Fréttablaðið - 15.10.2019, Page 9

Fréttablaðið - 15.10.2019, Page 9
Nýlega sat ég landsfund sveitar félaga um jaf n-réttismál sem haldinn var í Garðabæ. Þetta var f lottur lands- fundur, þar voru 80 fulltrúar frá 30 sveitarfélögum sem hljómar vel, alveg þangað til að tekið er með í reikninginn að sveitarfélögin eru 72. Ef við miðum við 80 fulltrúa frá 30 sveitarfélögum þá vantaði 109 fulltrúa, heildarfjöldi fundargesta hefði átt að vera hátt í 200. Enn alvarlegra er hversu fáir bæjar- og sveitarstjórar voru á svæðinu. Ég sá heldur engan fjár- málastjóra og samt var kynjuð f járhagsáætlunargerð sérstak- lega á dagskrá. Hvers vegna mæta hæst settu stjórnendur sveitar- félaganna ekki á landsfund um jafnréttismál? Er það af því að því að þeir eru nær allir karlar? Af hverju þykir þeim ekki mikil- vægt að mæta? Finnst þeim jafn- rétti kannski vera náð nú þegar? Eru þeir ánægðir með stöðuna? Ef svo er þá eru þeir einir um þá skoðun því f jarvera þeirra olli vonbrigðum og það var bagalegt að hafa ekki stjórnendur úr efsta laginu á þessum mikilvæga fundi. Óþarfi að fjölga konum Á landsfundinum var komið inn á það að verið væri að undirbúa vinnu sem stuðlar að því að bæta star fsaðstæður kjör inna f ull- trúa, okkar sem störfum á vett- vangi sveitarfélaga en erum samt ekki eiginlegir starfsmenn. Horft væri til þess að fjölga konum og lengja starfstímabil þeirra. Hér skulum við aðeins staldra við. Fjölga konum? Í dag eru konur um helmingur kjörinna fulltrúa, sem þýðir að hinn helmingurinn er karlar. Vandinn liggur ekki þar, hann liggur í því að þótt konur séu helmingur kjörinna fulltrúa er helmingur oddvita og sveitar- stjóra ekki konur. Þar eru karlar í töluverðum meirihluta. Karlarnir efst, konurnar neðar Á Íslandi er engin kona forstjóri hjá skráðu félagi í Kauphöllinni. Karl- menn einoka þá stétt. Umdeildur kynjakvóti í stjórnum fyrirtækja hefur ekki skilað neinum árangri inn í æðstu stöður og samt hafa jafn margir karlar og konur útskrifast úr viðskipta- og lögfræði (sem er algengasta menntun stjórnenda á Íslandi) síðustu tuttugu ár. Ský ringin liggur því ek ki í menntun eða færni. Við verðum að leita hennar annars staðar. Liggur hún í menningu fyrir ákveðnum valdastrúktúr sem okkur reynist erfitt að breyta? Í Garðabæ höfum við gert okkur far um að reyna að ná jafnvægi í þessum málum. Að sjálfsögðu er jafnt kynjahlutfall í nefndum sveitarfélagsins. Það býður heldur enginn stjórnmálaf lokkur fram í dag nema með nokkurn veginn jafn marga karla og konur á listun- um (nema kannski einn) og ef við horfum til formennsku í nefndum og ráðum þá er formaður f jöl- skylduráðs í Garðabæ karlmaður og undirrituð er formaður bæjar- ráðs, reyndar fyrst kvenna. Allt hefur sinn tíma og við erum ekki fullkomin, ekki heldur Garða- bær. Bæjarstjórinn er karl. Stað- gengill hans, sem er forstöðumaður stjórnsýslu- og fjármálasviðs, er líka karl. Forstöðumaður tækni- og umhverfissviðs er karl og það er einnig forstöðumaður fræðslu- og menningarsviðs. Fjármálastjórinn er karl. Forstöðumaður fjölskyldu- sviðs er kona. Líkt og í svo mörgum sveitar- félögum og fyrirtækjum þar sem mikill meirihluti starfsmanna eru konur, eru karlar í efsta lagi