Skessuhorn


Skessuhorn - 08.05.2015, Qupperneq 30

Skessuhorn - 08.05.2015, Qupperneq 30
30 MIÐVIKUDAGUR 6. MAÍ 2015 að niður. Nú er verið að vinna í því að laga húsakostinn, bæði gera við ýmislegt, þrífa og snyrta.Við erum að útbúa um 750 fermetra húsnæði sem við höfum fengið til afnota hjá Borgarbyggð. Það er hluti af gömlu fjárréttinni svokölluðu hér í Brák- arey sem fyrrum tilheyrði sláturhús- inu. Síðan fáum við líka til afnota það sem eitt sinn kallaðist „gúanó- ið“ og hýsti kjötmjölsverksmiðju sláturhússins. Það er í kringum 300 fermetrar. Þetta er fyrst og fremst hugsað sem geymsluhúsnæði. Það á þó eftir að útfæra nánar nákvæm- lega með hvaða hætti. Kannski verð- ur þetta húsnæði að einhverju leyti nýtt til sýninga, það á eftir að koma í ljós,“ segir Ólafur Helgason. Mikill og vaxandi áhugi Sæmundur Sigmundsson rútu- bílstjóri er einn af stofnfélögum Fornbílafjelagsins og á sæti í stjórn. Hann er mikill áhugamaður um gamla bíla og samgöngusöguna. „Já, þessi félagsskapur okkar hefur dafn- að svakalega á þessum fjórum árum sem liðin eru frá stofnun. Áhuginn er mikill og þetta er virkilega gam- an. Hér í húsnæðinu erum við með eitthvað í kringum 30 bíla til sýn- ingar við góðar aðstæður. Bíla af öll- um stærðum og gerðum og frá mis- munandi tímaskeiðum. Það má allt- af deila um hvort við eigum að hafa færri bíla og þá fallegri eða safna öllu sem við komumst yfir. Það er ekki hægt að bjarga öllu því það kostar að gera upp bíla. Ég vil hafa þetta minna en fallegra en það er mín skoðun. Mér er alveg sama hver á bílana, bara að þeir séu hérna,“ sagði Sæmundur í spjalli við Skessu- horn kvöldið sem aðalfundurinn var haldinn. Sjálfur á hann nokkra forn- bíla. Leynigestur á laugardag Á aðalfundinum mátti greina til- hlökkun félaga í Fornbílafjelagi Borgarafjarðar til sumarsins fram- undan. Stóra sýningin með Röftun- um verður í Brákarey á laugardag- inn. Á fundinum kvisaðist út að á hana væri væntanlegur leynigestur sem eigi eftir að vekja gríðarlega at- hygli en ekkert var nánar gefið upp um það. Fleiri viðburðir eru svo síð- ar í sumar. Þar má nefna Hvanneyr- ardaginn í júlí þar sem meðal ann- ars er haldið upp á gamlar dráttar- vélar og önnur landbúnaðartæki. Hefð er fyrir því að Fornbílafjelag Borgarfjarðar komi þá í hópakstri að Hvanneyri og mikið um dýrðir. mþh „Nú er sumarið komið,“ sögðu félagar Daníels Jónssonar í Ólafs- vík þegar Danni, eins og hann er gjarnan kallaður, var kominn um borð í trilluna sína Bjartmar sem stóð uppi á landi. Að sögn Daní- els er þetta 21. trillan sem hann gerir upp um ævina. „Æ, ég ætlaði að vera löngu hættur þessu,“ seg- ir Daníels og brosir þegar frétta- ritara ber að garði. „Ég fékk þessa trillu í fyrrasumar og er búinn að vera að dytta að henni þegar veð- ur leyfir. Ég er búinn að skipta um ellefu borð í skrokknum auk þess að taka upp vélina. Báturinn var smíðaður 1966 og var upphaflega póstbátur í Arnarfirði. Bara það eitt og sér segir mér að ég verði að klára þennan bát sem á sér merka sögu og er með góða sál.