Fréttablaðið - 26.10.2019, Page 82

Fréttablaðið - 26.10.2019, Page 82
KOMIN Í BÍÓ MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI FRÁBÆR SKEMMTUN FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA Hú n er með um hún tvö hundruð þúsund fylgjendur á samsfélagsmiðl-inum Instagram. Ása Steinarsdóttir, ljósmyndari og áhrifavaldur, er nýkomin úr tveggja vikna ferða- lagi um Mongólíu, en að hennar sögn er hún að lifa lífinu sem hana alltaf dreymdi um; að fá að ferðast um heiminn. Hún virðist mjög auð- mjúk yfir velgengninni, en talar beint út og er hreinskiptin um það hlutskipti að vera áhrifavaldur. Oft mikil vinna „Ég myndi jú alveg segja að ég flokk- ist sem áhrifavaldur,“ segir Ása sem er meðvituð um þá neikvæðu umræðu sem fylgir oft titlinum. „Ég væri samt ekki að fá öll þessi ótrúlegu tækifæri ef það væri ekki fyrir samfélagsmiðlana. En mér hefur oft fundist gott að kalla mig fyrst og fremst ljósmyndara í þess- um heimi, en eins skrýtið og það er að segja það þá er það smá til að fá meiri virðingu. Að vera stelpa í þess- um heimi og fá öll þessi tækifæri til að vinna með stórum fyrirtækj- unum þá þarf maður smá að grípa í þetta, að ég sé líka ljósmyndari og legg mikla vinnu í það.“ Dugnaður Ásu og ljósmynda- hæfileikar hafa komið henni langt. Henni berst fjöldinn allur af til- boðum um samstarf um allan heim og hefur sú staðreynd hve fær hún er í ljósmyndun haft mikil áhrif þar á. „Svo í bland er þetta líka þetta týpíska samfélagsmiðlalíf, maður auglýsir og margt sem maður setur fram er auðvitað bara markaðssetn- ing en að baki henni liggur oft mikil vinna og allt er útpælt.“ Flestar ferðirnar sem Ása deilir með fylgjendum sínum eru farnar í samstarfi við aðila sem vilja vekja athygli og áhuga á áfangastaðnum. Stundum er hún þó ráðin fyrst og fremst sem ljósmyndari. „Ég hef til að mynda verið að ljós- mynda tónlistarhátíðir. Stundum er þetta líka fyrir vörumerki, eins og mér var boðið í Alpana að mynda fyrir Audi. Mér var boðið í Mong- ólíuferðina fyrst og fremst vegna þess að ég er áhrifavaldur. Þýskur strákur var að stofna fyrirtæki og bauð ellefu öðrum áhrifavöldum til Mongólíu til að vekja athygli á ferð- unum. Hann er sjálfur með stóran fylgjendahóp og er í raun mjög snið- ugur, því hann veit alveg að þetta virkar. Flestir af þeim sem voru með mér í ferðinni eru með fleiri en hálfa milljón fylgjenda. Þannig að saman- lagt er þetta gífurlegur fjöldi fólks sem hann nær til í gegnum það að einstaklingarnir birti myndir úr ferðinni á Instagram.“ Svipar smá til Íslands Hópurinn keyrði í gegnum Mong- ólíu á jeppum en Ása segir nánast enga vegi vera í landinu, þorri keyrslunnar hafi verið utanvegar. „Minn ferill byrjar svolítið á því að ég hef alltaf haft svo ótrúlega mikinn áhuga á því að ferðast. Eftir háskólanám vann ég eins og brjál- æðingur til að geta farið í þrettán mánaða heimsreisu. Þá fór ég meðal annars til Mongólíu, þannig að það er mjög áhugavert að koma þangað aftur fimm árum seinna. Það er mögulega ástæðan fyrir því að hann vissi af mér því að það eru ekki endi- lega margir að deila myndum frá Mongólíu. En þetta hófst sem sagt allt á mínum eigin vegum,“ segir Ása en eins og áður kom fram hefur elja hennar margborgað sig. Ása segir Mongólíu stundum minna hana á Ísland, nema bara hundrað ár aftar í tíma. „Það eru nánast engir vegir eins og ég sagði áður, og ekki góð net- tenging þannig að það var mjög áhugavert að vera í hópi ellefu Auðmjúkur áhrifavaldur Ása hefur alltaf haft brennandi áhuga á því að ferðast. Hún er áhrifavaldur en viðurkennir að hún sé meðvituð um þá neikvæðu ímynd sem fylgir því. Elja hennar og ljósmyndahæfileikar hafa borgað sig, því í dag ferðast hún um allan heim. Ása dvaldi í tvær vikur í Mongólíu með ellefu öðrum áhrifavöldum. Ása segist einstaklega þakklát að fá að upplifa ferðadrauma sína rætast. Ítarlegra viðtal og myndir úr ferðalagi Ásu er að finna á frettabladid.is. áhrifavalda sem höfðu lítinn sem engan aðgang að netinu í tvær vikur. En ég held að það hafi verið okkur líka mjög hollt. Þetta opnaði augu mín fyrir mörgu. Ég grínast stundum í fjölskyldunni minni með að ef ég eignast börn muni ég senda þau til Mongólíu, bara eins og fólk sendi áður börn í sveit,“ segir Ása hlæjandi en bætir svo við: „Þarna sér maður hvernig alvöru líf er, þau lifa ekki af náttúrunni heldur lifa í samlyndi við hana.“ Flestir íbúar landsins búa í tjöldum sem kallast Ger, en það getur verið allt að fjörutíu stiga frost að vetri til í landinu en þegar Ása dvaldi þar var oftast um fimm- tán stiga frost. Á meðan á dvölinni stóð gisti Ása oftast í slíku tjaldi, en þegar hún fór í fyrra skiptið gisti hún stundum undir berum himni. Matarmenningin er gjörólík þeirri íslensku að sögn Ásu. „Þau lifa fyrst og fremst á kjöti og mjólkurvörum, þetta var smá erfitt fyrir mig. Þarna var geitum slátrað nánast fyrir framan mann og öllu skellt í pott, innyflunum líka. Svo var bara sett smá salt og pipar. Eitt skiptið sáum við geit drepna fyrr um daginn og um kvöldið var hún orðin að geitadumplings. Það er svo magnað hvað við erum orðin ótengd náttúrunni að finn- ast svona erfitt að sjá dýr drepið en samt borðum við kjöt. Ég létt- ist alltaf þegar ég fer til Mongólíu,“ segir Ása, sem mælir þó ekki beint með því að fólk skelli sér til landsins einvörðungu til að komast í kjólinn fyrir jólin. steingerdur@frettabladid.is ÞARNA VAR GEITUM SLÁTRAÐ NÁNAST FYRIR FRAMAN MANN OG ÖLLU SKELLT Í POTT, INNYFLUNUM LÍKA. SVO VAR BARA SETT SMÁ SALT OG PIPAR. 2 6 . O K T Ó B E R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R46 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð LÍFIÐ 2 6 -1 0 -2 0 1 9 0 4 :4 1 F B 0 8 8 s _ P 0 8 2 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 7 9 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f F B 0 8 8 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 4 1 6 -C 7 E C 2 4 1 6 -C 6 B 0 2 4 1 6 -C 5 7 4 2 4 1 6 -C 4 3 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 A F B 0 8 8 s _ 2 5 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.