Úti - 15.12.1936, Blaðsíða 6

Úti - 15.12.1936, Blaðsíða 6
6 UTI Dr. Vilhjálmur Stefánsson Frásagnir úr ferðalögum hans með inngangsorðum eftir hann sjálfan Ritstjóri Drengjablaðsins „Úti“ segist liafa í hyggju að láta þýða og nota kafla úr bókum mínum, er lýsa lífinu á norðurvegum. Ef þeir þýða það, sem jeg hefi ritað um ferðalög, og sjerstaklega um það, bvernig Iiægt er að sjá sjer borgið og láta sjer líða vel, þótt maður lendi í stór- liríð, þá skyldu íslensku skátarnir vel minnast þess, að þær aðferðir, sem vjer höfum lært af Eskimóum og reynast svo vel í ákafiega köldu veðri, eiga margar bverjar ekki við í íslenskum stórhríðum, af því að frostið er oft miklu minna en svo, að Eskimóaaðferðin eigi við. Snjóhús Eskimóa er ein af undursamlegustu og nytsömustu ui>p- fyndingum mannkynsins. En snjór verður ekki hentugur til húsgerðar nema hvass vindur hafi blásið honum saman í skafla í svo miklu frosti, að hann sje alveg þur. Ef hægt er að finna hentugan snjó og menn kunna að gera snjóhús (eins og lýst er annaðhvort í bók minni ,„Veiðimenn á Norðurvegum“ eða í „Hin vinalegu heimskautalönd“), þá má auðvitað bafast við í því fáeinar klukkustundir eða jafnvel einn eða tvo daga, í veðri sem er aðeins lítið fyrir neðan frostmark. En manni getur ekki liðið eins vel og lýst er í bókum mínum, nema frostið sje 20° eða meira. Þá má nota lampa eða önnur hitunartæki til að halda snjóhúsum hlýj- um og þurrum. Kuldinn að utan hindrar þá, að snjórinn bráðni af bit- anum innan að. En ísland er nálægt Grænlandi, og ef til vill geta nú einhverjir skátar á aldrinum 18 til 25 ára fengið tækifæri til að fara og kynna sjer Grænland, eins og enskir drengir gera, en þeir koma venjulega frá mentaskólum eða liáskólum á Englandi. Ef svo færi, og sjerstaklega, ef þeir ætla að vera heilan vetur á Grænlandi, þá ættu þeir, áður en þeir fara, að kynna sjer vel þær bækur, er lýsa því, hvernig Eskimóar fara öruggir ferða sinna og láta sjer líða vel i köldu veðri. Vilhjálmur Stefánsson. Vilhjálmur Stefánsson er frægasti ferðalangurinn, sem nú er uppi. Ekki fyr- ir það, að hann hafi sett eiginleg met á íþróttamannavísu, nje heldur að hann hafi liðið þær hörmungar, sem vakið haf i eftirtekt heimsins. Þvert á móti. Frægð sina hefir hann unnið fyrir það, að hafa kunnað að laga sig svo eftir aðstæðunum, að hafa eiginlega aldrei komist í hann krappan á öllum sínum ferðalögum, hvoíki hann sjálfur nje menn hans. Vilhjálmur Stefánsson hefir farið 3 ferðir norður að íshafsströndum Kanada og dvalið þar samtals 10 vetra og 13 sumur. Hann telur sjálfur að tilviljun ein hafi ráðið því, að hann fór að semja sig svo að háttum Eskimóa, sem hann gerði. Hann ræður sig í leiðangur norður að

x

Úti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úti
https://timarit.is/publication/1404

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.