Fréttablaðið - 02.11.2019, Page 10

Fréttablaðið - 02.11.2019, Page 10
SKIPULAG UM FRAMTÍÐINA samspil skipulags við aðra áætlanagerð um byggð, samgöngur og nýtingu lands SKIPULAGSDAGURINN 2019 haldinn af Skipulagsstofnun í samvinnu við Samband íslenskra sveitarfélaga Skráning og nánari dagskrá er á skipulag.is Stafrænt skipulag Helena Björk Valtýsdóttir, teymisstjóri landupplýsinga á Skipulagsstofnun Gréta Hlín Sveinsdóttir, fagstjóri hjá Eflu Pétur Ingi Haraldsson, skipulagsstjóri Akureyrarbæjar Skipulag í samspili við stefnumótun um heimsmarkmið SÞ Eva Björk Harðardóttir, oddviti Skaftárhrepps Bergljót S. Einarsdóttir, verkefnisstjóri aðalskipulags hjá Kópavogsbæ Skipulag í samspili við áætlanagerð um ferðamál Guðmundur Gunnarsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar Björg Ágústsdóttir, bæjarstjóri Grundarfjarðarbæjar Skipulag um framtíðina umræður með spurningum úr sal Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra Ásdís Hlökk Theodórsdóttir, forstjóri Skipulagsstofnunar Guðjón Bragason, sviðsstjóri hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga Jóhannes Þórðarson, arkitekt Glámu-Kími Jökull Sólberg Auðunsson, ráðgjafi Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar Ráðstefnuslit, léttar veitingar 16.00 Húsið opnar kl 8.15 Dagskrá hefst kl 9.00 Ávarp Guðmundar Inga Guðbrandssonar, umhverfis- og auðlindaráðherra Andri Snær Magnason, rithöfundur slær tóninn fyrir daginn með hugvekju – Um endurhönnun alls Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga Ásdís Hlökk Theodórsdóttir, forstjóri Skipulagsstofnunar Landsskipulagsstefna um loftslag, landslag og lýðheilsu Hrafnhildur Bragadóttir, sviðsstjóri á Skipulagsstofnun Kaffihlé Skipulag í samspili við áætlanagerð um húsnæðis- og samgöngumál Sverrir Bollason, umhverfisverkfræðingur, VSÓ ráðgjöf Kristján Þór Magnússon, sveitarstjóri Norðurþings Hrafnkell Proppé, svæðisskipulagsstjóri á höfuðborgarsvæðinu Árni Freyr Stefánsson, sérfræðingur í samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu Hádegishlé kl 12.00 8. nóvember kl. 9-16 Norðurljósasal Hörpu JÁRNIÐNAÐARMAÐUR Faxaflóahafnir sf óska eftir að ráða járniðnaðarmann til starfa. Starfið felst í vinnu við ýmis viðhaldsverkefni við hafnirnar. Starfsmaðurinn mun hafa starfsstöð í Bækistöð Faxaflóahafna að Fiskislóð 12 í Reykjavík. Umsókn, ásamt ferilskrá sendist til Faxaflóahafna sf., á netfangið olafur@faxafloahafnir.is , eigi síðar en föstudaginn 10. maí n.k. Nánari upplýsingar um starfið gefur Jóhann P. Guðnason yfirverkstjóri í síma 525 8951 Málþing með notendum Faxaflóahafna Fimmtudaginn 7. nóvember 2019, kl. 16:00 í Hörpu Til þess að kynna það sem efst er á baugi hjá Faxaflóahöfnum sf. og fræðast um starfsemina á hafnarsvæðum fyrirtækisins boða Faxaflóahafnir sf. til málþings fimmtudaginn 7. nóvember kl. 16:00, Björtuloft, 5. hæð, Hörpu. Dagskrá málþingsins á að snerta málefni sem flestra á hafnar- svæðum Faxaflóahafna sf. og verður sem hér segir: 16:00 Ávarp formanns Skúli Þór Helgason, stjórnarformaður 16.10 Yfirlit hafnarstjóra um verkefni og framkvæmdir ársins 2020 Gísli Gíslason, hafnarstjóri 16:30 Uppbygging á Austurbakka – skipulag í Örfirisey Hildur Gunnlaugsdóttir, skipulagsfulltrúi 16:45 Rafmagn til skipa – framhald mála Gunnar Tryggvason, aðstoðarhafnarstjóri 17:00 Hátækni vöruhús Innnes Jóhanna Þ. Jónsdóttir, framkvæmdastjóri aðfangakeðju Innness 17:15 Átakið #kvennastarf Jón Hjalti Ásmundsson, skólastjóri Skipstjórnar- og Véltækniskóla Tækniskólans 17:30 Umræður og fyrirspurnir 18:00 Fundarslit Fundarstjóri: Erna Kristjánsdóttir, markaðs- og gæðastjóri Fundurinn er opinn öllum, en þeir sem eru með starfsemi á hafnar svæðum Faxaflóahafna sf. eru sérstaklega hvattir til að mæta. Á fundinum gefst tækifæri til þess að koma með fyrirspurnir og ábendingar um það sem varðar hafnarrekstur, þjónustu og aðstöðu fyrir viðskiptavini. Gísli Gíslason, hafnarstjóri á höfuðborgarsvæðinu til sölu. Upplýsingar gefur Helgi í síma 615 2426. Bakarí kaffihús KJARAMÁL Brúðkaup Fígarós eftir Mozart var sett upp í Íslensku óper- unni í samvinnu við Þjóðleikhúsið. Verkið var frumsýnt í byrjun sept- ember og var gert ráð fyrir sex sýn- ingum auk nokkurra aukasýninga ef undirtektir yrðu góðar. Ef marka má viðtökur áhorf- enda og gagnrýnenda var um vel- heppnaða sýningu að ræða. Svo fór að óperan