Skessuhorn


Skessuhorn - 08.05.2015, Page 18

Skessuhorn - 08.05.2015, Page 18
18 MIÐVIKUDAGUR 6. MAÍ 2015 Ekki eru mörg ár síðan helstu fjár- málamenn og útrásarvíkingar þjóð- arinnar höfðu það sem stöðutákn að eiga góða jörð úti í sveit og helst heilan dal eða eyju. Ef jörð- in Fremri-Vífilsdalur í Hörðudal í Dalasýslu hefði verið til sölu á þeim tíma er nokkuð ljóst að hún hefði selst fyrir allmiklar fúlgur fjár eins og þá voru gjarnan borgaðar í jarðakaupum. Blaðamaður Skessu- horns brá sér í heimsókn í Vífilsdal á dögunum til að spjalla við Hörð Hjartarson bónda sem þar er fædd- ur og uppalinn. Bærinn Fremri- Vífilsdalur er eini bærinn í Vífils- dal sem liggur fram úr Hörðudal. Neðri-Vífilsdalur fór í eyði nokkru fyrir miðja síðustu öld. Þá keyptu foreldrar Harðar núverandi bónda, Hjörtur Kjartansson og Sigríð- ur Sigurðardóttir, jörðina og sam- einuðu Fremri-Vífilsdal sem alls er um fjögur þúsund hektarar. Bærinn er um þrjá kílómetra frá veginum fremst í Hörðudalnum og fallegt bæjarstæði í blómlegum dal blas- ir við þegar ekið er þangað heim. Þegar blaðamaður boðaði komu sína í Vífilsdal fregnaði hann að ýmislegt stæði til hjá heimilisfólk- inu um þetta leyti. Að kvöldi þessa dags sem blaðamaður var á ferð- inni var ætlun fjölskyldunnar að fara í leikhúsferð til Reykjavíkur og helgina eftir voru svo framundan afmælistónleikar hjá karlakórnum Söngbræðrum en með þeim kór hefur Hörður sungið í allmörg ár. Sveitafólkið verður jú líka að geta lyft sér upp annað slagið og notið menningarinnar. Vinna með búinu Hörður var nýkominn úr fjárhús- unum frá því að sprauta nokkrar ær þegar blaðamaður birtist á hlaðinu og gekk í bæinn. Við setjumst í eld- húskrókinn og spjöllum en Elín Jónsdóttir kona Harðar var í vinnu á hjúkrunarheimilinu Fellsenda. Í Vífilsdal, eins og á fleiri bæjum til sveita í dag, vinna bændur líka utan heimilisins. Hörður er einnig í hlutastarfi á Fellsenda með bústörf- unum frá hausti og fram á vor þeg- ar sauðburður byrjar. „Ég byrjaði að vinna á Fellsenda á sínum tíma til að leysa Elínu af meðan hún var í fæðingarorlofi og líkaði vinnan þar vel og finnst hún gefandi. Þessi vinna fellur ágætlega að sauðfjárbú- skapnum hjá okkur. Haustmánuð- irnir eru samt svolítið erfiðir þeg- ar smalamennskur eru í algleym- ingi og þá eru eilífar reddingar með vaktaskipti,“ segir Hörður. Þess má geta að milli Vífilsdals og Fellsenda er 26 kílómetra akstursleið en að- eins sjö kílómetra loftlína. Lærði smíðar en varð bóndi Eins og áður segir er Hörður fædd- ur og uppalinn í Vífilsdal í hópi sex systkina. Aðspurður segist hann ekkert endilega hafa ætlað að ger- ast bóndi, hlutirnir hafi bara æxl- ast svona. Hann hafi ungur mað- ur numið húsasmíðar, byrjað í því námi í Iðnskóla Reykjavíkur og lok- ið því í Stykkishólmi. Námssamn- ingi lauk Hörður hjá Gunnari Jóns- syni byggingameistara í Búðardal. „Á þeim tíma var nóg að gera hér út um sveitir í húsbyggingum og lengi vel var ég að vinna við smíðar með búskapnum. Þegar faðir minn féll frá 1982 stóð ég frammi fyrir því að taka við búinu. Ég hugsaði sem svo að það væri sjálfsagt ágætt að vera í búskapnum svona fram yfir fer- tugt en snúa sér þá að öðru meðan skrokkurinn væri í góðu lagi. Svo hef ég bara verið svo sprækur og vel á mig kominn líkamlega að ég býst við að halda áfram minnsta kosti einhver ár í viðbót,“ segir Hörð- ur sem er í dag 57 ára gamall. Elín Jónsdóttir kona hans kom úr Kópa- vogi en reyndar var hún í sveit á næsta bæ í Hörðudalnum, Tungu. Hörður segir Elínu eiga ættir að rekja á svæðið. „Hún er ættuð frá Dröngum á Skógarströnd. Afi hennar og amma voru Guðmund- ur Ólafsson og Valborg Jónsdóttir bændur þar.