Fréttablaðið - 02.11.2019, Síða 8

Fréttablaðið - 02.11.2019, Síða 8
Það þarf að vera miklu virkara eftirlit til að tryggja að vinnuveitendur fari eftir reglunum. Dovelyn Rannveig Mendoza VINNUMARKAÐUR „Það er mikil- vægt fyrir Ísland að hugsa til langs tíma þegar kemur að innflytjendum og erlendu vinnuaf li. Það verður alltaf þörf fyrir vinnuafl. Það væri kannski góð hugmynd að rifja upp hvernig staðan var hérna snemma á tíunda áratugnum þegar fólk f luttist hingað og aðlagaðist sam- félaginu,“ segir Dovelyn Rannveig Mendoza, sem er sérfræðingur á sviði fólksflutninga. Dovelyn er frá Filippseyjum en bjó og starfaði um tíma á Íslandi. Hún sinnir nú rannsóknum og ráð- gjöf til alþjóðastofnana og stjórn- valda víða um heim. Í gær tók hún þátt í pallborðsumræðum um mál- efni erlends starfsfólks á Íslandi á Þjóðarspegli Háskóla Íslands. Dovelyn býr nú og starfar í Hol- landi en hefur undanfarin ár að mestu verið búsett í Bandaríkj- unum. Hún fylgist þó með málum á Íslandi og þekkir umræðuna um erlent vinnuaf l. Lykilatriði sé góð aðlögun innflytjenda að samfélag- inu. „Hlutirnir eru allt öðruvísi þegar þú aðlagast samfélaginu og ert að vinna við hliðina á heimamönnum. Auðvitað er alltaf hætta á mismun- un í sambandi við laun og ýmislegt f leira en samskipti við heimamenn breyta myndinni töluvert. Þegar fólk einangrast í samfélaginu er það í mjög viðkvæmri stöðu,“ segir Dovelyn. Vandamálin, bæði á Íslandi og víðar, stafi oft af því að þörf hag- kerfisins fyrir vinnuaf l sé oft árs- tíða- eða tímabundin. Þá sé oft um að ræða starfsmenn sem f lytjist tímabundið milli landa og eigi því erfiðara með að aðlagast samfélag- inu. Dovelyn segist oft heyra að vandamálið snúist fyrst og fremst um að erlent starfsfólk þekki ekki réttindi sín. Reynsla hennar bendi hins vegar til þess að oft sé fólk vel meðvitað en sætti sig einfaldlega við vissa mismunun þar sem því bjóðist ekkert betra. „Það er mjög mikilvægt að upp- lýsa fólk um réttindi sín en í sumum geirum er það ekki nóg. Það þarf að vera miklu virkara eftirlit til að tryggja að vinnuveitendur fari eftir reglunum. Það er eitthvað sem stjórnvöld verða á endanum að bera ábyrgð á.“ Dovelyn undirbýr nú nýtt rann- sóknarverkefni sem tengist stöð- unni í Póllandi en þaðan hefur mikið vinnuafl f lust til Íslands og fleiri ríkja í Vestur-Evrópu. „Nú er farið að bera á raunveru- legum skorti á vinnuafli í Póllandi. Þetta hefur leitt til þess að Pólverjar þurfa að sækja sér vinnuaf l, aðal- lega í Suður-Asíu.“ Hún segir hægt að ræða fólks- f lutninga frá ótal hliðum en til- hneigingin sé að einblína á það sem miður fari. „Það er líka fullt af jákvæðum sögum. Ég hef verið að skoða tölfræði frá OECD og f leiri aðilum varðandi Ísland. Staðan hér er nokkuð góð í samanburði við önnur Evrópulönd.“ Þannig sé atvinnuþátttaka inn- f lytjenda mest á Íslandi innan OECD og langtímaatvinnuleysi sama hóps það fimmta minnsta. „Við getum líka skoðað hluti eins og hvort innflytjendur telji að verið sé að brjóta á sér á vinnumarkaði. Á Íslandi telja rúm átta prósent erlends vinnuaf ls að svo sé. Það er lægsta hlutfallið á Norðurlönd- unum.“ sighvatur@frettabladid.is Ekki nóg að upplýsa fólk um réttindi sín Íslendingar þurfa að hugsa til langs tíma þegar kemur að erlendu vinnuafli, segir sérfræðingur á sviði fólksflutninga. Aðlögun sé lykilatriði. Staðan á Ís- landi sé hins vegar að mörgu leyti góð hvað snertir alþjóðlegan samanburð. Dovelyn Rannveig Mendoza segir stöðu erlends verkafólks á Íslandi góða í alþjóðlegum samanburði samkvæmt athugunum. