Skessuhorn


Skessuhorn - 07.10.2015, Blaðsíða 15

Skessuhorn - 07.10.2015, Blaðsíða 15
MIÐVIKUDAGUR 7. OKTÓBER 2015 15 www.kronan.is – óskar eftir þér! Atvinnutækifæri Sótt er um störfin á www.kronan.is Umsóknarfrestur er til 11. október 2015 Krónan Akranesi óskar eftir vaktstjóra Starfslýsing: • Þjónusta við viðskiptavini • Verkstjórn og þjálfun starfsfólks • Ábyrgð og umsjón með fjármunum • Vera staðgengill verslunarstjóra í fjarveru hans Menntunar- og hæfniskröfur: • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð • Tölvukunnátta til að leysa dagleg verkefni í Outlook, Excel og Navision • Góðir samskiptahæfileikar og þjónustulund • Aldurstakmark er 20 ára Við leitum að duglegum og jákvæðum einstaklingi til starfa. 1220. fundur bæjarstjórnar Akraness verður haldinn í bæjarþingsalnum að Stillholti 16-18, þriðjudaginn 13. október kl. 17:00. Fundirnir eru öllum opnir og eru bæjarbúar hvattir til að mæta og kynna sér bæjarmálin. Vakin er athygli á því að hægt er að hlusta á beina útsendingu frá fundinum á FM 95,0. Bæjarmálafundir flokkanna verða sem hér segir: Sjálfstæðisflokkurinn í Gamla Kaupfélaginu, laugardaginn • 10. október kl. 10.30. Frjálsir með Framsókn í Haraldarhúsi, Vesturgötu 32, kjallara, • gengið inn frá palli, mánudaginn 12. október kl. 20.00. Björt framtíð í Vitakaffi Stillholti 16-18, mánudaginn 12. • október kl. 20.00. Samfylkingin í Stjórnsýsluhúsinu, 1. hæð, Stillholti 16-18, • laugardaginn 10. október kl. 11.00. SK ES SU H O R N 2 01 5 Bæjarstjórnarfundur Afkomendur hjónanna Halldórs E. Sigurðssonar og Margrétar Gísla- dóttur hittust í Borgarnesi laugar- daginn 12. september síðastliðinn til að minnast 100 ára fæðingar- afmælis Halldórs. Þar rifjuðu þau upp feril Halldórs í Borgarnesi. Einnig gengu þau um elsta hluta bæjarins og rifjuðu upp sögu hans. Þau sendu eftirfarandi punkta með ósk um birtingu í Skessuhorni. Nokrir punktar um feril Halldórs: Hann fæddist á Haukabrekku í Fróðárhreppi á Snæfellsnesi 9. september 1915, en lést 25. maí 2003, þá 87 ára gamall. Foreldr- ar hans voru Sigurður Eggertsson bóndi og skipstjóri og Ingibjörg Pétursdóttir. Halldór ólst upp í Suður-Bár í Eyrarsveit. Hann nam við Hér- aðsskólann í Reykholti og lauk þar héraðsskólaprófi 1937. Ári síðar lauk hann búfræðiprófi frá Bændaskólanum á Hvanneyri. Hann stundaði einnig nám hluta úr vetri í Samvinnuskólanum und- ir handleiðslu Jónasar Jónssonar frá Hriflu. Halldór var bóndi á Staðar- felli á Fellsströnd í Dölum frá 1937-1955. Þar kynntist hann Margréti eiginkonu sinni sem starfaði sem handavinnukennari við Húsmæðraskólann á Staðar- felli. Halldór og Margrét fluttu í Borgarnes árið 1955, en þá var Halldór ráðinn sveitarstjóri Borg- arneshrepps, fyrstur manna. Hann gegndi embættinu í 13 ár. Frá 1962-1970 sat hann einnig í hreppsnefnd bæjarins. Halldór beitti sér fyrir ýmsum verkefn- um sem