Skessuhorn - 28.01.2015, Blaðsíða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 28. JANÚAR 2015
Kirkjubraut 54-56 - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is
Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudög-
um. Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skilafrestur smáaug-
lýsinga er til 12.00 á þriðjudögum.
Blaðið er gefið út í 3.800 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu.
Áskriftarverð er 2.573 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða
kr. 2.230. Rafræn áskrift kostar 2.023 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er
1.867 kr. Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu
er 750 kr.
SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA
Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is
Ritstjórn:
Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is
Þórhallur Ásmundsson, blaðamaður th@skessuhorn.is
Guðný Ruth Þorfinnsdóttir, blaðamaður gudny@skessuhorn.is
Magnús Þór Hafsteinsson, blaðamaður mth@skessuhorn.is
Auglýsingar og dreifing:
Emilía Ottesen, markaðsstjóri emilia@skessuhorn.is
Pálína Alfreðsdóttir palina@skessuhorn.is
Valdimar Björgvinsson valdimar@skessuhorn.is
Tinna Ósk Grímarsdóttir (vefauglýsingar) tinna@skessuhorn.is
Umbrot:
Ómar Örn Sigurðsson omar@skessuhorn.is
Bókhald og innheimta:
Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is
Prentun: Landsprent ehf.
Leiðari
Svört og leyfislaus starfsemi
Ferðaþjónustan hér á landi er sú atvinnugrein sem vex hraðast. Fyrir tveim
ur árum gerðist það þannig í fyrsta skipti að greinin velti meiru en sjávar
útvegur og iðnaður, hvor grein fyrir sig. Þessar þrjár atvinnugreinar eru
hvorki meira né minna en að skila okkur þremur fjórðu af þjóðartekjum.
Þar sem ferðaþjónusta er yngst af þessum greinum er hún skemmst á veg
komin í stefnumótun og stjórnvöld hafa ekki náð að fylgja þróun hennar
með nauðsynlegu regluverki. Vandræðagangurinn í sambandi við náttúru
passann er lýsandi dæmi um það.
En þegar vöxturinn í einni atvinnugrein er jafn hraður og raun ber vitni
eru alltaf einhverjir sem hugsa sér gott til glóðarinnar. Fram úr skúma
skotum spretta gullgrafarar sem nýta vöxtinn sér í hag meðan regluverkið
er ekki til staðar. Til dæmis er búið að útbúa leigurými í ótrúlegum fjölda
íbúða í miðbæ Reykjavíkur og bjóða þær til leigu fyrir ferðamenn án þess
að í mörgum tilfellum nokkur leyfi eða úttektir liggi fyrir. Heiðvirt fólk í
ferðaþjónustu ræðir nú opinskátt um að eitt af brýnustu verkefnum grein
arinnar á nýju ári sé að útrýma svartri og leyfislausri starfsemi sem er að
finna víða innan greinarinnar, rétt eins og í öðrum stórum atvinnugreinum.
Benda Samtök aðila í ferðaþjónustu (SAF) meðal annars á að gera verði
þjóðarátak í að vinna gegn þessari svörtu og leyfislausu starfsemi enda mik
ilvægt að tryggja að fyrirtæki í ferðaþjónustu eins og öðrum atvinnugrein
um geti starfað við heilbrigða samkeppni og samkeppnishæf rekstrarskil
yrði á hverjum tíma. Þetta eru orð í tíma töluð.
Ég átti nýverið samtal við hótelstjóra hér á Vesturlandi. Manneskju sem
býr við ríka réttlætiskennd. Þar lýsti þessi hótelstjóri fyrir mér einhverri
mestu ógn sem nú steðjar að heiðvirðum fyrirtækjum í ferðaþjónustu.