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR S Ö N G L E I K U R I N N 2.000 KR. AFSLÁTTUR Á MATTHILDI EF KEYPT ER Á NETINU. Í tilefni 30 ára afmælis Borgarleikhússins gefum við afmælisgjöf! Sýningar eru um helgar kl. 13. Tilboðið gildir til 15. nóvember. borgarleikhus.is Tryggðu þér miða með því að mynda þetta tákn. VIÐSKIPTI Efnt var til stofnfundar Rússnesk-íslensks viðskiptaráðs í sendiráði Rússlands í gær. Mark- miðið er að styrkja góð tengsl land- anna á sviðum viðskipta, stjórn- mála, menntunar og menningar. Utanríkisráðherra Íslands, Guð- laugur Þór Þórðarson, og sendi- herra Rússlands á Íslandi, Anton V. Vasilíev, tóku þátt í stofnfundinum í gær ásamt stjórn og stofnendum ráðsins. Um fjörutíu fyrirtæki í sjávar- útvegi og sjávarútvegstækni, mat- vælaframleiðslu, nýsköpun og ferðaþjónustu, standa að stofnun ráðsins. Bæði er um að ræða fyrir- tæki með langa viðskiptasögu í Rússlandi sem og fyrirtæki sem eru nú að hasla sér völl í landinu. Í stjórn viðskiptaráðsins eru Ari Edwald, forstjóri MS, Gunn- þór Ingvason, framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar, Tanya Zharov lögfræðingur, Baldvin Johnsen, 3X Skaginn, Bergur Guðmundsson, Marel, Þorvarður Guðlaugsson, Ice- landair, og Natalia Yukhnovskaya, Icelandic Smoked Cod Liver. Sigrún Lilja Guðbjartsdóttir er framkvæmdastjóri ráðsins en hún leiðir alþjóðlegu viðskiptaráðin hjá Viðskiptaráði Íslands. Ari Edwald, nýkjörinn formaður ráðsins, segist finna mikinn áhuga fyrirtækja til samvinnu í mark- aðssókn á rússneska markaði. „Umsvifin eru það mikil að það er full þörf á að styðja við aukin við- skipti ríkjanna. Við vonumst eftir því að að endingu verði viðskiptin enn liprari en þau eru í dag. Vinátta þjóðanna hefur eflst undanfarin ár og áhugi á samstarfstækifærum er meiri en fyrr,“ segir hann. Að sögn Ara verður fyrsti við- burður ráðsins haldinn í Moskvu 26. nóvember þar sem íslensk fyrir- tæki verða kynnt. Viðburðurinn er hluti af dagskrá viðskiptasendi- nefndar sem utanríkisráðherra leiðir í tengslum við opinbera heimsókn til Moskvu í lok þessa mánaðar. david@frettabladid.is Nýtt viðskiptaráð eflir tengsl Rússa og Íslendinga Stjórn Rússnesk-íslenska viðskiptaráðsins með þeim Guð- laugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra og Anton V. Vasilíev, sendiherra Rússlands á Íslandi. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK +PLÚS MENNING Magnús Geir Þórðar son út varps stjóri hefur verið skipaður næsti Þjóð leik hús stjóri og tekur hann við leikhúsinu 1. janúar 2020. Sjö um sækj endur voru um starf- ið. Fram kemur í tilkynningu að Þjóð leik hús ráð hafi veitt um sögn, og sérstök hæfis nefnd mat hæfi um sækj enda. Nefndin taldi fjóra umsækjendur hæfasta. Í kjölfarið boðaði ráðherra þá í viðtal. Magnús Geir stundaði leik- stjórnar nám við Bristol Old Vic Thea ter School og lauk MA-gráðu í leik hús fræðum frá Háskólanum í Wa les. Þá hlaut hann MBA-gráðu frá Há skólanum í Reykja vík. Áður en hann tók við starfi út varps stjóra var hann leik hús stjóri Borgar leik- hússins og þar áður var hann leik- hús stjóri Leik fé lags Akur eyrar. – jþ Magnús Geir verður Þjóðleikhússtjóri í janúar Magnús Geir Þórðar son, verðandi Þjóð- leikhússtjóri. 2 . N Ó V E M B E R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R8 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 0 2 -1 1 -2 0 1 9 0 5 :0 7 F B 1 0 4 s _ P 0 9 7 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 9 6 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 4 2 4 -8 5 E 4 2 4 2 4 -8 4 A 8 2 4 2 4 -8 3 6 C 2 4 2 4 -8 2 3 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 B F B 1 0 4 s _ 1 _ 1 1 _ 2 0 1 9 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.