Skessuhorn - 07.10.2015, Blaðsíða 4
MIÐVIKUDAGUR 7. OKTÓBER 20154
Kirkjubraut 54-56 - Akranesi - Sími: 433 5500 - www.skessuhorn.is
Skessuhorn kemur út alla miðvikudaga. Skilafrestur auglýsinga er kl. 14.00 á þriðjudögum.
Auglýsendum er bent á að panta auglýsingapláss tímanlega. Skráningarfrestur smáaug-
lýsinga er til 12.00 á þriðjudögum.
Blaðið er gefið út í 3.800 eintökum og selt til áskrifenda og í lausasölu.
Áskriftarverð er 2.573 krónur með vsk. á mánuði. Elli- og örorkulífeyrisþegar greiða
kr. 2.230. Rafræn áskrift kostar 2.023 kr. Rafræn áskrift til elli- og örorkulífeyrisþega er 1.867
kr. Áskrifendur blaðs fá 50% afslátt af verði rafrænnar áskriftar. Verð í lausasölu er 750 kr.
SKRIFSTOFA BLAÐSINS ER OPIN KL. 9-16 VIRKA DAGA
Útgefandi: Skessuhorn ehf. skessuhorn@skessuhorn.is
Ritstjórn:
Magnús Magnússon, ritstjóri s. 894 8998 magnus@skessuhorn.is
Guðný Ruth Þorfinnsdóttir gudny@skessuhorn.is
Kristján Gauti Karlsson kgauti@skessuhorn.is
Magnús Þór Hafsteinsson mth@skessuhorn.is
Auglýsingar og dreifing:
Emilía Ottesen, markaðsstjóri emilia@skessuhorn.is
Valdimar Björgvinsson valdimar@skessuhorn.is
Umbrot og hönnun:
Ómar Örn Sigurðsson omar@skessuhorn.is
Tinna Ósk Grímarsdóttir tinna@skessuhorn.is
Bókhald og innheimta:
Guðbjörg Ólafsdóttir bokhald@skessuhorn.is
Prentun: Landsprent ehf.
Leiðari
Sportveiði á sjó og landi
Ég kynntist því í uppvextinum að mikið var rætt um veiðiskap. Ég ólst upp
í sveit og var áhugamál föður míns heitins að stunda stang- og skotveiði og
reyndist sá áhugi smitandi. Þegar hann tók sér frí, sem þó ekki var oft, var
haldið til veiða, nú eða skotist milli mjalta á rjúpu eða til að dorga í gegn-
um ís á Norðurá. Haldið var til veiða til að afla í kistuna, en þó ekki síður til
gamans. Á haustin var skriðið eftir túnskurðum til að komast í skotfæri við
grágæs þegar hún var að hópa sig saman og setjast á túnin til að fita sig fyr-
ir haustflugið. Þetta var gríðarlega spennandi veiðiskapur því oft væri það
sýnd veiði en ekki gefin, allavega í mínu tilfelli. Ekki mátti heyrast mikið
þrusk til að styggð kæmist að hópnum og upp úr skurðinum mátti einungis
gægjast einu sinni og þá gafst stundum tími til að miða og skjóta. Grágæsin
er afar vör um sig og alltaf eru einhverjir fuglar í hópnum sem vakta um-
hverfið og eru fljótir að sjá torkennilegar verur nálgast eða greina hljóð. Þá
kom það fyrir að legið var fyrir gæs þegar hópar af henni settust við vötn
eða árfarvegi í ljósaskiptunum. Einkum er mikilvægt að aldursgreina gæs-
irnar rétt, því gamlir fuglar gátu reynst svo ólseigir, þrátt fyrir langa eldun,
að ekki var nokkur hnífur sem vann á þeim. Ég hygg að í síðasta skipti sem
ég ætlaði að borða grágæs hafi verið á gamlárskvöld 1996. Þá hafði ég sjálf-
ur aldursgreint gæsina, og mistekist það. Það voru því snæddar kartöflur,
sósa og meðlæti það kvöldið. Desertinn var hins vegar í lagi. Svo þegar
lengra leið á haustið var haldið til rjúpna. Það var allt öðruvísi veiðiskapur
og byggði á að maður hefði gott þol og plata af Síríus suðusúkkulaði í skot-
færatöskunni var staðalbúnaður til að mæta orkutapinu þegar leið á dag-
inn. Kjötið af þessum fuglum er herramannsmatur og alls ekki til hvers-
dagsbrúks.
Í seinni tíð hef ég látið það ógert að skjóta fugl mér til skemmtundar
og búbótar. Finnst þetta þó góður matur. Varðandi rjúpuna þá er ég frek-
ar afhuga því að hún sé skotin vegna hruns í stofninum. Það er vitlaust gef-
ið þegar rjúpan er annars vegar. Þessi vinalegi hænsnfugl er ofurliði bor-
inn af slæmu árferði, of mikilli ásókn veiðimanna, en ekki síst af tófunni.
Ég hefði kosið að veiðar á rjúpu yrðu bannaðar í fimm ár til reynslu á sama
tíma og refaveiðar yrðu auknar til muna. Við slíka aðgerð mætti freista þess
að koma að nýju betra jafnvægi á lífríkið í náttúrunni.
Hin síðari ár hef ég því aðallega stundað stangveiðar. Finnst óhemju
gaman að halda á Arnarvatnsheiði því þar er nóga veiði að hafa og aðgengi
gott. Laxveiði hef ég ekkert stundað síðustu árin og telst þar að auki slak-
ur fluguveiðimaður. En ástæðan fyrir því að ég sæki ekki stíft í laxinn er
ekki endilega verðið á veiðileyfum heldur miklu fremur sú árátta að þurfa
að sleppa svo og svo miklu af veiðinni aftur í ána. Það má vel vera að hægt
sé að venja sig á slíkt hátterni með góðum vilja, en þetta er engu að síður
eitthvað sem er svo andstætt veiðieðlinu að ég kýs aðrar veiðar í staðinn.
