Skessuhorn - 08.05.2015, Side 10
10 MIÐVIKUDAGUR 6. MAÍ 2015
Ný vefsíða
hafnarinnar
GRUNDARFJ: Höfnin í
Grundarfirði hefur tekið í
notkun nýja vefsíðu. Slóðin
á hana er www.grundport.is.
Grundarfjörður er mikilvæg
fiskihöfn frá fornu fari en
nýtur einnig stöðugt meiri
vinsælda sem viðkomustað-
ur skemmtiferðaskipa. Nýja
síðan á að virka jafnt fyr-
ir venjulegar tölvur, spjald-
tölvur og snjallsíma. Á henni
eru upplýsingar um höfnina
á ensku auk þess sem fræðast
má um hana á íslensku.
-mþh
Verkfall lamar
sorpmóttöku
AKRANES: Sorpmóttöku-
stöðin Gáma á Akranesi
verður lokuð vegna væntan-
legra verkfalla allan daginn
6. og 7. maí og dagana 19.
og 20. maí ef ekki næst að
semja í kjaradeilunum.
-mþh
Aflatölur fyrir
Vesturland
25. apríl - 1. maí.
Tölur (í kílóum)
frá Fiskistofu:
Akranes 19 bátar.
Heildarlöndun: 86.708 kg.
Mestur afli: Akraberg SI:
22.101 kg í fjórum löndun-
um.
Arnarstapi 12 bátar.
Heildarlöndun: 110.644 kg.
Mestur afli: Bárður SH:
63.523 kg í átta löndunum.
Grundarfjörður 10 bátar.
Heildarlöndun: 186.845
kg.
Mestur afli: Helgi SH:
33.787 kg í einni löndun.
Ólafsvík 16 bátar.
Heildarlöndun: 247.022 kg.
Mestur afli: Steinunn SH:
75.468 kg í þremur löndun-
um.
Rif 21 bátur.
Heildarlöndun: 391.911 kg.
Mestur afli: Tjaldur SH:
107.751 kg í tveimur lönd-
unum.
Stykkishólmur 5 bátar.
Heildarlöndun: 106.049 kg.
Mestur afli: Þórsnes SH:
110.680 kg í fjórum lönd-
unum.
Topp fimm landanir á
tímabilinu:
1. Tjaldur SH – RIF:
55.172 kg. 30. apríl
2. Tjaldur SH – RIF:
52.579 kg. 26. apríl
3. Örvar SH – RIF:
43.571 kg. 26. apríl
4. Örvar SH – RIF:
43.543 kg. 29. apríl
5. Steinunn SH – ÓLV:
35.660 kg. 28. apríl
mþh
Vök víða um
heim
ÍSLAND: Hljómsveit-
in Vök er er sú hljómsveit
frá Íslandi sem hefur feng-
ið flestar bókanir á tónlist-
arhátíðir í Evrópu í sumar.
Tvö af þeim þremur sem
skipa Vök eru ættuð frá
Akranesi. Það eru þau Mar-
grét Rán Magnúsdóttir og
Ólafur Alexander Ólafsson.
Auk þeirra er Andri Már
Enoksson í hljómsveitinni.
Vök hefur alls verið bókuð á
sex hátíðir sem eru Roskilde
Festival, Reeperbahn Festi-
val, Winterthurer Musik-
festwochen, Positivus Festi-
val, Colours of Ostrava og
The Great Escape. Hjóm-
sveitin hefur vakið mikla at-
hygli fyrir tónlist sína, kom-
ið víða fram, sigraði Músík-
tilraunir 2013 og sendi frá
sér EP plötuna „Tension.“
Tilkynnt hefur verið að ný
plata sem hlotið hefur nafn-
ið „Circles“ komi út 22.
þessa mánaðar.
–mþh
Bókuðu um
ársreikning
AKRANES: Ársreikn-
ingar Akraneskaupstað-
ar fyrir 2014 voru rædd-
ir á fundi bæjarstjórnar 28.
apríl. Skessuhorn hefur
áður greint frá helstu niður-
stöðum þeirra. Á fundinum
lögðu fulltrúar Samfylking-
arinnar, þau Valgarður Lín-
dal Jónsson og Ingibjörg
Valdimarsdóttir, sem eru í
minnihluta í bæjarstjórn,
fram bókun þar sem m.a.
segir: „Ánægjulegt er að sjá
að nýr meirihluti hefur áttað
sig á að fjárhagsáætlanir og
fjármálastjórn síðasta meiri-
hluta sé til eftirbreytni, en
sú stefna sem hann markaði
var bæði hófsöm og skyn-
samleg. Fyrsta fjárhagsáætl-
un núverandi meirihluta ber
vitni um þetta. Ársreikning-
ur Akraneskaupstaðar fyr-
ir 2014 liggur nú fyrir og
sýna niðurstöður hans að
aðalsjóður er að skila hagn-
aði uppá tæpar 292 milljón-
ir króna. Ef horft er til lykil-
talna er ljóst að þær eru flest-
ar vel viðunandi, en það er
þó helst framlegð samstæð-
unnar sem þarf að batna,
en hún er 4,2% árið 2014
en var 8,2% árið 2013.Við
leggjum áherslu á og hvetj-
um núverandi meirihluta til
að stíga varlega til jarðar og
halda áfram á þessari sömu
braut, með því að halda vel
utan um fjármál bæjarins
og halda áfram að greiða
niður skuldir. Okkar helsta
áhyggjuefni í dag er rekstr-
arniðurstaða hjúkrunar- og
dvalarheimilisins Höfða,
en hún er óviðunandi, skil-
ar 146 milljóna króna tapi
á síðasta ári. Helsta ástæða
tapsins eru lífeyrisskuld-
bindingar en einnig vant-
ar tekjur í reksturinn til að
endar náist saman.“ Lesa
má bókunina í heild sinni í
fundargerð bæjarins.