“ Þau Hörður og Elín eiga tvö börn. Sá yngri Björgvin er heima í Vífilsdal um þessar mundir að hjálpa til. Hann er 18 ára gam- all og sagði við blaðamann að hann hefði ekkert á móti því að taka við búskapnum í framtíðinni. Dóttirin Andrea Hlín er í hjúkrunarnámi við Háskóla Íslands. Byggt upp og búið stækkað Hörður segir að þau hafi svo sem ekki tekið við búskapnum á besta tíma. „Um þetta leyti var einmitt verið að taka upp búmarkið og kvótasetningu í landbúnaði. Það hagaði þannig til hérna að foreldr- ar mínir voru með blandað bú, um 200 fjár og 10-12 kýr. Nokkru áður höfðu þau hætt með kýrnar þannig að við fengum ekki þann hluta met- inn inn í búmarkið. Fyrstu árin hjá okkur í búskapnum voru því býsna strembin. Ég keypti svo búmark af bróður mínum þegar hann hætti búskap á Arnarbæli á Fellsströnd og meiri kvóta svo síðar. Ég held að megi segja að við séum í ágæt- um málum í dag,“ segir Hörður. Aðspurður segir hann að bústofn- inn í dag sé tæplega 500 fjár, það sé um 480 kvenkyns í fjárhúsunum. „Við byrjuðum strax að fjölga fénu eftir að við tókum við og byggðum þá fjárhúsin. Ég jók reyndar pláss- ið þar með því að bæta við gjafa- jötu sem tekur um sjö rúllur af heyi. Gamla íbúðarhúsið var orð- ið mjög lélegt og við byggðum nýtt hús 1998. Því fylgdu svolítil heila- brot. Ég teiknaði húsið sjálfur og fannst ráðlegt að byggja það í ein- ingum. Ef við skyldum þurfa að fara burtu væri gott að taka húsið með sér. Ég byggði það í þremur einingahlutum en ég býst frekar við að það fari ekkert, verði hér áfram á staðnum.“ Verri heimtur raktar til tófunnar Aðspurður segir Hörður að Fremri- Vífilsdalur sé mjög góð jörð til sauðfjárbúskapar. Smalamennskur séu reyndar mjög miklar að haust- inu en þær gangi yfirleitt mjög vel og ekkert vandamál sé að fá mann- skap í göngur. „Við eigum að leggja fram ellefu dagsverk samkvæmt gangnaskilum en yfirleitt erum við um tuttugu, fjölskyldan og vinir og vandamenn. Nálægð okkar lands við afrétt Borgfirðinga gerir það að verkum að við verðum að taka féð með seinna móti af fjalli. Við get- um ekki sleppt fénu aftur því þá er viðbúið að það fari langt suður á fjöll aftur og saman við fé Borgfirð- inga á Langavatnsdal og Bjarnar- dal.“ Hörður segir að heimtur hafi yfirleitt verið nokkuð góðar en þó hafi orðið nokkur misbrestur á því í seinni tíð. Nokkur haust hafi vantað 20-30 lömb af fjalli og það sé alltof mikið. Síðasta haust hafi þó heimst betur, einhverra hluta vegna. Hörð grunar að tófan sé þarna aðal mein- valdurinn. Sjálfur hefur hann ver- ið grenjaskytta alveg frá unglings- árum og fór fyrst á greni aðeins tólf ára gamall. „Mér hefur sýnst að hún sé að færast í aukana. Eina nóttina í fyrra á sauðburðinum þegar lítið var að bera skrapp ég fjögurra kíló- metra leið niður að Fremri-Hrafna- björgum. Ég sá fimm dýr á leiðinni og náði að skjóta þrjú þeirra. Á síð- asta veiðitímabili skaut ég yfir 20 dýr. Á tímabili lagði ég út fyrir tóf- una yfir veturinn. Ég hætti því þeg- ar ég, þrátt fyrir góðan árangur í veiði, sá að hún kom sér upp grenj- um skammt frá ætinu. Tófan hef- ur verið að færa sig mikið til seinni árin og oft er ekkert að finna á gömlum þekktum grenjastöðum.