víðir Sigrúnarson, læknir á Vogi, segir mikið framboð á kókaíni um þessar mundir. „Þegar framboðið er mikið þá lækkar verðið, þá komast f leiri í þetta. Það eru sífellt yngri að nota þetta og fólk sem hefði aldrei notað þetta ef það væri ekki verið að bjóða Mikið framboð hér á kókaíni Verð á kókaíni hefur lækkað frá 2017 og innlögnum á Vog vegna kókaínfíknar fjölgað. Læknir á Vogi segir mikið framboð þýða að fleiri prófi. Formaður Flokks fólksins segir kókaín nú sterkara efni en áður. Lögregla hefur lagt hald á rúm 30 kíló af kókaíni á árinu. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Síðustu þrjú ár hefur vímuefna­ neysla í æð vaxið mjög, fjölgað í hópi nýrra sprautu­ neytenda og fjölgað inn­ lögnum alls hópsins sem er áberandi veikur. Arnþór Jónsson, formaður SÁÁ þetta alls staðar. Fólk fer á klósettið á skemmtistað, þá er fólk þar með kókaín í lyklinum að bjóða hvert öðru,“ segir Víðir. „Þegar verðið er að lækka þá geta krakkar með litlar tekjur allt í einu haft efni á að kaupa kókaín.“ Þá hefur styrkleiki efnanna einn- ig aukist töluvert að undanförnu. Víðir segir lítinn mun orðinn á neytanda og seljanda þegar kemur að kókaíni. „Þeir sem nota mikið kókaín eru flestir líka að selja kóka- ín. Þetta er eins og Tupperware, þú ert að nota þetta og selja þetta líka.“ Arnþór Jónsson, formaður SÁÁ, segir eftirspurn eftir innlögn á sjúkrahúsið Vog fara vaxandi á sama tíma og afköstin eru stöðug í rúmlega 2.200 innritunum á ári. „Síðustu þrjú ár hefur vímuefna- neysla í æð vaxið mjög, fjölgað í hópi nýrra sprautuneytenda og fjölgað innlögnum alls hópsins sem er áberandi veikur,“ segir hann. Arnþór kallar eftir samstarfi SÁÁ, heilbrigðis- og félagsmálayfirvalda og sveitarstjórna um gerð áætlunar um stækkun sjúkrahússins Vogs og fjölgun úrræða sem taka við fólki sem er að ljúka meðferð. „Útrýma þarf húsnæðisvanda þessa sjúklingahóps með stórhuga aðgerðum og bæta þarf félagslega stöðu með markvissum þverfag- legum stuðningi eftir meðferð. Framtíðarfræðingarnir okkar á Alþingi Íslendinga þurfa að skoða hvernig koma má þessu unga fólki til virkni.“ arib@frettabladid.is DÓMSMÁL Annþór Karlsson krefur ríkið um 64 milljónir króna í bætur vegna þvingunarráðstafana sem hann var beittur við rannsókn á dauða samfanga hans á Litla- Hrauni. Annþór var ákærður ásamt Berki Birgissyni fyrir að hafa með alvar- legri líkamsárás valdið dauða Sigurðar Hólm Sigurðssonar í maí 2012. Þeir voru sýknaðir í Héraðs- dómi Suðurlands og staðfesti Hæsti- réttur sýknudóminn í mars 2017. Á fyrstu stigum rannsóknar- innar var Annþór úrskurðaður í þriggja vikna einangrunarvist og síðan vistaður á öryggisgangi Litla- Hrauns samkvæmt ákvörðun for- stöðumanns fangelsisins. Dvaldi hann þar í 541 dag. Eftir sýknuna féllst ríkið á að greiða Annþóri bætur vegna gæslu- varðhaldsvistarinnar en ekki náðist sátt um að ljúka málinu að öðru leyti og lýtur málshöfðun Annþórs nú meðal annars að vistun hans á öryggisgangi og öðrum þvingunar- aðgerðum sem hann var beittur. Telur vistun á öryggisgangi hafa verið ólögmæta Annþór Karlsson. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR Fjallað er nánar um efni stefn- unnar á frettabladid.is. Í henni er byggt á því að ákvörðun um vistun á öryggisgangi hafi ekki verið í samræmi við lög. Vísað er til álits umboðsmanns Alþingis um að vanda þurfi grundvöll slíkrar vistunar í lögum, vegna alvarlegra áhrifa hennar fyrir fanga. Lögð er áhersla á neikvæð áhrif á rétt Annþórs til að ljúka afplánun sinni, þannig að hún stuðlaði að betrun og aðlögun í samfélaginu. – aá REYKJAVÍK Borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðisflokksins vill heildarút- tekt á umferðarmerkingum í Reykja- vík með það markmið að aðlaga þær að sjálfkeyrandi bílum. Fram kemur í tillögunni, sem Marta Guðjónsdóttir flytur á fundi borgarstjórnar í dag, að hún sé í samræmi við ný umferðarlög sem taka gildi um áramótin. Breyttar merkingar séu forsenda þess að hægt verði að nýta tækni sjálfkeyrandi bíla í umferðinni. Þá kalli snjallvæðing umferðarljósa, umferðarstýring, bílastæðastjórnun og leiðsögukerfi bíla á bættar merk- ingar. – ab Sjálfkeyrandi bílar fái skilti Marta Guðjóns­ dóttir, borgar­ fulltrúi Sjálf­ stæðisflokksins. 1 5 . O K T Ó B E R 2 0 1 9 Þ R I Ð J U D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 1 5 -1 0 -2 0 1 9 0 5 :3 6 F B 0 3 2 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 4 0 4 -2 8 C 4 2 4 0 4 -2 7 8 8 2 4 0 4 -2 6 4 C 2 4 0 4 -2 5 1 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 3 2 s _ 1 4 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.