–mþh
Bílskúr við Hlíðarveg 3 í Grund-
arfirði er mikið skemmdur eftir
eld sem þar kviknaði á laugardags-
kvöldið. Eignatjón er töluvert. Þá
eru vatns- og reykskemmdir í sam-
liggjandi skúr sem tilheyrir húsinu
við Hlíðarveg 1. Slökkvilið Grund-
arfjarðar barðist við eldinn og fékk
aðstoð frá félögum sínum í Slökkvi-
liði Snæfellsbæjar. Tóks að koma í
veg fyrir að eldurinn bærist í húsið
en rjúfa þurfti þak skúrsins á þrem-
ur stöðum í baráttunni við eldinn.
Talið er að eldurinn hafi kviknað út
frá rafmagnstöflu í bílskúrnum.
tfk
Í gær var opið hús hjá nemend-
um í búsmíðaáfanga búfræðibaut-
ar Landbúnaðarháskóla Íslands á
Hvanneyri. Gafst þá gestum kost-
ur á að skoða það sem nemendur
hafa verið að hanna og smíða í vet-
ur. Á vorönn er annars árs nemum í
búfræði gefinn kostur á því að taka
valáfanga í búsmíði sem kenndur
er í Bútæknihúsinu á Hvanneyri. Í
áfanganum nýta nemendur þekk-
ingu sína úr málmsmíði, sem einn-
ig er kennd í búfræði, við smíði á
nytjahlutum úr málmi sem nýst
geta við landbúnaðarstörf. Kennsl-
an fer eingöngu fram sem verklegar
æfingar í málmsmíðum og meðferð
ýmissa tækja. Nemendur hanna og
smíða hluti í samstarfi við kenn-
ara og taka svo smíðisgripinn heim
með sér að námi loknu.
Markmið áfangans er að nem-
endur öðlist færni í nýsmíðum og
viðgerðum sem sannarlega geta
komið að gagni í almennum bú-
rekstri. Hugmyndafluginu var gef-
inn laus taumur og eru gripirnir
jafn ólíkir og þeir eru margir. Með-
al annars hafa í vetur verið smíðaðir
gripir á borð við fláningsbekk, sér-
lega korngjafarskóflu og flokkunar-
hlið fyrir sauðfé. Í vor sátu 13 nem-
endur áfangann og hafa þeir unn-
ið hörðum höndum að því að smíða
ýmis áhöld á önninni og notið til
þess tilsagnar frá kennara sínum,
Hauki Þórðarsyni.
mm/ Ljósm. lbhi.is
Ríkisútvarpið hef-
ur auglýst eft-
ir frétta- og dag-
skrárgerðarfólki í
öllum landshlut-
um og gerir stofn-
unin ráð fyrir að
nýir starfsmenn
komi til starfa síð-
sumars. Freyja
Dögg Frímannsdóttir hjá RÚV á
Akureyri hefur umsjón með ráðn-
ingunum. Aðspurð í samtali við
Skessuhorn seg-
ir hún að veru-
lega hafi dreg-
ið úr starfsemi
RÚV á lands-
byggðinni und-
anfarin ár en nú
sé stefnt á að efla
hana á ný. „Lögð
verður áhersla á aukinn fréttaflutn-
ing úr öllum landshlutum og auk
þess verður lögð áhersla á aukinn
staðbundinn fréttaflutning á lands-
hlutasíðum RÚV á vefnum.“ Freyja
Dögg segir að Gísli Einarsson fjöl-
miðlamaður í Borgarnesi sé í fullu
starfi fyrir RÚV. Nýtt starf sem
nú er auglýst sé fyrir Vesturland
og Vestfirði sameiginlega. Um sé
að ræða nýja stöðu frétta- og dag-
skrárgerðarmanns og komi við-
komandi til viðbótar við Gísla. Fyr-
ir áhugasama þá rennur frestur um
að sækja um störf fréttamanna hjá
RÚV á landsbyggðinni út 25. maí
næstkomandi. mm
Gísli Einarsson
fréttamaður fær
nú aðstoð þegar
ráðið verður í
nýtt starf frétta-
og dagskrár-
gerðarmanns á
Vesturlandi og
Vestfjörðum.
Ríkisútvarpið ætlar að fjölga
fréttamönnum á landsbyggðinni
Hákon Sturla með fláningsbekk sem
hann hannaði og smíðaði.
Fláningsbekkur, kornskófla og
flokkunarhlið meðal smíðisgripa
Hluti nemenda í vetur ásamt Hauki Þórðarsyni.
Á sunnudag var harðsnúið lið sem vann við að rýma
bílskúrinn og taka til hendinni eins og Strandamönnum
einum er lagið. Ljósm. tfk.
Bílskúr mikið skemmdur eftir eld
Þessi mynd var tekin þegar slökkviliðsmenn voru að byrja að kljást við eldinn.
Ljósm. af.
Eins og sést er bílskúrinn mjög illa farinn. Ljósm. tfk.