Skessuhorn


Skessuhorn - 28.10.2015, Blaðsíða 1

Skessuhorn - 28.10.2015, Blaðsíða 1
FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 44. tbl. 18. árg. 28. október 2015 - kr. 750 í lausasölu Arion hraðþjónusta – hafðu það eins og þú vilt Arion appið • Netbanki • Hraðbankar Coldfri munnúði Fluconazol ratiopharm - við kvefi og hálsbólgu Eru bólgur og verkir að hrjá þig? Vökudagar á Akranesi 29. okt. – 7. nóv. Rafræn áskrift Ný áskriftarleið Pantaðu núna Það voru rekin upp mörg stór augu í leikskólunum á Akranesi í gær. Þá heimsóttu skólana tveir sjómenn af Höfrungi III, þeir Kristófer Jónsson og Eiríkur Gíslason. Þeir félagar hafa í nokkur ár heimsótt leikskólabörn í bæjarfélaginu og sýnt þeim allskonar sjávarfang. Að þessu sinni mættu þeir með um þrjátíu tegundir af fiskum og krabbadýrum. Marga framandi fiska sem jafnvel ljósmyndari Skessuhorns hafði ekki séð áður, hvað þá börnin. Eiríkur og Kristófer fræddu börnin um fiskana, hvað þeir ætu, hvar þeir veiddust og sýndu þeim tennur steinbýts, trjónuna á trjónunef, sem veiðist á 1.800 metra dýpi, og rollubak sem syndir á bakinu, svo dæmi séu tekin. Sannarlega lofsvert framtak hjá þessum ungu og frísku sjómönnum. Ljósm. mm Í gærkvöldi var tilkynnt að lands- hlutinn Vesturland væri einn af áhugaverðustu áfangastöðum heims 2016 samkvæmt leiðsögubókaút- gefandanum Lonely planet. Vestur- land hefur átt hlut í þeim vexti sem ferðaþjónustan hefur upplifað síð- astliðin ár. Þjónusta og afþreying hefur verið að byggjast upp og eru mörg fyrirmyndarfyrirtæki kom- inn á legg. Nú er landshlutinn tal- inn hafa mikla sérstöðu á heimsvísu þegar kemur að vetrarferðamennsku og nýtur Vesturland góðs af því að vera aðgengilegt. Nálægð við höfuð- borgina og snjóléttir vetur eru sagðir gera Vesturland að spennandi kosti fyrir ferðamenn. Þessi viðurkenning er gríðarlega mikilvæg á heimsvísu því nú er Vesturland á topp tíu lista Lonely Planet yfir svæði til að heim- sækja í heiminum á næsta ári. Aðrir flokkar en svæði sem fá tilnefningar eru lönd og borgir. ,,Þetta er mikil viðurkenning fyr- ir Vesturland sem áfangastaður. Það eru fyrirtækin á svæðinu sem eiga heiðurinn af þessu. Nýsköpun á svæðinu hefur verið mikil síðastlið- ið ár og þjónusta stigbatnað,” seg- ir Kristján Guðmundsson forstöðu- maður Markaðsstofu Vesturlands í samtali við Skessuhorn. Kristján mun taka á móti verðlaunum fyrir hönd Vestlendinga en þau verða af- hent í Lundúnum um næstu helgi. Í tilkynningu frá Lonely Planet segir m.a.: „Vesturland er á listan- um yfir áhugaverðasta svæði heims sökum rólyndislegs yfirbragðs svæð- isins auk þess sem gott er að gera út frá Vesturlandi þegar kemur að því að kanna náttúru. Fallegir foss- ar, gott aðgengi að jöklum, eldfjöll og hraunbreiður eru meðal sérstöðu svæðisins. Mikil saga sem svæðið hefur upp á að bjóða bætir einnig sérstöðu Vesturlands.“ mm Vesturland verðlaunað sem einn af áhugaverðustu áfangastöðum heims

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.