Fréttablaðið - 26.10.2019, Blaðsíða 8
Café
AUSTURSTRÆTI • SKÓLAVÖRÐUSTÍG • LAUGAVEGI
AKUREYRI • VESTMANNAEYJUM
Komdu í kaff i
BRETLAND John Downey, 67 ára
maður sem grunaður er um morð á
tveimur breskum hermönnum árið
1972, gaf sig fram við lögregluna
á Írlandi fyrr í mánuðinum og var
í kjölfarið framseldur til Norður-
Írlands. Downey var meðlimur
í hryðjuverkasamtökunum IR A
og er einnig grunaður um f leiri
ódæði. Á þriðjudag ákvað dómari
að Downey yrði í varðhaldi fram að
réttarhöldum enda væri mikil hætta
á að hann reyndi að flýja.
Þann 25. ágúst árið 1972 voru
hermennirnir Alfred Johnston og
James Eams að skoða bifreið á Irv-
inestown-veginum, nálægt Cherry-
mount í suðvesturhluta Norður-
Írlands, þegar hún sprakk og þeir
létust báðir. Þetta var á mestu átaka-
tímunum sem vörðu í 30 ár, eða allt
þar til friðarsamkomulag var gert
árið 1998.
Downey, sem búsettur hefur
verið á Írlandi undanfarna áratugi,
var einn af þeim 200 liðsmönnum
IRA sem Tony Blair, þáverandi for-
sætisráðherra og Gerry Adams, leið-
togi Sinn Fein, stjórnmálaarms IRA,
sömdu um að yrðu ekki ákærðir
fyrir glæpi sína. Þegar íhaldsstjórn
Davids Cameron komst til valda
árið 2010 var þetta samkomulag sett
í uppnám.
Árið 2013 var Downey kærður
fyrir tvær sprengjuárásir í Hyde
Park og Regent’s Park í Lundúnum
þann 20. júlí árið 1982, þar sem 11
hermenn létust. Downey mætti
fyrir réttinn í Lundúnum en mál-
inu var vísað frá þar sem lögreglu-
yfirvöld á Norður-Írlandi höfðu
fullvissað hann um að ekkert yrði
aðhafst gegn honum á grundvelli
samkomulagsins.
Haustið 2018 gáfu lögregluyfir-
völd á Norður-Írlandi út evrópska
handtök ut ilsk ipu n á hendu r
Downey fyrir morðin frá árinu
1972. Á sama tíma höfðuðu fjöl-
skyldur hermannanna í Lundúnum
einkamál á hendur honum. Opinber
beiðni um framsal frá Írlandi barst
hæstaréttinum í Dyf linni 5. nóv-
ember og var Downey handtekinn í
Donegal sama dag en settur í stofu-
fangelsi á meðan framsalsbeiðnin
var í vinnslu. Í mars úrskurðaði
hæstiréttur að framsal væri mögu-
legt og í október var hann fram-
seldur.
Sinn Fein hafa haldið uppi vörn-
um fyrir Downey og segja framsalið
brjóta í bága við friðarsamkomu-
lagið. Einnig að Downey sjálfur
hafi átt þátt í því að samkomulagið
var gert árið 1998. „Það er ljóst að
breska ríkisstjórnin vinnur þetta
mál í slæmri trú. Downey ætti að
vera heima í Donegal með fjölskyldu
sinni,“ sagði Frankie Molloy, þing-
maður f lokksins. Segja þeir málið
skapa hættulegt fordæmi fyrir frek-
ari ákærur. Sambandssinnar fagna
hins vegar framsalinu og segja að
löngu sé kominn tími á réttlæti fyrir
fjölskyldur hermannanna.
