Fréttablaðið - 02.11.2019, Side 2

Fréttablaðið - 02.11.2019, Side 2
Verkurinn er alltaf með mér en ég leyfi honum ekki að ráða neinu. Steingrímur Sævarr Ólafsson, fjölmiðlaráðgjafi Veður Austanátt í dag, víða 5-10 en 10-15 á Suðausturlandi. Dálítil rigning og síðar snjókoma austan til á landinu en þurrt síðdegis. Lengst af bjart- viðri um vestanvert landið. SJÁ SÍÐU 40 Tékkað á Tákni Stytturnar ellefu í listaverkinu Tákni eftir Steinunni Þórarinsdóttur fengu í gærmorgun grænt ljós til vetrardvalar á þaki Arnarhvols, byggingu fjármálaráðuneytisins. Var farið yfir festingarnar því ákveðið hefur verið að þær standi áfram á þakinu í vetur og allt til 1. október á næsta ári. Tákn var hluti verkefnis Listasafns Reykjavíkur um list í almenningsrými og átti í upphafi að vera á Arnarhvoli sumarlangt. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK SAMFÉL AG Steingrímur Sævarr Ólafsson, fjölmiðlaráðgjafi og fyrr- verandi ritstjóri, hefur lifað með höfuðverk í 28 ár. Þann 31. október árið 1991, þegar Steingrímur var 25 ára, lenti hann í hörðum árekstri á gatnamótum Grensásvegar og Miklubrautar og lífið varð ekki samt á eftir. „Ég lenti í þriggja bíla árekstri þar sem tveir bílar sameinuðust um að keyra á mig. Öryggisbeltið tók höggið af fyrri árekstrinum en ekki þeim síðari. Þá kom hnykkur sem leiddi til höfuðverks þetta sama kvöld,“ segir Steingrímur. Samkvæmt dagbókum lögregl- unnar taldist þetta lítill árekstur, en bíllinn gjöreyðilagðist og Stein- grímur þurfti aðhlynningu á sjúkra- húsi. Síðar fékk hann metna örorku upp á fjögur prósent vegna höfuð- verksins sem fylgt hefur allar götur síðan. „Það er lífið fyrir áreksturinn og hausverkurinn eftir hann,“ segir Steingrímur. Þó að verkurinn sé viðvarandi er hann ekki alltaf jafn sterkur. Stein- grímur lýsir þessu eins og svengd, sem sveif last yfir daginn. Hann segir að verstu verkirnir séu eins og mígreni. Hann verði ljósfælinn og þurfi að leggjast út af á meðan þetta gengur yfir. „Stundum átta ég mig ekki á því að verkurinn sé þarna, en hann er alltaf þarna. Ég held að allt venjist og það er hægt að lifa með öllum sársauka, hvort sem hann er líkam- legur eða andlegur,“ segir hann. „Ég er búinn að sætta mig við að verkurinn sé samferðamaður minn í gegnum lífið og þar af leiðandi búinn að venjast honum. Ég læt þetta ekki stjórna mér. Verkurinn er alltaf með mér en ég leyfi honum ekki að ráða neinu.“ Þó að Steingrímur hafi sæst við þessi örlög hefur hann ekki gefist upp á að reyna að minnka eða jafnvel eyða verknum og leyfir sér að vera bjartsýnn um að það takist einhvern tímann. Varla er til sú remedía sem hann hefur ekki reynt. Ótal tegundir nuddmeðferða, sjúkraþjálfun, hnykkingar, jóga, hugleiðsla, nálastungur, heilun, koddar, bakstrar, krem og öll leyfi- leg lyf, bæði náttúrulyf og önnur. Meira að segja áruhreinsun. Steingrímur segir að leitinni að töfralausninni ljúki aldrei en val- kostunum, sem honum hefur verið bent á, fækki með hverju árinu. „Sumt hefur dugað til skamms tíma, sumt virkar alls ekki og ekk- ert hefur virkað til langs tíma,“ segir hann. Aðspurður um hvað hafi virkað best segir hann það vera blönduna af reglulegri hreyfingu og minnkun sykurs í mataræði, en þetta hafi hann uppgötvað fyrir ekki svo löngu. Tilfelli Steingríms er ekki eins- dæmi og er hann í sambandi við fleira fólk sem þjáist af langvarandi höfuðverkjum. „Ég segi ekki að við höfum stofnað samtök en við ræð- umst við, deilum ráðum og berum saman bækur okkar um hvað hafi virkað.