Skessuhorn


Skessuhorn - 28.01.2015, Blaðsíða 27

Skessuhorn - 28.01.2015, Blaðsíða 27
27MIÐVIKUDAGUR 28. JANÚAR 2015 Eimskip | Korngörðum 2 | 104 Reykjavík | Sími 525 7000 | www.ebox.is eBOX er ný, þægileg og einföld lausn til að flytja minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Á ebox.is er reiknivél sem segir þér á augabragði hver flutningskostnaðurinn er. Traust og áreiðanlegt leiðakerfi Eimskips á Norður-Atlantshafi tryggir að sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt. auðveldar smásendingar Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR ������� ��������� � e���.�� F ÍT O N / S ÍA Snæfellskonur gerðu góða ferð á Hlíðarenda í Reykjavík síðastlið­ ið miðvikudagskvöld þar sem þær sigruðu Val 72:60 í Dominosdeildinni í körfu. Snæfell heldur fjögurra stiga forskoti á Kefla­ vík en þessi lið skera sig nokkuð úr í baráttunni í efri hluta deildarinn­ ar. Þetta var þrettándi sigur Íslands­ meistara Snæfells í röð í Dominos­ deildinni. Snæfellskonur voru með tök á leiknum frá upphafi. Voru með fjögurra stiga forskot eftir fyrsta leik­ hluta og sex stigum yfir í hálfleik, 35:29. Gestirnir úr Hólminum kom­ ust almennilega á skrið í þriðja leik­ hluta sem þeir unnu 21:12 og voru því með 15 stiga forskot fyrir loka­ fjórðunginn. Valskonum tókst ekki að bíta frá sér að ráði á lokakaflanum og því öruggur sigur Snæfells stað­ reynd. Kristen McCarthy var atkvæða­ mest í liði Snæfells. Hún landaði tröllatvennu í leiknum var með 21 stig, 20 fráköst og einnig var hún með 4 stoðsendingar og 3 stolna bolta. Gunnhildur Gunnarsdóttir skoraði 13 stig, Helga Hjördís Björg­ vinsdóttir 11, Berglind Gunnarsdótt­ ir 9, Hildur Sigurðardóttir 8, Alda Leif Jónsdóttir og María Björnsdótt­ ir 4 stig hvor og Hugrún Eva Valdi­ marsdóttir 2. Í næstu umferð verður toppslagur milli Snæfells og Keflavíkur. Leikur­ inn fer fram suður með sjó í kvöld, miðvikudaginn 28. janúar. þá Um helgina gengu forráðamenn Knattspyrnufélags ÍA frá samning­ um við tvo erlenda leikmenn, sókn­ armann og miðjumann, til að styrkja liðið fyrir komandi átök í Pepsí­ deildinni næsta sumar. Sóknarmað­ urinn Arsenij Buinickij spilaði með KA í fyrstu deildinni síðasta sum­ ar og skoraði þá tíu mörk. Miðju­ maðurinn er Marko Andelković frá Serbíu sem hefur verið til reynslu hjá ÍA undanfarið og lék m.a. gegn FH í Fotbolt.net mótinu sl. laug­ ardag. Hann var meistari í Litháen með Ekranes árið 2012 þegar hann skoraði 13 mörk og það ár voru Ar­ senji og Marko liðsfélagar. Marko spilaði á síðasta ári með Viitorul frá Rúmeníu en er uppalinn með Par­ tizan Belgrad. Hann gerði frábæra hluti í Litháen þar sem hann var tvöfaldur meistari með FK Ekra­ nes árin 2011 og 2012 og var kos­ inn besti erlendi leikmaðurinn í sögu félagsins. Gunnlaugur Jóns­ son þjálfari ÍA er ánægður með lið­ styrkinn: „Við erum búnir að vinna í þessum leikmönnum í nokkurn tíma og ég er ánægður með að ná loksins að klára þetta. Við fylgd­ umst vel með Arsenji síðasta sumar og hann er góður sóknarleikmaður með mikla reynslu. Marko kom svo til landsins á reynslu síðustu daga og augljóst að þar er á ferðinni leik­ reyndur miðjumaður sem er örugg­ ur á boltann og kemur til með að styrkja liðið mikið.“ Þess má geta að ÍA tapaði 1:2 fyr­ ir FH í leik sem fram fór í Akranes­ höllinni og leikur um 5.