Fréttablaðið - 26.10.2019, Blaðsíða 60

Fréttablaðið - 26.10.2019, Blaðsíða 60
Hjördís Erna Þorgeirsdóttir hjordiserna@frettabladid.is Það eru þeir Nicolas Kunysz og Sindri Geirsson sem bjuggu til lowercase nights árið 2014. Þeir eru báðir verið að gera sveim- tónlist og Sindri vinnur á Prikinu, svo kvöldin eru búin að vera þar síðustu ár,“ útskýrir Gunnar. „Pælingin er sú að listamaður eða listamenn koma saman og spinna músík yfir kvikmynd að eigin vali. Sveimtónlist er þarna í aðalhlut- verki, en listamönnum er í raun gefið algjört frelsi til að gera það sem þeir vilja.“ „Þetta er hiklaust ein af mínum uppáhaldstónleikaseríum í bænum, og í raun algjör stofnun og öldungur að verða. Ég bý í mið- bænum og finnst fátt notalegra en að reka inn nefið á Prikinu á sunnudögum og detta í smá leiðslu undir góðri músík og kvikmynd,“ segir Gunnar. „Þessi kvöld eru mjög gott þynnkumeðal og enn betri sálfræðingur! Sveimlistamenn eiga það líka oft sameiginlegt að hafa gott auga fyrir áhugaverðu mynd- efni, svo þetta er alltaf veisla fyrir augu og eyru,“ segir Gunnar, fullur eftirvæntingar. Samstarfið skrifað í skýin „Ég, Arnljótur og Kristinn Gunnar höfum allir spilað áður á lowercase nights, en þetta er í fyrsta sinn sem við spilum allir þrír saman, svo ég er gríðarlega spenntur fyrir því. Við erum líka miklir aðdáendur kvikmyndarinnar sem við ætlum að spila yfir, en valið er leyndarmál enn sem komið er. Fólk þarf bara að mæta og láta koma sér á óvart.“ Gunnar segir tónlistarmanninn Kristin Gunnar Blöndal , einn- ig þekktur sem KGB, hafa átt frumkvæðið að þessu forvitnilega samstarfi. „KGB hafði samband við mig og stakk upp á því að við myndum gera eitthvað saman. Mig hefur lengi langað til að spila með honum, enda er hann einn af helstu tónlistarmönnum og plötusnúðum landsins. Við vorum síðan sam- mála um að fá Arnljót inn í þetta með okkur, því við erum svo miklir aðdáendur hans.“ Gunnar hefur lengi þekkt Arnljót og segir hann koma úr afar hæfi- leikaríkri fjölskyldu. „Ég var með eldri bróður Arnljóts í hljómsveit í gamla daga, sem varð til þess að ég kynntist fjölskyldunni hans vel. Öll systkinin eru tónlistarmenn og miklir snillingar.“ Þá sé tilhugs- unin ein um það hversu hæfileika- ríkur Arnljótur er nóg til þess að gera Gunnar agndofa. „Ég ver oft löngum stundum í að hugsa um hvað Arnljótur er mikill og hreinn listamaður. Hann hefur verið að gera músík undir nafninu Kraftgalli síðustu misseri, til dæmis gaf hann út þriggja laga EP-plötu fyrir ekki svo löngu sem heitir Trítill og er eins konar orðagrínsmúsík. Ég held að það sé ný tónlistarstefna, sem er mjög í anda Arnljóts,“ segir Gunnar, hugfanginn. „Við KGB erum síðan báðir Breið- holtsdrengir, en ég kynntist honum aðallega í gegnum tónlistarlífið í miðbænum, hann er náttúrulega gangandi tónlistaralfræðibók og algjör unaður að spjalla við hann um músík, svo það lá beinast við að búa til músík saman líka. Hann hefur gert tónlist undir nafninu Justman síðustu ár, til viðbótar við að vera þekktur plötusnúður. Þeir Arnljótur hafa líka spilað saman svo þetta spunakvöld okkar er skrifað í skýin myndi ég halda.“ Ný tónlist í smíðum Gunnar hefur tekið þátt í ýmsu samstarfi í gegnum tíðina en í raf- Rafmagnað og framsækið andrúmsloft Á sunnudaginn verður lowercase- kvöld á Prikinu. Gunnar Jónsson tón- listarmaður hvetur fólk til að mæta og upplifa listilegt tóna- og sjónar- spilið með eigin augum, og eyrum. Gunnar Jónsson tónlistarmaður kemur fram ásamt KGB og Arnljóti Sigurðssyni. