Skessuhorn


Skessuhorn - 28.01.2015, Blaðsíða 24

Skessuhorn - 28.01.2015, Blaðsíða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 28. JANÚAR 2015 Vörur og þjónusta PARKETLIST PARKETSLÍPUN OG LÖKKUN Sigurbjörn Grétarsson GSM 699 7566 parketlist@simnet.is R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 R E S T A U R A N T Upplýsingar í síma: 430 6767 Hönnun prentgripa & alhliða prentþjónusta Drei bréf - Boðsbréf Ritgerðir - Skýrslur Reikningar - Eyðublöð Umslög - Bréfsefni Fjölritunar- og útgáfuþjónustan Getum við aðstoðað þig? sími: 437 2360 olgeirhelgi@islandia.is www.skessuhorn.is Þjónustuauglýsingar Skessuhorns Auglýsingasími: 433 5500 Pennagrein Pennagrein Um skipulagsvald sveitarfélaga Umræða um flug­ völlinn í Vatnsmýr­ inni og skipulagsvald sveitarfélaga tók kipp þegar nokkr­ ir þingmenn Framsóknarflokksins fluttu tillögu um að færa skipulags­ valdið yfir flugvallarsvæðinu til Al­ þingis. Mér sýnist þetta vera skyn­ samleg tillaga, einkum með tilliti til sögunnar. Ég er hér einkum að hugsa til tveggja tilvika sem verið hafa mikið í fréttum undanfarin ár. Teigsskógsmálið. Málið snertir líf­ æð Vestfjarða, vegasamband til vest­ urs og suðurhluta Vestfjarða. Auk þess er um að ræða samgöngur inn­ an sveitarfélagsins, t.d. akstur skóla­ barna. Hér er um að ræða grunn­ þjónustu í Reykhólasveit fyrir utan tengingu við umheiminn. Í fjölda ára hafa framkvæmdir við veg um svokallaðan Teigsskóg tafist vegna „fordóma“ í stofnunum ríkisins. Ég nota hér orðið fordómar vegna þess að skógurinn sem um ræðir er ekki merkilegt fyrirbæri sem skógur, hef­ ur ekkert verndargildi, samanber ályktun skógræktarmanna á Vest­ fjörðum. Hvernig stendur á því að skipulagsvaldið í þessu máli er ekki hjá sveitarfélaginu? Það er ekki einu sinni hjá Alþingi. Það er hjá stofnun í Reykjavík! Hver færði skipulags­ valdið frá sveitarfélaginu til stofnun­ ar í Reykjavík? Og hvers vegna? Grímsstaðir á Fjöllum. Frægt var þegar kínverski athafnamaður­ inn Núpó vildi kaupa Grímsstaði á Fjöllum. Núpó ætlaði að hefja þar framkvæmdir og koma á ýmis kon­ ar starfsemi, m.a. í ferðaþjónustu. Núpó var meinað að kaupa Gríms­ staði og hefja þar framkvæmdir, vegna þess að hann átti ekki heimil­ isfestu á Evrópska efnahagssvæðinu. Sveitarfélög á Norður­ og Austur­ landi sameinuðust um að gera eig­ endum Grímsstaða tilboð í jörðina. Pennagrein Upplýsingaöldin- allt sem þarf! Góðan og blessaðan daginn, þingmaður, ráðherra, útvarpsstjóri, fjarskipta­ sjóður og forsvarsmenn allra þeirra fyrirtækja sem eiga og eða reka dreifikerfi farsíma og gagnaflutn­ inga vítt og breytt um land. Nú í ársbyrjun lifnaði heldur en ekki yfir dreifbýlisbúum, þegar for­ sætisráðherra í nýársávarpi til þjóð­ arinnar, tilkynnti að ríkisstjórn hans hafi áhveðið að þegar á þessu ári verði hafist handa við að ljósleið­ aravæða sveitir landsins. Það lang­ ar mig til að þakka honum fyrir með þessu stutta pári mínu. Í dag, í janúar 2015, er staðan sú hér á Erpsstöðum í Suðurdölum Dalabyggðar, sem þó eru staðsettir í miðri sveit, að ekki nást sending­ ar Ríkisútvarpsins, hvorki Rás tvö né Gufunnar í gegnum FM dreifi­ kerfi RUV. Með herkjum er hægt að ná þeim í bílútvarpi, en þó þann­ ig að truflanir eru tíðar, sem og að sjálfvirk leit á erfitt með að staðsetja útsendingarmerkin. Hins vegar og það ber að þakka, þá eru hin ágæt­ ustu skilyrði til mótttöku á sending­ um á langbylgju RUV á 189 kíló­ riðum. Því fylgir þó sá baggi að við sem búum við þessi takmörkuðu skilyrði, getum ekki valið hvaða út­ varpsefni við hlustum á, heldur er það í höndum útvarpsstjóra / dag­ skrárstjóra, sem áhveður