Skessuhorn


Skessuhorn - 28.01.2015, Blaðsíða 2

Skessuhorn - 28.01.2015, Blaðsíða 2
2 MIÐVIKUDAGUR 28. JANÚAR 2015 FVA mætir Flensborg í kvöld AKRANES: Lið Fjölbrauta­ skóla Vesturlands er kom­ ið áfram í átta liða úrslit í spurningakeppninni Gettu bet­ ur. Þau Anna Eze, Elmar Gísli Gíslason og Jón Hjörvar Val­ garðsson mæta því liði Flens­ borgarskólans í Hafnarfirði í sjónvarpssal í kvöld, miðviku­ dag klukkan 20. Lið FVA er eina lið Vesturlands sem tek­ ur þátt í þriðju umferðinni en lið Kvennaskólans hafði bet­ ur gegn Fjölbrautaskóla Snæ­ fellinga með 27 stigum gegn 9 og sló Snæfellingana þar með úr keppni í síðustu viku. Spyr­ ill í Gettu betur er Björn Bragi Arnarson, spurningahöfundar eru þau Björn Teitsson, Mar­ grét Erla Maack og Steinþór Helgi Arnsteinsson, sem jafn­ framt eru dómarar í keppn­ inni. –grþ Vilja auka veg rúningskeppni DALIR: Félag sauðfjárbænda í Dalasýslu (FSD) hefur stað­ ið fyrir öflugu félagslífi og hefur Haustfagnaður FSD með hrútasýningum og til­ heyrandi vakið athygli og frá honum greint í Skessuhorni. Stöðugt fleiri sækja þann við­ burð. Einn af forsprökkum í þeim félagsskap, Guðmundur Gunnarsson á Kjarlaksvöllum í Saurbæ, segir að nú séu hug­ myndir uppi um að efla þenn­ an viðburð enn frekar. Í viðtali við Bændablaðið segir Guð­ mundur: „Okkur langar til að útvíkka þetta meira með því að það verði haldnar rúnings­ keppnir í hverju héraði fyr­ ir sig og síðan komi þeir bestu saman í Dölunum og keppi þar um sjálfan Íslandsmeistaratit­ ilinn,“ segir hann. Vísar Guð­ mundur þar til álíka viðburða erlendis þar sem settar séu upp viðamiklar sýningar á keppnis­ stöðunum. Nánar er fjallað um málið í Bændablaðinu. –mm Ráðið í starf skrifstofumanns SKORRADALUR: Birgitta Sigþórsdóttir viðskiptafræð­ ingur hefur verið ráðin í nýtt skrifstofustarf í Skorradals­ hreppi. Starfið var auglýst seint á síðasta ári og bárust alls sjö umsóknir. Að sögn Árna Hjör­ leifssonar, oddvita Skorradals­ hrepps, er starfið skráð sem skrifstofustarf en er í mótun og því liggur starfslýsing ekki al­ veg fyrir. Birgitta mun þó með­ al annars sjá um að þjónusta íbúa og sumarbústaðaeigendur í hreppnum og annast almenn­ an rekstur skrifstofunnar ásamt öðrum tilfallandi verkefnum. Birgitta mun verða með starfs­ aðstöðu á Hvanneyri, ásamt bygginga­ og skipulagsfulltrúa Skorradalshrepps þar sem net­ samband í Skorradal þykir ekki nægilega gott til að hægt sé að halda úti skrifstofu í hreppn­ um. –grþ Nú þegar tími þorrablótanna er runninn upp er einnig kominn tími spilavista sem haldnar eru vítt og breitt um Vesturland, eins og sjá má á viðburðartalinu „Á döfinni“ í Skessuhorni og á vefnum. Spáð er norðanátt næstu daga og frosti. Strekkingur verði á fimmtu- dag en síðan lægir. Harðnandi frost þegar líður að helgi. Snjókoma og él norðan- og austantil á landinu en yfirleitt úrkomulítið og bjart syðra. Á sunnudag og mánudag er áfram útlit fyrir norðlæga eða breytilega átt og víða él. Kalt í veðri. Í síðustu viku var spurt á vef Skessu- horns; hvaða þorramat fólki líkaði best við. Margir valmöguleikar voru þar í boði og tæplega fjórðungur, eða 23%, sögðu að allt væri gott sem á þorrahlaðborðunum væri. Í vinsældaröð fékk hákarl mest vægi, þá súr hvalur og hangikjöt, harðfisk- ur, súrir pungar, saltkjöt, súr sviða- sulta, ný svið, ný sviðasulta, bringu- kollar, lundabaggar , nýtt slátur og loks rak súrt slátur restina. Ánægju- legt er að sjá að einungis 2,77% sögðu allan þennan mat ómeti. Í þessari viku er spurt: Hvernig líst þér á kröfugerð í samfloti ASÍ? Snjóruðningsmenn hafa í næg horn að líta þessa dagana. Bæði innan þéttbýlis sem utan. Víða hafa þeir staðið sig með ágætum eins og fram