Skessuhorn - 28.01.2015, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 28. JANÚAR 2015
Kristín Jónsdóttir hefur verið úti
bússtjóri Sjóvá í Borgarnesi frá 1.
júní 2011. Hún hefur þó starfað
mun lengur hjá fyrirtækinu og fagn
ar fimmtán ára starfsafmæli síðar á
þessu ári. Hún tók við sem útibús
stjóri af föður sínum, Jóni J Har
aldssyni, sem starfar enn í útibúinu
sem ráðgjafi. Blaðamaður Skessu
horns heimsótti Kristínu á dögun
um og fékk að heyra sitthvað um líf
og störf hennar í Borgarnesi.
Vildi komast aftur heim
Kristín er ættuð úr höfuðborginni.
Hún lítur þó á sig sem Borgnes
ing, enda hefur hún búið í bæjar
félaginu meirihluta ævinnar. „For
eldrar mínir eru reyndar bæði úr
Reykjavík. Þau unnu í Hvítárvall
arskála þegar ég fæddist, amma og
afi sáum um reksturinn á skálanum.
Við bjuggum þar meirihluta ársins
þar til við fluttum alfarið í Borgar
nes 1976,“ segir hún um fyrstu árin.
Kristín ólst því upp í Borgarnesi
og segist hafa átt góða æsku. Hún
fluttist sjálf búferlum til Reykjavík
ur þegar hún var 17 ára gömul og
fór í nám og vinnu. En taugarnar
heim slitnuðu ekki og eftir tólf ár
í höfuðborginni flutti hún aftur í
Borgarnes. „Ég kem aftur hingað
árið 2002. Þá vildi ég komast aftur
heim. Maður var þá farinn að bera
saman aðstæðurnar sem ég ólst sjálf
upp við hér í Borgarnesi við hvaða
umhverfi börnin mín voru að alast
upp í,“ útskýrir hún. „Það er gott að
vera í passlegri fjarlægð frá Reykja
vík,“ bætir hún brosandi við.
Forréttindi að
eiga hesta
Kristín er þriggja barna móð
ir. Elst af börnunum er Guðríður
Hlíf fædd 1993. Hún er sjúkraþjálf
aranemi í Háskóla Íslands. Næst
ur í röðinni er Ísak sem er fæddur
1997. Hann er nemi í Menntaskóla
Borgarfjarðar í Borgarnesi. Yngsta
barnið er Sara Líf, fædd 2008. Eig
inmaður Kristínar er Sigurður Örn
Sigurðsson, eða Sössi íþróttakenn
ari eins og hann er jafnan kallaður.
Hann starfar við íþróttakennslu í
Síðastliðinn laugardag var árlegt
kútmagakvöld haldið í félags
heimilinu Röst á Hellissandi.
„Þetta er árleg hefð hjá okkur hér
á utanverðu Snæfellsnesi að halda
kútmagakvöldið á þessum árs
tíma. Við höfum gert þetta sam
fellt í ein 20 ár. Það eru Lions
klúbbur Nesþinga, Slysavarna
deildin Helga Bárðar á Hellis
sandi og Leikfélag Ólafsvíkur
sem standa fyrir þessum viðburði.
Þetta er ein helsta skemmtun árs
ins fyrir fólk 60 ára og eldri hér í
Snæfellsbæ þótt yngra fólk komi
með líka. Fólk kemur saman til að
borða góðan mat, njóta skemmti
atriða og dansa. Ekkert nema
skemmtilegheit,“ sagði Ásbjörn
Óttarsson útgerðarmaður í Rifi
í samtali við Skessuhorn. Sem
félagsmaður í Lionsklúbbi Nes
þinga var hann einn skipuleggj
enda kútmagakvöldsins. Þrátt
fyrir óveður á laugardagskvöld
mættu um 120 manns í Röstina
þetta kvöld víða af á Snæfellsnesi
og annars staðar af Vesturlandi,
en þó flest úr Snæfellsbæ. Ein
ungis um tíu manns forfölluðust
vegna veðurs af þeim sem höfðu
boðað komu sína. „Fólk lætur
ekkert stoppa sig í að koma, ekki
einu sinni vitlaust veður,“ sagði
Ásbjörn.