hvaða efni hvorrar rásar, okkur er boðið að meðtaka hverju sinni. Ég get ekki með nokkru móti skil­ ið hvernig á því stendur ágætu ávar­ pendur hér að ofan, af hverju þetta er ekki búið að laga. Síðan ég fór að fylgjast með pólitík og taka virk­ an þátt í kosningum í kringum 1990, hefur þetta verið eitt af þeim mál­ um sem alla tíð ber hæst á góma hér í Dölum á framboðsfundum! Síð­ an 1990 hefur tækni fleygt fram og búið er að byggja upp hin ýmsu nýju dreifikerfi, svo sem fyrir GSM síma, NMT síma og nú síðast háhraða­ vætt Ísland og Tetra! Samt sem áður næst ekki útvarp nema með herkjum. Ég geri mér fyllilega grein fyr­ ir því að þetta litla erindi mitt mun ekki verða bleksins virði þegar það kemur fyrir augu ykkar, sem hér í upphafi eru ávörpuð, en á móti kemur að ég veit að þessi grein fer ekki framhjá ykkur, þar sem þið fáið öll Skessuhorn og lesið það spjald­ anna á milli, meira að segja forsæt­ isráðherra! Þorgrímur E Guðbjartsson. Höfundur er fagmenntaður nautgripahirðir samanber reglugerð um velferð nautgripa. III. kafla 4. grein frá 26. nóvember 2014. Ritstjórnarstefna Skessuhorns Í forystugrein 14. janúar síðastlið­ inn ræðir Magnús Magnússon rit­ stjóri um samkeppni, sem hann telur til bóta og er auðvelt að fallast á það. Útfrá þeirri fyrirsögn ræðir hann um Mjólkursamsöluna (MS) og eys hana rakalausum óhróðri, sem mig langar til að svara. Þegar ýmsar málalengingar hafa verið skafnar í burtu, stendur þetta eftir sem álit ritstjórans: Íslenskir kúabændur kjósa að ein­ angra sig og vilja ekki nema eitt úr­ vinnslufyrirtæki í mjólkurvinnslu. MS festist ómeðvitað í þæginda­ ramma vegna óeðlilegrar íhlutun­ ar með lagasetningu, styrkjum og viðskiptahindrunum. Hvatinn til að standa sig í vöruþróun, gæðum og þjónustu hefur gufað upp og þar hef­ ur MS sofið á verðinum. MS hefur ekki kjark til að styðja við aukna samkeppni í úrvinnslu mjólkur. MS hefur „útilokað vitneskju“ um hvort pláss sé fyrir aukna fram­ leiðslu. Skyndilegt æði fyrir kolvetnakúr­ um og fjölgun ferðamanna þurfti til að þvinga MS til að framleiða meira úr próteinhluta mjólkurinnar. MS er fyrirtæki í eigu íslenskra kúabænda og stjórnað af þeim og velgengni þess (eða hrakfarir) hafa bein áhrif á afkomu okkar. Þannig er fyrirtækið okkar lífakkeri í barátt­ unni fyrir viðunandi afkomu og þar af leiðandi undir miklum þrýstingi til að standa sig vel. Ég fullyrði óhik­ að að það hafi MS heppnast. Áhersla hefur alltaf verði lögð á vöruþróun, vörugæði og þjónustu við viðskipta­ vini, bæði kaupendur og bændur. Það er enda almennt viðurkennt, bæði innanlands og utan, að vöru­ framboð MS sé með ólíkindum fjöl­ breytt og gott miðað við okkar ör­ smáa markað á mælikvarða nálægra landa. Í hitteðfyrra varð skyndileg, ófyrir­ séð og fordæmalaus aukning í neyslu mjólkurfitu, sem sneri við áratuga þróun í átt að aukinni próteinneyslu. Samt sem áður hefur okkur, með samstilltu átaki, alltaf tekist að fram­ leiða nóg fyrir heimamarkaðinn. Það hefur því aldrei þurft að þvinga MS til að framleiða þær vörur, sem markaðurinn hefur kallað eftir. Svo lengi sem ég man, sem eru nokkrir áratugir, hefur markvisst verið unnið að öflun erlendra mark­ aða fyrir íslenskar mjókurafurðir og til þess varið ófáum milljónatugum. Það er svo á síðustu árum að þetta skilar sér í stóraukinni spurn eftir skyri í Evrópu, sem líklega má skýra með fjölgun evrópskra ferðamanna sem hafa kynnst því hér og svo vax­ andi áhuga á heilsusamlegu mat­ aræði. Auk alls þessa hefur mikil áhersla verið lögð á hagkvæmni í rekstri og endurskipulagning mjólkuriðnað­ arins á síðustu 10 árum hefur skil­ að 3.000 