Veiða og sleppa er mér jafn óskiljanlegt og köflóttar buxur sem sumir kjósa
að klæðast þegar þeir spila golf.
En á þessu sumri varð talsverð breyting í veiðimynstri ritstjórans. Hann
eignaðist fjórðungshlut í trillu af smæstu gerð og hefur farið nokkrar ferð-
ir á sjó sér til ánægju. Þetta er ekki dýrt sjófar, á að giska fertugur spænsk-
ur plastbátur, aðeins stærri en þokkalegur vatnabátur. Að róa til fiskjar í
góðu veðri á sundunum við Akranes er ótrúlega skemmtilegt og róandi fyr-
ir sál og líkama. Ekki skemmir að sá guli hefur sýnt sig í flestum veiðiferð-
um í sumar og nú er maður búinn að læra að nætursalta þorsk, gera dýrind-
is fiskibollur og allskonar fiskrétti. Svona smábátar þurfa ekki að vera dýr-
ir í innkaupum og ef róa þarf stutt er rekstrarkostnaðurinn innan skynsam-
legra marka. Hafnargjöldin á mánuði eru ekki dýrari en á að giska klukku-
tíma veiði í Laxá í Ásum! Allir eiga rétt á að veiða sér til matar og hvet ég
því þá sem þess eiga nokkurn kost að nýta sér nálægðina við sjóinn. Fiskinn
í honum eigum við jú öll, hvað sem hver segir.
Magnús Magnússon.
Undanfarið hafa staðið yfir fram-
kvæmdir við svæðið í kringum
Bjarnarfoss í Staðarsveit. Verið er
að búa til bílaplan við gömlu brúna.
Þaðan er búið að leggja göngustíg
að fossinum. Þarf að fara yfir tvær
göngubrýr á leiðinni að fossinum.
Bætir þetta aðgengi að fossinum en
áður þurfti að fara framhjá íbúðar-
húsinu á bænum Bjarnarfossi. Lík-
legt er að þessar breytingar verði til
þess að myndatökum við fossinn á
eftir að fjölga en þegar ljósmyndari
var á ferð þarna nýverið var brúð-
armyndataka í gangi. Um fram-
kvæmdirnar sér verktakafyrirtækið
Sigurður og Eyjólfur sf.
þa
Engan sakaði þegar fjölveiði-
skipið Blíða SH-277 steytti á
skeri norðan við Kiðey á Breiða-
firði, um sex kílómetra vestan við
Stykkishólm, síðdegis á fimmtu-
daginn. Þrír menn voru um borð.
Blíða er 62 tonna stálskip. Björg-
unarsveitir á Snæfellsnesi voru
þegar kallaðar út, sem og björg-
unarskip frá Rifi, nærstaddir
bátar og þyrla Landhelgisgæsl-
unnar. Hannes Andrésson SH
var meðal þeirra skipa sem fyrst
komu á vettvang og náðu skip-
verjar á Hannesi að draga Blíðu
á flot að nýju nokkru síðar. Ekki
kom leki að skipinu og var því
siglt til Stykkishólms.
Það var Sumarliði Ásgeirsson
björgunarsveitarmaður og ljós-
myndari Skessuhorns sem tók
meðfylgjandi myndir á strand-
stað síðdegis á fimmtudaginn.
mm
Til stendur að reisa nýtt amtsbóka-
safni í Stykkishólmi. Verður það
sambyggt grunnskólanum að vest-
anverðu og að sögn Sturlu Böðvars-
sonar, bæjarstjóra í Stykkishólmi,
er miðað við að viðbyggingin verði
550 fm á einni hæð. „Gert er ráð
fyrir að skólabókasafnið, amtsbóka-
safnið og ljósmyndasafn Stykkis-
hólms verði hýst í þessu húsnæði,“
segir Sturla. Þessa dagana er unn-
ið að hönnun húsnæðisins og til
stendur að bjóða verkið út í byrjun
næsta árs. Kostnaður við byggingu
nýs amtsbókasafns liggur ekki fyr-
ir að svo stöddu. „Enn hefur ekki
verið gerð kostnaðaráætlun, en það
kemur í ljós þegar búið verður að
móta þetta í megindráttum,“ segir
Sturla og bætir því við að sala nú-
verandi húsnæðis amtsbókasafnsins
gangi upp í kostnað við byggingu
þess nýja. Áður hafði verið gert ráð
fyrir stækkun grunnskólans að aust-
anverðu sem átti að hýsa tónlistar-
skóla, matsal, handmenntakennslu
og fleira. Að sögn Sturlu var búið
að fullhanna þá stækkun árið 2010
þegar framkvæmdin var slegin af.
„Við erum jafnframt að vinna að,
þótt það fari hægar, endurmati á
þeim áformum. En eins og er þá
gerum við ekki ráð fyrir að það
fari af stað fyrr en við sjáum fyr-
ir endann á að geta selt húsnæðið
sem tónlistarskólinn er í núna. Það
hangir allt saman. Rétt eins og sala á
núverandi húsnæði amtsbókasafns-
ins gengur upp í byggingu þess nýja
mun sala á tónlistarskólanum ganga
upp í byggingu nýs tónlistarskóla,
þessarar viðbyggingar austanmegin
grunnskólans,“ segir Sturla. kgk
Verið er að hanna nýtt
amtsbókasafn í Stykkishólmi
Aðgengi bætt að Bjarnarfossi
Blíða steytti á skeri við Kiðey