Úti - 15.12.1936, Blaðsíða 33
ÚTI
33
Væringjavika
Skátafjelagið Væringjar verður 25 ára gamalt 1. sumard. 1938.
Stjórn fjelagsins liefir ráðgert ýmisl. um, livernig þessa afmælis yrði
best minst, og fer hjer á eftir nánari frásögn um það, eftir ritara stjórn-
arinnar, Leif Guðmundsson.
Elsta skátafjelag'ið á íslandi, verður
25 ára fyrsta sumardag 1938. Sama ár
eru liðin 30 ár frá því að fyrstu skáta-
flokkarnir voru stofnaðir í Englandi,
svo sjá má að skátahreyfingin hefir
borist furðu fljótt liingað til lands.
Undanfarin ár hafa skátar hinna ýmsu
landa heims verið að halda upp á 25 ára
aímæli sín, og er nú röðin brátt komin
að okkur íslensku skátunum.
Væringjarnir í Reykjavík hafa þegar
að nokkru hug'sað sjer, hvernig þeir í að-
aldráttum vilja minnast 25 ára starfs.
Sumardagurinn fyrsti 1938, verður auð-
vitað aðalhátíðisdagurinn, en sá dagur
verður byrjun á „Væringjaviku“ i
Revkjavik. Opnuð verður skátasýning í
yikutíma. I sýningunni munu allar skáta-
sveitir landsins taka þátt, eða það vona
Væringjarnir. Þar verða sýndir munir, er
skátar hinna ýmsu skátasveita landsins
hafa búið til. Þar verða einnig sýnd
skátablöð og' bækur frá hinum ýmsu
löndum heimsins. Sýnt verður á hvern
hátt skátar starfa, allskonar útileguút-
búnaður sýndur og fl. í sambandi við
sýninguna sje haldin basar. Áður en sýni-
ingin hefst ganga skátasveitir bæjarins
fylktu liði um götur borgarinnar til þess
að vekja athygli fólks á sýningunni. Um
kveldið hlýða skátar messu í dómkirkj-
unni. Að öðru leyti fer „Væringjavikan“
þannig fram: Haldin verður skemtun fyr-
ir alla skáta í bænum. Samkoma verður
baldin fyrir foreldra skátanna, þar sem
þeir g'eta kynt sjer á bvern hátt skátarnir
starfa. Haldin sje kvikmyndasýning, er
sýni skátalíf hjer og' erlendis. Utbreiðslu-
fundur sje haldin fyrir dreng'i, sem ekki
eru skátar. Stór hópsýning fer fram, þar
sem sýndar verða allskonar skátaíþróttir,
og að lokum útvarpskvöld, er skátar
standa að.
Um sumarið hafa Væringjar hug á, að
lialda skátamót með þátttöku, sem flestra
skáta landsins. Á mót þetta munu þeir
einnig bjóða erlendum skátum, frá Norð-
urlöndum og Englandi. Undirbúningur
undir þáttöku erlendra skáta í mótinu
mun verða hafin á Jamboree í Hollandi
næsta sumar. I sambandi við 25 ára af-
mælið munu Væringjarnir gefa út vand-
að minningarrit.
Jeg hefi nú lauslega getið þess, hvernig
Væringjarnir vilja minnast 25 ára afmæl-
is síns, þó að vísu sje ekkert endanlega
ákveðið enn um alla tilhögun, en þeir
vænta þess, að B. í. S. ásamt skáta-
fjelögum landsins styðji þá með allan
undirbúning, svo þessi merki viðburður
í sögu íslenskra skáta geti orðið til sem
mestrar eflingar skátahreyfingunni lijer
á landi.
Leifiir Guðnumdsson.
Á barmi gamlaGeysis