hefur komið í fréttum Skessu- horns. Þeir eru Vestlendingar vik- unnar að þessu sinni. Til minnis Veðurhorfur Spurning vikunnar Vestlendingur vikunnar HB Grandi kaupir kælibúnað og flutningakerfi í þrjú ný skip Skaginn og 3X Technology gera tæplega 1.200 milljóna króna sölusamninga Samningar voru á föstudaginn undir ritaðir á milli HB Granda og Skagans á Akranesi og 3X Techno­ logy á Ísafirði um nýjan og bylting­ arkenndan vinnslu­ og lestarbúnað í skipin Engey RE, Akurey AK og Viðey RE, nýja ísfisktogara félagsins sem verða smíðaðir á næstu misser­ um í Tyrklandi. Samningarnir byggja á þróunarsamstarfi HB Granda við félögin á undanförnum árum og eru tveir. Annars vegar eru þeir um búnað á vinnsludekki og hins veg­ ar um sjálfvirkt flutningakerfi á kör­ um. Verðmæti samningana er um 1.190 milljónir króna. Tækni þessi og búnaður byggir á rannsóknum, hönnun og þróun búnaðar á vinnslu­ dekki og í lest með það að markmiði að auka verulega nýtingu og gæði fisks, ásamt því að lágmarka kostn­ að og bæta vinnuaðstöðu sjómanna. Búnaður á vinnsludekki er jafnframt hannaður þannig að sérstök áhersla er lögð á aðstöðu til nýtingar slógs, lifrar og hrogna. Búnaður á vinnsludekki Á vinnsludekk skipanna verður kom­ ið fyrir afkastamiklum búnaði til blóðgunar­ og slægingar sem tryggja á bætta meðhöndlun fisks. Mynd­ greiningartækni sem tegundagreinir og stærðarflokkar fisk með sjálfvirk­ um hætti, tveggja þrepa Rotex blæð­ ingarferli sem tryggir rétta blæð­ ingu og eykur gæði og tveggja þrepa Rotex kæliferli sem hægir á dauða­ stirðnun mun tryggja betri og lengri ferskleika fisks. Þá er um að ræða sjálfvirka stærðarflokkun og Rotex kæliferli fyrir karfa. Meðhöndlun og kæling á hrognum, lifur og slógi verður framkvæmd í Rotex kæliferl­ inu. Röðun og frágangur fisksins í kör mun fara fram á vinnsludekki. Sjálfvirkt flutningakerfi kara Nýtt og byltingarkennt sjálfvirkt flutningakerfi kara mun gjörbreyta meðhöndlun afla og bæta aðbún­ að og vinnulag sjómanna um borð í skipunum. Lausnin er samstarfs­ og þróunarverkefni fyrirtækjanna og er útfærð með tæknimönnum HB Granda og Nautic, hönnuðar skip­ anna. Helstu kostir flutningakerfis­ ins eru þeir að um mannlaust lestar­ kerfi er að ræða. Sjálfvirkur flutning­ ur tómra kara er upp úr lest skips­ ins og röðun og frágangur fisks mun fara fram á vinnsludekki. Karastöflun og flutningur frá vinnsludekki niður í lest verður sjálfvirkur sem og lager­ kerfi í lest. Lestun og losun skipsins verður auk þess sjálfvirk. Hafin smíði frumgerðar Í kjölfar samningsins mun þegar hefjast smíði á frumgerð flutninga­ kerfisins og mun tíminn fram að af­ hendingu fyrsta togarans nýttur í að reyna kerfið í aðstöðu Skagans á Akranesi. Fyrsti ísfisktogarinn, Eng­ ey RE, er væntanlegur til landsins síðla sumars 2016. „Að HB Grandi velji okkar metn­ aðarfullu og um margt byltingar­ kenndu lausnir í ný skip sín er mik­ il viðurkenning á nýsköpun og þró­ unarstarfi okkar á síðustu misserum. Við höfum í gegnum tíðina átt farsæl samskipti við starfsfólk HB Granda, m.a. í okkar þróunarvinnu. Það sam­ starf er staðfest með þessum samn­ ingi. Við erum að gera eitthvað rétt,“ segir Ingólfur Árnason framkvæmda­ stjóri Skagans / 3X Technology. „Undirbúningur þessa verkefnis var unninn af stýrihópi HB Granda á mjög faglegan og farsælan hátt. Ár­ angurinn skilar sér í þessum samn­ ingum og er í takt við metnaðarfulla endurnýjun flota okkar. Aukin gæði, lægri rekstrarkostnaður og umfram allt bætt vinnuaðstaða og aðbúnað­ ur sjómanna eru okkar leiðarljós við smíði nýju skipanna,“ segir Vilhjálm­ ur Vilhjálmsson forstjóri HB Granda í tilefni þessara samninga um búnað­ arkaup í nýju skipin. mm Ingólfur