Nánar verður greint frá kút
magakvöldinu og myndir sýndar
í öðrum þætti Sjónvarps Skessu
horns sem verður sendur út á
sjónvarpsstöðinni ÍNN miðviku
daginn 4. febrúar klukkan 21:30.
mþh/ Ljósm. fh.
Gestir kútmagakvöldsins gæða sér á kræsingunum.
Vel heppnað kútmaga-
kvöld á Hellissandi
Glæsilegt hlaðborð fjölbreyttra sjávarrétta var í boði á kútmagakvöldinu en
sjálfir kútmagarnir skipuðu þó vitanlega sinn heiðursess.
Telur samstöðu Borgnesinga dýrmæta
MB ásamt því að vera einkaþjálfari.
Fjölskyldan býr í Borgarnesi, fyr
ir utan Guðríði Hlíf sem er náms
maður í Reykjavík. „Sveitamað
urinn í mér er sterkur. Ég myndi
ekki vilja flytja aftur til Reykjavík
ur. Það er bara ekki ég að búa í höf
uðborginni, það er of mikill hraði
þar fyrir minn smekk,“ segir Krist
ín. Fjölskyldan nýtur þess að búa á
landsbyggðinni og á sameiginlegt
áhugamál. Það er hestamennskan.
„Við hjónin erum með átta hross
ásamt pabba mínum. Við höfum
verið í þessu í tíu ár. Krakkarnir eru
mjög hrifnir af hestunum og taka
öll einhvern þátt í þessu með okk
ur. Það fer líka mikill tími í svona
áhugamál. Það er auðvitað best ef
allir í fjölskyldunni hafa sameig
inlegt áhugamál, sérstaklega þeg
ar um svona tímafrekt sport er að
ræða. En það er dásamlegt að um
gangast hestana og ég lít á það sem
forréttindi.“
Þrír ættliðir í útibúinu
Kristín segist hafa byrjað í trygg
ingunum fyrir hálfgerða tilviljun.
„Ég ætlaði mér ekkert endilega að
fara að vinna í þessum bransa. Ég
byrjaði í Sjóvá í Kringlunni. Svo
þegar ég ákvað að flytja í Borgar
nes var laust 50% starf hér í úti
búinu svo var ég í 50% starfi við
fjarvinnslu, þetta varð svo fljótlega
fullt starf í útibúinu. Ég keyrði fyrst
um sinn á milli, úr Borgarnesi og til
Reykjavíkur til að sinna vinnunni
sem ég vann frá Reykjavík,“ segir
hún. Af starfsaldri hennar og föð
ur hennar að dæma hlýtur Sjóvá
að vera góður vinnustaður. Krist
ín samsinnir því. „Já, það er mjög
gott að vinna hérna. Pabbi er hætt
ir endanlega um næstu mánaðamót
og þá er hann búinn að vinna við
tryggingar í 35 ár. Mamma vann
líka hjá Sjóvá í 23 ár. Það er einnig
gaman að nefna að á tímabili vor
um við þrír ættliðir að vinna hér í
útibúinu; pabbi og mamma reynd
ar líka, ég og elsta dóttir mín,“ seg
ir Kristín.
Þjónar stóru svæði
Útibú Sjóvá í Borgarnesi þjónar
stóru svæði. Það nær allt frá Borg
arnesi, yfir Snæfellsnes, Dali og
Vestur Húnavatnssýslu. Umboðs
og þjónustuaðilar eru svo í Ólafs
vík, Búðardal og í Stykkishólmi. Að
sögn Kristínar gengur rekstur úti
búsins mjög vel. „Við eigum góð
samskipti við viðskiptavini. Í Borg
arnesi er þetta svolítið þannig að
allir þekkja alla. Hér þekkir mað
ur, eða allavega kannast við, þá sem
eru í viðskiptum við okkur og sam
skiptin verða persónulegri fyrir vik
ið,“ segir hún. Hún segir að brans
inn hafi breyst töluvert á liðnum
árum. Hér áður fyrr hafi fólk tryggt
hjá einu tryggingafélagi og haldið
sig við það en nú sé meiri færan
leiki í fólki.
