Fréttablaðið - 02.11.2019, Side 36

Fréttablaðið - 02.11.2019, Side 36
Samkvæmt nýútkominni doktorsritgerð Norðmanns-ins Carina Ribe Fernee, sem var unnin við háskólann í Agder í Suður-Noregi, getur ný nálgun í geðheilbrigðismeðferð, svokölluð óbyggðameðferð, komið ung- mennum að miklu gagni. Þetta kemur fram í grein sem var unnin í samstarfi við Agder-háskóla og birtist á vef Science Norway. Í Ástralíu, Kanada og Banda- ríkjunum eru náttúra og óbyggðir notuð til að veita meðferð við sál- rænum og félagslegum vandamál- um. Þessi óbyggðameðferð hefur nú verið prófuð og rannsökuð í óbyggðum Noregs í samstarfi við Sørlandet-spítala. Carina fylgdist með tveimur fjórtán manna hópum unglinga á aldrinum 16 til 18 ára sem fengu óbyggðameðferð hjá barna- og unglingageðdeild spítalans. Ungmennin fóru í tvær dags- ferðir og eina þriggja daga helgarferð og svo í dagsferðir í fjórar vikur áður en haldið var í sex daga ferðalag. Að lokum var svo haldin kveðjuathöfn með fjölskyldumeðlimum og aðstand- endum. Enginn þrýstingur í óbyggðum Carina segir það hafa hjálpað ung- mennunum að vera úti í náttúrunni. „Mörg ungmenni sem glíma við erfiðleika eiga erfitt með að fara inn á skrifstofu og tala við sálfræðing í klukkutíma,“ segir Carina. „En með því að eyða tíma í hópi úti í nátt- úrunni fá þau að kynnast sjálfum sér og öðrum á annan hátt en í hefðbundinni meðferð og sjá ólíkar hliðar á sér, hvort sem þeim líkar betur eða verr.“ Mörg ungmennanna sem Carina fylgdist með töluðu um óreiðu í hversdagslífinu og miklar kröfur frá bæði skóla og samfélagsmiðlum um hvernig þau ættu að haga sér og líta út. Ef geðræn eða félagsleg vandamál bætast ofan á þetta getur þrýstingurinn auðveldlega orðið þeim ofviða. „Náttúran getur fangað athyglina á jákvæðan hátt. Í stað þess að stressa sig yfir öllu sem er erfitt í líf- inu einbeittu þau sér frekar að því sem var að gerast í hópnum,“ segir hún. „Ungmennin náðu líka betra sambandi við sjálf sig og þau höfðu tíma til að staldra við og velta lífinu fyrir sér. Þessi meðferð getur líka gagnast þeim sem glíma við félagskvíða,“ segir Carina. „Ungmennin sögðust ekki finna fyrir neinum þrýstingi úti í náttúrunni. Þegar þau sátu saman við varðeldinn var ekki nauðsynlegt að segja mikið. Þau gátu bara verið þau sjálf og þau þorðu miklu frekar að umgangast hvert annað þannig. Við tókum líka eftir því að ung- mennin byrjuðu fyrst að finna til öryggis innan hópsins og svo með tímanum náðu þau meiri tengslum við meðferðaraðila,“ segir Carina. „Meðferðaraðilarnir tóku líka fullan þátt í útivistinni og fyrir vikið kynnast þeir ungmennunum og traust byggist upp á milli þeirra.“ Hópmeðferðinni var svo fylgt eftir með einstaklingsmeðferð með sérfræðingum. Varanlegur ávinningur Ári síðar voru mörg ungmennanna enn að fara út í óbyggðirnar og flest sögðu þau að aðstæður þeirra hefðu batnað, að það væri orðið auðveld- ara fyrir þau að stjórna tilfinningum sínum og að þau þekktu sig betur. Fimm af ungmennunum sem Carina hafði fylgst með hættu í meðferðinni en þau höfðu samt sem áður ávinn- ing af henni. „Flest áttu þau enn erfitt með að fóta sig ári síðar, en þau höfðu öðlast ýmsa nýja og jákvæða inn- sýn sem kemur að gagni síðar á lífsleiðinni,“ segir Carina. Óbyggðameðferðin var upphafið að bataferli flestra ungmennanna og þau tóku við stjórntaumunum í eigin lífi. Þau lærðu að sættast við sjálf sig og aðstæður sínar, tókst að líða betur og lærðu smám saman að höndla hversdagslífið. Ekkert eitt virkar fyrir alla „Meðferð undir berum himni er ekki fyrir alla, en við þurfum að beita ólíkum nálgunum í geðheilbrigðis- meðferð. Sumir njóta náttúrunnar, á meðan til dæmis tónlistarmeðferð eða reglulegir viðtalstímar henta öðrum betur,“ segir Carina. „Það er mikilvægt að þátttakendum bjóðist val, því það er einn mikilvægasti þátturinn í að fólk finni löngun til að taka virkan þátt í meðferðinni og þar hefst batinn.“ Veita meðferð í óbyggðum Meðferð undir berum himni gefur ungmennum hlé frá óreiðukenndum hversdagsleikanum og sífelldum þrýstingi á að afreka og sýna sig. Jákvæð áhrif hennar vara í að minnsta kosti ár. Norsk rannsókn bendir til að meðferð í óbyggðum geti hjálpað ungmenn- um með sálræn eða félagsleg vandamál á ýmsan hátt. NORDICPHOTOS/GETTY Oddur Freyr Þorsteinsson oddurfreyr@frettabladid.is Meðferð undir berum himni er ekki fyrir alla, en við þurfum að beita ólíkum nálgunum í geðheil- brigðismeðferð. Enterosgel er gel til inntöku og er mest notað við meltingarkvillum ýmiss konar en er líka notað til að hjálpa líkamanum að hreinsa áfengi hraðar út sem og útvortis á bólur og exem. Helsta virkni Enterosgel í líkamanum: Hjálpar líkamanum að stöðva niðurgang Dregur úr meltingartruflunum Hraðar hreinsun áfengis úr líkamanum Hjálpar líkamanum að viðhalda og byggja upp heilbrigða þarmaflóru Verndar slímhúð meltingarvegar Enterosgel hentar bæði börnum og fullorðnum Áratuga reynsla og fjöldi rannsókna hafa sýnt fram á einstaka eiginleika Enterosgel FÆST Í MAMMA VEIT BEST, MAMMAVEITBEST.IS, HEILSUHÚSUNUM OG HEILSUTORGI BLÓMAVALS 6 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 2 . N ÓV E M B E R 2 0 1 9 L AU G A R DAG U R 0 2 -1 1 -2 0 1 9 0 5 :0 7 F B 1 0 4 s _ P 0 6 9 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 6 4 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 4 2 4 -A D 6 4 2 4 2 4 -A C 2 8 2 4 2 4 -A A E C 2 4 2 4 -A 9 B 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 1 0 4 s _ 1 _ 1 1 _ 2 0 1 9 C M Y K
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.