Svartamarkaðsbraski af verstu sort. Fyrirtækið Airbnb.com var stofnað
2008 og hefur samkvæmt kynningu á heimasíðu sinni aðsetur í San Franc
isco í Kaliforníu. Á síðunni segir: „Airbnb er áreiðanlegt og samfélagslegt
markaðssvæði þar sem fólk getur skráð, uppgötvað og bókað einstök gisti
rými út um allan heim á netinu eða í farsíma.“ Tilvitnun lýkur. Hér er
náttúrlega fyrirtæki sem kallar á skattsvik og þessir Kaliforníubúar þrífast
einmitt á að húseigendur taki þátt í „gameinu“. Nú vill svo til að ekki all
fjarri því hóteli sem viðmælandi minn starfar á er sumarhúsabyggð. Nýlega
var hótelstjórinn beðinn að geyma og afhenda síðan lykla að sumarhúsi
á tilteknum stað. Það væri svo hagkvæmt ef hann gæti gert þeim þennan
greiða. Meðan beðið var eftir að nýju gestirnir í sumarhúsið kæmu, ákvað
hótelstjórinn að leita upplýsinga um hvort leyfi hefði verið veitt fyrir gisti
þjónustu og útleigu viðkomandi sumarhúss. Slíkt er sem betur fer hægt að
sannreyna á netinu. Í ljós kom að ekkert leyfi var fyrir sölu gistingar eða
útleigu viðkomandi húss. Þarna var semsagt eigandi sumarhúss að biðja
hótelstjórann, sem greiðir alla skatta og skyldur til samfélagsins, að hjálpa
Airbnb.com og samstarfsfólki þess að brjóta lög.
Ef við sem þjóð ætlum á einhverjum tímapunkti að komast út úr skot
gröfunum og byggja upp réttlátt samfélag þar sem allir taka þátt, eigum við
að stöðva svona braskara. Lið sem heldur að það geti vaðið uppi í þjóðfélagi
okkar, makað krókinn og gert heiðvirða fólkinu okkar erfitt fyrir að reka
fyrirtækin. Og það eru fleiri neikvæðar hliðar á þessu máli. Hver segir til
dæmis að sumarhúsið sem hér er nefnt að ofan hafi t.d. brunavarnir, flótta
leiðir og annað í lagi? Eru einhverjar líkur á að eigandi hússins borgi skatta
og gjöld af útleigu hússins, ef ekki er einu sinni leyfi til að leigja það út?
Nei, ég held varla. Við skulum því hjálpa þeim sem eru að byggja upp nýj
an atvinnuveg hér á landi og tilsegja svona háttarlag í hvert sinn sem okkur
grunar að verið sé að brjóta lög.
Magnús Magnússon.
Rannsóknanefnd samgönguslysa gaf
í dag út skýrslu um banaslys sem varð
á Akranesi 16. maí 2013. 51 árs gam
all ökumaður bifhjóls lést á sjúkra
húsi um kvöldið í kjölfar þess að hann
missti stjórn á hjóli sínu og ók út í
urð á mótum Faxabrautar og Jaðars
brautar. Í skýrslu nefndarinnar segir
m.a: „Ökumaður bifhjóls ók austur
Faxabraut á Akranesi um miðjan dag.
Veður var gott, þurrt, bjart og norð
austan gola. Faxabraut liggur í austur
frá höfninni og er nokkuð bein þar
til rétt fyrir gatnamót við Jaðarsbraut
en þá beygir hún til norðurs. Öku
maður bifhjóls tók fram úr fólksbif
reið áður en hann kom að hraðatak
markandi koddum í götunni og mið
eyju. Samkvæmt vitnum virtist öku
maður bifhjólsins fipast við akstur
inn þegar hann ók yfir hraðahindr
unina, en náði að halda stjórn á hjól
inu þar til hann kom að vinstri beygju
sem er 50 metrum austan við hindr
unina. Þegar bifhjólið kom að beygj
unni hemlaði ökumaðurinn og aft
urhjólbarði hjólsins læstist. Greina
mátti 18 metra hemlaför á veginum
sem enduðu við gangstéttarbrún.“ Í
skýrslunni kemur m.a. fram að hjól
inu hafi verið ekið á a.m.k. 71 km
hraða. Ökumaðurinn var ekki und
ir áhrifum lyfja eða fíkniefna og var
með hjálm og klæddur hlífðarfatn
aði. Nefndin segir orsakagreiningu
benda til ógætilegs framúraksturs og
of hraðs aksturs.
