Skessuhorn - 28.01.2015, Blaðsíða 21
21MIÐVIKUDAGUR 28. JANÚAR 2015
Í byrjun skólaárs kom til starfa nýr
skólastjóri við Grunnskóla Grund
arfjarðar. Það var ung kona að
sunnan, Gerður Ólína Steinþórs
dóttir. Blaðamaður Skessuhorns
leit í heimsókn í skólann í síðustu
viku þegar hann var á ferðinni í
Grundarfirði og hitti þá nýja skóla
stjórann. Gerður Ólína fæddist
og ólst upp í Grindavík. „Ég kann
vel við mig í Grundarfirði og hér
er allt til alls. Ekki er það verra að
hér er ég nálægt sjónum, það eru
grindvísku áhrifin í mér ennþá.“
Gerður Ólína segir að þegar hún
var að skoða auglýsingar um laus
ar grunnskólastjórastöður síðasta
vor hafi Grundafjörður verið eini
staðurinn sem kom til greina og
þar verið eina staðan sem hún sótt
ist eftir. „Ég sá að hér var öll þjón
usta og aðstaða fyrir hendi sem fjöl
skylda mín hefur þörf fyrir. Mín
fjölskyldusamsetning er þannig að
ég bý með móður minni sem flutti
hingað með mér. Ég á þrjú börn,
18 ára ungling sem er í Fjölbrauta
skóla Snæfellinga, og svo tvö lítil á
leikskólanum. Það er allt hér sem
við þurfum á að halda og mér sýn
ist að hér getum við ílengst,“ segir
Gerður Ólína.
Er sjálf sólgin í nám
Gerður Ólína segist alla tíð hafa
haft mikinn áhuga á námi og seinni
árin hreinlega verið sólgin í nám.
„Það hefur í raun verið mitt aðal
áhugamál um tíðina. Ég lauk prófi
í raungreinum frá Tækniháskól
anum og fékk stöðu sem leiðbein
andi við grunnskóla úti á landi. Svo
fór ég í Kennaraháskólann og lauk
þaðan námi 2004. Síðasta árið mitt
í kennaranáminu var ég skiptinemi í
Silkeborg Seminarium í Danmörku
og stundaði einnig fjarnám við KÍ.
Það var yndislegt að vera í Silke
borg og þessi fallegi bær ber nafn
ið alveg með réttu,“ segir Gerður.
Hún bjó síðan í Danmörku í nokk
ur ár, lengst af á stúdentagörðum í
Brabrand sem er rétt við Árósa. Í
Danmörku nam hún einnig bygg
ingafræði. „Ég hef alltaf haft gaman
af því að laga til í kringum mig og
ákvað því að velja byggingafræðina.
Ég byrjaði reyndar rétt eftir ára
mótin 2005 í skóla þegar ég var í
Danmörku og þá var ekki úr miklu
að velja,“ segir Gerður Ólína. Eft
ir heimkomuna fór hún svo í meist
aranám í stjórnunarfræði mennta
stofnana við Háskóla Íslands og í
millitíðinni einnig í framkvæmdar
stjórnun við Háskóla Reykjavíkur.
„Ég býst við að meistaranámið hafi
styrkt mig varðandi umsóknina um
skólastjórastöðuna. Sem betur fer
hef ég alltaf fengið rými í fjölskyld
unni til að stunda mitt nám og tek
ist það án þess að það bitni á nein
um í kringum mig,“ segir Gerður
Ólína.
Hafði ekki komið til
Grundarfjarðar
Aðspurð segist Gerður Ólína aldrei
hafa komið til Grundarfjarðar áður
en hún sótti um stöðuna og þekkti
því lítið til þar nema þá kosti bæjar
ins sem hún kynnti sér á Internet
inu. „Ég hef síður en svo orðið fyrir
vonbrigðum með skólann og stað
inn. Ég er afskaplega ánægð með
skólann. Hann er vel tækjum bú
inn og hér er mjög faglegt, metn
aðarfullt og gott starfsfólk. Bærinn
mjög snyrtilegur og umhverfið fal
legt. Fólkið í bænum mjög nota
legt og vingjarnlegt. Það hefur tek
ið vel á móti okkur. Bæjaryfirvöld
og félagasamtök eru mjög velvij
uð skólanum. Það hefur sýnt sig
núna að undanförnu þegar til dæm
is Lionsklúbbur Grundarfjarðar og
kvenfélagið Gleym mér ei færði
okkur sitt hvort felliborðið. Núna
geta nemendur borðað í sal skólans
við felliborðin í stað þess að vera
inni í sínum eigin stofum,“ segir
Gerður Ólína þar sem hún gengur
með blaðamanni um sali skólans.
Þá var einnig í haust bætt aðstaða
í bókasafni skólans ásamt bókakosti
og hún segir að ætlunin sé að efla
það enn frekar.
