Fréttablaðið - 26.10.2019, Side 12
Gunnar
ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Jóhanna Helga Viðarsdóttir RITSTJÓRAR: Davíð Stefánsson david@frettabladid.is, Jón Þórisson jon@frettabladid.is,
MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ.IS: Sunna Karen Sigurþórsdóttir sunnak@frettabladid.is.
Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum
án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is
LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is
Mín skoðun Sif Sigmarsdóttir
Einstefna,
hroki og
einangrunar-
hyggja dragi
úr áhrifum
stórvelda.
Menningar-
legt aðdrátt-
arafl og
nýsköpun
eykur áhrifa-
mátt ríkja
meira en
skotgrafir.
Davíð
Stefánsson
david@frettabladid.is
Ósýnileiki kvenna virðist ætla að verða lífseigur. Í vikunni fóru sem eldur um sinu á samfélagsmiðlum nýlegar ljósmyndir úr
fjölmiðlum þar sem konur voru í forgrunni án þess
að þeirra væri getið í myndatexta. Á einni myndinni
mátti sjá sitja í þingsal Áslaugu Örnu Sigurbjörns
dóttur dómsmálaráðherra. Undir myndinni stóð:
„Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Miðflokksins.
Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.“
Vissulega mátti sjá Gunnar Braga og Óla Björn á
myndinni; það glitti í Gunnar Braga í sætaröð fyrir
aftan Áslaugu Örnu og Óla Björn á aftasta bekk.
En myndin var af Áslaugu Örnu. Á annarri mynd
gaf að líta rithöfundinn Jónínu Leósdóttur þar sem
hún sótti útgáfuhóf rithöfundarins Lilju Sigurðar
dóttur í síðustu viku. Undir myndinni stóð: „Sigurjón
Kjartansson.“ Ef vel var að gáð – helst með aðstoð
stækkunarglers – mátti sjá Sigurjón þar sem hann
stóð handan Jónínu, úr fókus.
Yfirskrift albúmsins á Facebook sem geymir þessar
grátbroslegu – eða kannski bara grátlegu – myndir er:
„Eru konur til? Heita þær eitthvað?“ Þótt spurning
arnar séu í gamni gerðar er alvara á ferðum.
„Svona góðar“
Á dögunum voru Nóbelsverðlaunin í bókmenntum
veitt pólsku skáldkonunni Olgu Tokarczuk. Af því til
efni tjáði Anders Olsson, aðalritari Sænsku akademí
unnar, sig um mikilvægi þess að auka á fjölbreytni
meðal vinningshafa Nóbelsverðlaunanna: „Hingað til
hafa verðlaunin verið karllæg,“ sagði Olsson. „En nú
þegar svona margar konur eru farnar að vera svona
góðar vonum við að verðlaunin verði víðfeðmari.“
Konur hafa alltaf verið skáld. Þótt Sænska aka
demían virðist telja að fyrst núna – árið 2019 – séu
að koma fram á sjónarsviðið konur sem kunna að
skrifa hafa alltaf verið til konur sem hafa verið „svona
góðar“.
Hvað veldur því að ein vitrasta – og virtasta –
stofnun veraldar telji að konur séu nýjar af nálinni?
Dökkur skuggi
Í skáldsögu Auðar Övu Ólafsdóttur, Ungfrú Ísland,
segir frá ungri skáldkonu utan af landi sem flyst til
Reykjavíkur árið 1963. Í höfuðborginni er konunni og
hæfileikum hennar hins vegar tekið fálega. Í bókinni
segir: „Karlmenn fæðast skáld. Þeir eru um fermingu
þegar þeir gangast við því óumflýjanlega hlutskipti
sínu að vera snillingar. Það skiptir engu hvort þeir
skrifa bækur eða ekki.“
Frá örófi alda hefur veröldin verið á sjálfstillingu
sem kallast: Karlmenn. Eins og fyrrnefndar blaðaljós
myndir sýna er nærvera karlmanns nóg til að varpa
svo dökkum skugga yfir konu að hún sést ekki lengur.
En konurnar eru þarna. Þær eru dómsmálaráð
herrar og skáld og allt þar á milli. Það er hins vegar
ekki sama Jón og séra Jón; eða öllu heldur Jón og
Jónína. „Þegar karlmaður skrifar um eitthvað eins og
uppvaskið kallast það realismi,“ er haft eftir rithöf
undinum Margret Atwood. „Þegar kona skrifar um
uppvaskið þykir það erfðafræðilegur annmarki.“
Mergurinn málsins er þessi: Handtak karlmanns
nýtur virðingar. Sama handtak konu gerir það ekki.
Það eru ekki konur sem eru nýjar af nálinni. Þær
hafa alltaf verið til, þær hafa alltaf borið nöfn og
þær hafa alltaf verið skáld. Virðing fyrir konum og
störfum þeirra er hins vegar nýjung. Sú nýjung hefur
þó ef til vill ekki hlotið jafnmikla útbreiðslu og talið
var. Ætli hún sé ekki jafnútbreidd og nöfn kvenna í
myndatextum fjölmiðla.