sveitarstjóri, t.d. að götur Borgarnes yrðu steyptar, en þær framkvæmdir hófust 31. júlí 1963 þegar hluti Egilsgötu var steyptur. Borgarnes varð fyrir vikið fyrsta sveitarfélagið af svipaðri stærð til að ráðast í slíkar framkvæmdir. Halldór beitti sér einnig pers- ónulega til að efla atvinnulíf Borg- nesinga og kom að stofnun tveggja fyrirtækja í bænum ásamt fleir- um. Þetta voru Vírnet hf., stofnað 1956, og Prjónastofa Borgarness hf., stofnuð 1970. Prjónastofan starfaði í tæpa tvo áratugi, en Vír- net starfar enn og er einn stærsti vinnustaðurinn í Borgarnesi. Halldór var kjörinn alþingis- maður fyrir Framsóknarflokkinn árið 1956 í spennandi kosning- um. Einungis munaði tveimur at- kvæðum á honum og næsta manni sem var Pétur Gunnarsson ráðu- nautur, frambjóðandi Sjálfstæð- ismanna. Halldór sat á Alþingi óslitið til 1979, frá 1956-1959 sem þingmaður Mýrasýslu, en frá 1959-1979 sem þingmaður Vest- urlandskjördæmis. Án efa naut hann þess að hafa alist upp á Snæ- fellsnesi, verið í námi í Borgar- firði, stundað búskap í Dölum og búið í Borgarnesi. Það má því segja að hann hafi þekkt Vestur- landskjördæmi út og inn. Hann varð ráðherra Framsókn- arflokksins í ríkisstjórnum sem flokkurinn átti aðild að á árunum 1971-1978. Fyrst sem fjármála- og landbúnaðarráðherra 1971-1974 í vinstri stjórn Ólafs Jóhannesson- ar og síðar sem landbúnaðar- og samgönguráðherra 1974-1978 í ríkisstjórn Geirs Hallgrímssonar. Halldór beitti sér fyrir fjölda mála sem þingmaður og ráðherra, ekki síst fyrir kjördæmi sitt, m.a. í samgöngumálum, landbúnaðar- málum, íþrótta- og æskulýðsmál- um, byggðamálum og við atvinnu- uppbyggingu á Grundartanga. Þekktasta málið sem hann barð- ist fyrir var án efa bygging brú- ar yfir Borgarfjörð. Hann flutti þingsályktunartillögu þess efn- is á Alþingi 24. febrúar 1958 sem hlaut samþykki fyrir þinglok í maí sama ár. Samþykktin markaði upphaf undirbúnings fyrir fram- kvæmdina sem hófst í tíð Halldórs sem samgönguráðherra árið 1975. Gerð Borgarfjarðarbrúarinnar var umfangsmikil framkvæmd sem tók nokkur ár. Lokið var við gerð brú- arinnar árið 1981 og var hún vígð við hátíðlega athöfn sunnudaginn 13. september 1981. Það var Hall- dór sjálfur sem vígði brúna í um- boði Steingríms Hermannssonar þáverandi samgönguráðherra. Halldór og Margrét eignuð- ust þrjú börn: Gísla Vilhjálm f. 1943, Sigurð Inga f. 1952 og Sig- urbjörgu Guðrúnu f. 1955. Barna- börn og barnabörnin eru nú 22 talsins. Hundrað ár frá fæðingu Halldórs E. Sigurðssonar Afkomendur Halldórs og fjölskyldan kom saman í Borgarnesi í liðnum mánuði. Myndin er tekin framan við Svarfhól þar sem hreppsskrifstofur Borgarness voru lengi til húsa. Halldór E Sigurðsson. Jólaútsaumur Opið: Mánudaga – föstudaga kl. 9 – 18 Laugardaga kl. 11 - 15 Grensásvegi 46 - 108 Reykjavík - Sími 511 3388 SK ES SU H O R N 2 01 4

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.