var sýnd átta sinnum. Síðasta sýningin var 25. október síðastliðinn. Brúðkaup Fígarós er farsakennt verk með alvarlegum undirtón og því má segja að það sé að einhverju leyti kaldhæðnislegt að eftir að hlátrasköllin og gleðin eru hljóðnuð í sal Þjóðleikhússins standi eftir barátta söngvara sýningarinnar fyrir betri kjörum. Laun listamanna sem koma að sýningum sem þessari skiptast í kjör fyrir æfingatíma verksins og greiðslur fyrir hverja sýningu. Telja söngvararnir að mikið álag hafi verið á æfingatíma verksins og því hafi verið brotið á rétti þeirra. Félag íslenskra hljómlistarmanna hafi fyrir þeirra hönd gert kröfu um leiðréttingu á launum fyrir æfinga- tímann en Íslenska óperan hafi ekki fallist á hana. „Við teljum að þessi krafa FÍH sé á misskilningi byggð. Í einfölduðu máli byggir hún á eldri kjarasamn- ingum þegar söngvarar voru fast- ráðnir við Íslensku óperuna sem hefur ekki verið raunin í tvo ára- tugi. Þar er kveðið á um kjör fyrir æfingatíma og síðan sýningar. Krafa FÍH er sú að hækka aðeins launin fyrir æfingatímabilið í takt við þessa samninga en halda sýningar- laununum óbreyttum. Staðreyndin er sú að ef sýningarlaununum yrði breytt í takt við sama samning þá myndu heildarlaun allra lækka,“ segir Steinunn Birna Ragnarsdóttir óperustjóri. Steinunn Birna tekur undir að álagi á æfingartíma verksins hafi verið mjög misskipt. „Það vildi þannig til að Sinfóníuhljómsveit Íslands var í viku tónleikaferða- lagi á meðan á æfingatímanum stóð og því skapaðist mikið álag vissar vikur. Það var auðvitað mjög óheppilegt,“ segir Steinunn Birna. Fullur vilji sé til þess að koma til móts við listamennina með auka- þóknun en það verði að vera innan skynsamlegra marka. „Við höfum lagt fram tilboð um aukaþóknun vegna æfingatíma- bilsins og hækkun sýningarlauna en því verið hafnað. Það er fullur vilji hjá okkur til að setjast niður og komast að samkomulagi. Við teljum hins vegar að forsendur fyrir rekstrinum séu brostnar ef gengið verður að kröfunum að fullu og þær verði viðmiðið varðandi næstu verkefni,“ segir Steinunn Birna. Að sögn Steinunnar Birnu er hún þó bjartsýn á að lausn á deilunni muni nást innan tíðar. Ekki náðist í Gunnar Hrafnsson, formann FÍH, við vinnslu fréttarinnar. bjornth@frettabladid.is Deilt um kaup fyrir Brúðkaup Fígarós Íslenska óperan og söngvarar í Brúðkaupi Fígarós deila um kaup og kjör þótt sýningum á verkinu sé lokið. Steinunn Birna Ragnarsdóttir óperustjóri segist vongóð um lausn á deilunni. Hún sé að einhverju leyti byggð á misskilningi. Frá sýningu á Brúðkaupi Fígarós hjá Íslensku óperunni í Þjóðleikhúsinu. Staðreyndin er sú að ef sýningarlaun- unum yrði breytt í takt við sama samning þá myndu heildarlaun allra lækka. Steinunn Birna Ragnarsdóttir, óperustjóri FJÁRMÁL Í nýrri þjóðhagsspá Hag- stofunnar er gert ráð fyrir 1,7 pró- senta hagvexti á næsta ári. Við gerð fjárlagafrumvarps, sem nú er til meðferðar í fjárlaganefnd, var mið tekið af vorspá Hagstof- unnar þar sem gert var ráð fyrir að hagvöxtur næsta árs yrði 2,6 pró- sent. Búast má því við að laga þurfi frumvarpið að lægri hagvaxtarspá. Fulltrúar Hagstofunnar kynntu nýju spána á fundi fjárlaganefndar í gær. Steinunn Þóra Árnadóttir, þingmaður VG og nefndarmaður í fjárlaganefnd, segir að gera megi ráð fyrir að nefndarmenn meti nú hvaða áhrif lækkuð spá hefur á fjár- lagafrumvarpið. „Við eigum eftir að leggjast yfir þetta og ég reikna með að helgin fari í það hjá hverjum og einum nefndarmanni. Svo mun nefndin skoða hvaða áhrif þetta hefur í framhaldinu,“ segir Steinunn. Þá kemur fram í spá Hagstofunn- Spáir hóflegri hagvexti Steinunn Þóra Árnadóttir. ar að útlit sé fyrir að landsfram- leiðsla dragist saman um 0,2 pró- sent á yfirstandandi ári. Ástæður þess samdráttar megi einkum rekja til minni innlendrar eftirspurnar á árinu og minni útf lutnings en á síðasta ári. – jþ 2 . N Ó V E M B E R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R10 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 0 2 -1 1 -2 0 1 9 0 5 :0 7 F B 1 0 4 s _ P 0 9 8 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 9 5 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 4 2 4 -8 0 F 4 2 4 2 4 -7 F B 8 2 4 2 4 -7 E 7 C 2 4 2 4 -7 D 4 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 A F B 1 0 4 s _ 1 _ 1 1 _ 2 0 1 9 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.