Skessuhorn - 07.10.2015, Blaðsíða 12
MIÐVIKUDAGUR 7. OKTÓBER 201512
Árlega Sauðamessan var haldin í
Borgarnesi síðastliðinn laugardag í
fremur köldu en fallegu veðri. Hlé-
dís Sveinsdóttir sauðamessustýra
segir hátíðina hafa farið vel fram
og að hún sé sú fjölmennasta síð-
an að hún og dagskrárstjórinn Rún-
ar Gíslason tóku að sér skipulagn-
ingu hátíðarinnar. Dagskráin hófst í
Skallagrímsgarði þar sem að Steinka
Páls spilaði á harmonikku fyrir gesti
við góðar undirtektir. Fjárrekstur
hófst svo hálftíma síðar þar sem Jón
Eyjólfsson á Kópareykjum stýrði
„smalamennsku“. Kindurnar voru
reknar frá Skallagrímsgarði og upp í
rétt hjá Hjálmaklett. Það munaði þó
litlu að það yrðu engar kindur til að
reka þetta árið en Hraunsnef og ná-
grannabændur komu í veg fyrir fjár-
skort í Borgarnesi á síðustu stundu.
Að smalamennsku lokinni buðu
Raftar og Landssamband sauðfjár-
bænda gestum uppá rjúkandi kjöt-
súpu. Stafrófur gáfu rófur, Nettó
skaffaði kartöflur og Halla Dís
bóndi í Hoftúnum kom með gulræt-
urnar. Úr varð einstaklega bragðgóð
kjötsúpa sem blaðamaður naut með-
al gesta í köldu haustveðrinu.
Seinna um kvöldið var slegið upp
balli þar sem að sauðfjárbóndason-
urinn Magni Ásgeirs ásamt með-
limum hljómsveitarinnar Á móti sól
léku fyrir dansi í Hjálmakletti. Ball-
ið fór vel fram þar sem fólk á öll-
um aldri skemmti sér saman fram á
nótt. Að lokum vildi Hlédís koma á
framfæri þökkum til allra þeirra sem
komu að Sauðamessu með einum
eða öðrum hætti.
eo
Sauðamessa í Borgarnesi og árleg umhverfisverðlaun
Umhverfisviðurkenningar
Umhverfisviðurkenningar Borg-
arbyggðar og viðurkenning-
in Ljósberi 2015 voru afhent á
Sauðamessu. Auglýst er eftir til-
nefningum að vori en umhverfis,-
skipulags- og landbúnaðarnefnd
metur hverjir hljóta viðurkenn-
ingu í hverjum flokki. Tilnefning-
ar voru samtals 22 að þessu sinni.
Í ár voru veittar fjórar viðurkenn-
ingar og hlutu sigurvegarar viður-
kenningarskjöl, rósir og snyrtileg-
asta bændabýlið hlaut einnig skilti
til að setja á staurinn við vegvísinn
heim að bænum. Eftirfarandi að-
ilar hlutu viðurkenningar í ár:
Snyrtilegasta bændabýl-
ið: Hóll í Lundarreykjadal
Snyrtilegasta lóð við íbúð-
arhús: Jaðar í Bæjarsveit
Snyrtilegasta lóð við atvinnu-
húsnæði: Hótel Húsafell
Sérstök viðurkenning vegna um-
hverfismála: Borg á Mýrum.
Ljósberar
Haustið 2014 starfaði vinnuhóp-
ur á vegum Borgarbyggðar við að
móta stefnu í þjónustu við ein-
staklinga með fötlun. Ein af til-
lögum vinnuhópsins var að sveit-
arfélagið veitti á hverju ári viður-
kenningu til þeirra fyrirtækja og
stofnana sem standa sig vel í að
veita einstaklingum með skerta
starfsgetu vinnu. Þetta er í fyrsta
sinn sem viðurkenningin er veitt og
nefnist hún Ljósberinn. Eftirtalin
fyrirtæki og stofnanir hlutu Ljós-
berann 2015: Brákarhlíð, N1 Borg-
arnesi, Grunnskólinn í Borgarnesi,
Leikskólinn Ugluklettur, Leik-
skólinn Klettaborg, Íþróttamið-
stöðin í Borgarnesi, Áhaldahúsið
og Skallagrímsgarður.
eo
Handhafar viðurkenninga fyrir snyrtilegustu lóð við atvinnuhúsnæði, snyrti-
legust lóð við íbúðarhús og sérstaka viðurkenningu vegna umhverfismála. Á
myndina vantar ábúendur á Hóli í Lundarreykjadal.
Hér er verið að afhenda viðurkenningar til handhafa Ljósberans 2015.
Fólk skemmti sér vel í fjárrekstri þótt kindurnar væru ekki margar.
Steinka Páls skemmti gestum og gangandi.
Víkingur á Sauðamessu.Gestir ánægðir með kjötsúpuna.
Kynnar hátíðarinnar; Sigrún Ólafsdóttir bóndi og Eiríkur Jónsson
búmaður.
Gestir á Sauðamessu.
Vinir.
Það var mikið að sjá þennan daginn og því um að gera að hlaupa milli staða.