Árnason framkvæmdastjóri Skagans / 3X Technology, Vilhjálmur Vil- hjálmsson forstjóri HB Granda og Albert Högnason þróunarstjóri Skagans / 3X Technology við undirskrift samninga. Hluti kælibúnaðar sem nú er verið að setja um borð í Málmey SK. Sá búnaður er sambærilegur þeim sem fara í þrjá nýja togara HB Granda. Sagt er ítarlega frá því verkefni í Sjónvarpi Skessuhorns á ÍNN, þætti sem frum- sýndur er í kvöld, miðvikudag, klukkan 21:30. Síldarveislunni lokið hjá fuglum Snæfellsness Mikil fjölgun fugla á norðan­ verðu Snæfellsnesi undanfarin misseri í kjölfar þess að íslenska sumargotssíldin kaus sér vetur­ setu í Kolgrafafirði er nú gengin til baka. Fjöldi fugla er nú svipað­ ur og hann var árin 2009 og 2010. Þetta eru helstu niðurstöður ár­ legrar fuglatalningar Náttúrustofu Vesturlands, Rannsóknaseturs Há­ skóla Íslands og fuglaáhugamanna á vetrarfuglum sem dvelja á norð­ anverður Snæfellsnesi. Talningun­ um lauk í síðustu viku. „Þessi niðurstaða staðfestir það að síldin hafi einungis í óveruleg­ um mæli gengið inn á Kolgrafa­ fjörð í fyrrahaust og að þar sé svo gott sem engin síld í dag. Það er þó talsvert líf þarna. Mikið af skörf­ um og selum og háhyrningarnir hafa látið sjá sig. Þeir eru þó miklu færri en þeir voru,“ segir Róbert Arnar Stefánsson hjá Náttúrustofu Vesturlands. Þrátt fyrir að lífríkið sé ekki jafn fjörugt og þegar síldin var til staðar þá eimir enn eftir af áhrifum hennar á fuglalífið. Mun meira er enn af fuglum á norðan­ verðu Snæfellsnesi en áður en síld­ argöngurnar hófust árið 2006. Síðustu sex ár hafa sést 33­39 fuglategundir í talningunni á Snæ­ fellsnesi. Fæstar voru þær 2009 og flestar 2011. Núna sást til 35 fugla­ tegunda. Óvenjulega margir fýlar, skarfar, urtendur, rauðhöfðaendur, gulendur og tjaldar sáust í þetta sinn en fáir svartbakar, hvítmáfar, starar og straumendur. mþh Súlur í veiðihug yfir Kolgrafafirði í febrúar á síðasta ári. Þeim hefur fækkað nú enda síldin svo gott sem hætt vetursetu í firðinum. Fjögurra ára fangelsi fyrir líkamsárás í Grundarfirði Í desember féll héraðsdómur í máli vegna alvarlegrar líkams­ árásar í Grundarfirði síðast­ liðið sumar. Voru Reynir Þór Jónsson og Carsten Staffelde dæmdir í fjögurra ára fangelsi og þeim gert að greiða eina og hálfa milljón króna í miskabæt­ ur og allan sakarkostnað. Þeim var gefið að sök að hafa ráð­ ist á íslenskan karlmann á þrí­ tugsaldri 17. júlí síðastliðinn á hafnarsvæðinu í Grundarfirði. Báðir neituðu sök í málinu en myndbands­ upptaka sem náðist af árásinni stað­ festir hluta hennar. Dómnum hafa þeir áfrýjað til Hæstaréttar. Reynir og Carsten voru skipverj­ ar á skipinu Baldvini NC 100 sem landað hafði í Grundarfirði fyrr um daginn. Um kvöldið fóru flestir skip­ verjarnir á veitingastaðinn Rúben og fengu sér bjór og pizzu. Fórn­ arlambið var einnig á fyrrnefndum veitingastað. Eftir að veitingastaðn­ um var lokað kom til deilna milli Reynis og brotaþolans. Seinna um nóttina gengu Reynir og Carsten á eftir manninum á bryggjunni í Grundarfirði og til einhverra orðaskipta kom. Í kjölfar þeirra upphófust slags­ mál sem stóðu einungis yfir í nokkrar mínútur. Það var þó nógu langur tími til að maður­ inn missti meðvitund og hlaut lífshættulega höfuðáverka sem leiddu til heilaskaða. Áverkar hans leiddu til verulegrar skerðing­ ar á minni, skertrar hæfni til skiln­ ings og tjáningar, auk minni máttar og skertrar líkamlegrar hreyfigetu. Læknar telja litlar líkur á að hann nái sér nokkurn tímann að fullu. grþ Talningarsvæðin á norðanverðu Snæfellsnesi. Að þessu sinni var talið á 15 svæðum allt frá Hellissandi í vestri að Álftafirði í austri.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.