milljónum kr. á ári í lækk­ uðuðum vinnslukostnaði, sem hef­ ur skilað sér bæði til neytenda og bænda. Þessar hagræðingarðgerð­ ir voru engan veginn auðveldar og kröfðust erfiðra ákvarðana en nú er öllum ljóst að þær voru nauðsyn­ legar. Á það má benda að allt frum­ kvæði að því verkefni kom frá bænd­ um og stjórnendum MS. Það má því einu gilda hvar á er litið, ásakanir um að við höfum sofið á verðinum falla ómerkar um sjálfar sig. Þá eru það samkeppnismálin. Jafnan segjast menn fagna allri sam­ keppni, en ég held nú að þar tali menn gjarnan um hug sér. A.m.k. fagnaði ég ekki innkomu Mjólku Ólafs Magnússonar á sínum tíma þar sem það dró augljóslega úr umsvif­ um MS og kom þannig niður á af­ komu okkar. Samt sem áður fullyrði ég að aldrei hafi verið reynt að leggja stein í götu hans, þvert á móti lið­ sinnti MS honum við söfnun mjólk­ ur þegar tæki hans biluðu og þegar hann gafst upp á þeirri útgerð fékk hann að kaupa mjólk af MS eft­ ir þörfum eins og þau þrjú fyrirtæki sem stunda úrvinnslu mjólkur nú um stundir. Þegar svo Mjólka var að komast í þrot keypti samstarfsaðili okkkar, Kaupfélag Skagfirðinga, fyr­ irtækið og heldur því gangandi í sam­ keppni við MS. Þannig hefur mjólk­ uriðnaðurinn stutt við samkeppni en ekki hindrað hana. Jafnan hefur MS legið undir ámæli um samkeppnishömlur. Fjöldamarg­ ar kærur hafa verið teknar til rann­ sóknar gegnum árin (t.d. gegn Sam­ sölubrauðum hf og MS ís hf og einn­ ig gegn fyrirtækinu sjálfu) en aldrei hefur fundist nein sök. Þó er skylt að geta þess að enn er óútkljáð síð­ asta málið sem er enn í höndum Samkeppniseftirlitsins eftir ógild­ ingu fyrri úrskurðar þess. Þar er MS raunar gefið að sök að selja Mjólku vinnslumjólk á of lágu verði, sem tal­ ið er að skapi ójöfnuð en er auðvitað ekki til hagsbóta MS. Skessuhorn telur sig málsvara landsbyggðarinnar, bæði fólks og fyrirtækja, og hefur oft staðið við það með ágætum en tryggustu kaupend­ urnir munu vera íbúar strjálbýlisins á Vesturlandi. Því er það mér nokk­ uð snúið umhugsunarefni hvers vegna ritstjóri blaðsins ræðst ítrek­ að og með ósanngjörnum hætti að MS, sem er bókstaflega undirstaða lífsafkomu okkar kúabænda. Eig­ um við að þurfa að kyngja því að við séum einhver utangarðshópur sem engu máli skipti í samfélaginu eða atvinnulífinu og verðskuldum aðeins skammir og ónot? Er það ritstjórnarstefna Skessu­ horns? Guðmundur Þorsteinsson. Mér skilst að samkomulag hafi náðst um kaupin. Ætlunin var að leigja at­ hafnamanninum Núpó jörðina svo hann gæti hafið framkvæmdir við sköpun starfa á svæðinu. Hvað gerðist? Í stað þess að innanríkisrá­ herrann fyrrverandi liðkaði til fyr­ ir sveitarfélögunum á Norður­ og Austurlandi, var frumkvæði sveitar­ félaganna stöðvað! Vinna við verk­ efnið kostaði sveitarfélögin fyrir­ höfn og fjármagn. Skipulagsvaldið var tekið af sveitarfélögunum! Þetta eru tvö nýleg dæmi um að stofnanir í Reykjavík hrifsi skipu­ lagsvaldið úr höndum sveitarfélaga. Eigum við að hafa leikreglurnar með sama hætti áfram? Hér mætti svo nefna þriðja dæm­ ið, miðhálendið og svokallaðar þjóðlendur. Ég man að þegar lögin um þjóðlendur var samþykkt, höfðu þingmenn Framsóknarflokksins haft miklar efsemdir um ágæti þeirra. Þeir hafi að lokun samþykkt að styðja lögin, gegn því að skipulags­ valdið yrði hjá sveitarfélögunum. Mér skilst að nú sé að hluta til búið að færa skipulagsvaldið til Reykja­ víkur. Sé þetta rétt eru þetta svik við fólk utan Reykjavíkursvæðisins. Enn eitt dæmið um að skipulagsvaldið sé tekið af sveitarfélögunum. Sveinn Hallgrímsson. Höf. er eftirlaunaþegi.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.