“ Grisjun sveitanna mikið vandamál Spurður um útkomuna úr búinu, afurðirnar og frjósemina, seg- ir Hörður að viðmiðið sé alltaf að gera betur þetta árið en árið á undan. „Þetta hefur gengið nokk- uð vel. Frjósemin hefur verið ágæt. Við látum telja í ánum og núna, ef okkur tekst að halda lífi í lömbun- um, þá teljast ærnar vera með 1,95 að meðaltali. Það eru aftur á móti svolítil vanhöld hjá gemlingunum. Af 101 sem sónaðar voru reyndist 56 hafa látið eða voru geldir sem er náttúrlega alls ekki nógu góð útkoma.“ Hörður segist vera mjög sáttur við að vera sauðfjárbóndi og hafa valið sér það lífsstarf. Hann segist lítið hafa gert af því síð- ustu árin að sinna smíðavinnu með búskapnum, enda í 50% vinnu á Fellsenda frá hausti og fram á vor. „Ég held að enginn sem ætli sér að verða ríkur fari í sauðfjárbú- skap. Ég lít miklu frekar á að sauð- fjárbóndinn sé lífsstíll. Þótt oft sé mikið að gera er það ákveðið frelsi sem fylgir því að vera í búskapn- um. Það er snertingin og glím- an við náttúruna nánast allan árs- ins hring og náttúrlega félagsskap- urinn við dýr og menn sem ger- ir þetta skemmtilegt. Hins veg- ar hefur grisjun sveitanna síðustu áratugina skapað vandamál. Við hérna í Dölunum höfum kannski sloppið betur en margar aðrar sveitir. Það er samt þannig að það munar um hverja jörð sem fer úr ábúð, ekki síst varðandi til dæm- is smalamennskuna að haustinu. Það er bara þannig til sveita að líf- ið byggist mikið á samvinnu fólks- ins sem þar býr.“ Fjölskyldan fer í leikhús Hörður segir að 500 kinda fjárbú eins og í Fremri-Vífilsdal geri ekk- ert betur en að standa undir dagleg- um rekstri bús og heimilis, tilkostn- aður hafi aukist svo mikið mörg síðustu árin. „Ef ráðist er í stærri fjárfestingar þurfa þeir peningar að koma annars staðar frá. Ein þokka- leg dráttarvél kostar í dag til dæmis um tíu milljónir króna. Þess vegna veitir okkur ekkert af að vinna með búinu. Líka til að geta veitt okk- ur eitthvað aðeins,“ segir Hörður. Þegar kíkt er í myndasafn heimilis- ins kemur í ljós að fjölskyldan fór til dæmis í skemmtilega ferð til Aust- urríkis í fyrra, á svæðið Lägenfeld skammt frá ítölsku landamærunum. Þar fór fjölskyldan í skemmtileg- ar gönguferðir, enda svæðið þekkt útivistarparadís. „Við höfum alveg frá því börnin voru ung stílað á að fara í leikhús ekki sjaldnar en einu sinni á vetri. Síðustu árin höfum við keypt okkur leikhúskort í Borgar- leikhúsinu. Valið þar fjórar sýning- ar yfir veturinn. Við erum einmitt að fara á þá síðustu í kvöld, stórsýn- inguna Billy Elliot. Við í sveitinni þurfum líka að geta notið menn- ingarinnar.“ þá Sauðfjárbúskapurinn er lífsstíll Spjallað við Hörð Hjartarson bónda í Fremri-Vífilsdal Það er snertingin og glíman við náttúruna nánast allan ársins hring sem gerir búskapinn skemmtilegan, segir Hörður. Hörður við gegningar en í Fremri- Vífilsdal er 500 kinda fjárbú. Ljósm. bh. Bærinn Vífilsdalur er þrjá kílómetra frá veginum frammi í Hörðudalnum. Fjölskyldan á ferð í Lägenfeld í Austurríki á síðasta sumri.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.