Fréttablaðið - 02.11.2019, Qupperneq 4
Það er fullkomlega
eðlilegt að við slíkar
aðstæður skapist ákveðin
óánægja. Við höfum fullan
skilning á því og viljum
bregðast við því.
Hanna Sigríður Gunn steins dóttir,
forstjóri Vinnueftirlitsins
Silja Dögg Gunnarsdóttir
þingmaður Fram-
sóknarf lokksins
var formlega
kjörin í emb-
ætti forseta
Norðurlanda-
ráðs á næsta ári
þegar Ísland fer
með formennsku
í ráðinu. Silja kynnti for-
mennskuáætlun Íslands á þingi
Norðurlandaráðs sem fór fram í
Stokkhólmi í vikunni en næsta
þing mun fara fram í Reykjavík.
Atli Rafn Sigurðsson
leikari
sat fyrir héraðs-
dómi þar sem
kveðið var upp
að Borgarleik-
húsi og Kristínu
Eysteinsdóttur
leikhússtjóra
beri að greiða Atla
5,5 milljónir í bætur vegna
uppsagnar hans í desember
2017. Stjórn Leikfélags Reykja-
víkur hefur tekið ákvörðun um
að áfrýja dómnum til Lands-
réttar.
Julia Kuczynska
ofurfyrirsæta
hefur verið
harðlega gagn-
rýnd í pólskum
lífsstílsmiðlum
fyrir að traðka á
íslenskum mosa.
Julia var stödd hér á
landi til að taka upp auglýsingu
fyrir fataframleiðanda, en á
myndunum sem birtast á lífs-
stílsmiðlunum sést hún ásamt
tökuliði sínu fara inn á mosa-
gróin svæði sem afmörkuð eru
með bandi.
Þrjú í fréttum
Forseti,
fyrirsæta og
Héraðsdómur
TÖLUR VIKUNNAR 27.10.2019 TIL 02.11.2019
JEEP® GRAND CHEROKEE
FÁANLEGUR MEÐ 33” EÐA 35” BREYTINGU
®
ALVÖRU JEPPI - ALVÖRU FJÓRHJÓLADRIF
• 3.0L V6 DÍSEL
• 250HÖ / 570 NM TOG
• 8 GÍRA SJÁLFSKIPTING
• LOFTPÚÐAFJÖÐRUN
• LÆSING Í AFTURDRIFI
jeep.is
JEEP® GRAND CHEROKEE VERÐ FRÁ 10.990.000 KR.
UMBOÐSAÐILI JEEP® Á ÍSLANDI • ÍSLENSK-BANDARÍSKA • ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR • S. 534 4433
WWW.ISBAND.IS • ISBAND@ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 10-18 • LAUGARDAGA 12-16
33” BREYTTUR
1,7
prósenta hagvexti
er spáð á næsta
ári samkvæmt
nýrri þjóðhagsspá
Hagstofunnar.
Í vor spáði Hag-
stofan 2,6 pró-
senta hagvexti.
80
starfsmenn KPMG
fengu uppsölu-
og niðurgangs-
pest daginn
fyrir árshátíð
endurskoð-
endafyrir-
tækisins.
48,4
er skattahlutfall
Frakka í pró-
sentum, en þeir
greiða hæstu
skatta í Evrópu.
Ísland situr í 17.
sæti Evrópu-
sambandsins.
83,2
prósent blaða-
manna greiddu
atkvæði með
vinnustöðvun.
Blaðamenn
hafa ekki farið í
verkfall í 40 ár.
183.107
farþegar komu til Íslands með
skemmtiferðaskipum á þessu ári.
Síðasta skip sumarsins sigldi úr
Sundahöfn í vikunni.
VINNUMARKAÐUR Starfsmanna-
velta hjá Vinnueftirlitinu hefur verið
mikil og stofnunin varð í þriðja
neðsta sæti starfsmannakönnunar
meðal stofnana.
Ásmundur Einar Daðason félags-
málaráðherra skipaði Hönnu Sigríði
Gunn steins dótt ur forstjóra Vinnu-
eftirlitsins í lok desember 2018.
Fyrsta starfsár Hönnu hefur
gengið brösulega því mikill órói
hefur verið meðal starfsfólks. Segja
heimildir Fréttablaðsins stjórnunar-
hætti hennar hluta vandans
Hanna vísar því á bug. Ýmsar
nauðsynlega breytingar hafi verið
gerðar á skipulagi.
