Fréttablaðið - 26.10.2019, Síða 24

Fréttablaðið - 26.10.2019, Síða 24
frá ýmsum stöðum; allt frá barna- verndaryfirvöldum til bréfa frá umsjónarkennara hans í grunn- skóla. „Ég ákvað að skoða betur hvað það var sem gerðist þegar ég var lítill drengur. Reyna að átta mig á því. Færa þennan dreng nær mér. Ég hafði búið til einhver skil þarna á milli og síðan fest mig við aðra ímynd, hinn sterka handbolta- mann. Ég ákvað að rífa og skemma ímyndina sem fólk hefur af mér og sem ég samsamaði mig stundum líka. Ég er ekki villtur og brjálaður. Ég er blíður, mjúkur og rólegur. Og hef alltaf verið það og haft þörf fyrir að vera nákvæmlega þannig. En kannski var ekki pláss fyrir þannig dreng og þess vegna var ég erfiður á skólalóðinni. Þegar ég var lítill snerist allt um að vera bestur og betri en hinn. Að sýna hvað maður getur. Ég var að leita að einhverri útrás og var reiður og hræddur. Að lokum fann ég útrásina sem ég þurfti í hand- boltanum og hætti að vera erfiður á skólalóðinni. En þessar mjúku hliðar héldu áfram að vera van- ræktar,“ segir hann. Erfið lífsreynsla Björgvin deilir með lesendum mjög persónulegum upplýsingum um líðan sína í æsku á BUGL og erfiðar heimilisaðstæður. „Í pappírunum mínum frá BUGL er viðtal við mig þar sem ég óska þess að foreldrum mínum þætti vænna um mig og ég fengi að vera meira með þeim,“ segir Björgvin frá. Hann spyr sig oft hvað hefði gerst hefði hann verið settur á lyf. „Hand- boltinn var mitt lyf. En var það rétt ákvörðun að setja mig ekki á lyf? Ég er ekki viss um það en álasa ekki móður minni sem þvertók fyrir að ég yrði settur á rítalín.“ Hann tekur fram að hann sé alls ekki að dæma foreldra sína og það fólk sem ól hann upp. Þau hafi ekki haft tíma eða ráð til að annast hann. Vandinn hafi verið orðinn of f lókinn. Hann segist einnig náinn Björgvin Páll með Emilíu og Einari Leó, eiginkonu sinni Karen og dóttur sinni Emmu. „Bestu stundirnar verða ekki í einhverju lúxuslífi, eða í því að lyfta bikar,“ segir hann. MYND/LINE THORØ ØSTERBY Kafli úr bók Björgvins Páls, Án filters 1. Brunarúst Klukkan er tvö eftir miðnætti hinn 21. janúar 2019 og ég sit á kirkjutröppunum fyrir framan dómkirkjuna í Köln. Í kvöld tapaði íslenska handboltalands- liðið fyrir Frökkum á HM. Það er nánast enginn á ferli fyrir utan mig, enda niðdimmt, mið nótt og hávetur. Ég ætti að vera sofandi á hóteli landsliðsins, í nágrenni við lestarstöðina í Köln. Það er mikilvægur dagur fram undan og einungis tveir dagar í næsta leik sem verður gegn Brasilíu. Ég læddist út þar sem ég gat ekki meir. Ég er svo sem orðinn vanur því að þurfa oft að liggja í rúminu með hausinn á fullu þegar ég á að vera farinn að sofa en í kvöld eru ofhugsanirnar á allt öðru stigi. Þar sem ég lá þarna í rúminu jókst hjartslátturinn í sífellu eftir því sem mínúturnar liðu og þegar ég var að fá alvarlegt kvíðakast sá ég mér þann kost vænstan að koma mér út undir bert loft. Mér fannst ég vera mitt á milli þess að þurfa að grenja og öskra og leið eins og ég væri gjörsamlega að missa vitið. Í langan tíma hef ég reynt að láta einkenni um líkamlegt hrun sem vind um eyru þjóta. Ég hef í margar vikur átt svefnlausar nætur, aðeins sofið örfáar klukku- stundir í senn á hverri nóttu. Svo eru það blóðnasirnar á morgnana, stanslaus höfuðverkur nánast allan daginn, þungir stoðverkir um allan líkamann, svimaköst, jafnvægisleysi, sjóntruflanir, suð í eyrum í tíma og ótíma, lítil matar- lyst og stanslaus flensueinkenni. Eitthvað hlaut undan að láta. Fyrir utan erfiðleikana sem fylgja því að eiga við öll þessi einkenni er orðið allt of erfitt að reyna að halda haus og láta eins og ekkert sé innan um liðsfélagana. Á leiðinni hingað að kirkjunni frá hótelinu kom ég að aðal- lestarstöðinni og varð skyndilega sannfærður um að hryðjuverka- menn væru á stöðinni og hún yrði sprengd í loft upp á næstu sekúndum. Raunveruleikakennd- in yfirgaf mig þar sem ég var mitt í mínu fyrsta ofsakvíðakasti. Ég hljóp í gegnum lestarstöðina og horfði stanslaust aftur fyrir mig þar til óttanum létti loks fyrir utan dómkirkjuna. Ég var gjör- samlega bugaður á líkama og sál og hrundi saman á kirkjutröpp- unum. Ég hágrét eins og lítið barn og leyfði mér loksins að finna fyrir öllu því sem ég hafði reynt að berja niður. Nú þegar mesti gráturinn er yfirstaðinn átta ég mig á því að ég er kominn með algjört ógeð á sjálfum mér, eða öllu heldur þessum brjálaða handbolta- manni sem ég bjó til í þeim tilgangi að slökkva á líkamlegum og andlegum vandamálum sem ég hef glímt við í áraraðir. Þessum karakter