Skessuhorn - 07.10.2015, Blaðsíða 17
MIÐVIKUDAGUR 7. OKTÓBER 2015 17
Kvenfélagið Gleym mér ei í
Grundarfirði hélt lítinn markaðs-
dag í Sögumiðstöðinni laugardag-
inn 3. október síðastliðinn. Þar var
hægt að gera góð kaup en ýmiskon-
ar handverk, sultur, kæfa, rúgbrauð
og margt fleira var á boðstólnum.
Þá var einnig boðið upp á kaffi og
dýrindis kökur eins og þessar dug-
miklu kvenfélagskonur eru þekktar
fyrir að baka.
tfk
Héldu markað
í Sögumið-
stöðinni
Fræðimaðurinn Bjarni Guðmunds-
son á Hvanneyri hefur sent frá bók-
ina Íslenskir sláttuhættir. Í bókinni
rekur höfundur sögu sláttuamboða
og sláttuhátta frá fyrstu öldum Ís-
landsbyggðar. Reynt er að leiða að
því líkur hvernig þau áhöld hafi ver-
ið sem landnámsmenn hófu að nota
hér og þróuðust hérlendis. „Þeirri
sögu lýkur svo með sláttuvélum nú-
tímans, sem slá á við 200-300 sláttu-
menn gamla tímans,“ segir Bjarni í
samtali við Skessuhorn og bætir því
við að bókin fjalli í raun um slátt
með tvennum hætti. „Annars veg-
ar er það áhalda- og amboðafræð-
in, sagt frá þeim áhöldum sem not-
uð voru við slátt og þeim sem notuð
voru til að halda sláttutækjum í lagi,
brýnum, hverfisteinum og slíku. Síð-
an er sagt frá ýmsum siðum og venj-
um í sambandi við sjálfan sláttinn.
Það snýr þá að því hvernig menn
báru sig að, hvað til dæmis þræla-
sláttur var, hvernig var að slá ísastör
eða lauf, svo við tökum dæmi,“ sagði
Bjarni í samtali við Skessuhorn.
„Þetta á að vera alþýðufræðilegt
með texta og fjölda mynda, læsi-
legt fyrir alla sem hafa á viðfangs-
efninu áhuga. Ekki nein djúpvísindi
en byggt er á munnlegum og rituð-
um heimildum og ekki síður á hinu
gagnmerka þjóðháttasafni Þjóð-
minjasafnsins, sem ég fékk aðgang
að. Líka hef ég kannað gömul am-
boð í nokkrum söfnum og í einka-
eigu,“ segir Bjarni þegar blaðamað-
ur spyr hann hvort um fræðilegt rit
sé að ræða. „Dálítið er gert af því
að draga upp samlíkingar við það
hvernig þetta var með nágranna-
þjóðum. Auk þess eru raktir stór-
ir atburðir þessarar sögu, eins og
til dæmis þegar Torfi Bjarnason í
Ólafsdal kemur með enskan ljá til
Íslands, þann sem síðar var kallaður
bakkaljár, en hann gjörbreytti allri
vinnu við sláttinn því afköstin uxu
til muna, og svo aftur þegar hinn
alþekkti Eylandsljár, kenndur við
Árna G. Eylands, kom til landsins
úr smiðju Brusletto á Geilo í Nor-
egi,“ segir Bjarni. Eylandsljáinn seg-
ir hann vera þann sem flestir núlif-
andi Íslendingar tengi við slátt með
orfi og ljá. „Ef þú finnur gamlan ljá
í geymslu hjá afa þínum og ömmu í
sveitinni þá er langlíklegast að það
sé gamall Eylandsljár,“ segir hann.
Þá er líka sagt frá sláttuvélum m.a.
þeirri einu, að segja má, sem smíðuð
hefur verið hér á landi, og hét Tyrf-
ingur.
„En til að gera langa sögu stutta
er sláttur verk sem þorri manna
var bundinn við meira og minna
frá tólftu viku sumars og fram til
gangna, og orfið ásamt árinni lífs-
nauðsynlegasta áhald þjóðarinn-
ar hér á árum áður,“ segir Bjarni að
lokum.
Áhugasömum er bent á að út-
gáfuteiti bókarinnar verður hald-
ið í Reykjavík í Bókabúð Máls og
menningar við Laugaveg á morgun,
fimmtudaginn 8. október og hefst
það klukkan 17.
Þá mun Bjarni kynna bókina í
Landbúnaðarsafninu á Hvanneyri
þriðjudaginn 13. október kl. 20.
kgk
Bjarni Guðmundsson sendir
frá sér nýja bók
Bókin Íslenskir sláttuhættir rekur sögu sláttuamboða og sláttuhátta á Íslandi frá
fyrstu öldum Íslandsbyggðar.
Bjarni Guðmundsson á Hvanneyri
þegar hann fékk bókina í hendurnar.
Af því einstaka tilefni kveðst hann
hafa fengið sér koníakslögg í glas, til
að halda upp á að fimmtán ára sköp-
unartíma bókarinnar væri lokið.
ÞJÓNUSTA ÞJÓNUSTA
BLIKKSMIÐJA
Loftræstingar – Reykrör
Klæðningar – Nýsmíði
Viðhald – Efnissala
JÁRNSMIÐJA
Gjafagrindur – Nýsmíði
Viðhald – Þjónusta
Hesthúsinnréttingar
RAFMAGNS-
VERKSTÆÐI
Nýlagnir – Viðhald
Viðgerðaþjónusta
Borgarbraut 74 • 310 Borgarnesi • 412-5300 • limtrevirnet.is Verslun Tunguhálsi 10 - Sími 415 4000 - www.kemi.is - kemi@kemi.is
Almennur handhreinsir sem byggir á náttúrulegum efnum.
Virkar jafnt með vatni og án.
Engin jarðolíuefni eru notuð.
Inniheldur aloa vera, jojoba olíu og lanolin til að mýkja húðina.
Virkar vel á olíu, feiti, blek, jarðveg, epoxy og lím.
Inniheldur fín malaðan sand til að hreinsa betur.
Loctite SF 7850
handhreinsir
Er ekki hugsanlegt að þig vanti
aðstoð við hin ýmsu verk?
Til dæmis mjaltir, afleysingar, mokstur, fjárrag, hænsnatínslu, þrif
og bón á bílum og vélum, smölun, slátrun og svo mætti lengi telja.
Nemendur á öðru ári í búfræðideild Landbúnaðarháskóla Íslands
taka nú að sér hvers kyns verkefni til fjáröflunnar útskriftarferðar
sinnar á komandi ári.
Ítarlegri upplýsingar veita
Þorbjörg Helga: Karen Helga:
848-8491 865-8426