Fréttablaðið - 15.10.2019, Síða 8
Frá degi til dags
Halldór
ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir FRAMKVÆMDASTJÓRI: Jóhanna Helga Viðarsdóttir RITSTJÓRAR: Davíð Stefánsson david@frettabladid.is, Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is,
MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ.IS: Sunna Karen Sigurþórsdóttir sunnak@frettabladid.is.
Fréttablaðið kemur út í 85.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum
án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is
LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is
Sighvatur
Arnmundsson
sighvatur@frettabladid.is
Það er afar
einkennileg
staða sem
upp er komin
innan NATO
þegar eitt
aðildarríkj-
anna hagar
sér með
þessum
hætti.
xxxxxxx
Slakaðu á
með Slökun
g Lítil orka
g Þróttleysi
g Veik bein
g Hormóna ójafnvægi
g Svefntruflanir
g Vöðvakrampar,
kippir og spenna
g Kölkun líffæra
g Óreglulegur hjartsláttur
g Kvíði
g Streita
g Pirringur
Einkenni
magnesíum-
skorts
www.mammaveitbest.is
Slakaðu á
eð Slökun
g Lítil orka
g Þróttleysi
g Veik bein
g Hormóna ójafnvægi
g Svefntruflanir
g Vöðvakrampar,
kippir og spenna
g Kölkun líffæra
g Óreglulegur hjartsláttur
g Kvíði
g Streita
g Pirringur
Einkenni
magnesíum-
skorts
www.mammaveitbest.is
Slakaðu á
með Slökun
g Lítil orka
g Þróttleysi
g Veik bein
g Hormóna ójafnvægi
g Svefntruflanir
g Vöðvakrampar,
kippir og spenna
g Kölkun líffæra
g Óreglulegur hjartsláttur
g Kvíði
g Streita
g Pirringur
Einkenni
magnesíum-
skorts
www.mammaveitbest.is
lakaðu á
eð lö
g Lítil orka
g Þróttleysi
g Veik bein
g Hormóna ójafnvægi
g Svefntruflanir
g Vöðvakrampar,
ki pir og spe na
g Kölkun líffæra
g Óreglulegur hjartslá tur
g Kvíði
g Streita
g Pi ringur
Einke i
agnesí
skorts
i t.i
Árið 2011 var örlagaríkt ár. Árið sem ég varð móðir og árið sem ég missti barn.Að fara tómhent af fæðingardeild var
eitthvað sem ég hefði ekki getað ímyndað mér að
væri hægt, áður en ég upplifði það.
Þessi tilfinning, að vera móðir án barns, finna
fyrir kærleikanum en geta ekki beint honum í
„náttúrulegan“ farveg, varð kveikjan að starfi
Gleym mér ei – styrktarfélags þeirra sem missa á
meðgöngu eða rétt eftir fæðingu.
Við fundum kröftum okkar farveg, þrjár
mæður sem áttum þessa sameiginlegu lífsreynslu
og vildum gera okkar besta til þess að þeir for-
eldrar sem þyrftu að upplifa svona missi myndu
fá fræðslu, fá tíma til þess að kveðja börnin og
finna styrk hvert í öðru. Vitneskjan um að aðrir
skilji hvað þú ert að ganga í gegnum, meðal
annars í gegnum stuðningshópinn sem Gleym
mér ei heldur úti, gefur okkur styrk í sorginni.
Það fundum við Þórunn og Hrafnhildur strax
árið 2013 þegar við héldum fyrstu minningar-
stundina.
Samúð og samkennd
Það getur verið erfitt fyrir aðstandendur þeirra
sem missa á meðgöngu að vita hvernig á að
bregðast við, hvað er „hjálplegt“ að segja eða gera.
Samúð og samkennd eru grunnur að samskiptum
í sorg, en það er líka skiljanlegt að fólk finni fyrir
minnimáttarkennd þegar „hið ómögulega“ gerist,
að barn deyi á undan foreldrum, þá eru engin rétt
viðbrögð nema kærleikur.
Í kvöld klukkan 20 í Fríkirkjunni er sjöunda
minningarstundin um börnin sem við fáum
ekki að sjá útskrifast, ekki að sjá vaxa úr grasi
og fylgjumst ekki með læra að takast á við sorgir
og gleði í lífinu. Í sjöunda skipti kveikjum við á
kertum fyrir lítil ljós, njótum þess að elska þau
og minnast, og við aðstandendur fáum að vera
saman. Samvera í kærleik hjálpar okkur að læra
að lifa með sorginni.
Þegar gleðin breytist í sorg
Anna Lísa
Björnsdóttir
formaður
Gleym mér ei
Verstu af leiðingar ákvörðunar Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að draga bandarískt herlið frá norður-hluta Sýrlands virðast því miður ætla að raungerast. Fréttir hafa borist af því að fjöldi liðsmanna Íslamska
ríkisins hafi sloppið úr fangabúðum þar sem her-
sveitir Kúrda hafa gætt þeirra. Kúrdar hafa þurft
að færa hersveitir sem gæta liðsmanna Íslamska
ríkisins til að mæta innrás Tyrkja. Það hefur svo
aukið enn á glundroðann á svæðinu að Kúrdar hafa
samþykkt aðstoð sýrlenska stjórnarhersins við að
verjast innrásinni.
