Fréttablaðið - 15.10.2019, Page 24
Það telst ætíð til tíðinda þegar Gerður Kristný sendir frá sér ljóða-bók, enda eitt öflugasta samtímaskáld þjóðar-innar. Ný bók er ein-
mitt komin út, Heimskaut. Þar er að
finna náttúruljóð að hætti Gerðar,
þar sem náttúran er oft óblíð, en alls
kyns sögulegir atburðir verða henni
einnig að yrkisefni.
„Elstu ljóðin í Heimskauti eru frá
árinu 2013 en þau nýjustu bættust
við á þessu ári. Á þessum tíma hef ég
ferðast mikið um heiminn og bókin
ber þess vitni. Ég hef haft fyrir venju
að sækja mér ljóð á söfn sem ég hef
heimsótt. Þess vegna er eitt ljóð
frá Helfararsafninu í Washington
þar sem ég tók eitt sinn þátt í pall-
borðsumræðum um íslenskar bók-
menntir og annað úr sjóminjasafn-
inu í Karlskrona í Svíþjóð þar sem
ég las upp Blóðhófni úti undir beru
lofti. Þaðan sótti ég ljóðið Jakobs-
stafurinn en það er áhald sem eitt
sinn var notað til sjós til að reikna út
staðsetningar,“ segir Gerður. „Síðan
orti ég líka um hús þar sem ég hef
fengið að dvelja við skriftir. Þar á
meðal er hús Ingmars Bergman
úti á sænskunni eyjunni Fårö, þar
sem hann skrifaði hugmyndirnar
sínar beint á náttborðið til að þær
gleymdust nú ekki um leið og hann
skriði fram úr. Gler hafði verið sett
yfir borðið til að varðveita krotið.
Ég ákvað líka að setja undir mig
hausinn og yrkja um stríð. Ég reyndi
að sjá Kolbein Tumason fyrir mér
þegar hann orti „Heyr, himna smið-
ur, / hvers skáldið biður“ rétt áður
en hann vatt sér í Víðinesbardaga.
Sálmurinn er ægifagur og Kolbeinn
á skilið ljóð.“
Vinurinn blíði
Á bókarkápunni getur að líta ljós-
mynd Franks Hurley af áhöfninni á
Endurance, skipi Shackletons sem
fór í leiðangur á suðurheimskautið.
„Þarna leika skipverjar sér í fótbolta
áður en ísinn bryður skipið í sig og
þeir halda fótgangandi af stað í
mikla skelfingarferð. Ég sá sýningu
með myndum Hurleys í Edinborg og
fannst þær og leiðangurinn sjálfur
magnaður. Tilgangsleysið í hetju-
skapnum heillar mig. Þess vegna
yrki ég um þessa áhöfn í Heim-
skauti.“
Goðafræði kemur einnig við sögu
í bókinni og í ljóðinu Þökk er talað
um vininn blíða. „Loki fær Höð
til að kasta mistilteini að Baldri,
því eina sem getur banað honum.
Þegar allt í veröldinni grætur Baldur
breytir Loki sér í tröllkonuna Þökk
og fer þá með eitt sterkasta kvæði
sem ort hefur verið á íslenska tungu
og hefst á orðunum: „Þökk mun
gráta / þurrum tárum …“ Svona
lagað yrkir karl í konugervi. Loki er
staðfastur fýr og laus við alla með-
virkni. Þess vegna kemur Baldur
ekki til baka og það er hann sem er
vinurinn blíði. Síðan var ég líka að
velta þessu sérstaka nafni „Þökk“
fyrir mér.“
Kynni af ofurhetju
Lokaljóðið er bálkurinn Dauði
Hjartar. Um hann segir Gerður:
„Fyrir fáeinum árum útbjuggu
Danir vandaða netsíðu um Íslend-
inga sög u r na r.
Þeir báðu nor-
ræna höfunda
að semja rit-
gerð, bálk eða
smásögu út frá
völdum köf l-
um úr forn-
b ó k m e n n t -
unum. Ég kaus
að semja bálk-
i n n D auð a
Hjar tar um
b a r d a g a
br æ ð r a n n a
G u n n a r s ,
K o l s k e g g s
og Hjartar
við Eystri-
R a ng á . Á
l e i ð i n n i
l e g g s t
Gunnar til
svefns og
d r e y m i r
að úlfar drepi Hjört.
Þetta er vitaskuld fyrirboði en hann
kemur ekki í veg fyrir að bræðurnir
haldi í bardagann, enda eru þeir
hetjur og hetjur verða að standa sig.
Framan af gengur bardaginn alveg
prýðilega. Bræðurnir stinga auga
úr einum óvinanna, kasta steini í
hausinn á öðrum og höggva höfuð-
ið af þeim þriðja. Þetta hefur eflaust
verið eins og að skora sirkusmark í
handbolta. Allt í einu er Hjörtur
samt rekinn í gegn með spjóti og þar
með rætist fyrirboðinn og Gunn-
ar reiðir Hjört, bróður sinn, heim
á skildi sínum. Mig langaði til að
leiða móður þessara þremenninga
fram í sviðljósið, hana Rannveigu.
Ég efast um að það hafi verið gaman
að eiga þessar hetjur að sonum.