Góð stærð af skóla
Spurð um hvort Grunnskóli Grund
arfjarðar sé hagstæð stærð skóla,
segir Gerður Ólína að hundrað
nemenda skóli sé mjög mátulegur.
„Stóri kosturinn er að hér þekkjast
allir, ég þekki til dæmis alla nem
endurna og þeir mig. Það er þessi
grenndarvitund sem ég hef svo
góða tilfinningu fyrir sem ég man
eftir úr Grindavík. Ég tel það kost
fyrir mig að hafa starfað við og ver
ið í nokkrum skólum og það hefur
safnast í svona reynslupoka. Nú tíni
ég úr honum það sem mér finnst að
komi að notum. Ég upplifi skóla
stjórastarfið sem spennandi og
skemmtilegt.“ Gerði Ólínu finnst
margt í góðu horfi í Grundafirði.
Henni líst þó afleitlega á það ef
fjárveitingar verða skertar til Fjöl
brautaskóla Snæfellinga. „Skólarnir
eru hjartað í samfélaginu. Það horf
ir illa ef takmarkanir verða settar á
starfsemi Fjölbrautaskóla Snæfell
inga. Ef ekki verði hægt að sinna
nægu námsframboði og ráða kenn
ara til starfa muni skólanum blæða
út smám saman. „Það má ekki ger
ast, þá verður byggðalagið hérna
og nærliggjandi byggðarlög líka í
hættu.“
Hugsar ennþá um
draumahjólið
Spurð frekar um áhugamálin seg
ir Gerður Ólína að hún hafi mjög
gaman af mótorhjólum. Hún hafi
eignast mótorhjól þegar hún bjó í
Danmörku. „Þá átti ég Suzuki Sa
vage og fannst mjög gaman að
keyra, var þá gjarnan með dreng
inn á hjólinu með mér. Ég hef líka
stokkið úr fallhlíf og farið upp með
sætisloftbelg. Ég seldi hjólið þegar
ég flutti frá Danmörku. Ennþá lif
ir þó draumurinn um draumahjól
ið, Hondu Shadow,“ segir Gerður
Ólína brosleit að endingu. þá
Það var ekki aðeins nýr skólastjóri
sem kom til starfa við Grunnskóla
Grundarfjarðar síðasta haust held
ur einnig aðstoðarskólastjóri. Það
er Ásdís Snót Guðmundsdóttir
sem flutti með fjölskyldu sinni frá
Bíldudal. Ásdís er fædd og uppal
in á Bíldudal og hefur búið þar ef
frá eru talin námsárin þegar hún
var í framhaldsskóla í Reykja
vík og á Laugarvatni. Um árabil
starfaði hún við Grunnskóla Vest
urbyggðar bæði á Bíldudal og á
Patreksfirði. Seinni árin var hún
deildarstjóri skólans á Bíldudal.
Blaðamaður Skessuhorns spjallaði
við Ásdísi Snót þegar hann kíkti
í heimsókn í Grunnskóla Grund
arfjarðar í síðustu viku. Hún var
spurð hvort allt væri ekki í upp
sveiflu á Bíldudal þessi árin og
hvers vegna hún hafi ákveðið að
flytjast til Grundafjarðar? „Já,
það er fjölgun þar og ég held að
börnin í skólanum þar séu núna
um þrjátíu en á síðasta skólaári
voru þau um tuttugu. Mér fannst
bara kominn tími á að breyta til
og prófa eitthvað nýtt. Það spilaði
líka inní að við þekktum til hér í
Grundarfirði. Maðurinn minn
Valdimar B. Ottósson á fjölskyldu
hérna,“ segir Ásdís Snót.
Fimm manna fjölskylda bættist
við íbúatölu Grundarfjarðar þegar
Ásdís Snót kom þangað til starfa
en þau Valdimar eiga þrjú börn,
eitt á hverju skólastigi. Og hvern
ig kann hún svo við sig í Grundar
firði? „Hérna er gott að búa, fólk
ið hérna er indælt og almennilegir
og gott samstarfsfólk hérna í skól
anum,“ segir Ásdís Snót.
Byrjuð að syngja með
kórunum
Spurð um hvort hún sé eitthvað
komin inn í félagslífið í Grund
arfirði, segist hún vera byrjuð í
kórastarfinu. „Ég gekk í kirkju
kórinn strax og ég kom hing
að og svo er ég byrjuð í kvenna
kórnum líka. Hann var að byrja
núna eftir áramótin aftur eftir að
hafa verið stofnaður í fyrra. Við
erum reyndar svolítið fáar núna á
fyrstu æfingunum en það er von á
fleirum. Þetta verður áreiðanlega
mjög skemmtilegt og okkur líst
vel á okkur hérna í Grundarfirði,“
segir Ásdís Snót. Hún hefur auk
starfsins sem aðstoðarskólastjóri
tólf tíma kennsluskyldu á viku og
kennir íslensku og stærðfræði í 9.
bekk. „Auk þess sinni ég stund
um forfallakennslu,“ segir Ásdís
Snót og hún var einmitt nýkom
in úr tíma þar sem hún sinnti for
fallakennslunni þegar blaðamaður
Skessuhorns hitti hana að máli.
