Skessuhorn - 07.10.2015, Blaðsíða 22
MIÐVIKUDAGUR 7. OKTÓBER 201522
„Það verða sólótónleikar með
Högna úr Hjaltalín laugardaginn
17. október og vikuna eftir, föstu-
daginn 23. október, verða svo tón-
leikar með Jónasi Sig og Ritvélum
framtíðarinnar. Sennilega munu
svo ein eða tvær hljómsveitir koma
hingað í tengslum við Iceland
Airwaves tónlistarhátíðina og halda
„off venue“ tónleika,“ sagði Kári
Viðarsson, í Frystiklefanum í Rifi
og handhafi Eyrarrósarinnar, þeg-
ar Skessuhorn sló á þráðinn til hans
fyrr í vikunni.
Undanfarna tvo mánuði hefur
Kári dvalið í Danmörku þar sem
hann kenndi meðal annars kúrs við
danskan listaháskóla sem gestakenn-
ari. Nú er hann hins vegar kominn
heim og byrjaður að leggja drög
að dagskrá vetrarins. „Í desember
verður frumsýnt hér nýtt verk eft-
ir mig, byggt á Fróðárundrunum,
draugasögu sem gerist hér rétt utan
við Ólafsvík. Þannig að þetta verður
svona draugaleikrit og við ætlum að
hefja æfingar á því núna um miðj-
an október,“ segir Kári. „Auk þess
að sýna þetta nýja verk í desember
geri ég ráð fyrir að halda jólatón-
leika. Enn á þó eftir að koma í ljós
með hvaða sniði þeir verða,“ bætir
hann við.
Þegar litið er fram yfir áramót
segir Kári að dagskráin sé ekki full-
mótuð. Mögulega setji hann MAR
upp að nýju en það sé ekki ákveð-
ið. „Það kemur leikhópur frá Suð-
ur-Afríku í heimsókn og setur upp
sýningu í vor. Svo dettur alltaf eitt-
hvað inn,“ segir hann en bætir því
við að hann ætli að einbeita sér að
skrifum í vetur og undirbúa frum-
sýningar næsta sumars. „Samhliða
sýningunni sem verður frumsýnd
í desember mun ég vinna í því að
búa eitthvað til og ætla að frumsýna
eitt eða tvö verk næsta sumar. Sum-
rið verður alveg svakalegt. Planið er
að vera með fjórar til fimm leiksýn-
ingar í gangi í hverri viku í júní, júlí
og ágúst. Nú fer í hönd mikil undir-
búningsvinna fyrir það,“ segir Kári.
Aðspurður segir hann að vel hafi
gengið í Frystiklefanum undan-
farið ár. „Það gekk rosa vel í sum-
ar. Það voru alltaf gestir og eru
enn og þetta var ótrúlega skemmti-
legt. En þetta er svona það sem er
í gangi þessa dagana í Frystiklefan-
um. Undirbúningur fyrir komandi
frumsýningu og næsta sumar er í
fullum gangi. En ég þykist vita að
tónleikarnir með Jónasi Sig og Rit-
vélunum 23. október verði geggjað-
ir. Mikið „sjóv“ og mikið fjör. Það
er algjör hvalreki að fá bæði Jónas
Sig og Högna hingað,“ segir Kári
Viðarsson að lokum. kgk
Unnið að frumsömdum leikverkum í Frystiklefanum
Fastur liður hvers hausts hjá menn-
ingarhúsum hvers konar er að
kynna viðburði komandi vetrar.
Landnámssetrið í Borgarnesi er
þar engin undantekning, en í gegn-
um árin hafa þar verið sett upp fjöl-
mörg verk. Blaðamaður Skessu-
horn hitti Kjartan Ragnarsson for-
stöðumann yfir kaffibolla í Land-
námssetrinu og spjallaði við hann
um dagskrá vetrarins á afmælisári
setursins.
