Úti - 15.12.1931, Page 31

Úti - 15.12.1931, Page 31
Ú T I 29 Á FERÐ. EFTIR JÓN HALLGRÍMSSON SKÁTAFORINGJA. Jón Hallgrimsson. Sólin er að hníga til viðar, kvöldhúm- ið er að færast yfir foldina, dalalæða tyllir sjer á liæstn tinda fjallanna, læk- irnir renna suðandi ofan lilíðina. Rödd vorsins seiðir, livislar: Kom þú og njót lífsins frjáls. Hvað er á ferð þarna á veginum? Það færist nær fjöllunum en f jarlægist bæinn. Ellefu skátar á ferð, klyfjaðir ýmsum farangri. Hestarnir þeirra renna áfram — áfram eftir veginum, alla leið að Skátalág. Skátalág, HÚRRA, kveður við um leið og hópurinn nemur staðar, á dálítilli grasigróinni flöt vestan við lækinn, er rennur þar hjá. Djúpá er heiti hans, þótt smár sje. Skátarnir leysa nú farangu-r sinn. Það er fyrsta útilega sumarsins, sem nú er að Iiefjast. Skátarnir ráða sjer varla fyrir fjöri. Þeir eru glaðir yfir komu sumars- ins, þeir eru leystir af dvala vetrarins, rvk, og dægurþrasi bæjarlífsins og' laus- ir við setu á beinhörðum skólabekknum um stund, til þreksöfnunar um sumar- tímann og til að fá notið hollrar hvíld- ar í skauti ættjarðar sinnar. Tjöldin eru reist, hestunum skipulega raðar. Suðuvjelin er tekin til að kveð- ast á við lækinn. Skátarnir komnir til leika. Knötturinn þýtur fram og aftur, allir reyna að vera leiknir með boltann, en það vill ganga upp og ofan, og nú lenti boltinn í læknum, en nær samtímis er hann kominn inn á miðjan völlinn og leikurinn heldur áfram með lífi og fjöri. Nú er kallað til kvöldverðar. Skátarnir koma með nesti sitt og setjast að snæð- ingi og drekka sjóðandi heitt kakaó. Meðan á borðlialdinu stendur er ýmis- legt skemtilegt á dagskrá úr daglega lif- inu, er allir geta hlegið að. Er skátarnir hafa matast, er tekið til í Skátalág. að koma farangrinum og sjálfum sjer fyrir í tjöldunum. Það gengur ágætlega og senn eru allir lagstir i hvílupoka sína. Nú her margt skemtilegt á góma, sagðar sögur, skrítlur og sungin kvæði. Síðan hjóða allir góða nótt. Er þá hljótt í tjöld- unum.Svefndísin kveður okkur Ijóð vors- ins í næturkyrðinni. Þau ljóð eru fögur.

x

Úti

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úti
https://timarit.is/publication/1404

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.