þá
Vestlendingar hafa heldur betur
fengið að kenna á tíðum umhleyp
ingum undanfarið með tilheyrandi
ófærð og jafnvel tjóni af völdum
veðursins á rysjóttum þorra. „Þetta
er bara með verri veðrum sem hafa
komið hér. Norðvestanáttin er
reyndar með þeim verstu hér. Það
var mjög hvasst, öflugar vindhvið
ur, sjálfsagt upp í og yfir 30 metr
ar á sekúndum þegar mest var. Við
vitum þó ekki um meira tjón hér á
Hellnum en eigum þó eftir að fara
um og aðgæta það betur,“ sagði
Ólína Gunnlaugsdóttir húsfreyja
á Ökrum á Hellnum á Snæfells
nesi við Skessuhorn í byrjun vik
unnar. Heimilisfólkið á Ökrum var
þá enn að jafna sig á veðurhamn
um sem náði hámarki um miðjan
sunnudag.
Nokkuð tjón varð á útihúsunum
á Ökrum þegar nær helmingur af
þakinu á hlöðunni fauk af. „Þakið
flettist bara af hlöðunni. Við erum
ekki með hey í henni. Þar er geymt
ýmislegt dót, meðal annars gamall
trébátur sem ég á. Við erum með
nokkrar kindur og við mæðgur,
dóttir mín og ég, fórum strax út í
óveðrið til að gá að þeim í fjárhús
unum sem eru við hlöðuna. Þær
höfðu það fínt. Kvæðið er svona
saga sem kviknaði út frá þessu.“
mþh
Óveðurskvæði Ólínu á Ökrum:
Mæðgur út í fjárhús fuku,
fartin var ei smá á þeim.
Með ógnarhraða áfram ruku,
óvíst hvort þær kæmust heim.
Skíðastafir skorður veittu,
skældust áfram þungan veg.
Stöfum sínum báðum beittu,
baráttan var erfiðleg.
María í móður sína
mátti halda alla leið.
Hún ei vildi henni týna,
hugði að væri færðin greið.
Kom þá ekki kviða mikil
og kastaði mömmunni svo til
eins og væri ullar hnykill
einhver með um sumar bil.
Hátt í loft nú hófst sú gamla,
hugðist María elta skjótt.
En stormurinn vildi stórum
hamla,
stelpunni ekki sóttist fljótt.
Þá snérist vindur snöggt að
bragði,
snarlega meyjan spyrnti við,
með reipi á lofti í rokið lagði
og réðst í að góma flygildið.
Í snatri batt hún snöru víða
og snærið upp í vindinn skók
Hún mældi að kæmi milli hríða,
móðirin sem rokið tók.
Úr vestri birtist vöndull mikill
víst á lofti skrítin sjón,
þaut nú áfram þessi hnykill,
það í stefndi að gerði tjón.
Á því rétta augnabliki
yfir sem að mamman flaug,
boðanna ekki beið með hiki
barnið, vopnað grannri taug.
Snögglega upp snöru henti,
snótin náði að bjarga því
að móðirin svo mjúkum lenti,
miðjum skítahaugnum í.
Orti óveðursbrag eftir að hlöðuþakið fauk
Ólína Gunnlaugsdóttir húsfreyja á Ökrum á Hellnum. Hún rekur einnig veitinga-
húsið í gamla Samkomuhúsinu á Arnarstapa. Þar er þessi mynd er tekin í eins
konar minningarherbergi um frænda hennar Þórð Halldórsson frá Dagverðará.
Nálega helmingur hlöðuþaksins á Ökrum tættist af í veðurofsanum undir Jökli
á sunnudaginn. Reynt verður að gera við þakið sem fyrst svo hinn helmingurinn
sem eftir stendur fjúki ekki líka, en vænta má meiri umhleypinga áður en veturinn
lætur í minni pokann fyrir vorinu.
Allt til alls í Grundarfirði
- segir nýr skólastjóri Grunnskóla Grundarfjarðar
Gerður Ólína Steinþórsdóttir skóla-
stjóri Grunnskóla Grundarfjarðar.
Ásdís Snót Guðmundsdóttir til vinstri ásamt nemendum sínum í 9. bekk.
Flutti í uppsveiflunni frá
Bíldudal í Grundarfjörð
Spjallað við Ásdísi Snót Guðmundsdóttur
aðstoðarskólastjóra Grunnskóla Grundarfjarðar