hefur tekist að drepa alla verki, kvíða og aðra kvilla, enda hefur hann þurft að halda íslensku „sturluninni“ og þjóðarstoltinu hátt á lofti. Það hefur ekki verið annað í boði en að finna leiðir til að búa til aukaorku, sem skilar sér í fleiri boltum vörðum og hjálpar öðrum leikmönnum liðsins að sýna til- finningar og hámarka sjálfa sig. Auðvitað hefur á köflum komið sér vel að geta sett sig í þennan gír og kostirnir við það hafa verið margir en nú hefur þessi hand- boltakarakter einfaldlega öðlast fleiri galla en kosti. Ekki aðeins hefur hann verið að skemma samskipti við liðsfélaga inni á vellinum heldur er hann einfald- lega að gera mig að verri mann- eskju í alla staði. Með því að setja mig stans- laust í þennan gír og setja upp þessa grímu hef ég smám saman sokkið æ dýpra inn í veikindi sem eru að bera mig ofurliði. Leið- toginn, pælarinn, létti gæinn og blíði faðirinn sem ég vil vera utan vallar eru eiginleikar sem hafa smám saman verið að hverfa vegna stöðugs þrýstings frá handboltatýpunni sem aldrei má sýna veikleika. Undanfarið hefur mér fundist ég vera byrjaður að bregðast sjálfum mér með hegðun minni og áttað mig á að það er einfaldlega orðið of erfitt að halda þessari grímu uppi. Ég átta mig á því nú í kvöld að ef ég ætla að halda áfram að rækta gildi mín utan vallar, þar sem mér er mun mikilvægara að vera góð manneskja en góður í handbolta og ekki síst að halda áfram að vera til staðar fyrir börnin mín þrjú, þá verður þessi gríma ein- faldlega að falla. móður sinni og hafa átt sterkt vina- samband við hana sem varð stund- um flókið því hún átti við drykkju- vandamál að stríða og glímdi við vanlíðan. Hann axlaði mjög ungur þunga ábyrgð. Hann deilir erfiðri minn- ingu í bókinni sem lýsir vel heim- ilisaðstæðum. Árið 2001 þegar Björgvin var sextán ára gamall gerði móðir hans eina af mörgum tilraunum til þess að svipta sig lífi. Björgvin var heima og gætti systur sinnar sem var þá sjö ára gömul. Honum var mjög umhugað um að systir hans yrði ekki vitni að því sem væri að gerast. „Upp frá þessum degi leið mér eins og ég bæri ábyrgð á því að ekkert kæmi fyrir hana,“ segir Björgvin. Börn þurfa foreldra sína Á meðan hann skrifaði minningar sínar varð honum æ oftar hugsað til mikilvægis þess að börn njóti stuðnings foreldra sinna. Fái góðan tíma með þeim. „Það eru ekki öll börn sem þurfa á sálfræðingum eða geðlæknum að halda. Heldur foreldrum sínum. Ég er sannfærður um að mörg barna í vanda þurfa bara á mömmu og pabba að halda. Á Íslandi erum við að berjast við tímann, við vinnum alltof mikið og börnin fá of lítinn tíma með okkur. Við kvörtum yfir skóla- kerfinu, finnst vandinn hljóta að stafa þaðan. En hvað erum við sjálf að gera fyrir börnin okkar? Við þurfum að horfast í augu við þetta. Við foreldrar þurfum að spyrna við fyrir börnin okkar og krefjast tíma með þeim. Þetta byrjar hjá okkur. Hér í Danmörku eru börn sótt í leik- skólann miklu fyrr, þau eru ekki geymd þar til í lok dags. Í mínum draumaheimi væri frá- bært ef börn fengju að vera heima með foreldrum sínum einn dag í viku. Það væri skólaskylda fjöl- skyldunnar einn virkan dag í viku. Börn læra svo mikið af foreldrum sínum og þau verða að finna til öryggis. Í fullri einlægni þá get ég sagt þér að minn draumur er að verða heimavinnandi húsfaðir. Ég sé það fyrir mér í lok ferils míns. Og mér finnst það virðingarvert og mikil- vægt hlutverk. Ég átta mig alveg á því að það er ekki dæmigert en ég er alinn upp af konum í kvennaheimi. Ég skil hvað þetta er dýrmætt og ég sé líka hvernig samfélagið dregur okkur samt í aðra átt. Í átt að for- tíðinni og hinu karllæga. Ég vil ekki að samfélagið fari ofan í þann pytt, haldi áfram að þrengja að tímanum og hinu góða lífi, hversdeginum með börnunum, því það er betra líf í boði. En hvað get ég gert í núinu til þess að framtíðin verði björt? Ég get verið fyrirmynd og reynt að láta gott af mér leiða. Ég er þakk- látur fyrir að fá að rækta hlutverk mitt sem faðir, handboltamaður og manneskja. Ég ætla að nálgast hlut- verk mitt af auðmýkt og gleði.“ 2 6 . O K T Ó B E R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R24 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 2 6 -1 0 -2 0 1 9 0 4 :4 1 F B 0 8 8 s _ P 0 6 5 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 6 4 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 4 1 6 -D 6 B C 2 4 1 6 -D 5 8 0 2 4 1 6 -D 4 4 4 2 4 1 6 -D 3 0 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 B F B 0 8 8 s _ 2 5 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.