Fréttablaðið - 02.11.2019, Síða 34

Fréttablaðið - 02.11.2019, Síða 34
Skagaleikf lokkurinn ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur en söngleikurinn Litla hryllingsbúðin eftir þá Howard Ashman og Alan Menken fór fyrst á fjalirnar í Ameríku árið 1982. Árið 1986 kom síðan út söngvamynd byggð á söngleikn- um sem sló heldur betur í gegn og tryggði honum heimsfrægð og hylli beggja megin Atlantshafsins. Þorsteinn Gíslason, sem leikur blómabúðareigandann Markús Músník, er að taka þátt í upp- færslu hjá Skagaleikf lokknum í fyrsta skipti. „Þetta er mín frum- raun í þessum fræðum. Þegar ég var yngri var ég í fótbolta sem gaf mér ekki tíma til að taka þátt í uppsetningum á leikritum þrátt fyrir áhuga á slíku,“ segir Þor- steinn. „Ég hef verið að spila á gítar og syngja, og fannst alltaf hálfóþægi- legt að koma fram. Því ákvað ég að stíga út fyrir þægindaram- mann og reyna að vinna á sviðs- skrekknum, og hvað er betra en að taka þátt í svona uppsetn- ingu?“ segir Þorsteinn. „Einnig voru móðuramma mín og móðir í Leikfélagi Akraness. Móðursystir mín er Steinunn Jóhannesdóttir leikkona. Því má segja að þetta sé aðeins í blóðinu. Mamma mín hvatti mig til að láta vaða og sagði að ég þyrfti að prófa þetta alla- vega einu sinni.“ Þorsteinn segir að það hafi verið krefjandi á köf lum að finna persónuna Músnik í sér en honum finnst samt mjög gaman að bregða sér í hlutverk búðareigandans. Það skemmtilegasta við það að taka þátt í sýningunni að hans sögn er þó að vinna með öllu hæfileikafólkinu sem nóg er af í þessari uppsetningu. „Það hefur komið mér á óvart hversu miklar æfingar eru á bak við eitt svona verk, hversu marga þarf til að láta svona verk verða að veruleika og hversu margir eru tilbúnir til að fórna tíma sínum í svona uppfærslu,“ segir hann og bætir við að hann mæli svo sannarlega með því að taka þátt í starfi leikfélags. „En ef fjölskylda er til staðar, mæli ég með að reyna að gera þetta í sátt við hana þar sem þetta getur verið mjög tíma- frekt.“ Þorsteinn segist vera bæði spenntur og stressaður fyrir frumsýningunni. „Þetta verður mjög f lott og við erum búin að leggja mikið á okkur. Ég hvet fólk til að kíkja á Skagann og koma á sýninguna.“ Gaman að sjá sýninguna taka á sig mynd Kristján Gauti Karlsson er líka að taka þátt í uppfærslu hjá Skagaleik- f lokknum í fyrsta sinn. „Ég leik tannlækn- inn, sadistann, kvalarann og krípið Brodda Sadó,“ segir Krist- ján. „Ég skal viður- kenna það að ég var nokkuð lengi að ná tengslum við karakterinn, en núna þegar ég er orðinn örugg- ari með mig í hlutverkinu þá finnst mér mjög gaman að leika hann. Broddi gefur sýningunni ákveðið „power“. Hann er kaosið í verkinu, óútreiknanleg fígúra sem maður veit aldrei hvað gerir næst.“ Kristján segir að sér hafi alltaf þótt ótrúlega gaman að koma fram þó hann hafi ekki mikið leikið í gegnum tíðina. „Ég tók þátt í einni nemendasýningu í FVA og þar var núverandi for- maður Skagaleikf lokksins einmitt leikstjóri. Hann hóaði í mig í haust og hvatti mig til að skrá mig á leiklistarnámskeið sem leikf lokkurinn stóð fyrir. Hann hvatti mig síðan til að mæta í prufur fyrir Hryllingsbúðina. Ég skellti mér og komst inn, sem mér þótti mjög ánægjulegt.“ Kristján segir að það hafi verið gaman að sjá sýninguna taka á sig mynd smám saman og tekur undir með Þorsteini að allir sem komi að uppsetningunni séu mikið hæfileikafólk. „Það er gaman að sjá hvernig öllum fer fram með hverri æfingunni og það er líka ánægjulegt að finna sjálfan sig vaxa og verða öruggari í eigin hlutverki eftir því sem líður nær frumsýningu,“ segir Kristján og bætir við að það sé þegar uppselt á frumsýning- una „Og það er kominn smá fiðringur, ég neita því ekki.