Fréttablaðið - 02.11.2019, Side 98

Fréttablaðið - 02.11.2019, Side 98
Styrkir frá Góða hirðinum Umsóknarfrestur rennur út 24. nóvember Ágóði af sölu nytjahluta í Góða hirðinum rennur til góðra málefna. Styrkirnir eru veittir til líknar- og félagasamtaka og er markmiðið að styðja fólk til sjálfshjálpar. Verkefnin geta t.d. snúist um menntun, endurhæfingu og sjálfsbjörg og er sérstaklega leitast við að styrkir nýtist efnaminni börnum og ungmennum. Nánari upplýsingar er að finna á sorpa.is SJÓNVARP Pabbahelgar Leikstjórn: Nanna Kristín Magnús- dóttir Handrit: Nanna Kristín Magnús- dóttir Aðalhlutverk: Nanna Kristín Magnúsdóttir, Sveinn Ólafur Gunnarsson, Jóhanna Friðrika Sæmundsdóttir Varla þarf að rekja söguþráðinn hingað til í löngu máli þar sem þjóðin hefur ekki enn glatað þeim krúttlega eiginleika og arfi gamalla haftatíma og lögfestra leiðinda að geta sameinast við sjónvarps­ skjáinn í takt við línulega dagskrá. Nokkuð gott á þessum allra síðustu og langverstu tímum efnisveitna og einstaklingsmiðaðrar sjónvarps­ neyslu. Skaupið, Ófærð og nú síðast Pabbahelgar ná enn þessum tökum á þjóðarsálinni þannig að sá sem treystir á plúsa og tímaflakk á ekki séns í dægurþrasinu á Twitter, á kaffistofum og ofan í heitum pott­ um. Gráglettni hversdagsleikans Fyrir þá þrjá sem ætla sér að hám­ glápa á alla þættina sex í einum rykk er þó rétt að halda því hér til haga að Pabbahelgar hverfast um þriggja barna foreldrana Karen og Matta sem geta lítið annað gert en að skilja eftir að hún kemst að fram­ hjáhaldi hans. Upp kemst um kauða þegar Karen sér skilaboð frá viðhaldinu í sím­ anum hans. Alveg átakanlega hall­ ærislegt en samt merkilega algengt og hermt er að karlmönnum sé einmitt einkar hætt við að afhjúpa heimsku sína og óheiðarleika með sínum eigin snjalltækjum. Þetta upphaf á ósköpunum gaf í raun tóninn fyrir framhaldið og strax þarna virtist ljóst að Nanna hefði fundið rétta taktinn fyrir tragikómíska skilnaðarsöguna. Hversdagslegt og ömurlega niður­ drepandi vesen og leiðindi og brest­ ir sem við þekkjum öll eða könn­ umst að minnsta kosti við verða þarna furðulega fyndin í gráma til­ verunnar þannig að maður stendur sig að því að hlæja með hjónum, frekar en að þeim, þar sem þau eru eiginlega bara við. Hvað ef …? Hver hefur ekki klaufast við að markaðssetja sig á Facebook, reyna að sparsla í sjálfsmyndina með róandi tei, maraþonáti á kanil­ snúðum, hætta á íkveikju með þús­ und kertum og sökkva sér í frasa­ banka og niðursuðudósaheimspeki? Að maður tali ekki um þá sársauka­ fullu uppgötvun að djammið er glatað og að líklegra er að verða númer eitt í röðinni í þjónustuveri banka en að upplifa skyndikynni sem skilja eitthvað eftir sig. Hvað ef? En ef? Hvað þá? Þessar spurningar og f leiri eru ofnar fim­ lega saman við skilnaðinn og upp­ gjör hjónanna enda sækja þær óhjákvæmilega á fólk sem stendur frammi fyrir þeirri súru staðreynd að það þurfti miklu minna en dauð­ ann til þess að aðskilja þau. Krónísku mistökin sem eru svo gott sem sammannleg andspænis þessari lífsgátu eru að það er and­ skotanum erfiðara að þora, vilja og geta sagt hug sinn, þora að vera við­ kvæmur og gráta. Gráturinn kemur þó alltaf, fyrr eða síðar, bara ekki alltaf í örmum vinar í búnings­ klefa. Straumhvörf Pabbahelgar og k v ik my ndin Agnes Joy eru tvö nýleg dæmi þar sem konur