Að endingu bendir rannsókna
nefndin á: „Rannsóknarnefnd sam
gönguslysa bendir á mikilvægi þess
fyrir ökumenn bifhjóla að þjálfa sig
reglulega í viðbrögðum við hættu
legum aðstæðum. Mikil hætta
skapast ef ökumaður bifhjóls heml
ar þannig að hjól læsast, þegar hjól
in hætta að snúast missir ökumað
ur jafnvægið og hjólið fellur yfir
leitt fljótlega á hliðina. Eins er mik
ilvægt fyrir ökumenn þessara öku
tækja að þjálfa vel notkun á fram
hemlum. Mun meiri hemlun næst
með því að nota framhemilinn, en
líkur eru á að ökumaðurinn í þessu
slysi hafi ekki beitt framhemli. Þess
ber þó að geta að mun hættulegra
er að læsa framhjólbarða en þeim
aftari, en regluleg þjálfun í að beita
báðum hemlum gerir ökumenn
færari í að hemla örugglega án þess
að hjólin læsist.“
mm
Einar Sigurðsson launþegi og fast
eignaeigandi í Borgarbyggð hefur
sent opið bréf til forseta ASÍ, fram
kvæmdastjóra Starfsgreinasam
bandsins og formanns Stéttarfélags
Vesturlands. Þar bendir Einar á að
sveitarfélagið Borgarbyggð hafi við
gerð fjárhagsáætlunar í desemb
er síðastliðinn tekið ákvarðanir um
gríðarlegar hækkanir á gjaldskrá.
„Dæmi eru um 36% hækkun fast
eignagjalda og 30% hækk
un lóðarleigu, svo eitthvað
sé nefnt. Þá hefur sveitar
stjórn samið við Orkuveitu
Reykjavíkur um að frá
veitugjöld í Borgarbyggð
verði hækkuð um 32,5%
um næstu áramót,“ segir
Einar í bréfi sínu.
Einar nefnir dæmi og
segir m.a. eiganda fast
eignar í Borgarbyggð, sem
greiddi árið 2014 295 þús
und krónur í gjöld af fast
eign sinni, muni þurfa að
greiða 350 þúsund af sömu
eign árið 2015. „Sú hækk
un er nær eingöngu vegna hækkana
á lóðarleigu og fasteignagjöldum.
Dæmi eru um verulegar hækkanir
á öðrum gjaldskrám sveitarfélags
ins.“ Einar bendir á að í Borgar
byggð séu einhverjar lægstu með
allaunatekjur á einstakling á land
inu. „Verklýðshreyfingin verður að
beita sér og standa vörð um kjör og
réttindi launamanna,“ segir Einar
Sigurðsson.
„Framkvæmum minna
ef skattar verða
lækkaðir á ný“
Kolfinna Jóhannesdóttir sveitar
stjóri í Borgarbyggð segir að vissu
lega séu þetta mjög miklar hækkanir
og því eðilegt að íbúar bregðist við.
„Mín hugsun og von er sú að stað
an nú leiði til þess að samstaða ná
ist um hagræðingaraðgerðir í rekstri
sveitarfélagsins. Það hefði verið mun
betra ef fasteignagjöld hefðu verið
hækkuð að hluta árið 2013 þannig að
óhjákvæmileg hækkun nú yrði ekki
þetta há,“ segir Kolfinna þegar um
kvartanir Einars Sigurðssonar eru
bornar undir hana. „Það eru kynn
ingarfundir á fjárhagsstöðu sveitar
félagsins og fjárhagsáætlun fyrir árið
2015 í þessari viku og vonandi fjöl
menna íbúar á þá fundi þannig að
hægt sé að fara vel yfir þessi mál.
