Skessuhorn


Skessuhorn - 07.10.2015, Blaðsíða 21

Skessuhorn - 07.10.2015, Blaðsíða 21
MIÐVIKUDAGUR 7. OKTÓBER 2015 21 Í síðustu viku fór fram á Hvanneyri námskeiðið Hönnun og lagningu skógarvega, en það er valnámskeið sem boðið er upp á á skógfræði- og landgræðslubraut Landbúnaðarhá- skóla Íslands. Þátttakendur voru hvort tveggja nemendur við LbhÍ, af skógfræðibraut og af umhverfis- skipulagsbraut, og starfsmenn inn- an skógræktargeirans, alls 25 manns. Námskeiðið var haldið í samstarfi við Skógfræðingafélag Íslands. „Hönnun og lagning skógarvega er mikilvægur hluti nytjaskógræktar. Rétt hönnun og lagning er bæði for- senda hagkvæmrar skógarnýtingar og ekki síður mikilvæg til að lágmarka neikvæð áhrif af skógarhögginu á t.d. skriðuhættu og jarðvegseyðingu. Jan Bjerketvedt, einn færasti sér- fræðingur Noregs í hönnun og lagn- ingu skógarvega, var kennari á nám- skeiðinu og fór hann með nemend- ur í Stálpastaðaskóg í Skorradal til að geta sýnt þeim raunveruleg dæmi um skógarvegi. Þann dag var grenj- andi rigning og tilvalinn dagur fyr- ir nemendur að átta sig á mikilvægi réttrar lagningar skógarvega með til- liti til staðbundinnar bleytu og einn- ig með tilliti til mikils yfirborðsvatns. Lagning skógarvega í brattlendi get- ur verið erfið og var því fróðlegt að sjá hvernig skógarvegirnir á Stálpa- stöðum voru að standast þær kröfur sem Norðmenn gera til skógarvega,“ segir í frétt LbhÍ um námskeiðið. mm/ Ljósm. Björgvin Eggertsson, skógfræðingur við LbhÍ. Kenndu hönnun og lagningu skógarvega Á vettvangi í Stálpastaðaskógi í Skorradal. Hópurinn á Hvanneyri. Símenntunarmiðstöðin á Vestur- landi tekur þátt í Evrópuverkefni sem nefnist „Teaching Entrepre- neurship-Learning Entrepreneurs- hip, en verkefnið er til þess hugsað að styðja við bakið á ungu fólki sem ýmist hefur hætt í framhaldsskóla, er án atvinnu eða af öðrum ástæð- um á erfitt með að fóta sig á vinnu- markaði. Verkefnið snýst um að fólk í þessari stöðu uppgötvi nýjar leiðir til árangurs, sýni frumkvæði og nýti sköpunarkraftinn sem í því býr. Fjögur lönd, auk Íslands taka þátt í verkefninu, en það eru Rúm- enía, Lettland, Spánn og Þýska- land. Símenntunarmiðstöðin, í sam- vinnu við Vinnumálastofnun á Vesturlandi, hefur staðið fyrir a.m.k. 15 frumkvöðlasmiðjum fyr- ir atvinnuleitendur síðustu ár. Við kennslu í þessum smiðjum hefur skapast ákveðin þekking á kennslu- aðferðum sem við hjá Símennt- un miðlum áfram í þessu verkefni. Í smiðjunum vorum við fyrst og fremst að að vinna með hugarfar þátttakenda, þ.e. að horfa til þess hvernig mætti virkja frumkvöðla- kraftinn, ýta undir frumkvæði hjá einstaklingnum og fá þá til að sjá tækifærin í nærumhverfinu sem gæti mögulega skapað þeim at- vinnu. Við vorum með fimm daga vinnusmiðju í síðustu viku fyr- ir samstarfsaðilana í verkefninu, alls 16 manns. Þátttakendurnir komu m.a. frá menntastofnunum og nýsköpunarmiðstöðvum í þess- um löndum og fengu innsýn inn í hvernig við höfum háttað kennsl- unni í þessum smiðjum og eins erum við að læra af þeim. Þetta er yfirfærsla þekkingar í báðar áttir. Fulltrúar þessa landa eiga síðan að vera með sambærilega vinnu- smiðju á næstu mánuðum, hver í sínu landi, fyrir fólk á aldrinum 16-30 ára. Við erum mjög spennt að sjá hvernig til tekst, en fulltrúar þessarra landa í verkefninu munu síðan hittast í Lettlandi í maí til að miðla af reynslunni. Ein af afurð- um verkefnisins verður handbók sem byggir á aðferðafræðinni sem er þróuð er í verkefninu. -fréttatilkynning Ungu fólki hjálpað til fótfestu á vinnumarkaði að nýju Samstarfsaðilar í verkefninu hittust í liðinni viku í vinnusmiðju. Fimmtudaginn 1. október síðastlið- inn fékk 1. bekkur í Grunnskólan- um í Borgarnesi hádegismat í fyrsta sinn í skólann. Ekki hefur verið boð- ið upp á þetta áður þar sem ekki er mötuneyti í skólanum. „Hér var um tilraunaverkefni að ræða og voru matarbakkarnir t.d. einnota þennan fyrsta dag, en hér eftir verður sama kerfi og er hjá öðrum nemendum sem fara í mat á Hótel Borgarnesi,“ segir Júlía Guðjónsdóttir skólastjóri. Hún bætir því við að ákjósanlegast væri að mötuneytið væri í skólanum og vonandi verði það að veruleika einn daginn. mm Yngstu nemendurnir fengu matinn í skólann NÁMSKEIÐ Fyrirtæki í ferðaþjónustu fara í vaskinn Borgarnes | 14. okt. | kl. 14:00 Akranes | 16. okt. | kl. 9:00 Í janúar 2016 fara öll fyrirtæki í ferðaþjónustu í virðisaukaskatt og því þarf að huga að þeim ráðstöfunum sem gera þarf bæði í bókhaldi og vegna gjaldskrárbreytinga. KPMG heldur námskeið um virðisaukaskatt í ferðaþjónustu vítt og breitt um landið á næstu mánuðum. Á námskeiðunum verður virðisaukaskattsumhverð kynnt og þær breytingar sem upptaka virðisaukaskatts mun hafa á fyrirtæki í ferðaþjónustu. Nánari upplýsingar og skráning á kpmg.is

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.