­6. sætið í mótinu nú í vikunni. þá Síðastliðinn föstudag undirrituðu Knattspyrnufélag ÍA og Olís nýj­ an samstarfssamning til þriggja ára. Í tilkynningu frá félaginu segir að frá 1982 hafi Olís verið einn af að­ alsamstarfsaðilum Knattspyrnufélags ÍA. Á þeim tíma hefur samstarfið verið báðum aðilum farsælt og hef­ ur Knattspyrnufélag ÍA til að mynda skilað 16 Íslands­ og bikarmeistara­ titlum í meistaraflokki karla á þessu tímabili. „Við hjá Knattspyrnufélagi ÍA erum ákaflega stoltir af því að Olís hefur ákveðið að endurnýja sam­ starfssamning við okkur og lítum á það sem mikið traust á þeirri miklu uppbyggingarvinnu sem farið hefur fram í félaginu á undanförnum árum. Við sjáum þess merki í starfi félagsins að bjartari tímar eru framundan og vonandi er þess ekki langt að bíða að enn betri árangur skili sér í hús. Það er jafnframt von okkar að félagsmenn og aðrir stuðningsmenn ÍA fylki sér á bakvið þá aðila sem styðja félagið,“ segir Magnús Guðmundsson for­ maður Knattspyrnufélags ÍA. Jón Ólafur Magnússon forstjóri Olís segir: „Olís og ÍA hafa bundist sterkum vinatengslum í fjöldamörg ár. Stuðningur Olís er ekki eingöngu fjárframlag heldur einnig til ávinn­ ings fyrir unglinga og barnastarf með ýmsar fjáröflunarvörur. Við hjá Olís erum stolt af okkar samstarfi við ÍA og óskum þeim alls hins besta á kom­ andi árum.“ eo Ungur liðsmaður Keilufélags Akra­ ness kom, sá og sigraði á Reykjavík International games um helgina. Skúli Freyr Guðmundsson stóð þar uppi sem sigurvegari eftir frábæra frammistöðu. Skúli Freyr var fyrsti Íslendingurinn til að sigra á leikun­ um en þetta var fyrsti titill hans á stóru móti og lofar frammistaðan góðu fyrir Íslandsmótið sem hald­ ið verður innan skamms. Skúli sigr­ aði Hafþór Harðarson ÍR í úrslita­ leiknum. Skúli byrjaði vel í viður­ eigninni og tókst að halda forust­ unni allt til enda. Sjö Skagamenn kepptu í keilu á Reykjavíkurleik­ unum. Fjórir þeirra komust í milli­ riðla, auk Skúla Freys, Guðmund­ ur Sigurðsson, Aron Fannar Ben­ teinsson og Magnús Sigurjón Guð­ mundsson. Sá síðast nefndi komst í úrslitin ásamt Skúla Frey og átta öðrum keiluspilurum. þá Snæfell og Skallagrímur áttust við í Vesturlandsslag í körfunni síðastliðið föstudagskvöld en leikið var í Stykk­ ishólmi. Fyrri viðureign liðanna fór 88:83 fyrir Snæfelli og því fyrirfram búist við fremur jöfnum leik. Sú varð hins vegar ekki raunin og voru yf­ irburðir heimamanna í Hólminum miklir. Strax eftir fyrsta leikhluta var ljóst hvert stefndi. Þá var staðan 25:14. Skallagrímsmenn hittu illa og gáfu boltann þar að auki oft frá sér. Í hálf­ leik var staðan 46:27. Í þriðja leik­ hluta breikkaði bilið og komst Snæ­ fell í 60­33 á tímabili. Staðan eft­ ir þrjá fjórðunga var 75­46 og nán­ ast alveg sama hvar Sigurður Á Þor­ valdsson tók skot, þau fóru öll nið­ ur en að sama skapi var því öfugt farið hjá skyttunni öflugu Magnúsi Gunnarssyni í liði Skallagríms. Síð­ asta korterið var því formsatriði og lauk þessari viðureign Vesturlands­ liðanna með 97 stiga sigri gegn 62 stigum gestanna. Hjá Snæfelli var Sigurður Þor­ valdsson með 29 stig, Chris Woods 18 og 19 fráköst, Stefán Karel Torfa­ son 15 stig og 7 fráköst, Snjólfur Björnsson 14 stig, Austin Bracey 10 stig og 6 stoðsendingar, Sveinn Arn­ ar Davíðsson 8 stig, 5 fráköst og 5 stoðsendingar og Pálmi Freyr Sigur­ geirsson 3. Hjá Skallagrími var Tracy Smith með 20 stig og 15 fráköst, Sig­ tryggur Arnar Björnsson 12 stig, 4 fráköst og 5 stoðsendingar, Magnús Þór Gunnarson 8 stig og 6 fráköst, Daði Berg Grétarsson 6 stig, Trausti Eiríksson 5, Egill Egilsson, Davíð Guðmundsson og Davíð Ásgeirsson 3 stig hvor og Atli Aðalsteinsson 2. Næstu leikir Vesturlandsliðanna í Dominosdeildinni eru annað kvöld, fimmtudagskvöld, Skallagrímur­ Haukar og Stjarnan­Snæfell. mm/ Ljósm. Sumarliði Ásgeirsson. Snæfell burstaði Skallagrím í Vesturlandsslagnum Góður sigur Snæfellskvenna á Hlíðarenda Knattspyrnufélag ÍA og Olís endurnýja samstarfssamning Jón Ólafur Magnússon og Örn Gunnarsson handsala samninginn. Arsenij Buinickij og Marko Andelković. ÍA semur við tvo erlenda leikmenn Skúli Freyr Guðmundsson að lokinni keppninni. Ljósm. skjáskot RUV.is Sigraði fyrstur Íslendinga í keilu á Reykjavíkurleikunum

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.