Það er líka rétt að það eru dæmi um
verulegar hækkanir á gjaldskrám en
það er rétt að nefna sem dæmi að
ákveðið var að fara ekki í hækkanir á
leikskólagjöldum.“
Kolfinna segir að sveit
arfélagið hafi fengið erindi
frá eftirlitsnefnd með fjár
málum sveitarfélaga í des
ember síðastliðnum þar
sem áréttað var að Borgar
byggð stóðst ekki jafnvæg
isreglu sveitarfélaga fyrir
árin 2013 til 2015. Þar var
lögð áhersla á að sveitarfé
lagið gerði ráðstafanir í þá
yfirstandandi fjárhagsáætl
anagerð til að jafnvægis
reglunni yrði náð fyrir árin
20142016. „Þrátt fyrir
þessar miklu skattahækkan
ir núna og að vinna er hafin
við hagræðingaraðgerðir í rekstri þá
náðum við ekki að uppfylla þessi við
mið um að samanlög heildarútgjöld á
þriggja ára tímabili séu ekki hærri en
sem nemur reglulegum tekjum. Við
þurfum því að fara í frekari vinnu við
að greina hagræðingarmöguleika á
nýju ári,“ segir Kolfinna að endingu.
mm
Á þorrablóti Skagamanna á laugar
dagskvöldið var Steinunn Sigurð
ardóttir, fyrrverandi hjúkrunarfor
stjóri, formaður Hollvinasamtaka
Heilbrigðisstofnunar Vesturlands,
kosin Skagamaður ársins 2014.
Það sæmdarheiti hlýtur hún fyr
ir störf sín fyrir Hollvinasamtök
in, en þau hafa, eins og fram hefur
komið í fréttum Skessuhorns, náð
að safna fyrir kaupum á nýju sneið
myndatæki á sjúkrahúsið á Akra
nesi. Það var Ólafur Adolfsson for
maður bæjarráðs Akraness sem af
henti Steinunni blóm og málverk
eftir Bjarna Þór að gjöf. Stein
unn gat þess í samtali við frétta
mann Skessuhorns að vissulega
væri þetta heiður fyrir hana en hún
liti þannig á að þarna væri hún að
taka við viðurkenningu fyrir hönd
Hollvinasamtakanna í heild. Fjöl
margir einstaklingar, fyrirtæki og
stofnanir hafa gefið samtökunum
fé í söfnunina sem leitt hefur til
þess að nú er nýtt sneiðmyndatæki
í pöntun.
Þorrablót Skagamanna var
að vanda haldið að frumvæði
útskriftar árgangs 1971, þess öfl
uga hóps. Mikil leynd hvíldi yfir
skemmtiatriðum kvöldsins og
höfðu veislugestir takmarkaða
vitneskju um hvað þeir væru að
fara að upplifa. Í fyrstu var veislu
stjóri kvöldsins kynntur og inn
kom Helga Braga Jónsdóttir leik
kona. Skemmtunin fór vel fram.
Auk útnefndingar á Skagamanni
ársins var annáll fluttur við mik
inn fögnuð. Matur frá Galitó var á
boðstólnum og karlakórinn Pung
ar steig á svið. Flestum að óvör
um komu Fjallabræðurinn loks inn
og að endingu spilaði hljómsveit
Sverris Bergmann á balli fram á
nótt. mm
Skorar á verkalýðshreyfinguna að
mótmæla hækkun fasteignagjalda
Af vettvangi slyssins sem varð 16. maí
2013.
Banaslys rakið til of hraðs aksturs
og framúrkeyrslu
Steinunn Sigurðardóttir Skagamaður
ársins 2014. Ljósm. þit.
Steinunn Sigurðardóttir
er Skagamaður ársins 2014