stjórn- enda. Nærtæk dæmi eru formenn í Félagi hjúkrunarfræðinga og for- maður Félags leikskólakennara, þessara stóru kvennastétta. Markmið okkar ætti að vera augljóst. Það á að vera að ná alvöru jafnvægi, jafnrétti, að brjóta loks- ins þetta ósýnilega og hnausþykka glerþak. Það er ekki til neins að halda fundi á fundi ofan, stæra sig af met naða r f u l lu m stef nu m og skýrslum ef valdastrúktúrinn breytist ekki neitt og karlkyns stjórnendur láta ekki einu sinni sjá sig þegar jafnréttismál eru tekin fyrir á mikilvægum vettvangi. Þessi mál eru gríðarlega mikilvæg, við þurfum nauðsynlega bæði kynin í öll störf. Niðurnjörvað og úr sér gengið fyrirkomulag hamlar framförum. Góð þjónusta er jafnréttismál Sveit a r st jór na r st ig ið sner t i r marga, í raun alla íbúa þessa lands. Aukin þjónusta við börn, aukin þjónusta við eldri íbúa og betri þjónusta við fatlaða einstaklinga og betri samgöngur bæta lífsgæði fólks, og þá sérstaklega lífsgæði kvenna af því að konur, sem oftar eru með lægri laun, eru líklegri til að minnka vinnu sína eða taka meira leyfi frá störfum þegar þjón- usta við fjölskyldumeðlim er ekki nógu góð. Slök þjónusta við börn, eldri íbúa og fatlaða einstaklinga lendir meira á konum en körlum og hamlar þar af leiðandi fram- gangi kvenna í atvinnulífinu. Góð þjónusta sveitarfélaga er því jafn- réttismál. Sveitarstjórnir geta haft mikil áhrif og því fylgir ábyrgð. Það er einlæg trú mín að við sköpum betra samfélag ef bæði konur og karlar koma að málum. Við þurf- um að standa okkur betur. Aðeins þannig tökum við þátt í því að bæta lífsgæði fólks – og um leið aukum við jafnrétti. Hið alvarlega ójafnvægi sem hamlar framförum Áslaug Hulda Jónsdóttir Formaður bæjarráðs Garðabæjar Það er einlæg trú mín að við sköpum betra samfélag ef bæði konur og karlar koma að málum. Við þurfum að standa okkur betur. Það hefur ekki dulist nokkrum sem hefur fylgst með gangi þjóðfélagsmála að umhverf- isráðherra Guðmundur Ingi Guð- brandsson er í friðunarherferð langt umfram meðalhóf og nauð- syn. Friðlýsingar þessar þarf ekki að bera undir Alþingi eða ríkis- stjórn, heldur er þetta vald ein- göngu í höndum ráðherra sjálfs að því er virðist. Ráðherra er m.a. að friða orkukosti sem voru í verndar- f lokki í Rammaáætlun II. Nú friðar ráðherrann ekki bara orkukostina sem voru metnir í verndarf lokk heldur að auki áhrifasvæði þeirra í heild sinni. Velta má því fyrir sér út frá umfangi verkefnisins hjá honum, hvort ekki væri skynsamlegt að staldra aðeins við og fá álit f leiri aðila. Því hvað er verið að gera? Oft á tíðum og út frá boðuðum hugmyndum ráðherrans er verið að friðlýsa svæði sem eru til þess fallin að hægt sé að nýta þau með sjálf bærum hætti í framtíðinni til dæmis til orkuvinnslu eða lagningu lína til að f lytja raforku. Það er morgunljóst að þær áætl- anir sem uppi eru um friðlýsingu einstakra svæða og hugmyndir um miðhálendisþjóðgarð munu koma í veg fyrir frekari framþróun á sviði orkunýtingar víða um land og ekki síður enn mikilvægari þætti sem er lagning f lutningslína milli þéttbýlissvæða og lands- hluta. Loftslagsmál eru „global en ekki local“ Íbúar á norðausturhluta landsins hafa ekki farið varhluta af óþæg- indum