Sameyki, áður SFR og Starfs-
mannafélag Reykjavíkurborgar,
gerir ár hvert umfangsmikla starfs-
mannakönnun þar sem líðan starfs-
fólks er mæld. Vinnueftirlitið var í
62. sæti árið 2018 en í niðurstöð-
unum í ár var stofnunin dottin niður
í 80. og þriðja neðsta sæti.
„Vinnueftirlitið hefur lengi komið
illa út úr könnun Sameykis. Okkur
þótti því mikilvægt að bregðast
við þeim niðurstöðum með mark-
vissum hætti,“ segir Hanna. Dýpri
könnun hafi sýnt að starfsanda væri
ábótavant.
Voru niðurstöðurnar sláandi.
Um 25 prósent starfsfólks kváðust
hafa upplifað einelti á vinnustað og
20 prósent sögðust hafa upplifað
ofbeldi þar.
„Ég legg áherslu á að við tökum
þessum ábendingum sem fram
koma í könnununum mjög alvarlega
og höfum þegar hafið vinnu við að
betrumbæta þá þætti sem þær tóku
til og fengu slaka útkomu,“ segir
Hanna Sigríður. Meðal annars hafi
verið samþykkt ný viðbragðsáætlun
sem tekur á tilkynningum vegna
slíkra mála.
Þá hafi einnig verið gerður samn-
ingur við sálfræðistofuna Líf og
sál sem er sérhæfð á þessu sviði og
starfsfólki bent á að það geti leitað
þangað. Farið hafi fram samskipta-
vinnustofa og ný mannauðsáætlun
kynnt fyrir starfsmönnum.
Alls hafa ellefu starfsmenn látið af
störfum eða sagt upp það sem af er
ári hjá Vinnueftirlitinu en heildar-
fjöldi starfsmanna hefur verið um
sjötíu manns. Að sögn Hönnu var
gripið til uppsagna vegna halla sem
verið hefur á rekstrinum síðustu ár.
„Það er fullkomlega eðlilegt að
við slíkar aðstæður skapist ákveðin
óánægja. Við höfum fullan skilning
á því og viljum bregðast við því.
Verkefni okkar núna er að bæta
samskiptin og innri upplýsingagjöf
og skapa öfluga liðsheild sem vinnur
vel saman,“ segir forstjórinn.
Kristinn Tómasson, fyrrverandi
læknir Vinnueftirlitsins og stað-
gengill forstjóra, hætti um mitt ár.
Síðan þá hefur enginn læknir starfað
við stofnunina. Lögum samkvæmt á
að starfa þar læknir.
Hanna segir að í nýju skipulagi
sé gert ráð fyrir sérstakri atvinnu-
sjúkdóma- og heilbrigðisdeild í sam-
ræmi við lög. „Það er ekki gert ráð
fyrir öðru en að læknir veiti þess-
ari deild forstöðu. Áður en starfið
verður auglýst þótti ástæða til að
greina nánar hvers konar sérþekk-
ingu þyrfti á að halda innan eftir-
litsins með tilliti til þeirra verkefna
sem gert er ráð fyrir að læknir sinni,“
segir Hanna. bjorn@frettabladid.is
Fjórði hver orðið fyrir einelti í
starfi sínu hjá Vinnueftirlitinu
Niðurstaða könnunar starfsmanna Vinnueftirlitsins bendir til þess að þar sér ekki allt með felldu. Nýr
forstjóri, Hanna Sigríður Gunnsteinsdóttir, gengst við vandamáli með líðan starfsmanna en segir slíkt
ekki vera nýtt af nálinni í stofnuninni. Gripið hafi verið til viðamikilla aðgerða til að laga ástandið.
Fyrsta starfsár nýs forstjóra Vinnueftirlitsins gengur brösulega því órói er meðal starfsfólks. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
2 . N Ó V E M B E R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
0
2
-1
1
-2
0
1
9
0
5
:0
7
F
B
1
0
4
s
_
P
1
0
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
9
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
0
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
1
3
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
4
2
4
-5
E
6
4
2
4
2
4
-5
D
2
8
2
4
2
4
-5
B
E
C
2
4
2
4
-5
A
B
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
B
F
B
1
0
4
s
_
1
_
1
1
_
2
0
1
9
C
M
Y
K