Fréttablaðið - 26.10.2019, Page 2

Fréttablaðið - 26.10.2019, Page 2
AKUREYRI Akureyrarstofa safnar nú hugmyndum um notkun á Sigur- hæðum, húsi Matthíasar Jochums- sonar, en mikil reiði blossaði upp eftir að bæjarstjórn tilkynnti að til stæði að selja húsið. „Við erum sannfærð um að Sigur- hæðir eigi að vera menningarsetur og að heiðra ætti minningu þjóð- skáldsins Matthíasar með því að hafa þarna lifandi starfsemi,“ segir Karl Ágúst Úlfsson, formaður Rit- höfundasambands Íslands, en sam- bandið sendi inn athugasemdir til Akureyrarstofu. Karl segir að til dæmis gætu Sigurhæðir nýst sem starfsaðstaða fyrir rithöfunda, en um áratuga- skeið þjónaði húsið þeim tilgangi, og höfðu rithöfundar þar einnig gistiaðstöðu. Síðan hefur það lagst af og engin starfsemi verið í húsinu frá árinu 2016. Að mati Karls væri óskandi að húsið yrði að föstum punkti í menningarstarfsemi bæjarins. „Við óttumst að ef húsið verður selt á opnum markaði rofni þessi menn- ingartengsl. Sá sem myndi kaupa húsið yrði ekki skuldbundinn til að sinna neinum menningarlegum skyldum,“ segir hann. „En Akureyri er mikill menningarbær og ég hef trú á því að bærinn vilji halda reisn á því sviði.“ Þetta kristallist í því að margir hafi látið í sér heyra og sé ekki sama um húsið. – khg Við óttumst að ef húsið verður selt á opnum markaði rofni þessi menningartengsl. Karl Ágúst Úlfs- son, formaður Rithöfundasam- bands Íslands Það er mikill heiður að verða fyrir valinu fyrir hönd Evrópu. Arnar Davíð Jónsson Veður Hæg norðlæg eða breytileg átt í dag, en 8-13 við SA-ströndina framan af. Víða léttskýjað, en dálítil él NA-lands fram eftir degi. Frost 0 til 9 stig, kaldast inn til landsins. SJÁ SÍÐU 38 VERÐ FRÁ 499.900 KR. NÁNAR Í SÍMA 585 4000 EÐA Á UU.IS Á MANN M.V. 2 FULLORÐNA 5.-15. APRÍL 2020 EGYPTALAND Heilsurækt í hádeginu Heilsa og líkamsrækt er ekki háð aldri, kyni eða líkamsástandi, heldur ekki staðsetningu, veðri eða vindum. Starfsfólk sem starfar í og við mið­ bæ Reykjavíkur iðkaði líkamsrækt á Arnarhóli í hádeginu í gær. Lét það ekki hita við frostmark eða napra norðanátt á sig fá. Má gera ráð fyrir að hádegishreyfingin brjóti upp vinnudaginn og veiti útrás fyrir streitu sem á það til að leggjast yfir vinnandi fólk. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Óttast að tengsl rofni við sölu KEILA Íslendingurinn Arnar Davíð Jónsson verður fulltrúi Evrópu þegar úrslitin á heimstúrnum í keilu fara fram í Kúveit þann 7. nóvember næstkomandi. Arnar, sem æfir og keppir í Svíþjóð, varð fyrir valinu þegar Keilusamband Evrópu átti að tilnefna keppanda og er einn sex þátttakenda sem eru búnir að tryggja sér þátttökurétt. Skiljanlega var Arnar, sem var valinn keilari ársins 2018 á Íslandi, hrærður yfir útnefningunni en á sama tíma stolt- ur og spenntur fyrir því að keppa í Kúveit í næsta mánuði. „Alþjóða keilusambandið (e. World Bowling Federation) heldur þessi úrslit á hverju ári í lok tíma- bilsins á heimstúrnum og yfirleitt hafa bara þrír keppt til úrslita en í ár ákvað formaður heimssambands- ins að bjóða þremur til viðbótar í bæði karla- og kvennaf lokki. Fá inn keppendur frá Evrópu, Asíu og Suður-Ameríku, annars hefðu þetta bara verið Ameríkanar. Þá hafði Keilusamband Evrópu samband við mig því þeir vildu velja þann keilara sem var stigahæstur á Evr- ópumótaröðinni sem ég var þá og er enn þann dag í dag,“ segir Arnar glaðbeittur. „Það er mikill heiður að verða fyrir valinu fyrir hönd Evrópu og vera búinn að tryggja sér þátttökurétt. Það var ekki erfitt að segja já við þessu.“ Arnar er full- trúi Evrópu í karlaflokki á mótinu þrátt fyrir að hann sé að keppa í ein- staklingsíþrótt. „Ég er að fara fyrir Evrópu en ég er auðvitað að keppa fyrir mína hönd.“ Arnar stefnir á að keppa meira í Bandaríkjunum á næsta ári þar sem risamótin fara fram. „Það er erfitt að segja hvort þetta sé stærsta sviðið í keilu. Að mínu mati er US Open stærsta mótið í heiminum, ef þú nærð þar inn ertu kominn á stærsta sviðið en í Kúveit verða bestu keilarar heimsins sam- ankomnir sem eru búnir að vinna sér þátttökurétt þarna. Þeir bestu Heiður að vera valinn Evrópska keilusambandið valdi Arnar Davíð Jónsson til þess að keppa í úr­ slitunum á heimstúrnum í keilu sem fara fram í Kúveit í byrjun nóvember. Arnar keppti fyrir hönd ÍR á Reykjavíkurleikunum. MYND/KEILUSAMBANDIÐ á US Open verða í Kúveit svo að þetta er ekki langt frá því,“ segir Arnar enn fremur, aðspurður hvort þetta væri stærsta sviðið sem keilarar gætu komist á. Arnar tók þátt í tveimur mótum á heimstúrnum sjálfum, einu í Sví- þjóð skammt frá þeim stað þar sem hann er búsettur og öðru í Taílandi. „Ég er aðeins búinn að kynnast leikmönnum á túrnum á þessum tveimur mótum sem ég hef farið á og er búinn að skoða verðandi and- stæðinga mína. Þetta verður spenn- andi,“ segir Arnar. kristinnpall@frettabladid.is SAMFÉLAG Rétturinn til að gleymast á við um stórar leitarvélar eins og Google, en ekki Landsbókasafnið. Örn Hrafnkelsson, sviðsstjóri varð- veislusviðs Landsbókasafns, hefur fengið margar fyrirspurnir frá Íslendingum á síðustu árum sem vilja fá að gleymast í tengslum við ný persónuverndarlög. „Við höfum fengið fyrirspurnir í þó nokkur ár. Íslendingar hafa beðið um að fá að gleymast,“ segir Örn. Landsbókasafnið er með samn- ing við útgefendur dagblaða um að varðveita öll gögn. „Við geymum allt og fjarlægjum ekkert,“ segir Örn. „Við höfum ekki heimild til að ritskoða efni. Ekkert fer út og við felum ekkert, annars værum við að ritskoða.“ Íslenskur sagnfræðingur segir gögn um íslenska nýnasista hverfa af netinu. – ilk / Sjá nánar á frettabladid.is Landsbókasafn gleymir engum 2 6 . O K T Ó B E R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 2 6 -1 0 -2 0 1 9 0 4 :4 1 F B 0 8 8 s _ P 0 8 7 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 7 4 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 4 1 6 -9 1 9 C 2 4 1 6 -9 0 6 0 2 4 1 6 -8 F 2 4 2 4 1 6 -8 D E 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 8 8 s _ 2 5 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.