þeim sem skapast hafa vegna þess að línur Landsnets hafa ekki f lutningsgetu til þess að f lytja orku á milli staða og ekki er framleidd nægilega mikil orka á viðkomandi svæðum til að anna eftirspurn. Hefur þetta valdið því að spennufall verður í þéttbýlis- stöðum, með tilheyrandi tjóni fyrir íbúa og atvinnulíf. Þar sem tæki skemmast og framleiðsla stöðvast. Einnig hefur ekki verið hægt að keyra fiskbræðslur Austanlands á rafmagni af eins miklum mætti og hægt hefði verið ef f lutningskerfið væri sterkt og magn raforku í kerf- inu væri nægjanlegt. Það er all sér- stakt á tímum loftslagsbreytinga að ekki sé unnið að því hörðum höndum að auðvelda lagningu lína og nýta sjálf bæra orkukosti til þess að takast á við þennan alheims- vanda. Loftslagsmál eru nefnilega ekki „local mál“ okkar Íslendinga heldur „global mál“ heimsins og það má ætla að betra sé að framleiða vörur með sjálf bærri orku á Íslandi en kolum í Kína eða gasi í Sádi-Arabíu. Með framleiðslu sjálf bærrar orku er hægt að búa til störf fyrir fólkið í landinu og hagvöxt fyrir efna- haginn. Göngum hægt um gleðinnar dyr Ef við Íslendingar ætlum að vera leiðandi á heimsvísu þegar kemur að loftslagsmálum þurfum við að hugsa fram í tímann og huga að þeim kynslóðum sem á eftir okkur koma. Við þurfum að hugsa til þess að eiga nægt rafmagn til að knýja sam- gönguf lotann í þeim orkuskiptum sem þar munu fara fram. Nægjan- leg orka þarf að vera til staðar fyrir atvinnulífið í landinu. Það er mikil- vægt, sérstaklega með tilliti til þess að við getum lagt okkar af mörkum í þeirri stóru mynd sem snýr að framleiðslu vara með endurnýjan- legri orku. Ef fram heldur sem horf- ir mun það hins vegar verða mjög erfitt því unnið er að því markvisst að friða alla vænlegustu virkjana- kosti landsins og ekki síður vegna þess að lagaumhverfið gerir það erfitt að leggja línur án margra ára baráttu við landeigendur og þrýsti- hópa. Það er spurning hvenær verið er að taka meiri hagsmuni fyrir minni, því það er ekki alltaf víst að náttúruvernd og loftslagsmál fari saman. Ótímabærar og óhóflegar friðlýsingar umhverfisráðherra Ingibjörg Ólöf Isaksen bæjarfulltrúi á Akureyri, for- maður stjórnar Norðurorku og formaður sveitarstjórnar- ráðs Framsóknar www.volkswagen.is HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.isHöldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · BVA Egilsstöðum www.hekla.is/volkswagensalur Vertu klár fyrir veturinn Volkswagen atvinnubílar Volkswagen Caddy 1.2 TSI beinskiptur Tilboðsverð 2.690.000 kr. Verðlistaverð 2.990.000 kr. Volkswagen Transporter 2.0 TDI Beinskiptur Tilboðsverð 4.390.000 kr. Verðlistaverð 4.950.000 kr. *Búnaður á mynd getur verið frábrugðinn bílum á tilboðsverði. Sjá staðalbúnað á volkswagen.is. S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 9Þ R I Ð J U D A G U R 1 5 . O K T Ó B E R 2 0 1 9 1 5 -1 0 -2 0 1 9 0 5 :3 6 F B 0 3 2 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f F B 0 3 2 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 4 0 4 -1 9 F 4 2 4 0 4 -1 8 B 8 2 4 0 4 -1 7 7 C 2 4 0 4 -1 6 4 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 3 2 s _ 1 4 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.