Fréttablaðið - 26.10.2019, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 26.10.2019, Blaðsíða 23
Í MÍNUM DRAUMAHEIMI VÆRI FRÁBÆRT EF BÖRN FENGJU AÐ VERA HEIMA MEÐ FORELDRUM SÍNUM EINN DAG Í VIKU. ÞAÐ VÆRI SKÓLASKYLDA FJÖLSKYLDUNNAR EINN VIRKAN DAG Í VIKU. Uppáhaldstími dagsins er þegar börnin eru komin heim. Siemens heimilistækin fást hjá Smith & Norland. Nóatúni 4 • Sími 520 3000 • www.sminor.is Gerum alla daga einstaka. Innbyggðu heimilistækin frá Siemens geta svo margt – með því að sameina nýjustu tækni, framúrskarandi hönnun og gegnheil gæði. Siemens heimilistæki BS H -s am st ey pa n e r le yfi sh afi v ör u m er ki s í e ig u m S ie m en s A G Emmu. „Emma okkar naut þess að vera með okkur foreldrana með sér fyrstu tvö árin hér heima. Við Karen ákváðum að gera það líka fyrir tví­ burana og viljum vera mikið til staðar fyrir þá þessi fyrstu ár í lífi þeirra. Nú eru þeir hluta dags á ungbarnaleikskóla hér í Skjern og það er gott fyrir þá líka,“ segir Björgvin Páll og lýsir degi í lífi fjöl­ skyldunnar. „Eldri stelpan mín er í haustfríi í skólanum svo Karen og hún ætla að eiga saman gæðadag. Ég fer á æfingu og eftir hana sæki ég krílin á leikskólann og fer á danska hjólinu mínu, svona kassahjóli sem þeir geta setið báðir í. Það er ofsalega fal­ legt og ljúft haustveður og ég hlakka alltaf svo til að sækja þá. Hér í Dan­ mörku eru engar brekkur að drepa mann og ekkert lárétt rok beint í andlitið. Þetta er oft uppáhalds­ tími dagsins. Svo er það fjölskyldu­ lífið sem tekur við seinnipartinn, eða úlfatíminn, eins og sumir kalla þennan tíma dags,“ segir Björgvin sposkur. „Krakkarnir eru auðvitað í misjöfnu skapi þegar þau koma heim og maður þarf því svolítið að fara eftir líðan þeirra, hvað við gerum saman. Hvort við perlum eða litum, bökum eða förum út að gera eitthvað.“ Niðurbrot og uppgjör Færsla Björgvins Páls á Facebook þar sem hann lýsir andlegum erfið­ leikum í upphafi árs hefur vakið mikla athygli. Björg vin segir frá því þegar hann sat fyrir utan dóm­ kirkjuna í Köln í janúar síðast­ liðnum, um miðja nótt, eftir að ís­ lenska karla lands liðið tapaði fyrir Frökkum á HM. „Það er nánast enginn á ferli fyrir utan mig, enda nið dimmt, mið nótt og há vetur. Ég ætti að vera sofandi á hóteli lands liðsins, í ná grenni við lestar stöðina í Köln. Í langan tíma hef ég reynt að láta ein kenni um and legt og líkam legt hrun sem vind um eyru þjóta,“ sagði Björgvin Páll á Facebook. Færslan er úr upp­ hafskafla ævisögu hans: Án filters, sem hann gaf út í vikunni og fyrsta kafla bókarinnar má lesa hér aftar í viðtalinu. „Þegar ég og þú ræddum saman í viðtali fyrir nærri tveimur árum síðan var einhver úrvinnsla farin af stað hjá mér. En svo kom þetta af fullum krafti upp á yfirborðið í janúar á þessu ári. Ég ætlaði mér aldrei að skrifa ævisögu. Sá það alls ekki fyrir mér en eftir að ég brotnaði niður í upphafi árs fór ég að púsla saman lífi mínu. Sjá hlutina í betra samhengi og skrifa. Ég ákvað síðan að gefa þetta út fyrir aðra því f leiri eru að glíma við svipaða líðan,“ segir hann. Björgvin Páll segist hafa fundið fyrir sterkum tilgangi. Hann vildi nýta andlegt niðurbrot sitt til að byggja sig upp og kortleggja ferða­ lagið fyrir aðra. „Ég vildi líka skoða það af hverju ég bjó til þessa leið, að verða þessi geðveiki karakter innan vallar. Þegar mín raunveru­ legu gildi eru mjúk. Að vera góður pabbi og leggja rækt við fjölskyld­ una. Ég er í raun að jarða egóið og lokakaflinn í því var nú að klippa mig stutt. Mörgum finnst það ef til vill skrýtið en mig hefur oft langað að klippa mig en ég fylltist kvíða við tilhugsunina. Það er gott að horfa í spegilinn á þennan stuttklippta mann. Því í huga mér er ég nú endanlega búinn að kveðja ímynd harða handboltamannsins,“ segir Björgvin Páll. Ég er ekki villtur og brjálaður Björgvin er fæddur á Hvammstanga árið 1985 en f lutti í Kópavoginn fjögurra ára gamall. Foreldrar hans skildu þegar hann var tveggja ára. Pabbi hans varð eftir á Hvamms­ tanga og samband foreldra hans var ekki gott og samskiptin lítil. Uppgjör Björgvins Páls hófst fyrir nokkrum árum. Hann glímdi við mikla vanlíðan og hegðunarörðug­ leika og dvaldi um tíma á BUGL eftir að hafa verið tekinn með hníf í skól­ anum átta ára gamall. Heimilisað­ stæður hans áttu þátt í vandanum. „Ég stend við það sem ég sagði, ég á handboltanum bæði líf mitt og barnanna að þakka. Ég fann stað þar sem ég gat notið mín og fengið heilbrigða útrás. En hann var hins vegar engin töfralausn, vandamálin fóru ekkert.“ Björgvin Páll fékk að skoða skjöl sem voru til um hann í kerfinu og það var erfitt fyrir hann að lesa þau á sínum tíma. Þetta voru skjöl H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 23L A U G A R D A G U R 2 6 . O K T Ó B E R 2 0 1 9 2 6 -1 0 -2 0 1 9 0 4 :4 1 F B 0 8 8 s _ P 0 6 6 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 6 3 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 4 1 6 -D 1 C C 2 4 1 6 -D 0 9 0 2 4 1 6 -C F 5 4 2 4 1 6 -C E 1 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 A F B 0 8 8 s _ 2 5 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.