Skessuhorn


Skessuhorn - 07.10.2015, Blaðsíða 30

Skessuhorn - 07.10.2015, Blaðsíða 30
MIÐVIKUDAGUR 7. OKTÓBER 201530 „Hvað finnst þér best við þennan árstíma?“ Spurning vikunnar (spurt á Akranesi) Helga Ingibjörg Guðjónsdóttir: Litirnir í náttúrunni. Guðmundur Kristinsson: Enski boltinn er það allra besta við þennan árstíma. Ævar Sigurðsson: Nýjar kartöflur. Anna Dóra Tryggvadóttir: Að það skuli ekki vera bjart alla nóttina. Brynhildur Stefánsdóttir: Þegar rútínan kemst aftur á. Stór hluti starfsmanna Fjölbrauta- skóla Snæfellinga í Grundarfirði brá á leik síðasta föstudag og klæddi sig upp í bleikan fatnað. Október hefur jú um nokkurra ára skeið ver- ið tileinkaður vitunarvakningu um krabbamein undir heitinu Árvekni- átak Krabbameinsfélagsins. Hús og önnur mannvirki verið böðuð bleiku ljósi til að fá fólk til að hugsa um verkefnið. Verðlaun voru veitt fyrir bleikasta klæðnaðinn með- al starfsmanna FSN og var Krist- björg Hermannsdóttir hlutskörp- ust enda bleik með eindæmum. Eitthvað var fátt um karlkyns kepp- endur en ljósmyndari Skessuhorns varð að minnsta kosti ekki var við neina karlmenn þegar hann fékk að smella mynd af starfsfólkinu í bleiku. tfk Bleikur dagur í FSN Ólafsvíkingurinn Þor- steinn Már Ragnarsson, sem hefur leikið með KR undanfarin fjögur ár, er á förum frá félaginu. Þetta kemur fram í frétt á vef Fótbolti.net. Þar er haft eftir Þorsteini að hann hafi átt fínan tíma í KR en telji að nú sé rétt að stíga það skref að yfir- gefa félagið. Fram kem- ur að Þorsteinn hafi ver- ið sterklega orðaður við sitt gamla félag, Víking Ólafsvík og sé spennt- ur fyrir endurkomu þess í úrvalsdeildina. Útilok- ar hann því ekki að leika á heimaslóðum næsta sum- ar. „Það heillar alveg að fara í Víking Ólafsvík og það er einn af möguleik- unum. Ég ætla að setj- ast niður með nokkr- um félögum og ætla ekki að taka ákvörðun í fljót- færni.“ kgk Útilokar ekki endur- komu í Víking Ó. Ljósm. úr safni Skessuhorns frá sumrinu 2010 þegar Þorsteinn Már spilaði með Víkingi Ó. Stofnþing Hnefaleikasambands Ís- lands var haldið í höfuðstöðvum ÍSÍ að kvöldi miðvikudagsins 30. september. Frá því Alþingi leyfði áhugamannahnefaleika á Íslandi árið 2002 hefur nefnd um ólymp- íska hnefaleika starfað á vegum ÍSÍ. Hefur hún haft umsjón með út- breiðslu og uppbyggingu greinar- innar undir leiðsögn ÍSÍ og haft það að markmiði að undirbúa stofnun sérsambands um ólympíska hnefa- leika. Jónas Heiðar Birgisson, stjórn- armaður í Hnefaleikafélagi Akra- ness, átti sæti í nefndinni og hann segir stofnun Hnefaleikasambands Íslands mikilvægan þátt í því að ís- lenskir hnefaleikar verði viður- kenndir á alþjóðavettvangi. „Það helsta sem þetta hefur í för með sér fyrir hnefaleika á Íslandi er að við erum orðin fullgildur meðlim- ur á alþjóðavísu sem landssamband og þá höfum við greiðari aðgang að alþjóðamótum og alþjóðasamtök- um innan hnefaleikahreyfingarinn- ar,“ segir Jónas og bætir því við að nú hafi hnefaleikahreyfingin á Ís- landi aðgang að upplýsingum ann- ars staðar frá. Það geri hnefaleika- þjálfurum meðal annars kleift að fá þekkingu sína vottaða og viður- kennda erlendis. „Um daginn feng- um fyrstu þjálfararnir vottun, alls tíu talsins. Það er gríðarlega stórt skref fyrir okkur því þá erum við á réttri leið til að geta verið fullgild til þátttöku í alþjóðlegum mótum. Hingað til hafa íslenskir kepp- endur getað tekið þátt á mótum er- lendis en það hefur alltaf verið háð undanþágu. Með stofnun HNSÍ eru undanþágur úr sögunni. „Að vera nefnd innan ÍSÍ er gott, ÍSÍ styð- ur vel við bakið á sínu fólki en þeg- ar komið er erlendis hefur lands- samband um íþróttina greiðari að- gang að öllu alþjóðastarfi en nefnd- in,“ segir Jónas. „Þetta gerir okkur sjálfstæðari og við verðum sterkari fyrir vikið og á bara að efla hnefa- leikaíþróttina.“ Hvað varðar áhrif stofnunar HNSÍ á Hnefaleikafélag Akraness telur Jónas að þau verði hin sömu og annars staðar. Öll hnefaleika- félög landsins hafi t.a.m. átt þjálf- ara sem fengu vottun á dögunum og það komi til með að efla starf HAK eins og annarra félaga. Þekk- ingin berist þannig til allra aðildar- félaga HNSÍ. kgk Hnefaleikasamband Íslands var stofnað á dögunum Minningartónleikar Lovísu Hrundar Svavarsdóttur voru haldnir í Bíóhöll- inni á Akranesi mánudaginn 5. októ- ber, en þann dag hefði Lovísa orðið tvítug. Hún lést í hörðum árekstri á Akrafjallsvegi 6. apríl 2013 þegar ölv- aður ökumaður, sem kom úr gagn- stæðri átt, ók í veg fyrir bíl hennar. Þjóðlagasveit Akraness, Ylfa og Hallur, Jón Jónsson og Low Roar léku fyrir troðfullri Bíóhöll auk þess sem Jóhannes Kr. Kristjánsson flutti hugvekju. Ólafur Páll Gunnarsson var kynnir á tónleikunum, sem jafn- framt voru sendir út í beinni útsend- ingu á netinu. Alls fylgdust hvorki meira né minna en 2600 manns með útsendingunni þegar mest var. Allir listamenn, skipuleggjendur og þeir sem komu að minningartónleik- unum með einum eða öðrum hætti gáfu vinnu sína og allur ágóðinn af tónleikunum rann til Minningarsjóðs Lovísu Hrundar. Tilgangur hans er að stuðla að fræðslu og forvörnum gegn akstri ökutækja undir áhrifum áfengis eða annarra vímuefna. kgk Húsfyllir á Minningartónleikum Lovísu Hrundar Þjóðlagasveit Akraness, undir stjórn Ragnars Skúlasonar, lék fyrir áhorfendur af sinni alkunnu snilld. Almar Kári Ásgeirsson (t.v.) og Úlfur Esra Snorrason (t.h.), frændur Lovísu, færðu öllum listamönnum þakklætisvott fyrir hönd aðstandenda. Vaskleg framganga þeirra vakti mikla lukku meðal áhorfenda. Hér eru þeir ásamt Ólafi Páli Gunnars- syni, kynni kvöldsins.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.