„Það sem stendur algerlega upp
úr er að við erum að fara inn í tí-
unda starfsárið. Að því tilefni erum
við búin að fá Benedikt Erlings-
son til að taka upp sýninguna Mr.
Skallagrímsson sem hann sýndi hér
með miklum „sökksess“ á sínum
tíma,“ segir Kjartan, en Mr. Skalla-
grímsson var einmitt fyrst sýnt á
vígsludegi Landnámssetursins vor-
ið 2006. Verkið var valið besta leik-
ritið á Grímuverðlaununum 2007,
Benedikt besti leikari í aðalhlut-
verki og besti leikritshöfundurinn.
Alls gengu sýningar í fjögur ár og
urðu um 300 talsins. Endurfrum-
sýning Mr. Skallagrímsson verður
föstudaginn 30. október næstkom-
andi og tvo næstu daga er áætlað að
sýna verkið einnig. „Það fer alger-
lega eftir undirtektum áhorfenda og
hversu mikinn tíma Benedikt hefur
hvað það verða margar sýningar, en
við vonum að það verði töluvert í
vetur. Það væri því best að drífa sig
sem allra fyrst að kaupa miða til að
missa ekki af þessu,“ segir Kjartan.
Tvö ný verk í vetur
Auk Mr. Skallagrímsson verða tvær
aðrar sýningar settar upp á Sögu-
lofti Landnámssetursins á komandi
vetri. Kjartan segir aðra sýninguna
verða öllu dramatískari en hina en
þær séu hvor annarri meira spenn-
andi.
„Í fyrsta lagi ber að nefna Héðinn
Unnsteinsson, borinn og barnfædd-
an Borgnesing. Hann er sérfræð-
ingur í heilbrigðismálum með geð-
heilbrigðismál sem sérgrein. Svo
einn daginn veikist hann, þarf að
leggjast inn á geðdeild og læknast.
Hann skrifaði bók um reynslu sína
sem heitir Vertu úlfur og ætlar að
koma með fullmótaða sýningu og
setja upp hér í lok janúar. Honum
til halds og trausts verður tónlistar-
maðurinn Jónas Sigurðsson,“ segir
Kjartan.
„Önnur sagan er mjög tengd
þessu húsi sem við sitjum í núna.
Þetta er fyrsta húsið sem var byggt
hér í Borgarnesi, verslunarhús. Svo
gerist það að norskur maður eignast
húsið og finnur sér verslunarstjóra.
Það var Thor Jensen, þá 17 ára.
Þetta var fyrsta vinnan hans en hann
varð seinna frægasti milli á Íslandi.
Hann giftist Margréti Þorbjörgu
Kristjánsdóttur frá Akranesi og þau
reistu sér íbúðarhús sem varð ann-
að húsið í Borgarnesi. Þau eru for-
eldrar Thors-arana, Ólafs Thors,
Thors Thors og fleiri,“ segir Kjart-
an „og í apríl ætlar rithöfundurinn
Guðmundur Andri Thorsson að
koma og segja sögu langafa síns,“
bætir hann við og brosir.
Heillaðist af
landnámssögunum
Kjartan kemur úr leikhúsgeiranum,
er menntaður leikari en þekktastur
sem leikritahöfundur. Blaðamanni
lék því forvitni á að vita um tildrög
þess að hann hellti sér út í ferða-
þjónustu með stofnun Landnáms-
setursins.
„Ég kynntist ferðaþjónustunni
fyrir tilviljun eftir að ég gerðist far-
arstjóri hjá Íshestum. Ég var farar-
stjóri býsna lengi og reyndi alltaf
að segja ferðamönnum sögur stað-
anna sem riðið var um hverju sinni.
Þá kynntist ég því hversu makalaust
merkilegar landnámssögurnar okk-
ar eru, því Íslendingasögurnar eru
ekkert annað en landnámssögur.