Stríðsátök bitna alltaf verst á óbreyttum borgur-
um og þau átök sem nú eru hafin eru engin undan-
tekning. Íbúar á þessu svæði hafa þurft að þola nóg á
síðustu árum og vonin um varanlegan frið fjarlægist
enn. Fregnir af falli óbreyttra borgara eru þegar
farnar að berast og á annað hundrað þúsund hafa
þurft að yfirgefa heimili sín.
Baráttan gegn Íslamska ríkinu kostaði margra ára
blóðug átök. Þar gegndu hersveitir Kúrda lykilhlut-
verki og nutu aðstoðar Bandaríkjahers. Stjórnvöld
þess sama ríkis hafa nú stefnt þeim ávinningi í voða.
Þegar Íslamska ríkið stóð á hátindi sínum réð það
yfir tæplega 90 þúsund ferkílómetra landsvæði en
síðasta vígi þess féll í mars á þessu ári. Enn starfa
þó hópar sem kenna sig við Íslamska ríkið víða um
heim og atburðirnir nú gætu orðið til þess að ef la þá.
Alþjóðasamfélagið hefur frá því að síðasta vígi
Íslamska ríkisins í Sýrlandi féll brugðist Kúrdum
með því að veita ekki aðstoð með hina fangelsuðu
vígamenn. Hafa ýmis ríki neitað að taka við ríkis-
borgurum sínum sem eru í haldi Kúrda.
Aðgerðir Tyrkja og yfirlýsingar Erdogans forseta
hafa vakið hörð viðbrögð alþjóðasamfélagsins.
Trump hefur boðað viðskiptaþvinganir en óvíst er
að þær hafi einhver áhrif. Íslensk stjórnvöld geta og
eiga að fordæma innrás Tyrkja með skýrari hætti en
gert hefur verið eins og Rósa Björk Brynjólfsdóttir,
fyrsti varaformaður utanríkismálanefndar, sagði í
gær. Það er afar einkennileg staða sem upp er komin
innan NATO þegar eitt aðildarríkjanna hagar sér
með þessum hætti.
Þótt Tyrkir sjálfir beri auðvitað höfuðsökina er
ekki hægt að horfa fram hjá þætti Bandaríkjafor-
seta í þeirri stöðu sem upp er komin. Hann hefur
sagst vilja koma Bandaríkjunum út úr endalausum
stríðsátökum. Staðreyndin er sú að í Sýrlandi voru
staðsettir um eitt þúsund bandarískir hermenn.
Hlutverk þeirra hefur fyrst og fremst verið að þjálfa
og aðstoða bandamenn sína en ekki að taka þátt í
beinum hernaðaraðgerðum. Það voru sveitir Kúrda
sem báru hitann og þungann af baráttunni gegn
Íslamska ríkinu. Trump verður að átta sig á af leið-
ingum þess að snúa baki við bandamönnum sínum.
Gjörðir hafa
afleiðingar
Fylltu magann, ekki tankinn
Veitingastaðnum Matstöðinni
í gamla biðskýlinu á Kársnesi
í Kópavogi verður senn lokað.
Ástæðan er sú að Atlantsolía,
sem á húsið og lóðina, hafði sagt
upp leigusamningnum. Van-
goldin leiga hugsuðu margir.
Nei, ástæðan var frumlegri.
Veitingastaðnum gekk allt of vel.
Vandamálið var að viðskipta-
vinirnir fylltu allir magann en
ekki tankinn. Þegar var hvatt
til sniðgöngu á eldsneytisfyrir-
tækinu. Stjórnendur þess þurfa
þó varla að hafa áhyggjur. Reiði
Íslendinga gagnvart fyrirtækjum
varir ekki lengi. Ég man það á
ársfresti að ég er brjálaður út
í Mjólkursamsöluna en man
ómögulega hvers vegna.
Það er þó von
Vonir Íslands um sæti á EM
fölnuðu eftir úrslit gærdagsins.
Ekki eru allir sáttir við að missa
kannski af lokakeppninni.
Upp er að vaxa kynslóð ungs
fólks sem er hreinlega vant
því að Íslendingar séu í hópi
bestu knattspyrnuliða. Á árum
áður hefði maður gefið mikið
fyrir að eiga smá von í slíkum
undankeppnum. Hinir eldri
eiga nefnilega enn erfitt með
að trúa velgengni síðustu ára
enda er rúmlega áratugur síðan
við töpuðum sannfærandi fyrir
Liechtenstein, þrjú núll. Slík
niðurlæging heldur manni á jörð-
inni og lætur mann njóta góðu
stundanna! bjorn@frettabladid.is
1 5 . O K T Ó B E R 2 0 1 9 Þ R I Ð J U D A G U R8 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
SKOÐUN
1
5
-1
0
-2
0
1
9
0
5
:3
6
F
B
0
3
2
s
_
P
0
3
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
3
2
s
_
P
0
2
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
3
2
s
_
P
0
0
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
3
2
s
_
P
0
0
8
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
4
0
4
-1
0
1
4
2
4
0
4
-0
E
D
8
2
4
0
4
-0
D
9
C
2
4
0
4
-0
C
6
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
A
F
B
0
3
2
s
_
1
4
_
1
0
_
2
0
1
C
M
Y
K