Þó að friðarsamkomulagið 1998
hafi verið bylting í samskiptum
kaþólikka og mótmælenda á Norð-
ur-Írlandi má lítið út af bera til að
átök blossi ekki upp á ný. Hafa ber
í huga að enn eru voðaverk stunduð
í landinu af skæruliðahópum, til að
mynda af NIRA, sem lýsa sér sem
arftaka IRA og hafa meðal annars
sprengt á Norður-Írlandi og Eng-
landi. Væntanleg útganga Bretlands
úr Evrópusambandinu hefur verið
vatn á myllu slíkra hópa og hafa
þeir heitið árásum á landamæra-
verði og aðrar stofnanir sem hindra
frjálsar samgöngur og verslun á milli
norðurs og suðurs.
kristinnhaukur@frettabladid.is
Réttað yfir fyrrverandi
IRA-liða vegna morða
Réttað verður yfir fyrrverandi IRA-liða vegna sprengjuárásar á tvo hermenn
árið 1972. Eftir friðarsamkomulagið 1998 var 200 IRA-liðum heitið friðhelgi.
Mál Downeys og útganga Bretlands úr ESB er vatn á myllu öfgahópa í landinu.
John Downey leiddur af lögreglu á Norður-Írlandi. Eitt ódæðið sem hann er
sakaður um beindist að vörðum Bretadrottningar. NORDICPHOTOS/GETTY
S. 414 7000 · Glæsibær / Vesturhús, 2. hæð · 104 Reykjavík · www.augljos.is
Það gleður okkur
að tilkynna að
Elva Dögg Jóhannesdóttir
augnlæknir hefur
hafið störf á
augnlæknastofunni
Augljósi
Tímapantanir í síma
414 7000
Elva Dögg Jóhannesdóttir
Augnlæknir
Tilkynning
Gámabíllinn er nú til ítarlegrar rannsóknar lögreglu. NORDICPHOTOS/GETTY
BRETLAND Þrennt er í haldi bresku
lögreglunnar í tengslum við fund
á 39 líkum í gámabíl í Essex á Eng-
landi fyrr í vikunni. Maður, kona og
ökumaður gámabílsins hafa verið
færð til yfirheyrslu vegna málsins,
en það hefur vakið mikinn óhug.
Ráðist hefur verið í þrjár húsleitir
á Norður-Írlandi í tengslum við
málið.
Af þeim 39 sem fundust er 31
karlmaður og átta konur. Upphaf-
lega var talið að þau hefðu öll verið
kínverskir ríkisborgarar en sam-
kvæmt heimildum BBC eru þrír
frá Víetnam. Talið er víst að málið
tengist mansali.
Ekki hefur fengist staðfest hvort
málið tengist hvarfi hinnar 26 ára
Pham Tra My. Hún sendi sms-skila-
boð á fjölskyldumeðlim á þriðju-
dagskvöldið þar sem stóð: „Ég er að
deyja, ég get ekki andað“.
Fjölskyld My segist hafa greitt
smyglurum 30 þúsund pund, eða
rúmar 4,8 milljónir króna. Síðast
vissu þau af henni í Belgíu, þaðan
sem gámurinn kom til Bretlands.
Sendiráð Víetnam hefur verið í sam-
skiptum við lögregluna í Essex. – ab
Talið víst að líkfundur
í Essex tengist mansali
2 6 . O K T Ó B E R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R8 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
HVER VANN?
Sportið á frettabladid.is færir þér
allar nýjustu fréttirnar úr heimi
íþróttanna.
Ekki missa af neinu, fylgdu
Fréttablaðinu á Facebook
2
6
-1
0
-2
0
1
9
0
4
:4
1
F
B
0
8
8
s
_
P
0
8
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
8
s
_
P
0
8
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
8
s
_
P
0
0
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
8
s
_
P
0
0
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
4
1
6
-C
C
D
C
2
4
1
6
-C
B
A
0
2
4
1
6
-C
A
6
4
2
4
1
6
-C
9
2
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
7
B
F
B
0
8
8
s
_
2
5
_
1
0
_
2
0
1
C
M
Y
K