Fréttablaðið - 02.11.2019, Side 51

Fréttablaðið - 02.11.2019, Side 51
Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir borgarinnar endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er. Fjármálaráðgjafi Skóla- og frístundasvið Skóla- og frístundasvið Reykjavíkurborgar auglýsir starf fjármálaráðgjafa laust til umsóknar. Leitað er að öflugum og metnaðar- fullum einstaklingi í starf fjármálaráðgjafa leikskóla og grunnskóla. Undir skóla- og frístundasvið heyrir rekstur leikskóla, grunnskóla og frístundamiðstöðva Reykjavíkurborgar, starfsemi Náms flokka Reykjavíkur og skólahljómsveita. Jafnframt greiðir sviðið framlög til sjálfstætt starfandi dagforeldra, leikskóla, grunn skóla og tónlistarskóla og hefur eftirlit með starfsemi þeirra. Skóla- og frístundasvið þjónustar yfir 20 þúsund börn og fjölskyldur þeirra. Heildarumfang rekstrar sviðsins er ríflega 50 milljarðar á ári. Helstu verkefni: • Fjármálaráðgjöf og miðlun fjárhagsupplýsinga til stjórnenda grunnskóla og leikskóla. • Þátttaka í gerð fjárhagsáætlunar fyrir grunnskóla og leikskóla. • Greining á rekstri starfsstöðva skóla- og frístundasviðs. • Samskipti við aðrar þjónustudeildir vegna reksturs grunnskóla og leikskóla. • Almennt fjárhagslegt eftirlit með grunnskólum, leikskólum og öðrum starfsstöðvum skóla- og frístundasviðs. • Þróun og samantekt á lykiltölum fyrir skóla- og frístundasvið. Menntunar- og hæfniskröfur: • Háskólagráða í viðskiptafræði með áherslu á fjármál eða reikningshald. • Meistaragráða er kostur. • Þekking á vinnu við uppgjör og áætlanagerð. • Reynsla af greiningu lykiltalna æskileg. • Skipulagshæfni og öguð vinnubrögð. • Frumkvæði og metnaður til að ná árangri í starfi. • Góð samskiptahæfni. • Góð íslenskukunnátta, ásamt færni til að kynna niðurstöður. • Góð almenn tölvukunnátta, þekking á Unit4 og SAP er kostur. Umsókn fylgi yfirlit yfir nám og fyrri störf og rökstuðningur fyrir hæfni viðkomandi í starfið. Umsóknarfrestur er til og með 17. nóvember 2019. Um laun og starfskjör fer samkvæmt kjarasamningum Reykjavíkurborgar við viðeigandi stéttarfélög. Umsækjendur eru beðnir um að sækja um starfið á heimasíðu Reykjavíkurborgar, www.reykjavik.is/storf Nánari upplýsingar veitir Kristján Gunnarsson, fjármálastjóri, í síma 411-1111. Netfang:kristjan.gunnarsson@reykjavik.is Reykjalundur, endurhæfingarmiðstöð SÍBS. Sími 585 2000 – www.reykjalundur.is Yfirlæknir á geðheilsusviði Staða yfirlæknis á geðheilsusviði Reykjalundar er laus til umsóknar frá og með 1. febrúar 2020 eða samkvæmt nánara samkomulagi. Um fullt starf er að ræða. Gerð er krafa um íslenskt lækningaleyfi og sérfræðiréttindi í geðlækningum eða endurhæfingarlækningum. Laun byggja á kjarasamningi Læknafélags Íslands og fjár- málaráðherra auk samkomulags milli Reykjalundar og starf- andi lækna á Reykjalundi. Upplýsingar um starfið veita Ólafur Þór Ævarsson, framkvæmdastjóri lækninga í síma 585-2000 olafur@reykjalundur.is og Guðbjörg Gunnarsdóttir, mannauðsstjóri í síma 585-2143 gudbjorg@reykjalundur.is Umsóknarfrestur er til 17. nóvember 2019. Umsóknarform og upplýsingar um Reykjalund má finna á heimasíðunni www.reykjalundur.is Á Reykjalundi er unnið í þverfaglegum teymum þar sem áhersla er lögð á skjólstæðingsmiðaða nálgun og heildræna sýn. UPPLÝSINGA- & SKJALASTJÓRI MANNAUÐS- & GÆÐASTJÓRI Markmið starfsins er að stuðla að skilvirkri stjórnun, velferð og árangri mannauðs, sem og stöðugu umbóta- starfi og skilvirku gæðakerfi. MEÐAL HELSTU VERKEFNA