“ af Gerir nú upp gamlan póstbát úr Arnarfirði Næstkomandi laugardag halda Fornbílafjelag Borgarfjarðar og bif- hjólaklúbburinn Raftar sameigin- lega stórsýningu í Brákarey í Borgar- nesi. „Þessi viðburður var með þess- um hætti í fyrsta skipti í fyrravor og tókst afar vel. Bæði vakti hann mikla athygli og svo var aðsóknin frábær. Við verðum á ferðinni á fornbílum en ekki skipuleg hópkeyrsla. Það verður mótorhjóla- og fornbílasýn- ing. Gömlu bílarnir fara út undir bert loft. Hingað koma gestir á mót- orhjólum. Það verður svo kaffisala. Þetta verður með sama hætti og í fyrra,“ segir Ólafur Helgason for- maður Fornbílafjelags Borgarfjarð- ar í samtali við Skessuhorn. Aðalfundur Fornbíla- fjelagsins Á þriðjudag í síðustu viku var hald- inn aðalfundur Fornbílafjelags- ins í húsakynnum þess í Brákarey. „Klúbburinn var stofnaður 2011 og er því fjögurra ára. Félagar eru um 140 talsins. Þeir koma alls staðar að, félagatalið er ekki bundið við Borg- arfjörðinn. Þó hefur fjölgað í honum af fólki sem býr hér í Borgarbyggð og greinilegt að áhugi er til staðar á gömlum bílum og samgöngusög- unni hér á þessum slóðum,“ seg- ir Ólafur. Hann hefur gegnt emb- ætti formanns klúbbsins frá stofnun. Á þriðjudag var hann endurkjörinn ásamt öðrum í stjórninni sem alls telur fimm manns. Klúbburinn hefur aðsetur í Brák- arey þar sem búið er að vinna stór- virki í að endurbæta hluta af gamla sláturhúsi Kaupfélags Borgfirðinga og breyta í sýningarsal fyrir gamla bíla og aðstöðu fyrir félagsstarfið. „Hér verður opið alla daga í sumar. Bæði virka daga og um helgar, milli klukkan 13 og 17 frá 1. júní til 31. ágúst. Á veturna er opið hér á laug- ardögum. Síðan höfum við opið á þriðjudagskvöldum en þá hittast félagarnir.“ Breiða úr sér í Brákarey Fornbílafjelag Borgarfjarðar heldur áfram að stækka við sig í Brákarey. Nú í vetur og vor hefur verið unnið af kappi. „Við höfum fengið þennan húsakost án endurgjalds frá Borg- arbyggð gegn því að engar kvaðir fylgi því á hendur sveitarfélaginu. Að öðrum kosti hefði þetta hús- næði vafalaust staðið autt og grotn- Mikið verður um dýrðir í Brákarey á laugardaginn þegar Raftar og fornbílamenn boða til hátíðar Öflug starfsemi Fornbílafjelags Borgarfjarðar Stjórn Fornbílafjelags Borgarfjarðar. Frá vinstri; Gunnar Gauti Gunnarsson, Sæmundur Sigmundsson, Ólafur Helgason, Jón G. Guðbjörnsson og Ólafur S. Eggertsson. Úr sýningarsal félagsins þar sem geymdir eru um 30 fornbílar. Gamla fjárréttin svokallaða í Brákarey sem félagsmenn Fornbílafjelagsins eru nú að standsetja fyrir starfsemi sína. Þessa gömlu og litlu rútu kannast margir Vestlendingar við. Hún var um árabil í eigu Sæmundar Sigmundssonar en endaði ferilinn sem skólabíll í Lundarreykjadal í eigu Friðjóns Árnasonar frá Kistufelli. Hún bíður nú betri tíma og hugsanlegrar uppgerðar. Yfirbygging hennar er íslensk smíði ofan á grind úr Rússajeppa. Tveir brautryðjendur í samgöngumálum þjóðarinnar ræðast við, þeir Sæmundur Sigmundsson rútubílstjóri og Árni Sigurbergsson flugstjóri. Báðir eru fornbíla- áhugamenn. Árni á vörubíl frá 1928 sem var lengi í eigu foreldra hans við Höfn í Hornafirði en stendur nú uppgerður í Brákarey. Ford A-vörubíll Árna Sigurbergssonar árgerð 1928, gerður upp af honum sjálfum er augnayndi til sýnis hjá Fornbílafjelagi Borgarfjarðar.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.