„Er ekkert safn til sem segir þess-
ar sögur?“ hugsaði ég með mér. Svo
ræddum við þetta ég og Sirrý kon-
an mín og veltum fyrir okkur hvort
það væri ekki alveg makalaust ef
við myndum bara setja á fót svona
safn um landnámið. Við fórum við
að skoða málið og sáum að flott-
asta landnámssagan er náttúrulega
í Egilssögu. Safnið ætti því að vera
í Borgarnesi,“ segir hann og bætir
við að eftir að þau fóru að grennsl-
ast fyrir um málið hafi komið á dag-
inn að sveitarstjórn Borgarbyggðar
hafði verið að velta fyrir sér svipuð-
um hlutum á þeim tíma. „Við geng-
um inn í það verkefni og gekk von-
um framar.“
Kjartan segir að þau hafi alltaf
haft ákveðna sýn um hvernig safnið
skyldi vera áður en Landnámssetrið
var opnað. Þau hafi alltaf hrifist af
hugmyndinni um söfn þar sem gest-
um eru sagðar sögur á föstum sýn-
ingum í stað þess að lesa sig í gegn-
um þær. Þau hafi heillast af fram-
kvæmd sögusafnsins á Njáluslóðum
en í stað þess að sögumaður segði
gestum söguna, eins og þar var gert
á sínum tíma, hafi þau ákveðið að
taka hana upp. Þannig hafi verið
hægt að þýða hana á fleiri tungu-
mál. Komið hafi á daginn í seinni
tíð að með hverju tungumáli sem
bætt er við föstu sýningarnar bæt-
ist við nýr hópur gesta.
Söguloftið eins
og langskáli
„Húsinu fylgdi þetta háaloft og
við fórum að velta því fyrir okkur
í hvernig það gæti nýst okkur. Það
er gluggalaust svo ekki er hægt að
vera með skrifstofur þar. En þá kom
upp sú hugmynd að það væri gaman
ef hægt væri að setja þar upp sýn-
ingar með efni tengdu Íslendinga-
sögunum. Sögurnar varðveittust í
munnlegum frásögnum í hundruð
ára áður en þær voru festar á blað
og þá hefur verið einhver sögumað-
ur sem flutti þær. Loftið er svolítið í
laginu eins og langskáli þar sem Ís-
lendingasögurnar hafa verið sagðar
fyrr á öldum.
Kjartan segist hafa hugsað til
Benedikts sem hann hafi séð gera
vel með einleik sínum upp úr
Ormstungu tíu árum áður. Kjart-
an hafi því reynt að sannfæra hann
um að vinna verk upp úr Egilssögu.
„Ég lá í honum í heilt ár áður en
hann ákvað að slá til. Þetta varð svo
einn hans aðal sökksess í lífinu,“
segir Kjartan og brosir.
Úr varð Söguloftið og á þeim
tíu árum sem Landnámssetrið hef-
ur verið starfrækt hafa fjölmargar
sýningar verið settar þar á svið, auk
þess sem um 20 rithöfundar hafa
komið fram og flutt eða lesið upp
úr verkum sínum.
Kjartan segir að Söguloftið haldi
tengingu Landnámssetursins við
innlenda markaðinn. Sýningar þar
hafi alltaf gengið vel en Mr. Skalla-
grímsson og Brák eftir Brynhildi
Guðjónsdóttur standi upp úr.
„Þau eru bæði svo brillíjant leik-
arar enda fengu þau bæði verðlaun
sem leikarar og höfundar ársins
fyrir þessar sýningar,“ segir hann.
„Mér finnst þessar sýningar á Sögu-
loftinu skipta máli fyrir okkur mór-
alskt. Þær minna okkur á menningu
Vesturlands og tilvist okkar í menn-
ingarlífinu,“ segir Kjartan.
kgk
Mr. Skallagrímsson snýr aftur á
afmælisári Landnámsseturs
Kjartan Ragnarsson við Landnámssetur Íslands.