ERU + Utanumhald um mannauðsmál, þar með talið ráðningar, framgangsmat, frammistöðumat, starfsmannasamtöl og fræðslumál + Stuðningur og ráðgjöf við stjórnendur og starfsfólk + Gæða- og umbótastarf og umsjón með gæðaúttektum + Utanumhald um reglur og verkferla + Þátttaka í stjórnun, stefnumótun og innleiðingu breytinga og eftirfylgni með framkvæmd stefnu skólans HÆFNISKRÖFUR + Háskólamenntun sem nýtist í starfi + Reynsla af stjórnun og mannauðsmálum + Reynsla af gæðamálum, verklagi, ferlum og umbótastarfi + Reynsla af verkefnastjórnun + Gott vald á rituðu og töluðu máli, bæði íslensku og ensku + Skipulagshæfileikar og áræðni + Frumkvæði og drifkraftur + Framúrskarandi miðlunar- og samskiptahæfileikar Markmið starfsins er að tryggja skilvirka stjórnun upplýsinga, vinnslu þeirra, miðlun og vörslu til hagræðingar fyrir starfsemi skólans og efla hagnýtingu upplýsinga- og miðlunarkerfa. MEÐAL HELSTU VERKEFNA ERU + Að byggja upp samræmt stjórnkerfi gagna fyrir starfsemi skólans + Innleiða stefnu og verklag við meðhöndlun gagna + Uppfylla m.a. kröfur til opinberra skjalasafna og þarfir skólans til hagkvæmni og skilvirkni í rekstri við meðhöndlun upplýsinga + Innleiða rafræna skjalavörslu + Sjá um rekstur upplýsingastjórnkerfis svo og skjalasafn skólans + Ráðgjöf og fræðsla til starfsmanna + Aðstoða við öflun upplýsinga og miðlun + Að vinna með og hagnýta ýmis töluleg gögn er varða starfsemi skólans + Þátttaka í þróun og innleiðingu nýjunga varðandi hagnýtingu upplýsingatækni við kennslu + Sinna ýmsum tilfallandi verkefnum og umbótum er styðja við umgjörð kennslu og rannsókna HÆFNISKRÖFUR + Háskólamenntun sem nýtist í starfi + Góðir stjórnunar- og samskiptahæfileikar mikilvægir + Reynsla af innleiðingu upplýsinga- og skjalastjórnunar og rekstri mikilvæg + Haldgóð reynsla í öflun upplýsinga og miðlun + Gott vald á upplýsingatækni + Frumkvæði og skipulagshæfni + Hæfni til að tileinka sér nýja færni og þekkingu + Gott vald á rituðu og töluðu máli, bæði íslensku og ensku Starfsstöðvar skólans eru á Hvanneyri í Borgarfirði, Keldnaholti í Reykjavík og Reykjum í Ölfusi. Frekari upplýsingar www.lbhi.is/storf og hjá Þórönnu Jónsdóttur, sími 617-9590 vefpóstur: thoranna@lbhi.is Umsóknarfrestur er til 12. nóvember 2019. Sækja má um á www.lbhi.is/storf Umsókn skal fylgja kynningarbréf og ferilskrá. Kronan.is/atvinna KRÓNAN LEITAR AÐ ÖFLUGUM LIÐSFÉLAGA Í STÖÐU SÉRFRÆÐINGS Í VÖRUSTÝRINGU Vörustýring ber ábyrgð á birgðum Krónunnar, allt frá innkaupum til sölu. Verkefni deildarinnar eru fjölbreytt og krefjandi í hröðu og skemmtilegu umhverfi. Leitað er að sjálfstæðum og lausna- miðuðum einstakling. Nánari upplýsingar á: Umsóknarfrestur er til 10. nóvember Er verið að leita að þér? Viðskiptavinir Ráðum fela ráðgjöfum okkar oft að finna starfsmenn án þess að auglýsa stöðuna. Skráðu þig í gagnagrunninn okkar til að tryggja að við finnum þig þegar rétta starfið býðst. ATVINNUAUGLÝSINGAR 15 L AU G A R DAG U R 2 . N ÓV E M B E R 2 0 1 9 0 2 -1 1 -2 0 1 9 0 5 :0 7 F B 1 0 4 s _ P 0 5 9 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 5 4 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 4 6 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 5 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 4 2 4 -B 7 4 4 2 4 2 4 -B 6 0 8 2 4 2 4 -B 4 C C 2 4 2 4 -B 3 9 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 1 0 4 s _ 1 _ 1 1 _ 2 0 1 9 C M Y K
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.