draga fram ákveðna staðalímynd kvenna og varpa á hana löngu tímabæru ljósi. Karen í Pabbahelgum og Rannveig í Agnes Joy eru mömmur. Þið vitið, þessar mömmur sem ætlast er til að séu alltaf til staðar, viti allt og geti bjargað öllu. Nútímakonur en ekki múmínmömmur sem eru með allar heimsins lausnir í handtöskunni sinni. Meðv irkar, á köf lum jaf n­ vel ofvirkar, taka þær á sig allar þyngstu byrðar fjölskyldulífsins og festast oftar en ekki í því ungar að þurfa að passa upp á að lífið gangi sinn vanagang en fari ekki fjandans til. Þakkirnar eru hins vegar litlar en meira um að þær séu stimplaðar leiðinlegar, afskiptasamar og stjórn­ samar. Nanna Kristín er meiriháttar í hlutverki Karenar í þessari stöðu og spilar á allan tilfinningaskalann um leið og hún kippir áhorfendum fyrirhafnarlítið með sér í þá rússí­ banareið þar sem svo stutt er milli hláturs og gráts að þetta rennur allt saman. Svona eins og í alvörunni. Stóra bomban Heldur hallaði því á Karen í fyrstu lotum skilnaðarbaráttunnar þar sem hún horfði á örugga veröld sína hrynja og upplifði sig smánaða og niðurlægða. Í síðasta þætti, þeim fjórða, snerist taf lið þó við enda sjálfsagt normið að konurnar eru f ljótari að ná vopnum sínum en karlarnir að fatta hvað þeir eru vit­ lausir. Matti er eðlilega kunnuglegri steríótýpa þar sem við karlarnir erum svona gegnumsneitt, einum y­litningi undir, alltaf ósköp keim­ líkir og álíka aumkunarverðir vit­ leysingar. Síðasti þáttur var því ákaf lega mikilvægur fyrir karlmenn og karl­ mennskuna, óháð eiturmagni, þegar sá stórgóði leikari Sveinn Ólafur Gunnarsson sprakk út og Matti bara sprakk. Gríman féll og eftir stóð Matti sem karlinn sem hann er, fullkomlega ólæs á eigin tilfinn­ ingar sem fengu loks óhjákvæmilega og „karlmannlega“ útrás. Eftir stendur Matti væntanlega jafn ringlaður og þótt aðeins tveir þættir séu eftir bendir allt til þess að hrakförum hans sé ekki lokið og þau Karen eigi eftir að greiða úr all­ nokkrum flækjum sem bjóða sem fyrr upp á hláturgrát. Þórarinn Þórarinsson NIÐURSTAÐA: Pabbahelgar eru með því allra besta sem sést hefur í íslensku sjónvarpi undanfarin misseri, eða bara síðan slíkt brölt hófst. Vel skrifuð og leikin tragikómedía sem allir sem tekið hafa þátt í hjónaskilnaði, semsagt allir, geta tengt við. Skilningsríkt skilnaðardrama Skilnaður Karenar og Matta í Pabbahelgum er sýndur í skemmtilega kómísku ljósi þannig að ekki síst þau sem brennd eru af skilnaðartragedíum geta hlegið að þeim, með þeim og um leið að sjálfum sér. Mannbætandi þættir. Nanna Kristín tekur áhorfendur í mikla rússíbanareið um tilfinningaskalann. Þegar staðið er í skilnaði er grátur óhjákvæmilegur og þá er skárra að hafa vinveitta öxl að gráta við heldur en bera harm sinn í einrúmu og hljóði. 2 . N Ó V E M B E R 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R54 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 0 2 -1 1 -2 0 1 9 0 5 :0 7 F B 1 0 4 s _ P 0 9 8 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 9 5 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f F B 1 0 4 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 4 2 4 -8 0 F 4 2 4 2 4 -7 F B 8 2 4 2 4 -7 E 7 C 2 4 2 4 -7 D 4 0 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 A F B 1 0 4 s _ 1 _ 1 1 _ 2 0 1 9 C M Y K
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.