Fréttablaðið - 26.10.2019, Side 68
Flatahraun 5a • www.utfararstofa.is • Símar: 565 5892 & 896 8242
ÚTFARARSTOFA HAFNARFJARÐAR
ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS
Auðbrekku 1, Kópavogi síðan 1996
ALÚÐ • VIRÐING • TRAUST • REYNSLA
Símar allan sólarhringinn: 581 3300 & 896 8242 • www.utforin.is
Komum heim til aðstandenda og ræðum skipulag útfarar ef óskað er.
Margrét Ásta GuðjónsdóttirSverrir EinarssonKristín Ingólfsdóttir
Við önnumst alla þætti undirbúnings og fram-
kvæmd útfarar ásamt vinnu við dánarbússkiptin.
Við þjónum með virðingu og umhyggju að
leiðarljósi og af faglegum metnaði.
Við erum til staðar
þegar þú þarft á
okkur að halda
Sigrún Óskarsdóttir,
guðfræðingur
Útfararþjónusta
& lögfræðiþjónusta
Vesturhlíð 2, Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is
Með kærleik og virðingu
Útfararstofa Kirkjugarðanna
Ástkær sonur, faðir okkar, tengdafaðir,
afi, langafi og sambýlismaður,
Halldór Nielsen Eiríksson
bakarameistari,
lést þriðjudaginn 15. október.
Útför hans fer fram frá Kópavogskirkju,
þriðjudaginn 29. október kl. 13.00.
Blóm og kransar afþakkaðir, þeim sem vilja minnast hans
er bent á Píeta samtökin.
Pálína Höjgaard Einarsdóttir
Paola Andrea Arce Suarez
Finnbogi Halldórsson Birna Mjöll Helgudóttir
Þórey Björk Halldórsdóttir Baldur Björnsson
Nökkvi Nielsen
Stjúpbörn, barnabörn og barnabarnabarn,
Innilegar þakkir fyrir veitta samúð
og hlýhug vegna andláts og útfarar
okkar elskulega eiginmanns, föður,
tengdaföður, afa og langafa,
Garðars Sigurðssonar
vélvirkjameistara.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki
Landspítalans, heimahlynningar og líknardeildar LSH fyrir
alúðlegt viðmót.
Erla Elísabet Jónatansdóttir
Jónatan Garðarsson Rósa Sigurbergsdóttir
Jenný Garðarsdóttir Arnór Friðþjófsson
Erla Björg Garðarsdóttir Arnlaugur Ólafsson
Hrafnhildur Garðarsdóttir Sigurjón Þórðarson
Kristín Garðarsdóttir Hlynur Guðjónsson
Drífa Garðarsdóttir Ármann Úlfarsson
barnabörn og barnabarnabörn.
Elsku eiginmaður minn, pabbi okkar,
tengdapabbi, afi og langafi,
Pétur Björnsson
bifvélavirki,
Boðaþingi 12 í Kópavogi,
lést 21. október sl.
Útförin fer fram mánudaginn 4. nóvember í
Lindakirkju, Kópavogi kl. 15.00.
Blóm vinsamlegast afþökkuð.
Margrét Bjarnadóttir og fjölskylda.
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
Ingibjörg Elíasdóttir
Njarðarvöllum 2, Reykjanesbæ,
lést á Hrafnistu, Nesvöllum,
fimmtudaginn 17. október.
Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju,
föstudaginn 1. nóvember kl. 13.00.
Jóhann Pétursson
Elías Ásgeir Jóhannsson Margrét Hrönn Emilsdóttir
Pétur Jóhannsson Sólveig Einarsdóttir
Margrét Sigrún Jóhannsdóttir Werner Kalatschan
Kristín Jóhannsdóttir
Jón Þorsteins Jóhannsson
Jóhann Ingi Jóhannsson Mariana Tamayo
barnabörn og barnabarnabörn.
Kvennaf r ídeg inum 24. október var fagnað með hátíð í íslenska sendi-h e r r a b ú s t a ð n u m í Kaup mannahöfn. Við það tækifæri hlaut Vig-
dís Finnsdóttir viðurkenningu Félags
íslenskra kvenna í atvinnulífinu í Dan-
mörku (FKA-DK) fyrir að hafa verið
öðrum hvatning í starfi. Vigdís Finns-
dóttir hefur verið búsett í Danmörku í
rúm 20 ár og hefur, ásamt bróður sínum
Björgvini og eiginmanninum Jesper Leh-
mann, unnið markvisst að því frá 2007
að kenna Dönum að borða fisk, með
því að opna fiskbúðir með valið hrá-
efni. Einnig reka þau Retreat, gæðakaffi-
hús með smárétti, á sex stöðum í Kaup-
mannahöfn. Það fyrirtæki hefur notið
velgengni og er nú með 65 starfsmenn í
vinnu, flesta konur, þar af 25 frá Íslandi.
Hátíðin í sendiráðinu var í boði Helgu
Hauksdóttur sem tók við sendiherra-
embættinu þar 1. ágúst síðastliðinn og er
fyrsta konan til að gegna því í 99 ára sögu
sendiráðsins.
Við þetta tækifæri ávarpaði Halla
Benediktsdóttir gesti. Hún er for-
maður stjórnar FKA-DK og reyndar má
rekja stofnun félagsins til hennar. „Fljót-
lega eftir að ég kom hingað til Kaup-
mannahafnar fyrir tíu árum áttaði ég
mig á að það vantaði algerlega tengslanet
meðal íslenskra kvenna hér. Áhuginn var
fyrir hendi, félagið var stofnað 2014 og
hefur vaxið og dafnað. Nú eru yfir 700
konur í því, fjölmargar þeirra hafa tekist
á við áskoranir og unnið sigra á sínum
velli. Félagið hefur sérstöðu að því leyti
að í því eru allar konur sem eru í atvinnu-
lífinu, ekki bara þær sem eru í stjórn-
unarstöðum eða eigendur fyrirtækja.“
Hún segir félagskonur hittast fjórum til
sex sinnum yfir árið og stefna að því að
halda kvennafrídaginn hátíðlegan með
sams konar hætti á komandi árum.
Halla hefur verið umsjónarmaður
Jónshúss í fjögur ár og býr þar líka. „Það
er mjög stutt fyrir mig að fara í vinnuna,
enda er ég alltaf í vinnunni!“
gun@frettabladid.is
Hátíð í kóngsins Köben
Vigdísi Finnsdóttur, stofnanda og meðeiganda Boutique fisk og Retreat, var fyrstri
allra veitt viðurkenning Félags íslenskra kvenna í atvinnulífinu í Danmörku nýlega.
Helga Hauksdóttir sendiherra, Vigdís Finnsdóttir viðurkenningarhafi og Halla Benediktsdóttir, umsjónarmaður Jónshúss.
2 6 . O K T Ó B E R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R32 T Í M A M Ó T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
TÍMAMÓT
2
6
-1
0
-2
0
1
9
0
4
:4
1
F
B
0
8
8
s
_
P
0
6
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
8
s
_
P
0
6
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
8
s
_
P
0
2
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
8
8
s
_
P
0
2
8
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
4
1
6
-B
E
0
C
2
4
1
6
-B
C
D
0
2
4
1
6
-B
B
9
4
2
4
1
6
-B
A
5
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
A
F
B
0
8
8
s
_
2
5
_
1
0
_
2
0
1
C
M
Y
K