“ Litla hryllingsbúðin er skopstæling á sci-fi kvik- myndum frá sjötta áratug síðustu aldar enda byggð á einni slíkri frá árinu 1960. Sagan segir af mun- aðarleysingjanum Baldri sem lifir frekar óspenn- andi lífi í skuggahverf- inu Skítþró. Hann vinnur í lítilli blómabúð hjá fóstra sínum Músnik og lætur sig dreyma um framtíð með Auði sem vinnur með honum í búðinni og hann elskar í laumi afar heitt. Blómabúðin er við það að leggja upp laupana þegar Baldri áskotnast framandi planta sem hann nefnir Auði tvö. Eftir því sem plantan vex og dafnar, aukast viðskiptin og Baldur verður sífellt vin- sælli. En ekki er allt gull sem glóir. Ljóð og leiktexti er eftir Howard Ashman en tón- listin er eftir Alan Menken sem hefur samið ófáar perl- urnar fyrir Disney-myndir í gegnum tíðina. Þýðandi óbundins máls er Gísli Rúnar Jónsson en Magnús Þór Jóns- son þýddi bundið mál. Hryllingur á Akranesi Skagaleikflokkurinn frumsýnir Litlu hryllingsbúðina í Bíóhöllinni á Akranesi næsta föstudag. Hópur hæfileikafólks hefur unnið hörðum höndum að því að gera sýninguna sem glæsilegasta. Sandra Guðrún Guðmundsdóttir sandragudrun@frettabladid.is Kristján Gauti Karlsson í hlut- verki tannlæknisins og sadistans Brodda Sadós. Þorsteinn Gíslason leikur blómabúðareig- andann Markús Músník. Það hefur komið mér á óvart hversu miklar æfingar eru á bak við eitt svona verk og hversu margir eru til- búnir að fórna tíma sínum í svona uppfærslu. Þorsteinn Gíslason Mjög bragðgóð súpa sem auðvelt er að matbúa og hentar vel á þessum árs- tíma. Uppskriftin miðast við fjóra til fimm. 4 kjúklingabringur 1 rauður chili-pipar 3 hvítlauksrif ½ dl olía til steikingar 1 dl vatn 4 msk. rautt currypaste 3 dósir kókosmjólk 2 msk. taílensk fiskisósa 3 stilkar sítrónugras Smávegis límónusafi ½ lúka taílenskt basil, ef það fæst 1 lúka ferskar, grænar baunir ½ rauð paprika 1 lúka sveppir 2 eggaldin Skerið kjúklinginn í þunnar sneiðar. Skerið chili og hvítlauk fínt og paprikuna í sneiðar. Gott er að berja aðeins á sítrónugrasið með buff hamri áður en það er skorið niður. Skerið eggaldin í fjóra hluta og sveppina í tvo. Steikið fyrst chili-pipar og hvítlauk í stórum potti, setjið síðan kjúklingabitana. Því næst er vatnið sett út í og currypaste. Þá er kókosmjólk, fiskisósa, límónu- safi og sítrónugras sett saman við og allt látið sjóða í 20 mínútur. Bætið þá sveppum, papriku, eggaldini og baunum saman við. Sjóðið í tíu mínútur og bragð- bætið með salti og pipar eftir smekk. Það er gott að setja dálítið af núðlum saman við. Þetta er nokkuð stór uppskrift en ágætt er að hita súpuna upp daginn eftir, hún er jafnvel betri þá. Einföld taílensk kjúklingasúpa Frábær súpa sem einfalt er að útbúa. OPIÐ ALLAR HELGAR FRÁ KL. 11.00-17.00 KOMDU Í KOLAPORTIÐ D Á S A M L E G D E I L D S A M F É L A G S I N S 30 ÁRA 1989 2019 4 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 . N ÓV E M B E R 2 0 1 9 L AU G A R DAG U R 0 2 -1 1 -2 0 1 9 0 5 :0 7 F B 1 0 4 s _ P 0 7 1 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 4 2 4 -9 9 A 4 2 4 2 4 -9 8 6 8 2 4 2 4 -9 7 2 C 2 4 2 4 -9 5 F 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 1 0 4 s _ 1 _ 1 1 _ 2 0 1 9 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.