“ kristinnhaukur@frettabladid.is Með höfuðverk í 28 ár Steingrímur Sævarr Ólafsson lenti í bílslysi árið 1991 og hefur þjáðst af höfuð- verkjum síðan. Hann leyfir „samferðamanninum“ ekki að stjórna lífi sínu. Steingrímur lenti í afdrifaríkum þriggja bíla árekstri 1991. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Ökuland ehf. Ökuskóli Akstursþjálfun hjá Mercedes-Benz í Þýskalandi fyrir ökumenn og eigendur hópbifreiða sem og aðra áhugasama • Metin til endurmenntunar bílstjóra • Heimsókn í hópbifreiðaverksmiðju • Tæknisafnið í Speyer Fararstjóri: Guðni Sveinn 899 1779 gudni@okuland.is Verð: 185.000.kr. Hægt er að sækja um styrki til ferðarinnar. Nánari upplýsingar um ferðatilhögun: www.okuland.is Skráningu fer að ljúka. 01.-04. des. 2019 DÓMSMÁL Íslenska ríkið nýtur ráð- gjafar norska lögmannsins Thomas Horn vegna Landsréttarmálsins sem er nú til meðferðar hjá yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu. Þetta staðfestir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráð- herra. Greinargerð ríkisins í mál- inu verður send dómstólnum síðar í þessum mánuði. Áslaug segir ekki hafa verið ákveðið hvort Horn muni f lytja málið fyrir Ísland, en munnlegur málf lutningur er fyrirhugaður við dóminn í febrúar á næsta ári, en hann veiti ráðgjöf bæði vegna greinargerðar ríkisins og vegna málflutningsins. Hún áréttar þó að ríkislögmaður hafi forræði í málinu af hálfu ríkisins. Thomas Horn veitti ríkinu einn- ig ráðgjöf eftir að dómur Mannrétt- indadómstólsins var kveðinn upp 12. mars síðastliðinn í aðdraganda þess að ákvörðun var tekin um að vísa málinu til yfirdeildar. Aðeins eitt mál frá Íslandi hefur verið f lutt munnlega við yfirdeild dómsins en það er mál lögmann- anna Gests Jónssonar og Ragnars Hall. Það var f lutt fyrir mánuði í Strassborg og ætla má að nokkrir mánuðir líði áður en dómur í því verður kveðinn upp. – aá Thomas Horn aðstoðar ríkið í Landsréttarmáli Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK HEILSA Mikilvægt er að þeir sem starfa í veitingahúsum, mötu- neytum, verslunum og matvæla- vinnslum forðist að meðhöndla matvæli í tvo sólarhringa eftir að einkenni niðurgangspestar hverfa. Þetta kemur fram í leiðbeiningum sem Matvælastofnun hefur sent frá sér. Tilefni þessa er að nóróveiru- sýkingar hafa verið áberandi að undanförnu. Bent er á að smitleiðir séu margar og veiran geti smitast beint milli manna við snertingu. Algeng smitleið sé mengun mat- væla frá sýktum einstaklingum. Þá segir að helstu einkenni sýk- ingarinnar séu niðurgangur, upp- köst, kviðverkir, beinverkir, höfuð- verkur og vægur hiti. Liðið geti einn til tveir sólarhringar frá smiti þar til einkenna verður vart. Sjúk- dómurinn gengur í langf lestum tilfellum yfir á einum til þremur sólarhringum. – jþ Matur getur borið nórósmit 2 . N Ó V E M B E R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 0 2 -1 1 -2 0 1 9 0 5 :0 7 F B 1 0 4 s _ P 1 0 3 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 9 0 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 4 2 4 -4 A A 4 2 4 2 4 -4 9 6 8 2 4 2 4 -4 8 2 C 2 4 2 4 -4 6 F 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 1 0 4 s _ 1 _ 1 1 _ 2 0 1 9 C M Y K
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.