Úti - 15.12.1936, Blaðsíða 13

Úti - 15.12.1936, Blaðsíða 13
ÚTI 13 ÆskmmiiMitagar Drengjablaðinu „Úti“ hefir hlotnast sú ánægja að mega birta kafla úr endurminningum hr. A. V. Tuliniusar skátahöfðingja. Frásagnir þær, sem hjer birtast, eru um tvær ferðir er hann fór frá Reykjavík til Eskifjarðar, þegar hann var í skóla. Drengjum nú á tímum, mun þykja einkennilegt að lesa um hina miklu hafísa, sem árlega teftu sjóferðalög lijer kringum land i þá daga og orsökuðu oft mikla hrakninga, jafnvel lil annara landa. Um vorið 1882 fjekk jeg' mjer far með s.s. „Valdemar“, sem fór frá Revkjavík suður fyrir land, en koma átti við á Aust- urlandi. Hafísinn lá við alt Norðurland og eitthvað austur fyrir Langanes, en |)ótt mikill ís væri fyrir norðurlandi vissi maður ekki hve langt austur á bóginn hann næði við Austurlandið. Með skip- inu voru margir farþegar, innlendir og útlendir. Alt gekk vel, þar til við kom- um nálægt Skrúðnum út af Fáskrúðs- firði, að við fyrst urðum varir við ís. Með „Valdemar“ voru einnig færeyskir fiski- menn með báta sína, er áttu að fara á Eskifjörð m. a. til föður míns. Jeg fór fram á það við skipstjórann á skip- inu, að hann lejdði okkur að láta setja út færeysku bátana undan Vattarnesi og var ætlunin að fara þar í land, þvi þá vornm við sama sem komnir heim. GREIN DR. VILHJÁLMS STEFÁNSSONAR. Eins og sjá má á inngangsorðum Dr. Vilhjálms Stefánssonar fyrir þessari grein, hefir hann veitt Úti levfi til þess að þýða og nota kafla úr hókum sínum. Rlaðið snjeri sjer til hr. Ársæls Árnason- ar, sem er mjög vel kunnugur ritverkum Dr. Vilhjálms ,og bað hann að þýða kafla úr bókum hans eða rita vfirlitsgrein um störf hans. Tók Ársæll þann kostinn að rita yfirlitsgrein og kunnum vjer honum hestu þakkir fvrir liina ágætu frásögn. Ritstj. Hann kvaðst þó ekki leyfa það, fyr en við værum komnir á Seyðisfjörð. En það fór öðrnvisi en ætlað var, því þeg- ar kom nærri Dalatanga, lentum við í jaðri íssins og flýttum okkur að komast út úr honum aftur. Hjeldum svo suður með landi; en hvergi fengum við að seija út hátana, og háðum við þó um það við Skrúð, Papey og undan Papós. ísinn var á svo hraðri ferð suður með landi, að eig'i var vogandi að levía til lands á skip- inu, til þess að verða ekki lokaður inni. Afleiðingin varð sú, að við snjerum aft- ur til Reykjavikur.

x

Úti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úti
https://timarit.is/publication/1404

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.