Eru konur nýjung?
NÝJ
UNG
!
Hlæðu, hoppaðu,
hóstaðu og hnerraðu
áhyggjulaus!
Öruggar þvaglekavörur
Extra
rakadræg
100%
Lyktarvörn
Passa
frábærlega
Fréttablaðið fjallaði í síðustu viku um tíst Donalds Trump á samfélagsmiðlinum Twitter. Tilefnið var að hann hefur verið 1.000 daga í embætti. Tístið hefur einkennt forsetatíð hans og hægt hefur verið að fylgjast með í rauntíma hvað forsetanum er efst í huga.
Þetta háttalag kann að henta á heimavettvangi þótt
orð fjúki sem varla eru djúphugsuð og ekki í þeim
anda sem menn hefðu vænst af manni í einu valda
mesta embætti veraldar. Það embætti krefst íhugunar,
umhugsunar og rólegrar, yfirvegaðrar og rökréttrar
ákvarðanatöku en um leið mikillar festu og ákveðni.
Með forsetann í huga sagði Christine Lagarde,
verðandi bankastjóri Seðlabanka Evrópu, í síðustu
viku að þjóðarleiðtogar yrðu að hegða sér eins og full
orðið fólk. Þeir þyrftu að semja um lausn á viðskipta
deilum og taka rökréttar ákvarðanir. Hún taldi að tíst
forsetans gæti dregið úr stöðugleika á mörkuðum á
heimsvísu. Stöðugleiki næðist vart nema ráðamenn
hegðuðu sér eins og menn, tækju allt til umræðu og
semdu sig að niðurstöðum.
Hér er vert að hafa í huga það sem Joseph S. Nye,
prófessor emeritus í opinberri stjórnsýslu við Har
vardháskóla, hefur ritað um áhrifamátt ríkja. Hann
var ráðgjafi Jimmys Carter forseta og aðstoðarvarnar
málaráðherra í stjórn Bills Clinton.
Nye er þekktur fyrir kenningar um „hinn mjúka
mátt“ andstætt hefðbundinni valdbeitingu með hern
aðarmætti eða efnahagsmætti ríkja. Ríki geti fengið
önnur ríki til liðs við sig með óbeinum hætti.
Fá ríki hafa haft meira mjúkt vald en Bandaríkin.
Hið mýkra vald er æ meir megandi í flestu samstarfi
þjóða. Þannig getur áhrifamáttur ríkja falist í siðferði,
hugmyndum, lífsmynstri, kunnáttu og samstarfs
færni. Önnur ríki fylgja fordæmum vegna þeirra gilda
sem þau leggja áherslu á eða ríki nýtur virðingar af
einhverjum ástæðum. Áhrifin er sjaldnar að finna í
hernaðarmætti, rembingi eða ríg.
Nye hefur sagt að mikilvægi hins mjúka máttar í
utanríkismálum eigi eftir að verða æ meira. Einstefna,
hroki og einangrunarhyggja dragi úr áhrifum stór
velda. Menningarlegt aðdráttarafl og nýsköpun eykur
þannig áhrifamátt ríkja meira en skotgrafir.
Að sama skapi segir Nye að hefðbundin valdbeiting
í þágu þjóðarhagsmuna kunni að vera nauðsyn en það
megi ekki beita valdi á kostnað hins mjúka máttar.
Bandaríkin verði að standa við alþjóðlegar skuld
bindingar og hvetja til alþjóðlegs samstarfs og frjálsra
viðskipta. Þannig tryggi Bandaríkin stöðu sína.
Bandaríkin eru eitt mikilvægasta samstarfsríki
okkar Íslendinga. Það gildir um viðskipti, menningu
og menntir en ekki síst um öryggismál og víðtækt
varnarsamstarf. Það er skiljanlegt að menn hafi
áhyggjur af þróun mála þar í landi sé horft til hins
tístandi forseta. Á hinn bóginn má ekki gleyma því
að margt vanhugsað er látið gott heita á Íslandi. Við
líðum býsna margt til að halda friðinn. Það er mikil
vægt að hafa í huga að fátt er auðveldara en að setja upp
vandlætingarsvip gagnvart öðrum þegar kemur að
samskiptum við bandamenn okkar vestanhafs.
Hið mjúka vald
2 6 . O K T Ó B E R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R12 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
SKOÐUN
2
6
-1
0
-2
0
1
9
0
4
:4
1
F
B
0
8
8
s
_
P
0
8
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
8
s
_
P
0
7
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
8
s
_
P
0
0
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
8
s
_
P
0
1
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
4
1
6
-B
4
2
C
2
4
1
6
-B
2
F
0
2
4
1
6
-B
1
B
4
2
4
1
6
-B
0
7
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
A
F
B
0
8
8
s
_
2
5
_
1
0
_
2
0
1
C
M
Y
K