Fréttablaðið - 02.11.2019, Blaðsíða 26
ER ÉG BARA SVONA ÓHEPP-
INN? VANTAR BLAÐSÍÐUR
Í MIG? ER ÉG EKKI NÓGU
GREINDUR? HVAR ER
ÞETTA AÐ KOXA?
Halldór Einarsson a t h a f n a m a ð u r og Magnús Guð-mundsson blaða-maður eru komnir t i l f u nd a r v ið
blaðamann í miðbænum. Á Kaffi-
barnum nánar tiltekið. Kannski
óvanalegur staður fyrir heldri
menn. En Halldór er nú ekkert
venjulegur.
„Gæti nokkur maður, sem hefur
hitt Halldór, gleymt honum?“ spyr
enda Tony Stephens, góður vinur
hans allt frá því forðum daga að
Henson var með búningana fyrir
Aston Villa, í aðfararorðum að
bókinni. Tony fékk seinna stöðu
rekstrarstjóra Wembley og varð
síðar umboðsmaður fyrir fótbolta-
menn á borð við David Beckham og
naut mikillar velgengni.
„Ég myndi lýsa honum sem
manni sem málar eins og Picasso
og syngur eins og Meatloaf (á slæmu
kvöldi),“ segir Tony um vin sinn og
segir hann búa yfir óvanalega miklu
hugrekki og að hann sé duglegur við
að freista þess að láta drauma sína
rætast.
En það rætast auðvitað ekki allir
draumar. Sérstaklega ekki þegar
þeir eru nánast óteljandi. Það er
líklega þess vegna sem ævisaga
Halldórs kallast Stöngin út. Því
sum ævintýri hans hafa mistekist á
ævintýralegan hátt!
Fór til miðils
Hvernig hefur þetta samstarf ykkar
Magnúsar gengið?
„Ég var nú bara að segja við ein-
hvern í morgun að þetta ferðalag
okkar er bara búið að vera skemmti-
legt. Við höfum vitað hvor af öðrum
í gegnum félagið okkar Val og þetta
hefur verið fínt samstarf,“ segir
Halldór sem er mikill Valsari þrátt
fyrir að hafa að mestu alist upp í
Vesturbænum í Reykjavík.
Þannig að þetta eigið þið alla
vega sameiginlegt, að þið eruð báðir
Valsarar? Hvernig kom það til að þú
tókst þetta að þér, Magnús?
„Þegar við hittumst á fyrsta fund-
inum hjá Bjarna útgefanda þá var
hann svona að velta því fyrir sér
hvað væri í þessu eins og maður
segir. Þá sagði Halldór söguna af því
þegar hann varð eiginlega Þýska-
landsmeistari með Ásgeiri Sigur-
vins, mér fannst sú saga óborgan-
leg og ákvað að ég vildi ekki missa
af því að heyra f leiri sögur,“ segir
Magnús.
Í bókinni segir Halldór frá
ýmsum viðskiptum þar sem allt
virtist ætla að ganga upp þar til á
síðustu stundu að eitthvað klikkar.
„Minn vandi í viðskiptum og
ýmsum ævintýrum lífsins er að ég
kemst í dauðafæri en svo klikkar
eitthvað. Benedikt Bachmann,
vinur minn, sagði mér um aldamót-
in að þetta væri bara ekki normalt.
Það þyrfti svör frá handanheimum
og hann vildi að ég færi til miðils.
Þá var Þórhallur miðill aðalmað-
urinn í þessum bransa svo ég dreif
mig til hans. Hann fann engin svör
og sendi mig til annars miðils,“ segir
Halldór og hlær. Og segist meira að
segja hafa farið til annars miðils
daginn eftir sem hafi heldur ekki
séð neitt og þó hafi sú beitt ýmsum
ráðum og einnig dregið fram tarot-
spilin.
„En nei, Hemmi vinur minn var
hins vegar með svarið. Hann heim-
sótti nú handanheima um stund
áður en hann lést. Hann fékk nefni-
lega hjartaáfall og dó í nokkrar
mínútur. Og eftir þá reynslu sagði
hann við mig í hálfkæringi að fólkið
þarna hinum megin hefði sitthvað
við mig og aðra að athuga. Hann
hlustaði oft á sögurnar mínar og
sagðist myndu skrifa ævisögu mína.
Og bókin, það kæmi ekki annað
til greina en að hún ætti að heita:
Stöngin út.
Það skeður ekkert ef maður
reynir ekkert. Við erum svo mis-
jöfn. Ég hef auðvitað í gegnum öll
þessi tækifæri – þá er ég að tala um
þessi stóru tækifæri sem blöstu við
mér – hugsað: Hvað er þetta? Leitin
að svari endaði á því að ég fór til
miðils. Benedikt sagði, Dóri, þetta
er ekkert eðlilegt. Ég þekki Þórhall.
Þú ferð til hans. Þórhallur greyið
komst ekkert áfram. Hvers vegna
er þetta? Er ég bara svona óhepp-
inn? Vantar blaðsíður í mig? Er ég
ekki nógu greindur? Hvar er þetta
að koxa?“
Halldór vísar í vin sinn, Hermann
Gunnarsson heitinn. Þeir voru
nánir og Halldór stóð með honum
í gegnum súrt og sætt.
Hrakfallasögur bindi 1-5
„Halldór metur vináttuna mikils.
Hann er einn vinaræknasti maður
sem ég hef nokkru sinni hitt. En
þessi miðilsfundur sem hann ákvað
að freista þess að fá svör á kom í
kjölfarið á því að hann var búinn að
verða mjög stór í bissness á Íslandi
en það minnkaði svo snarlega.
Ég kemst í
dauðafæri,
svo klikkar
eitthvað
Halldór Einarsson, oft kenndur við Hen-
son, gerir upp litríkt og ævintýralegt líf
sitt í ævisögunni Stöngin út. Magnús Guð-
mundsson blaðamaður skrifaði sögu hans
og segir ferlið hafa verið lærdómsríkt.
Magnús fékk ekki mikinn tíma aflögu með Halldóri því hann vinnur mikið. Þeir hittust klukkan eitt á sunnudögum um nokkurra mánaða skeið. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
Kristjana Björg
Guðbrandsdóttir
kristjana@frettabladid.is
Fyrir daga tölvupóstanna veitti ekki af tveimur símum á skrifstofunni.
2 . N Ó V E M B E R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R26 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
0
2
-1
1
-2
0
1
9
0
5
:0
7
F
B
1
0
4
s
_
P
0
8
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
7
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
2
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
0
4
s
_
P
0
2
6
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
4
2
4
-8
A
D
4
2
4
2
4
-8
9
9
8
2
4
2
4
-8
8
5
C
2
4
2
4
-8
7
2
0
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
8
A
F
B
1
0
4
s
_
1
_
1
1
_
2
0
1
9
C
M
Y
K