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR heimum kemur hann einn fram undir nafninu Gunnar Jónsson Collider. „Ég hef verið að sinna tónlist síðan ég var mjög ungur, með hinum og þessum böndum. Gunnar Jónsson Collider byrjaði bara sem hliðar-sólóverkefnið mitt sem ég sinnti samfara öðrum verkefnum,“ segir hann. „Það var eins konar leið til að fá útrás fyrir alls kyns músík sem ég hafði áhuga á að gera, en komst ekki að í hinum verkefnum mínum, eins og sveimtónlist, raftónlist og alls kyns tilraunapoppi. Gunn- ar Jónsson Collider tók síðan á endanum alveg yfir. Ég er búinn að gefa út slatta af músík á þessu stigi málsins, bæði hjá íslenskum og erlendum útgáfum.“ „Til viðbótar við það hef ég líka spilað sem „session“-leikari fyrir önnur verkefni, til dæmis fyrir ROFOROFO (hljómsveit Ómars Guðjónssonar og þýska trommu- leikarans Tommy Baldu) og Krist- jönu Stefánsdóttur,“ segir Gunnar. „Ég hef verið mjög heppinn með að fá að spila undir hjá alls kyns frábærum listamönnum, sem ég dái mikið, í gegnum tíðina, eins og einmitt Ómari og Kristjönu, sem og Damo Suzuki og Ben Frost svo eitthvað fleira sé nefnt. En ég er alltaf spenntastur fyrir því næsta sem ég geri, sem í þessu tilviki eru lowercase nights tónleikarnir með strákunum.“ Hann segir ýmislegt á döfinni. „Ég byrjaði fyrst að koma fram sem Gunnar Jónsson Collider af viti árið 2015, eftir að ég gaf út Ape- shedder EP-plötuna mína. Ég hef gefið út eitthvað af músík á hverju einasta ári síðan þá, nema í ár. Ég er nefnilega búinn að vera að vinna að tveimur plötum, en önnur er einmitt sveimtónlist í anda lower- case nights sem ég klára vonandi bráðum.“ Gunnar segist vera búinn að einangra sig töluvert í stúdíóinu undanfarna mánuði. „Ég er þar af leiðandi búinn að loka mig mikið af í stúdíóinu þetta árið, þar sem ég sé ekki til sólar og bogra yfir hljóðgervlum og græjum og verð skrítnari með hverjum deginum sem líður. Maður getur orðið klikkaður á þannig vinnu, svo ég er sérstaklega spenntur fyrir lower- case kvöldinu og að spinna músík með öðru fólk. Maður afskrítnast vonandi eitthvað við það! Vonum það besta,“ segir Gunnar, léttur í lund. Viðburðurinn fer fram á Prikinu á sunnudaginn, 27. október, frá klukkan 21.30 til miðnættis og er aðgangur ókeypis. FERMINGARGJAFIR Fimmtudaginn 15. mars gefur Fréttablaðið út bráðsniðugt aukablað sem innheldur ótal hugmyndir að fjölbreyttum fermingargjöfum. Allir sem hafa fermst vita að dagurinn og ekki síst gjarnar lifa í minningunni um aldur og ævi. Tryggðu þér gott auglýsingapláss í langmest lesna dagblaði landsins. Upplýsingar hjá auglýsingadeild Fréttablaðsins í síma 512 5402 eða sendu okkur póst á netfangið serblod@frettabladid.is VEGAN Föstudaginn 1. nóvember er alþjóðlegi vegan dagurinn og í tilefni hans ætlar Fréttblaðið að gefa út sérblaðið Vegan þann sama dag. Tryggðu þér gott auglýsingapláss í langmest lesna dagblaði landsins. Nánari upplýsingar um blaðið veitir Arnar Magnússon Sölu- og markaðsfulltrúi Fréttablaðsins arnarm@frettabladid.is Sími: 550-5652 6 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 6 . O K TÓ B E R 2 0 1 9 L AU G A R DAG U R 2 6 -1 0 -2 0 1 9 0 4 :4 1 F B 0 8 8 s _ P 0 6 9 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 6 0 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 4 1 6 -A F 3 C 2 4 1 6 -A E 0 0 2 4 1 6 -A C C 4 2 4 1 6 -A B 8 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 8 8 s _ 2 5 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.