Það var ekki aðeins Njáls saga sem
veitti bálknum innblástur, heldur
líka kynni mín af ofurhetjunni
Iron Man úr Marvelmyndunum.
Þeir sem eru forframaðir í þeim
myndum þekkja einkenni hans í
kvæðinu.“
Fjör á Mön
Ljóðabækur Gerðar hafa vakið
mikla athygli erlendis og hún er
mikið á upplestrarferðalögum.
„Ég var á bókamessunni í Turku
þar sem Drápa var að koma út
í f innskri þýðingu Tapio
K o i v u k a r i .
Sálumessa er
nýkomin út í
D a n m ö r k u í
þýðingu Eriks
S k y u m - N i e l -
sen. Það er líka
von á norsk r i
S á lu me s su og
spænskum Blóð-
hófni.“
G e r ð u r v a r
nýlega á sérstakri
bókmenntahátíð
á dönsku eyjunni
Mön. Spurð um
þá hátíð segir hún:
„Þangað er einum
h ö f u n d i b o ð i ð
árlega. Byrjað var
á að bjóða Günther
Grass en þá var
Haruki Murakami
boðið og þriðja árið
var hátíðin helguð
verkum Karls Oves
Knausgaard. Kim Leine og Kerstin
Ekman hafa líka verið á meðal
gesta. Nú var það ég sem hélt
uppi fjörinu. Ég var svo heppin
að ALDAorchestra kom með mér
ásamt tónskáldinu Helga Rafni
Ingvarssyni. Hann samdi tónverk
við Drápu að beiðni Poet in the
City í London. Við f luttum verkið
einmitt þar í borg fyrir fullu húsi
nú í september. Þá las ég á ensku
en á Mön tók ég fram dönsku þýð-
inguna. Rétt eina ferðina breiddi
djöfullinn í kvæðinu út vængina
og leið að ljósi í risi í bárujárnshúsi
í Reykjavík.“
Heimskaut Gerðar Kristnýjar
Skáldkonan kemur víða við í nýrri ljóðabók. Yrkir meðal
annars um náttúru, sögulega atburði og magnaðan leiðangur.
„Á þessum tíma hef ég ferðast mikið um heiminn og bókin ber þess vitni.“ FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
Hvað?
Hvenær?
Hvar?
Þriðjudagur
hvar@frettabladid.is
15. OKTÓBER
Tónlist
Hvað? Minningarstund um Ingólf
Guðbrandsson
Hvenær? 19.00
Hvar? Iðnó.
Tónleikar og kaffiveitingar. Fjöldi
þekkra tónlistarmanna kemur
fram. Miðaverð 2.000 kr.
Hvað? Jazzkvöld
Hvenær? 20.30
Hvar? Kex hostel
Kvartett gítarleikarans Andrésar
Þórs Gunnlaugssonar skemmtir.
Aðgangur ókeypis.
Hvað? Jazz í Salnum
Hvenær? 20.00
Hvar? Salurinn Kópavogi
Jazzpíanistinn Gwilym Simcock
leikur. Miðaverð 5.900 kr.
Hvað? Milonga
Hvenær? 20.30
Hvar? Iðnó
Argentínskur tangó dunar. Dj er
Lára og gestgjafi er Svanhildur
Óskars. Aðgangur 1.000 kr. en frítt
fyrir 30 ára og yngri.
Hvað? Afmælistónleikar
Hvenær? 21.00
Hvar? Forsæti í Flóahreppi
Dagskrá í tilefni af 75 ára afmæli
sr. Gunnars Björnssonar. Fram
koma, ásamt afmælisbarninu, sem
leikur á selló, Agnes Löve, píanó-
leikari og fyrrverandi tónlistar-
skólastjóri, og Haukur Guðlaugs-
son, organleikari og fyrrverandi
söngmálastjóri þjóðkirkjunnar.
Myndlist
Hvað? Listasafnið og Akureyri
Hvenær? 17.00
Hvar? Á listasafninu
Arndís Bergsdóttir safnafræðingur
heldur fyrirlestur.
Hvað? Tónverk, myndlist og vídeó-
verk
Hvenær? 20.00
Hvar? Alþýðuhúsið á Siglufirði
Rafnar, Dušana og Framfari halda
litríkan fögnuð.
Kolbrún
Bergþórsdóttir
kolbrunb@frettabladid.is
ÞAÐ VAR EKKI AÐEINS
NJÁLSSAGA SEM
VEITTI BÁLKNUM INNBLÁSTUR,
HELDUR LÍKA KYNNI MÍN AF
OFURHETJUNNI IRON MAN ÚR
MARVELMYNDUNUM.
Ingólfur Guðbrandsson.
1 5 . O K T Ó B E R 2 0 1 9 Þ R I Ð J U D A G U R16 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
MENNING
1
5
-1
0
-2
0
1
9
0
5
:3
6
F
B
0
3
2
s
_
P
0
2
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
3
2
s
_
P
0
1
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
3
2
s
_
P
0
0
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
3
2
s
_
P
0
1
6
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
4
0
4
-1
9
F
4
2
4
0
4
-1
8
B
8
2
4
0
4
-1
7
7
C
2
4
0
4
-1
6
4
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
A
F
B
0
3
2
s
_
1
4
_
1
0
_
2
0
1
C
M
Y
K