Ánægð með skólana
Útibússtjórinn er ekki eingöngu
í tryggingamálum. Hún og mað
ur hennar eru einnig með íþrótta
skóla í Borgarnesi. Skólinn er ætl
aður börnum á aldrinum tveggja
til sex ára og hafa hjónin gaman af
þessari viðbót við dagleg störf. „Við
höfum gert þetta í mörg ár. Það er
mjög góð þátttaka, núna eru 55
börn skráð. Þau mæta á laugardags
morgnum með foreldrum sínum og
þetta er alveg æðislegt. Það er svo
gaman að fylgjast með því hvað þau
hafa gaman af þessu,“ segir Krist
ín brosandi. Sem þriggja barna
móðir barna á ýmsum aldri hefur
hún reynslu af þremur skólastig
um í Borgarnesi. Hún segist ánægð
með þau öll og nefnir að samskipt
in við bæði grunn og leikskólann
hafi alltaf verið ánægjuleg. „Ég er
mjög ánægð með skólana. Mennta
skólinn er að gera góða hluti. Dótt
ir mín er útskrifuð þaðan. Hún fór
í inntökuprófið fyrir læknadeild
ina þar sem hún ætlaði í sjúkraþjálf
anám strax eftir stúdentinn. Þau
voru þrjú frá MB sem tóku þetta
inntökupróf og komust öll inn. Það
hlýtur að gefa vísbendingu um að
skólinn sé að gera góða hluti og að
krakkar komi vel undirbúnir í fram
haldsnám.“
Tengslin dýrmæt
Kristínu líkar lífið í Borgarnesi og
smábæjarbragurinn og sú vinalega
nánd sem getur myndast á milli
fólks í minni bæjarfélögum. „Það er
samt mikið af nýju fólki í bænum.
Yngra fólk er farið að sækja aftur
heim. En maður kannast við meg
inþorrann,“ segir hún og brosir.
Hún segir sjarmann við að búa úti
á landi vera samskiptin og tengsl
in sem maður á við samferðafólk
sitt. „Þau eru mun persónulegri en
í höfuðborginni. Mér þykja þessi
tengsl dýrmæt. Maður þekkir eða
kannast við foreldra vina barnanna
og fyrir vikið verða öll samskipti
einfaldari og persónulegri.“ Að
spurð um hvað sé best við að búa í
Borgarnesi stendur því ekki á svör
um: „Það er svo margt. Til dæmis
nálægðin við náttúruna. Dýrmæt
ast við að búa hérna í Borgarnesi
er þó þessi nánd og samstaða sem
ríkir á milli Borgnesinga. Það hef
ur auðvitað bæði kosti og galla að
búa í litlu bæjarfélagi en ég segi að
persónuleg samskipti og nálægð
in við náungann séu miklir kostir.
Eins nálægðin við Reykjavík, það er
stutt að fara og sækja þá þjónustu
sem ekki er til staðar. Við erum vel
í sveit sett. Þetta er fallegur bær og
við höfum hérna allt til alls,“ segir
Borgnesingurinn Kristín Jónsdóttir
ánægð að lokum.
grþ
Börn Kristínar: Ísak, Guðríður Hlíf og Sara Líf. Ljósm. úr einkasafni.
Kristín Jónsdóttir er útibússtjóri Sjóvá í Borgarnesi. Ljósm. grþ.
Guðríður Hlíf, dóttir Kristínar, var fjallkona árið 2012. Litla systirin Sara Líf var
sármóðguð að fá ekki að vera á baki með systur sinni og reynir að hlaupa í burtu.
Á myndinni eru allir fjölskyldumeðlimir Kristínar nema sonurinn Ísak. Ljósm. úr
einkasafni.